þriðjudagur, 24. febrúar 2009

Davíð og ríkisstjórn Geirs

Mér fannst Sigmar komast vel frá öllum smjörklípunum sem Davíð kastaði fram í Kastljósinu til þess að losna undan að svara Sigmari og tilraunum Davíðs að gera hann ótrúverðugan.

Það er greinilegt einlæg skoðun Davíðs að Geir og ríkisstjórn hans hafi algjörlega brugðist og í beinu framhaldi kom fullyrðing Davíðs, að stjórnmálamenn hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu af hálfu auðmanna og bankanna.

Hvers vegna setti Geir og stjórn hans ekki strax í gang öflugar efnahagsbrotarannsóknir hjá stjórnendum bankanna og auðmannanna eigenda þeirra?

Það að Seðlabankastjóri Íslands fullyrði þetta í sjónvarpi allra landsmanna er um leið skýlaus krafa um að þetta verði rannsakað strax og ætti í raun að vera ástæða til þess að fresta prófkjörum og þingkosningum þar til að þessari rannsókn er lokið. Og jafnvel uppsagnarbréfi Davíðs.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

spuröu nú nær þér.

Vittu hvort verkalýðs-rekendur, viti ekki enn eöa hvað.

Nafnlaus sagði...

Varst þú ekki að horfa á sama viðtal og allir aðrir, maðurinn var að kaupa sér áframhaldandi setu í Seðlabankanum með þessu performance.

Skemmtilega innskotnar hótanir hingað og þangað í gegn um allt viðtalið...

Gæjinn liggur á fjalli af upplýsingum um þetta lið sem mun kjósa um frumvarpið eftir nokkra daga...

Nafnlaus sagði...

Já auðvitað á Davíð að segja af sér strax fyrir að hafa ekki sagt frá þessu fyrr, hversu lengin hefur hann vitað þetta með þessar fyrirgreiðslur sem þingmenn hafa verið að fá?

Nafnlaus sagði...

Sammála, þessi framgangsmáti allur er eins og við mátti búast af alþingismönnum öllum til háborinnar skammar. Það þarf öfluga rannsókn í stað þess að persónugera þetta í einum manni DO, finna svo örugga leit til að koma á stjórnlagaþingi til að tryggja alm. landsmenn fyrir þessum stjórnmálamönnum. :-)

Nafnlaus sagði...

Góð spurning. Þessi orð hans ásamt fleirum kalla á svör sem aðeins ransókn getur svarað.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur!
Sigmar hélt haus og vel það sem er vel af sér vikið miðað við aðstæður. Ég hef aldrei séð viðtal þar sem viðmælandinn er stöðugt að punda á móti og lítur á allar spurningar sem móðgun. Sem er annað hvort dæmi um að viðmælandinn sé kúkú eða er að beita ótrúlega ómerkilegri taktík. Sem reyndar hefur ætíð verið háttur Davíðs en aldrei sem nú. Ég hef verið að skanna Netið og magnað hversu margir telja Davíð hafa komist vel frá þessu. Þetta er sama liðið og jarmar um að fjölmiðlar hafa brugðist en fagnar því um leið þegar ráðmenn neita að svara nema með útúrsnúningum, þótta og almennum fúlheitum. Ég óttast að þessari þjóð sé ekki viðbjargandi.
Kveðja,
Jakob

Nafnlaus sagði...

jæja, þá kom að því ég er þér sammála, þú hefðir kannski mátt taka fram að ríkisstjórnin var líka hennar Ingibjargar enda var hún á fundunum. td. þegar Davíð fór á fund þeirra í febrúar...

En nú mun hefjast mikill darraðadans þar sem DO verður kallaður allskonar ónöfnum og borið á hann misgott eðli,

og enginn mun rannsaka neitt.....