fimmtudagur, 5. febrúar 2009

Litlir karlar

Það er áberandi þessa dagana hvernig frjálshyggjumenn reyna að sverja af sér það sem miður hefur farið í íslensku efnahagslífi undanfarin 18 ár. Þetta er svipað og ræða Davíðs í Kastljósinu, þar sem hann sór allt af sér og kenndi öðrum um. Öll þekkjum við hvernig Sjálfstæðisflokkurinn kom sínum frjálshyggjumönnum fyrir og öll þekkjum við hvernig þeir hafa staðið sig í eftirlitshlutverkinu.

Í blöðunum í dag birta þeir svo heilsíðu auglýsingar þar sem regluverk í fjármálaheiminum er kynnt og telja að þar sé fólgin þeirra aflátsmiði. Í sjálfu sér er það hið gagnstæða þeir eru að auglýsa eigið getuleysi. Þeir höfðu þessar reglur og lög, þeir sátu í Fjármálaeftirlitnu, Seðlabankanum, Fjármálaráðuneytinu og Forsætisráðuneytinu, bíddu aðeins hvað eru þeir að auglýsa?! Helstu málsvarar þeirra halda fram að venju einhverjum hlutum sem eru ekki aðaláhrifavaldarnir heldur aukaatriði. Hverjir voru það sem fóru um heimin og kynntu hið íslenska efnahagsundur? Það eru þeir hinir sömu sem nú kenna öðrum um. Alltaf einhverjum öðrum. Þetta eru svo óskalega litlir karlar, óendanlega litlir.

Þessir hinir sömu breyttu skattkerfinu þannig að skattar jukust á þeim sem minna mega sín á meðan hinir ríku sluppu og nú flæða peningarnir frá auðmönnunum því vitanlega vilja þeir berjast gegn því að missa tök sín á samfélaginu og tryggja áframhaldandi stöðu. Heilsíðuauglýsingar eru keyptar, glanstímarit gefin út Kosningasjóðir tiltekinna bólgna og þeir hinir sömu neita að gefa upp hvaðan þeim berst fjármagn til þess að skýra dýra kosningabaráttu.
Í undanförnum kosningabaráttum er það umtalað hvernig helstu málpípur frjálshyggjunnar hverfa af yfirborðinu og allt í einu birtist Flokkurinn með norræn módel og loforð til þess að veiða til sín atkvæði. En daginn eftir kjördag birtist frjálshyggjumenningin aftur. En nú hafa þeir lagt íslenskt samfélag í rúst og spurningin er ætlar fólk að kjósa þá til valda aftur.

Eftir síðasta kjördag var sagt að það sé einungis eitt sem geti bjargað íslensku samfélagi frá sjálfu sér, kjósendur.

8 ummæli:

Skynsemin sagði...

Ég er GRÍÐARLEGA þakklátur VERKALÝÐSHREYFINGUNNI og hvers VEL hún stóð vaktina fyrir ÞJÓÐINA. Með ykkar LEYFI hefur þjóðinni ÍTREKAÐ verið NAUÐGAÐ með OKURvöxtum og VERÐTYRGGINGU, og ónýttur gjaldmiðil.

Með þegjandi samkomulagi YKKAR hefur KVÓTAKERFIÐ fengið að vera hér í fjölda ára eins og ekkert væri eðlilegra. Svo heyrðist ekki orð frá ykkur þegar "einkavinavæðing bankanna" stóð yfir - ekki orð frá ykkur þegar "Decode svikamyllan" fór af stað. Í raun er SKÖMM ykkar gríðarleg, þetta gerðist allt með ÞEGJANDI samkomulagi ykkar.

Íslenska þjóðin á svo sannarlega skilið betri verkalýðshreyfingu. Má ég þá frekar biðja um ítölsku MAFÍUNA en ykkur. Þeir lata fórnarlömb sín ekki greiða meira en 10% vexti...:).

Skynsemin sagði...

Ég er GRÍÐARLEGA þakklátur VERKALÝÐSHREYFINGUNNI og hvers VEL hún stóð vaktina fyrir ÞJÓÐINA. Með ykkar LEYFI hefur þjóðinni ÍTREKAÐ verið NAUÐGAÐ með OKURvöxtum og VERÐTYRGGINGU, og ónýttur gjaldmiðil.

Með þegjandi samkomulagi YKKAR hefur KVÓTAKERFIÐ fengið að vera hér í fjölda ára eins og ekkert væri eðlilegra. Svo heyrðist ekki orð frá ykkur þegar "einkavinavæðing bankanna" stóð yfir - ekki orð frá ykkur þegar "Decode svikamyllan" fór af stað. Í raun er SKÖMM ykkar gríðarleg, þetta gerðist allt með ÞEGJANDI samkomulagi ykkar.

Íslenska þjóðin á svo sannarlega skilið betri verkalýðshreyfingu. Má ég þá frekar biðja um ítölsku MAFÍUNA en ykkur. Þeir lata fórnarlömb sín ekki greiða meira en 10% vexti...:).

Nafnlaus sagði...

Skv. kenningum John Dean þá eru 27% fylgjendum frjálshyggju flokksins tilbúinn að fyljga forystuni fyrir björg, það er ekki hægt að koma neinu tauti við þetta fólk.

Guðmundur sagði...

Var það verkalýðshreyfingin sem sat í eftirlitstofnunum? Var það verkalýðshreygingin sem sat í ríkisstjórn?

ASÍ er búið að senda frá sér hverja kröfuna á fætur annarri á undanförnum árum og tillögum um úrbætur. Það vita allir sem hafa fylgst með.

Þetta er auðvelt að skoða í fréttum undanfarinna ára, um leið og húrrahróp annarra eru lesin.

Nafnlaus sagði...

Ég er nú ósammála Skynseminni hérna að ofan, amk hvað varðar höfund bloggisns.
Þetta blogg er eins og griðastaður fyrir þá sem hafa væntingar til verkalýðsforingja og Guðmundur stendur svo sannarlega undir þeim væntingum.

Hreinn og beinn og ekki neinn hálfsannleikur heldur bara sannleikurinn beint í æð og örugglega 100% óspilltur af græðgi og valdahroka.
GÁÞ

Nafnlaus sagði...

Það er einkennilegt hversu lítið er rætt um það meðal þeirra sem ráðið hafa för, að þeirra aðferðafræði við stjórnun, ráðningar og tjáningu er með þeim hætti á undanförnum árum að allt lítur út fyrir að við munum endurskoða stjórnarskránna og án efa allt okkar klukkuverk.

Þetta er illur arfur ráðamanna síðustu ára.

Einnig er áhugavert hvernig samtök launamanna og fyrirtækja hefur þurft að sitja hjá án þess að geta mikið að gert. Þannig virðist þurfa að horfa vel til þess með hvaða hætti samtök almennings, þ.m.t. samtök launamanna, samtök neytanda og fl. muni nýta sér aukinn vilja almennings til að mótmæla og taka þátt.

Nafnlaus sagði...

ASÍ?? Ég er mjög þakklát ASÍ, sérstaklega Gylfa Arnbjörnssyni sem vill slá skjaldborg um fjármagnseigendur og halda okkur íbúðalánaskuldurum í 25% vaxtaþrælkun þetta árið á meðan tekjurnar fara lækkandi. ASÍ er ekkert annað en gjörspillt fólk sem þekkir það ekki að vera á venjulegum launum.

Nafnlaus sagði...

Ég er hræddur um að íhaldið komist aftur til valda 25. apríl. Ástæðan er einfaldlega sú að vinstri menn geta ekki starfað saman.