laugardagur, 7. febrúar 2009

Uppsagnir

Það er hreint út sagt ómögulegt að skilja það leikrit sem er í gangi þessa dagana. Það hefur ekki vafist fyrir sjálfstæðismönnum á sínum langa valdaferli að víkja embættismönnum þegar þeir hafa tekið við ráðherra embætti, og fáir séð nokkuð athugavert við það. Eðlilegt að ráðherra hafi við hlið sér fólk sem hann treysti og ekki síður fólk sem stefnir í sömu átt og ráðherra. Nú er þetta allt í einu orðið að einhverju mjög ljótu og sjálfstæðismenn notu stóru orðin.

Landsmenn muna einnig vel eftir skipan flokksins í prófessorsembætti, hæstaréttardómara, héraðsdómara, seðlabankastjóra og seðlabankastjórn og þannig mætti áfram telja, þar var gengið þvert á viðteknar reglur og þjóðin mótmælti.

Hver einasti sérfræðingur sem hefur komið að íslensku efnahagslífi hefur gert athugasemdir við störf Seðlabanka og gagneýntr þær ákvarðanir sem þar hafa verið teknar. Einngi hafa ummæli Davíðs Oddsonar í þessu sæti verið gagnrýndar og oft ekki taldar sæmandi starfandi seðlabakanstjóra. Þar má benda nokkur Kastljósviðtöl, ótímabærar yfirlýsingar um rússalán og fleira.

Nú er ljóst að þjóðin hefur krafist þess að stjórn Seðlabanka verði endurskipuð og fagleg sjónarmið látin ráða. Það gangi ekki að þetta sér einhver geymslustaður fyrir afdankaða stjórnmálamenn.

Og svo einfalda spurningin sem maður heyrir svo víða á kaffistofum vinnistaðanna. Það vefst ekki fyrir stjórnmálamönnum að almennir launamenn eru reknir án nokkurra skýringa og þýðingarlaust að mótmæla því. Hvað er það sem setur stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins aðra stöðu? Af hverju er það eitthvað ljótt og ósanngjarnt er þeim er sagt upp?

Ástæðurnar hafa legið fyrir undanfarið ár. En þær eru æði oft ekki ljósar þegar almennum launamönnum er sagt upp. Reyndar hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins staðið í vegi fyrir því að reglur Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um uppsagnir séu staðfestar hér á landi.

Viðbrögð sjálfstæðismanna staðfesta það sem vaxandi hluti þjóðarinnar hefur rætt, að sjálfstæðismenn séu búnir að vera svo lengi við valdastólana að þeir líta á þá sem sína eign. Þegar svo er komið er enn brýnna að skipta um mannskap, þói ekki væri en bara til þess að koma stjórnmálamönnum í skilning um að það er þjóðin sem ræður ekki þeir.

Einnig má í þessu sambandi minna á ummæla nokkurra þingmanna og forsvarsmanna hagsmunasamtaka um að það væri komið á hér á landi fullkomið ráðherraræði. Alþingi væri orðin nánast tilgagnslaus umræðupallur og afgreiðslustofnun fyrir ákvarðanir ráðherra Flokksins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á þetta - ég má þetta!

Þetta gilti ekki bara um auðmennina heldur líka flokksleppana þeirra í Sjálstæðisflokknum og Framsókn.