Hin róttæka og umfangsmikla frjálshyggjuvæðing staðið hefur yfir undan farin 18 ár er orðin íslendingum æði dýr. En dauðateygjurnar sem hafa staðið yfir síðan í nóvember hafa dregið öll viðbrögð og aukið kostnaðinn enn meir.
Nú skammast frjálshyggjumenn sín fyrir sín verk og sverja þau öll af sér, eins og komið hefur fram í viðtölum undanfarnar vikur. Þar þeir bera af sér alla sök og ganga svo langt að kenna öðrum flokksfélögum sínum sem hafa verið í ríkisstjórn nú síðustu ár um allt. Allir að Seðlabankinn ber ábyrgð á fjármálastöðugleika og hefur frá árinu 2001 haft full yfirráð yfir þeim stjórntækjum sem þarf til að bregðast við þróun á fjármálamarkaði. Mistök Seðlabankans eru að hafa ekki brugðist við.
Sömu menn hafa haldið á lofti ranghugmyndum um Evrópusambandið og staðið í vegi fyrir viðræðum. Þar hefur ráðið ríkjum óttinn við að missa völd. Og það eru sömu menn sem standa í vegi fyrir því að sett verði á laggirnar Stjórnlagaþing. Þeir vilja viðhalda ráðherraræðinu.
Það er einungis ein leið að losna, það er að skipta um gjaldmiðil og fara inn í umhverfi þar sem ekki eru hinar ofsafengnu sveiflur krónunnar, þegar stjórnvöld eru að leiðrétta of há laun blóðsúthellingalaust með gengisfellingum eins og Hannes Hólmsteinn segir þegar hann er að reyna að réttlæta krónuna og efnahagstefnu sína.
Ef við ætlum að vinna á verðbólgu, verðlagi, vöxtum og þá um leið verðtryggingu er nauðsynlegt að breyta viðhorfum manna til alþjóðlegrar samvinnu og þeirri ranghugmynd á lofti að Evrópusambandið sé botnlaus félagshyggja. Frjálshyggjan hefur verið hér við völd í 18 ár, eftir hana er sviðin jörð, gjaldþrota fyrirtæki og heimili og á þeim vanda verður að taka.
Erum við loksins búin að ná botninum og höfum viðspyrnu til þess að komast af stað upp.
Og allir spyrja milljón dollara spurningarinnar. Hvers vegna settu stjórnvöld ekki allt bankakerfið í hendurnar á efnahagsbrotadeild strax í haust? Þar hefði t.d. verið hægt að fá aðstoð frá Noregi eins og ríkisstjórnin gerði hvað varðar upplýsingamál. Er það rétt eins og Davíð gaf í skyn að það sé vegna þess að stjórnmálaflokkanrir og tilteknir stjórnmálamenn þoli ekki að flett sé ofan af öllu bixinu?
1 ummæli:
Botnlaus felagshyggja er einmitt tad sem ESB er ekki. ESB er klubbur manna og einhverra kvenna sem oll eru i graum jakkafotum og taka akvardanir fyrir okkur smælingjana. Inni murud i nutimalegu steinsteypu og glerhverfi i Brussel tar sem aldrei hefur sest barnavagn.
Skrifa ummæli