þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Sjónvillur - frábær bók

Smekkleysa hefur gefið nokkur smárit þar á meðal Sjónvillur eftir Óskar Árna Óskarsson. Flottar örsögur sem lýsa okkur svo vel.

Bíltúr

- Hvað segir þú um að koma í göngutúr?
- Já, ég er til í það ef við förum á bílnum.
- En við seldum bílinn. Og ég var að tala um göngutúr.
- Mér er sama.
- Þú ert þverhaus.
- Það þýðir ekkert annað, annars er bara valtað yfir mann. Þú veist hvernig þjóðfélagi þetta er sem við búum í. Maður verður að sýna festu.
- Allt í lagi, ég nenni ekki að rífast. Skellum okkur þá.

Engin ummæli: