föstudagur, 16. nóvember 2007

Eru Hafnarfirðingar að afþakka orkuna frá Búrfelli?



Ég átta mig ekki alveg á yfirlýsingum forsvarsmanna bæjarafélaganna á Suðurnesjum um að þeir ætli að tryggja það að orka sem framleidd sé á þeirra svæði sé einvörðungu nýtt til atvinnureksturs á Suðurnesjum. Þessi afstaða hefur áður komið fram, t.d. frá Skagfirðingum og Þingeyingum.

En það er vart er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að Hafnfirðingar séu með því að setja sjálfum sér skilyrði um að þeir ætli að framleiða sjálfir orkuna sem fer til Ísal frá Búrfellsvirkjun sem er í Árnessýslu. Þá liggur fyrir að næg orka er til t.d. álvers í Þorlákshöfn.

Engin ummæli: