föstudagur, 20. febrúar 2009

Okurbúllur

Það bregst ekki að þegar starfsfólk ASÍ gerir verðkannanir og í ljós kemur að hinar íslensku okurbúllur koma illa út má starfsfólkið ASÍ una því að sitja undir persónulegum svívirðungum og útúrsnúningum frá forsvarsmönnum hinna svokölluðu "lágvöruverzlana".

Þrátt fyrir þetta hefur ítrekað komið í ljós að þeir spila með verðin upp og niður. Fela verðkönnunar lærin aftast í kæliborðin og þar fram eftir götum. Og krefjast þess að fá að leiða verðkönnunar fólkið í gegnum búðirnar og fá að vita með hæfilegum fyrirvara áður en það kemur. Þegar því er hafnað af hálfu ASÍ þá reynt að gera kannanirnar ótrúverðugar með allskonar upphrópunum í fjölmiðlum.

Ég þekki starfsfólk ASÍ vel og veit að það vinnur sín störf við verðkannanir og rannsóknir á verðlagsþróun af mikilli nákvæmni og heiðarleika. En það lendir ítrekað í því að forsvarsmenn "lágvöruverzlanna" koma fram við það á aldeilis óásættanlegan hátt og virðast hafa það eitt að markmiði að fá að okra á landsmönnum án afskipta annarra.

Einföld spurning; Hvers vegna er verðlag á dagvöru svona mikið hærra hér en í nágrannalöndum, meir að segja þegar króna var skráð allt að 30% og há?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er þá rétt sem maður hefur heyrt að þessar verðkannanir ASÍ séu framkvæmdar þannig að þeir sem þær framkvæma mæta á staðinn, tilkynni hverjir þeir eru og á hvaða vegum og að verðkönnunin sé framkvæmd í fylgd fulltrúa verslananna?

Hvaða gáfnaljósi datt sú eitursnjalla hugmynd í hug? Það eina sem hefst upp úr því að framkvæma verðkannanir með þessum hætti er að venjulegir neytendur verða sviknir enn frekar, því minni líkur eru á því en meiri að innkaupakarfa verðkönnunarfólksins endurspegli innkaupakörfu meðaljónsins.

Það framkvæmir enginn heilvita maður verðkannanir svona, ekki frekar en að tékk á öryggisbúnaði á vinnustað eða öryggistékk á flugvöllum sé framkvæmt með því að þeir sem eftirlitinu sinni bóki tíma langt fram í tímann. Þú segir refnum ekkert hvenær þú ætlar að athuga á hænsnakofanum.

Guðmundur sagði...

Það sem mér leiðist mest er þegar menn taka sig til og snúa hlutunum á haus og gera manni upp skoðanir.

Nei það er einmitt það sem starfsfólk ASÍ gerir ekki er að tilkynna komur sínar, það hefur alfarið hafnað þeirri vinnuaðferð, þó svo forstjóri Haga krefjist þess.

Nafnlaus sagði...

Viltu nú horfast í augu við það að háa verðið hér á landi stafi af 70% samþjöppun í matvörugeirandum?
Eða viltu halda áfram að verja Baug og hans fylgilið.
Þú gætir jafnvel haldið Borgarnesræðu!
Bárður

Nafnlaus sagði...

Þú veist að háa vöruverðið er vegna 70% markaðshlutdeildar auðhringsins Haga (Gaums, Baugs).
Af hverju einbeitir þú þér ekki að því að brjóta hann upp.
Þú gætir jafnvel farið upp í Borgarnes og haldið ræðu um það.
Ingibjörg Sólrún gerði það með góðum árangri.
Bárður

Nafnlaus sagði...

Ég hef þá lesið þetta eitthvað vitlaust, og biðst ég því hérmeð velvirðingar á því.

Nafnlaus sagði...

Það er skrítið að fólk verslar í þessum búðum; þá meina ég búðum Haga eða Baugs eða hvað þær heita. Enn hvað með að fólk sendi inn til ASÍ strimana þegar það verslar? Hef heyrt að verð sé mun hærra eftir fjögur á daginn og um helgar. Verð er bara hækkað og lækkað eftir klukkunni. Fólk verslar mest á þessum tíma. Nei á meðan við högum okkur einsog fífl þá getum við ekki ætlast til að ASÍ séu betri en við sjálf. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Til er fólk sem vill meina að hátt verð á íslandi sé út af flutningskostnaði og heilbrigðiseftirliti.

Ég vil hins vegar benda á að flutiningskostnaður fer mjög sjaldan yfir 3%, ef hann fer hærra finnst mönnum að okrað sé á þeim. Þannig að flutningskostnaður myndi útskýra 3% hærra verð en í t.d. DK.

Menn benda á að heilbrigðiseftirlit útskýri verðmun. Það þykir mér alger þvættingur, þar sem norð-vestur evrópa er líklega með meira eftirlit en við, kannski eru þó fleiri til að greiða fyrir þjónustuna þar.

Það sem er að tröllríða okkur er fákeppni, og okurmenning.

Það er hægt að sjá okurmenninguna með því að skoða t.d. www.elgiganten.dk og www.elko.is, þetta eru tvær verslanir með sama lagerinn og sama innkaupakostnað. Berið saman sömu vörurnar á þessum vefjum, reiknið úr m.v. gengi, bætið 33% íslenskum verndartolli á, og svo 3% flutningsgjald, og komist að því að íslenska verslunin er með a.m.k. 40% meiri álagningu en Daninn. Af hverju í ósköpunum ??????? Því það tíðkast, og notandinn sættir sig við það.

dapurlegt.
Öddi