Öll höfum við farið í gegnum það skeið að vera unglingar. Sú þjóðfélagsgerð sem við ölumst upp í mótar okkur, við erum því öll börn okkar tíma eins og það er kallað. Ungt fólk í dag býr við allt annað umhverfi en foreldrar þeirra ólust upp við. Fyrir 50 árum fór ungt fólk út að vinna til þess að afla tekna fyrir heimilið, það hafði ekkert val. 14 ára unglingur var þá orðinn ungur maður með ábyrgð. Í dag er 20 ára unglingur barn án ábyrgðar. Ungt fólk í dag er upplýst, sjálfstætt, alþjóðlegt og það hefur farið erlendis minnst einu sinni á ári frá því að það man eftir sér. Til að skilja það og hvað hefur áhrif á unga fólksins verðum við að skoða veröld þeirra.
Ungt fólk í dag er ég, mig, mitt = ég er miðpunturinn. Það er kynslóð ÉG, sem er dæmd til valfrelsis og tekur því sem sjálfsögðum hlut. Áhugasviðið er vinir, músik, ferðalög, bíó, fara út að borða, skemmtanir, líkamsrækt og fjölskyldan. Það hefur ekki hugmynd um hvernig lífið væri án þess að hafa fjarstýringu eða gsm síma. Það hefur alltaf verið hægt að leigja vídeómyndir og panta pizzu. Það hefur ekki hugmynd um hver Kennedy var og það skiptir engu hver skaut hann. MTV hefur alltaf verið til og Mikael Jackson alltaf verið hvítur. Björk hefur alltaf sungið á ensku. Sjónvarpið hefur alltaf verið til og ætíð í lit. Það hefur alltaf verið hægt að velja um margar sjónvarpsrásir. Unga fólkið í dag hefur aldrei hlustað á vínilskífu. Víetnamstríðið er eitthvað sem gerðist fyrir löngu eins og seinni heimstyrjöldin. Heimurinn verður sífellt hnattrænni, sama fatatíska er alls staðar, það er hlustað á sömu hljómsveitirnar og horft á sömu kvikmyndirnar.
Valfrelsi á öllum sviðum er sjálfgefið í augum unga fólksins. Það hefur ætíð staðið frammi fyrir mörgum valkostum á öllum sviðum. Í búðinni blasa við margir hillumetrar af hárþvottaefnum. Það er hægt að velja um 40 gerðir af áleggi á brauðið, 80 gerðir af hálftilbúnum mat. Ef unga fólkinu líkar ekki framborinn matur á heimilinu, er annar valinn, tekinn upp síminn og pizza pöntuð eða farið í ísskápinn. Það velur á milli margra námsbrauta. Velur um hvernig og ekki síður hvort námið sé stundað. Hvort það vinnur og hvaða vinnu það velur. Áður voru tækni og fjármagn lykillinn að velgengni fyrirtækjanna. Í dag snýst allt um fólk. Velgegni og langlífi fyrirtækja snýst um hæfileikann til þess að laða til sín og halda bestu einstaklingunum. Þetta mótar afstöðu unga fólksins til náms og starfa. Mótaðar námsbrautir eru ekki endilega trygging að góðu starfi, það er val á námsáföngum og námskeiðum. Val á starfi mótast af þátttöku í mótun starfsins, sjónarmið þeirra heyrist, sjáist og hafi áhrif. Það geti viðhaldið þekkingu sinni með þátttöku í símenntun.
Það er ekki hægt að skoða ungu kynslóðina sem einsleitan hóp. Við verðum að skoða það sem hópa með ólíkt mat og áhugasvið. Lík börn falla best hvert að öðru. Ef baksvið unga fólksins er skoðað, sjáum við ólíka hópa mótaða af lífsstíl og viðhorfum þess heimilis sem það kemur frá. Ef þú vilt ná athygli unga fólksins þarf það að vera með þátttöku, ekki bara einn dag, heldur alla daga. Með því að skilja áhugamál unga fólksins skapast möguleiki til þess að verða hluti af áhugasviði þess.
Ungt fólk í dag er ég, mig, mitt = ég er miðpunturinn. Það er kynslóð ÉG, sem er dæmd til valfrelsis og tekur því sem sjálfsögðum hlut. Áhugasviðið er vinir, músik, ferðalög, bíó, fara út að borða, skemmtanir, líkamsrækt og fjölskyldan. Það hefur ekki hugmynd um hvernig lífið væri án þess að hafa fjarstýringu eða gsm síma. Það hefur alltaf verið hægt að leigja vídeómyndir og panta pizzu. Það hefur ekki hugmynd um hver Kennedy var og það skiptir engu hver skaut hann. MTV hefur alltaf verið til og Mikael Jackson alltaf verið hvítur. Björk hefur alltaf sungið á ensku. Sjónvarpið hefur alltaf verið til og ætíð í lit. Það hefur alltaf verið hægt að velja um margar sjónvarpsrásir. Unga fólkið í dag hefur aldrei hlustað á vínilskífu. Víetnamstríðið er eitthvað sem gerðist fyrir löngu eins og seinni heimstyrjöldin. Heimurinn verður sífellt hnattrænni, sama fatatíska er alls staðar, það er hlustað á sömu hljómsveitirnar og horft á sömu kvikmyndirnar.
Valfrelsi á öllum sviðum er sjálfgefið í augum unga fólksins. Það hefur ætíð staðið frammi fyrir mörgum valkostum á öllum sviðum. Í búðinni blasa við margir hillumetrar af hárþvottaefnum. Það er hægt að velja um 40 gerðir af áleggi á brauðið, 80 gerðir af hálftilbúnum mat. Ef unga fólkinu líkar ekki framborinn matur á heimilinu, er annar valinn, tekinn upp síminn og pizza pöntuð eða farið í ísskápinn. Það velur á milli margra námsbrauta. Velur um hvernig og ekki síður hvort námið sé stundað. Hvort það vinnur og hvaða vinnu það velur. Áður voru tækni og fjármagn lykillinn að velgengni fyrirtækjanna. Í dag snýst allt um fólk. Velgegni og langlífi fyrirtækja snýst um hæfileikann til þess að laða til sín og halda bestu einstaklingunum. Þetta mótar afstöðu unga fólksins til náms og starfa. Mótaðar námsbrautir eru ekki endilega trygging að góðu starfi, það er val á námsáföngum og námskeiðum. Val á starfi mótast af þátttöku í mótun starfsins, sjónarmið þeirra heyrist, sjáist og hafi áhrif. Það geti viðhaldið þekkingu sinni með þátttöku í símenntun.
Það er ekki hægt að skoða ungu kynslóðina sem einsleitan hóp. Við verðum að skoða það sem hópa með ólíkt mat og áhugasvið. Lík börn falla best hvert að öðru. Ef baksvið unga fólksins er skoðað, sjáum við ólíka hópa mótaða af lífsstíl og viðhorfum þess heimilis sem það kemur frá. Ef þú vilt ná athygli unga fólksins þarf það að vera með þátttöku, ekki bara einn dag, heldur alla daga. Með því að skilja áhugamál unga fólksins skapast möguleiki til þess að verða hluti af áhugasviði þess.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli