Biedermann og brennuvargarnir eftir Max Frisch er magnað verk. Sýning Þjóðleikhússins á því metnaðarfull. Hún fellur vel inn í þann veruleika sem við erum að upplifa hér á landi. og þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá þar ráðamenn Íslands í aðdraganda Hrunsins.
Leikmyndin er einföld en góð, lýsing virkilega góð og öll umgjörð vel af hendi leyst. Notkun gólflyftanna gefur sviðinu meiri dýpt, sérstaklega í lokaatriðinu, sem var hin áhrifamesta í allri sýningunni.
Biedermann er efnaður borgari og brennuvargarnir, sem setjast að upp á háalofti á heimili Biedermannshjónanna og fylla það af eldsneyti, Biedermann neitar alfarið að horfast í augu við hættuna og leggur á flótta undan henni. Flóttinn verður sífellt tragikómískari og um leið örvæntingarfyllri. Sannleikurinn um okkur sjálf veður nánast sársaukafull.
Auðvelt að sjá í samsömun við Ísland í aðdraganda hrunsins. Endurteknar yfirlýsingar ráðamanna um öryggi bankanna og svo ekki síður athafnir fjárglæpamanna. Og svo endar hin örugga veröld, sem ráðherrarnir vildu trúa, með því að allt verður eldinum bráð.
Eggert Þorleifsson leikur Biedermann og gerir það vel, smellpassar í hlutverkið. Ég sat fyrir aftan miðjan sal. Eggert hefur ekki nægilega sterka rödd til þess að fylla rýmið.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur frú Biedermann. Þáttur hennar vex í gegnum sýninguna og í lokaatriðinu sýnir Ólafía okkur hversu sterkur leikari hún er.
Brennuvargarnir tveir voru sæmilegir, ekki nógu kraftmiklir. Björn Thors leikur Schmitz glímukappa. Magnús Jónsson leikur Eisenring þjón. Edda Arnljótsdóttir leikur vinnukonuna á heimilinu og fer prýðilega með það. Verð að játa ég kveikti ekki alveg á kórnum.
Mæli hiklaust með sýningunni.
laugardagur, 31. október 2009
fimmtudagur, 29. október 2009
Orðræðan - með viðbót
Verð að segja að ég skil ekki alveg hvað er í gangi. Niðurstaða ársfundar ASÍ var mjög afgerandi. Á þinginu voru vel á þriðja hundrað fulltrúar og góð samkennd meðal fólks. Þó er blákalt haldið fram að 75% fulltrúa hafi verið viljalaus og skoðanalaus verkfæri í höndum einangraðrar valdaklíku?? Já einangraðrar, bíddu við er hún ekki með afgerandi stuðning?
Afstaða Rafiðnaðarsambandsins, og reyndar fleiri í viðræðum undanfarna daga, hefur ekki komið fram í gífuryrðaflaumnum og þeirri einföldun sem alltaf tekur yfir í opinberri orðræðu. Er það viljandi gert hjá ákveðnum fjölmiðlum? Það sem Gylfi hefur verið að segja er einfaldlega í fullu samræmi við það sem samþykkt hefur verið á fundum verkalýðshreyfignarinnar?
SA sagði að þeir væru tilbúnir til þess að borga þá upphæð sem sækja átti í orkuskatt, en vildu gera það með breytingu á tryggingargjaldi, það væri einfaldara og skilaði sér betur. Það væri einnig samfara þeirri breytingu sem hvort eð er þyrfti að gera vegna þess að atvinnuleysistryggingarsjóður stefndi í gjaldþrot.
Verkalýðshreyfingin hefur verið fylgjandi auðlyndasköttum, það sýnir sig í margendurteknum samþykktum á undaförnum áratug. SA sagðist ekki geta fallist á tillögur um auðlindaskatt með svona skömmum fyrirvara. Það þyrfti að vinna betur í málinu, en sögðust samþykkta jafnháa skatta, en með öðru formi. Verkalýðshreyfingin sagðist ekki ætla mæla gegn þessari leið, ef tryggt væri að skattahækkanir færu ekki yfir þau mörk sem um var rætt í sumar. Það er ekki hækkaðir um 87 MIA eins og koma fram í fyrstu drögum fjárlaga, og persónuafsláttur skilaði sér eins og um var samið.
Ef það stæðist þá ásamt því að kjarasamningar stæðu. Við höfnuðum frekari þátttöku í þessari orðræðu milli SA og fjármálaráðherra og þar við situr. Við vildum ekki fallast á að dregnar yrðu tilbaka tillögur um endurskoðun fiskveiðstjórnunar.
Þrátt fyrir þetta er tónað er í takt við þá sem halda því fram að ekki fari fram lýðræðisleg umræða og ákvarðanataka innan aðildarfélaga ASÍ og fámenn einangruð klíka stjórni þar öllu. Þetta virkar á manna eins og á ferðinni sé einhver smjörklípa. Verið sé að beina sjónum almennings frá einhverju. Er það kannski frá þeim vandræðum sem eru á Mogganum, ef litið er til málflutnings ritstjóra í garð ASÍ undafarna viku og er það óeiningin meðal stjórnarliða, ef litið er til málflutnings nokkurra stjórnarþingmanna?
Ég kannast ekki við þetta ósamræmi í málflutning Gylfa og við rafiðnaðarmenn biðjumst undan því að vera settir undir þann hatt að vera viljalaus verkfæri í höndum fámennrar valdaklíku. Ég get ekki unnið gegn samþykktum rafiðnaðarmanna. Sama gildir um forystu ASÍ hún getur ekki unnið gegn samþykktum ársfunda ASÍ.
Á 290 manna ársfundi ASÍ nýverið var samhljóða samþykkt um stefnu í atvinnu- og kjaramálum. Þar er tekið undir tillögur umhverfisnefndar ASÍ. Þetta hvort tveggja má m.a. sjá á http://www.asi.is/
Það er svo oft að orðræðan fær of stóra vængi sem ber hana langt af leið, gott dæmi er um hrútana í Tálknafjöllum.
Afstaða Rafiðnaðarsambandsins, og reyndar fleiri í viðræðum undanfarna daga, hefur ekki komið fram í gífuryrðaflaumnum og þeirri einföldun sem alltaf tekur yfir í opinberri orðræðu. Er það viljandi gert hjá ákveðnum fjölmiðlum? Það sem Gylfi hefur verið að segja er einfaldlega í fullu samræmi við það sem samþykkt hefur verið á fundum verkalýðshreyfignarinnar?
SA sagði að þeir væru tilbúnir til þess að borga þá upphæð sem sækja átti í orkuskatt, en vildu gera það með breytingu á tryggingargjaldi, það væri einfaldara og skilaði sér betur. Það væri einnig samfara þeirri breytingu sem hvort eð er þyrfti að gera vegna þess að atvinnuleysistryggingarsjóður stefndi í gjaldþrot.
Verkalýðshreyfingin hefur verið fylgjandi auðlyndasköttum, það sýnir sig í margendurteknum samþykktum á undaförnum áratug. SA sagðist ekki geta fallist á tillögur um auðlindaskatt með svona skömmum fyrirvara. Það þyrfti að vinna betur í málinu, en sögðust samþykkta jafnháa skatta, en með öðru formi. Verkalýðshreyfingin sagðist ekki ætla mæla gegn þessari leið, ef tryggt væri að skattahækkanir færu ekki yfir þau mörk sem um var rætt í sumar. Það er ekki hækkaðir um 87 MIA eins og koma fram í fyrstu drögum fjárlaga, og persónuafsláttur skilaði sér eins og um var samið.
Ef það stæðist þá ásamt því að kjarasamningar stæðu. Við höfnuðum frekari þátttöku í þessari orðræðu milli SA og fjármálaráðherra og þar við situr. Við vildum ekki fallast á að dregnar yrðu tilbaka tillögur um endurskoðun fiskveiðstjórnunar.
Þrátt fyrir þetta er tónað er í takt við þá sem halda því fram að ekki fari fram lýðræðisleg umræða og ákvarðanataka innan aðildarfélaga ASÍ og fámenn einangruð klíka stjórni þar öllu. Þetta virkar á manna eins og á ferðinni sé einhver smjörklípa. Verið sé að beina sjónum almennings frá einhverju. Er það kannski frá þeim vandræðum sem eru á Mogganum, ef litið er til málflutnings ritstjóra í garð ASÍ undafarna viku og er það óeiningin meðal stjórnarliða, ef litið er til málflutnings nokkurra stjórnarþingmanna?
Ég kannast ekki við þetta ósamræmi í málflutning Gylfa og við rafiðnaðarmenn biðjumst undan því að vera settir undir þann hatt að vera viljalaus verkfæri í höndum fámennrar valdaklíku. Ég get ekki unnið gegn samþykktum rafiðnaðarmanna. Sama gildir um forystu ASÍ hún getur ekki unnið gegn samþykktum ársfunda ASÍ.
Á 290 manna ársfundi ASÍ nýverið var samhljóða samþykkt um stefnu í atvinnu- og kjaramálum. Þar er tekið undir tillögur umhverfisnefndar ASÍ. Þetta hvort tveggja má m.a. sjá á http://www.asi.is/
Það er svo oft að orðræðan fær of stóra vængi sem ber hana langt af leið, gott dæmi er um hrútana í Tálknafjöllum.
miðvikudagur, 28. október 2009
Heimatilbúin veröld
Var að koma af fundi á Akureyri. Annar félagsfundurinn í þessari viku, báðir fjölmennir og velheppnaðir. Það er svo einkennilegt hve upplifunin er ætíð allt önnur á fundum með félagsmönnum, en maður upplifir í fjölmiðlum.
Í hvaða veröld lifa hinir sannleikselskandi kúrekar í Kastljósinu? Hvar finna þeir þetta fólk? Neikvætt niðurrif og klisjukenndar upphrópanir er það sem þeir nærast á, eins og Páll Skúlason bendir réttilega á.
Minnist hinna fjölmörgu og fjölmennu funda í vor, þegar ég hitta á sjötta hundrað félagsmanna og bar undir þá kröfu SA um frestun launahækkana. Þar kom fram það sama, allt önnur viðhorf en fjölmiðlarnir héldu að okkur og vildu fá okkur til að trúa. Spjallþáttamenn RÚV kynna aldrei skoðanir meirihlutans og krefjast þess að farið sé að skoðun 10% félagsmanna ASÍ og hunsa á skoðun 90%??!
Ef þeim er bent á götin og vinnubrögð þeirra gagnrýnd, flýja þeir vælandi undan. Hverslags hroki og þótti er það að krefjast þess að menn hendi til hliðar öllu og mæti þess er krafist. Hafa menn ekki sjálfsvald á hvað þeir gera? Hvar í veruleikanum eru þetta lið statt?
Í hvaða veröld lifa hinir sannleikselskandi kúrekar í Kastljósinu? Hvar finna þeir þetta fólk? Neikvætt niðurrif og klisjukenndar upphrópanir er það sem þeir nærast á, eins og Páll Skúlason bendir réttilega á.
Minnist hinna fjölmörgu og fjölmennu funda í vor, þegar ég hitta á sjötta hundrað félagsmanna og bar undir þá kröfu SA um frestun launahækkana. Þar kom fram það sama, allt önnur viðhorf en fjölmiðlarnir héldu að okkur og vildu fá okkur til að trúa. Spjallþáttamenn RÚV kynna aldrei skoðanir meirihlutans og krefjast þess að farið sé að skoðun 10% félagsmanna ASÍ og hunsa á skoðun 90%??!
Ef þeim er bent á götin og vinnubrögð þeirra gagnrýnd, flýja þeir vælandi undan. Hverslags hroki og þótti er það að krefjast þess að menn hendi til hliðar öllu og mæti þess er krafist. Hafa menn ekki sjálfsvald á hvað þeir gera? Hvar í veruleikanum eru þetta lið statt?
þriðjudagur, 27. október 2009
Afsökun?
Fékk seinni partinn í dag með tölvupósti afsökunabeiðni frá Þórhalli ritstjóra Kastljóss.
Aðeins reynt að klóra í bakkann. Þó svo þeir hafi vitað að ég gæti ekki komið, fengu þeir annan mann til þess að hringja í mig og notuðu svo hluta svars hans án þess að hann vissi til þess að afska sig.
Svona pínukalla afsökun sem er hvísluð þar sem fáir heyra.
Eins og maður upplifir stundum á fundum, þar sem einhver fer offari með fullyrðingum og svívirðingum, en hringir svo í mann eftir fundinn og viðurkennir að hann viti svo sem að hann hafi ekki farið með rétt mál á fundinum og biðst afsökunar á því í gegnum tveggja manna tal í símann
Til hvers er svoleiðis afsökun?
Hún er til þess að pínukallar geti lifað með sjálfum sér og gerir ekkert annað - en að staðfesta skoðun manns á pínuköllum
Aðeins reynt að klóra í bakkann. Þó svo þeir hafi vitað að ég gæti ekki komið, fengu þeir annan mann til þess að hringja í mig og notuðu svo hluta svars hans án þess að hann vissi til þess að afska sig.
Svona pínukalla afsökun sem er hvísluð þar sem fáir heyra.
Eins og maður upplifir stundum á fundum, þar sem einhver fer offari með fullyrðingum og svívirðingum, en hringir svo í mann eftir fundinn og viðurkennir að hann viti svo sem að hann hafi ekki farið með rétt mál á fundinum og biðst afsökunar á því í gegnum tveggja manna tal í símann
Til hvers er svoleiðis afsökun?
Hún er til þess að pínukallar geti lifað með sjálfum sér og gerir ekkert annað - en að staðfesta skoðun manns á pínuköllum
Vinnubrögð spjallþáttastjórnenda RÚV
Helgi Seljan hringdi í mig liðlega kl. 15 í dag. Hann spurði hvort ég gæti komið í Kastljósið í kvöld og rætt stöðugleikasáttmálann. Ég sagði honum að ég væri búinn vera norður á Sauðárkrók síðan snemma í morgun á fundum og væri á leið suður, vissi að eitthvað hefði verið í gangi um þessi mál í dag og ég ætti á mæta á fundi vegna þess þegar ég kæmi suður og þeir fundir ættu að standa fram eftir kvöldi.
Ég hefði því einfaldlega ekki næga þekkingu á stöðunni til þess að fara í þetta. Helgi sótti að mér og sagði að ég yrði þarna einn og við gætum rætt fleiri mál. Helgi sagðist hafa rætt við SA og forseta ASÍ og þeir hefðu gefið honum sama svar. Ég endurtók svar mitt og það stæði.
Nú er ég búinn að vera á fundum nú til miðnættis vegna þessa máls síðan ég kom suður, að undanteknu því að ég skaust heim til þess að kaupa inn og elda kvöldmatinn fyrir fjölskylduna, þar sem konan var að vinna frameftir.
Mér var tjáð í kvöld að Helgi hefði byrjað Kastljósið í kvöld á því að kynna til leiks Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akranes, sem væri með umfangsmiklar tillögur um ASÍ og lífeyrissjóðina. Helgi sagðist hafa beðið Guðmund Gunnarsson um að koma til þess að ræða þessi mál við Vilhjálm en Guðmundur hafnað því að koma??!! Sama hefði gilt um tvo úr forystu Starfsgreinasambandsins.
Viðtalið hefði byrjað á því að Helgi spurði Vilhjálm hvort hann vissi hvers vegna Guðmundur vildi ekki koma og tala við hann??!!
Þetta er lýsandi dæmi um hvernig spjallþáttastjórnendur RÚV vinna. Spunnin upp leikflétta, saklaust fólk dregið inn í hana til þess að búa til einhverja sóðastöðu. Þetta er á svo lágu plani að manni er flökurt. Bendi enn einu sinni á ummæli Páls Skúlasonar um þessi vinnubrögð.
Ég komst svo að því kvöld að Helgi vissi að ég og hinir tveir kæmust ekki í Kastljósið. Forseti ASÍ hafði sagt honum það í símtali nokkrum mínútum áður en Helgi hringdi í mig. Gylfi sagði Helga að þessir fundir yrðu fram eftir kvöldi með beinu símasambandi við ráðherra sem væru á Norðurlandaþingi og það yrði ekkert hægt að segja að neinu viti fyrr en í fyrsta lagi seint í kvöld, líklega ekkert fyrr en annað kvöld.
Annað ég hef ekki minnstu hugmynd hvaða tillögur formaður Verkalýðsfélags Akranes hefur sett fram um ASÍ og lífeyrissjóðina, hef aldrei heyrt þær og færi vart að mæta í viðtal um það, enda ekki mitt að dæma þær tillögur.
Tel mig reyndar hafa verið heppinn að falla ekki í þá sóðagryfju sem Helgi var að búa mér.
Ég hefði því einfaldlega ekki næga þekkingu á stöðunni til þess að fara í þetta. Helgi sótti að mér og sagði að ég yrði þarna einn og við gætum rætt fleiri mál. Helgi sagðist hafa rætt við SA og forseta ASÍ og þeir hefðu gefið honum sama svar. Ég endurtók svar mitt og það stæði.
Nú er ég búinn að vera á fundum nú til miðnættis vegna þessa máls síðan ég kom suður, að undanteknu því að ég skaust heim til þess að kaupa inn og elda kvöldmatinn fyrir fjölskylduna, þar sem konan var að vinna frameftir.
Mér var tjáð í kvöld að Helgi hefði byrjað Kastljósið í kvöld á því að kynna til leiks Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akranes, sem væri með umfangsmiklar tillögur um ASÍ og lífeyrissjóðina. Helgi sagðist hafa beðið Guðmund Gunnarsson um að koma til þess að ræða þessi mál við Vilhjálm en Guðmundur hafnað því að koma??!! Sama hefði gilt um tvo úr forystu Starfsgreinasambandsins.
Viðtalið hefði byrjað á því að Helgi spurði Vilhjálm hvort hann vissi hvers vegna Guðmundur vildi ekki koma og tala við hann??!!
Þetta er lýsandi dæmi um hvernig spjallþáttastjórnendur RÚV vinna. Spunnin upp leikflétta, saklaust fólk dregið inn í hana til þess að búa til einhverja sóðastöðu. Þetta er á svo lágu plani að manni er flökurt. Bendi enn einu sinni á ummæli Páls Skúlasonar um þessi vinnubrögð.
Ég komst svo að því kvöld að Helgi vissi að ég og hinir tveir kæmust ekki í Kastljósið. Forseti ASÍ hafði sagt honum það í símtali nokkrum mínútum áður en Helgi hringdi í mig. Gylfi sagði Helga að þessir fundir yrðu fram eftir kvöldi með beinu símasambandi við ráðherra sem væru á Norðurlandaþingi og það yrði ekkert hægt að segja að neinu viti fyrr en í fyrsta lagi seint í kvöld, líklega ekkert fyrr en annað kvöld.
Annað ég hef ekki minnstu hugmynd hvaða tillögur formaður Verkalýðsfélags Akranes hefur sett fram um ASÍ og lífeyrissjóðina, hef aldrei heyrt þær og færi vart að mæta í viðtal um það, enda ekki mitt að dæma þær tillögur.
Tel mig reyndar hafa verið heppinn að falla ekki í þá sóðagryfju sem Helgi var að búa mér.
sunnudagur, 25. október 2009
Spjallþáttastjórnendur
Hitti einn af spjallþáttastjórnendum RÚV um helgina. Hann spurði mig hvað ég ætti við þegar ég væri að gagnrýna vinnubrögð spjallþáttastjórnenda eins og kæmi fyrir í pistlum mínum. Ég svaraði með því að vísa til orða Páls Skúlasonar heimspekings, að umfjöllun fjölmiðla einkenndist um of af neikvæðni og niðurrifi.
Endurtekið er leitað til sömu einstaklinga sem eru með töfralausnir sem standast ekki skoðun. Menn sem beita fyrir sig útúrsnúningum og tala niður til þeirra sem ekki væru þeim sammála. Þessir einstaklingar styðja oft málflutning sinn með því að gera öðrum upp skoðanir og veitast svo að fólki á grundvelli spunans. Oft gera þessir einstaklingar út á að komast í spjallþætti með því að láta uppi skoðanir sem þeir vita að ná athygli viðkomandi spjallþáttstjórnenda. Þannig hefur myndast hringrás, neikvæður spírall.
Það er áberandi hjá sumum spjallþáttastjórnendum, að þeir leita ekki til þeirra sem verið er að gagnrýna. Ef þeim er bent á þetta þá er staðlað svar, að viðkomandi mætti hafa skoðun og spjallþáttastjórnandi ætlaði ekki að láta segja fyrir um við hverja hann ræddi. Þetta er útúrsnúningur, það er enginn að banna mönnum að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri. Ábyrgð spjallþáttastjórnenda er mikil, ekki síst að tímum eins og nú eru uppi, ítrekað er leitað til sömu manna, þeir eru að vekja væntingar hjá fólki með tillögum sem ekki standast. Það er fantaskapur gagnvart almenningi.
Það er einkennilegt hvernig fjallað er um starfsemi ASÍ og aðildarfélaga og eins lífeyrissjóðina. Þar má t.d. benda á umfjöllun um endurskoðun kjarasamninga í vor. Sífellt hefði var leitað til fulltrúa aðildarfélaga sem eru með um 10% félagsmanna ASÍ og því haldið fram að verið sé að beita þann hóp ofbeldi. Þessir einstaklingar halda því gjarnan fram að þeir séu fulltrúar hins almenna félagsmanns, og þeir sem ekki veru þeim sammála eru valdaklíka einangruð frá félagsmönnum, stundum talað um fasista.
Með þessu er verið að gera lítið úr stjórnum og félagslegri starfsemi hjá aðildarfélögum sem eru með 90% félagsmanna ASÍ. Því haldið fram að í þeim félögum sé skoðanalaust fólk sem láti fámenna valdaklíku segja sér fyrir verkum. Það er harla einkennilegt að eftir fundi eins t.d. ársfund ASÍ, er ætíð leitað til fulltrúa þeirra sem hafa orðið undir í kosningum, en ekki þeirra sem eru fulltrúar þeirra skoðana sem meirihlutinn fylgdi.
Í því stéttarsambandi sem ég er í forsvari fyrir er öflug 18 manna miðstjórn sem hittist reglulega. Miðstjórnarmenn eru fulltrúar 10 aðildarfélaga sem eru með hvert sína stjórn og trúnaðarráð. Samtals er þetta um 100 manna hópur sem stjórnar sambandinu. Þessi hópur er dreifður um alla vinnustaði rafiðnaðarmanna. Undir þennan hóp er borinn stefnumörkun og hvaða ákvarðanir eru teknar, ekki bara um kjarasamninga, heldur rekstur sambandsins, starfsreglur og stjórnun sjóða rafiðnaðarmanna.
Oft má skilja á spjallþáttastjórnendum og sérstökum gestum þeirra að ætlast sé til þess að forsvarsmenn stéttarfélags virði samþykktir félagsmanna að vettugi og fari frekar að óskalistum sem samdir eru að fólki sem stofnar einhver baráttusamtök.
Það voru rúmlega 500 manns sem sóttu fundi í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambandsins um endurskoðun kjarasamninga í vor. Sá hópur valdi úr nokkrum vondum kostum og kaus þann sem þeim þótti „best-verstur“ eins og það var nefnt. Þessum hóp er svo gert að sitja undir endurtekna skæðadrífu af fullyrðingum í spjallþáttum um að skoðanir þeirra séu rangar. Þeir séu að svíkja málstaðinn og láti fámenna valdaklíku segja sér fyrir verkum.
Fulltrúum rafiðnaðarmana og reyndar 75% 250 manna ársfundar ASÍ er svo gert að sitja undir hótunum einu af uppáhöldum spjallþáttastjórnenda, um að ef þeir fylgdu honum ekki, muni hann taka þá í gegn í fréttum og morgunþætti Bylgjunnar!! Þverbraut ítrekað og vísvitandi öll fundarsköp og þegar gerðar voru athugasemdir af hálfu fundarsjóra, stillti hann sér ætíð upp sem einhverju fórnarlambi valdaklíkunnar.
Viti mál hann var sá eini sem rætt var við í fréttum og það sem hann sagði var fjarri öllum veruleika. Hann er þekktur fyrir að gera mönnum upp skoðanir og lesa það út úr ályktunum annarra stéttarfélaga það sem hann vill sjá og yfirbjóða. Það er auðvelt að gefa út yfirlýsingar um að hækka eigi laun umtalsvert, en afsaka sig á því að það sé aðrir sem standi vegi þess að það takist. Þar er talað eins og verkalýðsfélög semji við sjálf sig og hvert við annað um kaup og kjör.
Spjallþáttastjórnendur virða sumir hverjir lýðræðislega starfsemi og ákvarðanatöku að vettugi og grafa markvisst undan félagslegri starfsemi. Áberandi er að þessir hinir sömu þekkja lítið til starfsemi verkalýðsfélaga og eru ítrekað með fullyrðingar sem einkennast af kostulegum og innistæðulausum dylgjum. Endurtekið er svo leitað til einstaklinga til þess að fá skoðun viðkomandi spjallþáttaskoðanda staðfesta, ekki til þess að upplýsa fólk. Tilgangurinn hefur snúist upp í andhverfu sína
Endurtekið er leitað til sömu einstaklinga sem eru með töfralausnir sem standast ekki skoðun. Menn sem beita fyrir sig útúrsnúningum og tala niður til þeirra sem ekki væru þeim sammála. Þessir einstaklingar styðja oft málflutning sinn með því að gera öðrum upp skoðanir og veitast svo að fólki á grundvelli spunans. Oft gera þessir einstaklingar út á að komast í spjallþætti með því að láta uppi skoðanir sem þeir vita að ná athygli viðkomandi spjallþáttstjórnenda. Þannig hefur myndast hringrás, neikvæður spírall.
Það er áberandi hjá sumum spjallþáttastjórnendum, að þeir leita ekki til þeirra sem verið er að gagnrýna. Ef þeim er bent á þetta þá er staðlað svar, að viðkomandi mætti hafa skoðun og spjallþáttastjórnandi ætlaði ekki að láta segja fyrir um við hverja hann ræddi. Þetta er útúrsnúningur, það er enginn að banna mönnum að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri. Ábyrgð spjallþáttastjórnenda er mikil, ekki síst að tímum eins og nú eru uppi, ítrekað er leitað til sömu manna, þeir eru að vekja væntingar hjá fólki með tillögum sem ekki standast. Það er fantaskapur gagnvart almenningi.
Það er einkennilegt hvernig fjallað er um starfsemi ASÍ og aðildarfélaga og eins lífeyrissjóðina. Þar má t.d. benda á umfjöllun um endurskoðun kjarasamninga í vor. Sífellt hefði var leitað til fulltrúa aðildarfélaga sem eru með um 10% félagsmanna ASÍ og því haldið fram að verið sé að beita þann hóp ofbeldi. Þessir einstaklingar halda því gjarnan fram að þeir séu fulltrúar hins almenna félagsmanns, og þeir sem ekki veru þeim sammála eru valdaklíka einangruð frá félagsmönnum, stundum talað um fasista.
Með þessu er verið að gera lítið úr stjórnum og félagslegri starfsemi hjá aðildarfélögum sem eru með 90% félagsmanna ASÍ. Því haldið fram að í þeim félögum sé skoðanalaust fólk sem láti fámenna valdaklíku segja sér fyrir verkum. Það er harla einkennilegt að eftir fundi eins t.d. ársfund ASÍ, er ætíð leitað til fulltrúa þeirra sem hafa orðið undir í kosningum, en ekki þeirra sem eru fulltrúar þeirra skoðana sem meirihlutinn fylgdi.
Í því stéttarsambandi sem ég er í forsvari fyrir er öflug 18 manna miðstjórn sem hittist reglulega. Miðstjórnarmenn eru fulltrúar 10 aðildarfélaga sem eru með hvert sína stjórn og trúnaðarráð. Samtals er þetta um 100 manna hópur sem stjórnar sambandinu. Þessi hópur er dreifður um alla vinnustaði rafiðnaðarmanna. Undir þennan hóp er borinn stefnumörkun og hvaða ákvarðanir eru teknar, ekki bara um kjarasamninga, heldur rekstur sambandsins, starfsreglur og stjórnun sjóða rafiðnaðarmanna.
Oft má skilja á spjallþáttastjórnendum og sérstökum gestum þeirra að ætlast sé til þess að forsvarsmenn stéttarfélags virði samþykktir félagsmanna að vettugi og fari frekar að óskalistum sem samdir eru að fólki sem stofnar einhver baráttusamtök.
Það voru rúmlega 500 manns sem sóttu fundi í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambandsins um endurskoðun kjarasamninga í vor. Sá hópur valdi úr nokkrum vondum kostum og kaus þann sem þeim þótti „best-verstur“ eins og það var nefnt. Þessum hóp er svo gert að sitja undir endurtekna skæðadrífu af fullyrðingum í spjallþáttum um að skoðanir þeirra séu rangar. Þeir séu að svíkja málstaðinn og láti fámenna valdaklíku segja sér fyrir verkum.
Fulltrúum rafiðnaðarmana og reyndar 75% 250 manna ársfundar ASÍ er svo gert að sitja undir hótunum einu af uppáhöldum spjallþáttastjórnenda, um að ef þeir fylgdu honum ekki, muni hann taka þá í gegn í fréttum og morgunþætti Bylgjunnar!! Þverbraut ítrekað og vísvitandi öll fundarsköp og þegar gerðar voru athugasemdir af hálfu fundarsjóra, stillti hann sér ætíð upp sem einhverju fórnarlambi valdaklíkunnar.
Viti mál hann var sá eini sem rætt var við í fréttum og það sem hann sagði var fjarri öllum veruleika. Hann er þekktur fyrir að gera mönnum upp skoðanir og lesa það út úr ályktunum annarra stéttarfélaga það sem hann vill sjá og yfirbjóða. Það er auðvelt að gefa út yfirlýsingar um að hækka eigi laun umtalsvert, en afsaka sig á því að það sé aðrir sem standi vegi þess að það takist. Þar er talað eins og verkalýðsfélög semji við sjálf sig og hvert við annað um kaup og kjör.
Spjallþáttastjórnendur virða sumir hverjir lýðræðislega starfsemi og ákvarðanatöku að vettugi og grafa markvisst undan félagslegri starfsemi. Áberandi er að þessir hinir sömu þekkja lítið til starfsemi verkalýðsfélaga og eru ítrekað með fullyrðingar sem einkennast af kostulegum og innistæðulausum dylgjum. Endurtekið er svo leitað til einstaklinga til þess að fá skoðun viðkomandi spjallþáttaskoðanda staðfesta, ekki til þess að upplýsa fólk. Tilgangurinn hefur snúist upp í andhverfu sína
föstudagur, 23. október 2009
Ofbeldi fremur en umræðulist
Ræður stjórnmálamanna einkennast fremur af ofbeldi en samræðulist, sagði Páll Skúlason fyrrv. háskólarektor í góðu erindi á ársfundi ASÍ.
Þetta er rétt mat hjá Páli. Páll tók einnig fram að almenningur væri á vissan hátt sekur um svipað hátterni ásamt fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla einkenndist af neikvæðni og niðurrifi í umfjöllun. Leitað væri til einstaklinga sem væru þekktir fyrir þessi viðhorf og beittu gjarnan fyrir sig útúrsnúningum og að draga allt í efa.
Við stjórn heimila væri oft beitt fýluköstum, og oft með ágætum árangri. Þessari aðferð væri beitt víðar í samfélaginu og væri í samræmi við það sem lýst er hér að ofan. Mönnum væru jafnvel gerðar upp skoðanir og síðan beitt framantöldum aðferðum til þess að drepa málum á dreif. Ekkert eða lítið miði á uppbyggilegri umræðu til framfara og leiða um aðgerðir til lausnar á þeim vanda sem við værum búinn að koma okkur í.
Það er ríkið sem hefur brugðist. Það er Ríkið sem á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings. Ríkið hefur brugðist, þar á bæ hefur ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefni og því er Ísland í þessari stöðu.
Það eru stjórnvöld sem setja lögin og þau hafa lagt til hliðar samkennd og jöfnuð, en látið markaðshyggjuna ráða för. Með því hafa þau ákveðið að viðhalda því ástandi sem tryggir áframhald óstöðugleikans. Sú stefna sem fylgt hefur verið við mótun þjóðfélagsins undanfarið hefur leitt til þess að rökvísi efnahagslífsins hefur yfirtekið stjórnmálalífið.
Þetta er rétt mat hjá Páli. Páll tók einnig fram að almenningur væri á vissan hátt sekur um svipað hátterni ásamt fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla einkenndist af neikvæðni og niðurrifi í umfjöllun. Leitað væri til einstaklinga sem væru þekktir fyrir þessi viðhorf og beittu gjarnan fyrir sig útúrsnúningum og að draga allt í efa.
Við stjórn heimila væri oft beitt fýluköstum, og oft með ágætum árangri. Þessari aðferð væri beitt víðar í samfélaginu og væri í samræmi við það sem lýst er hér að ofan. Mönnum væru jafnvel gerðar upp skoðanir og síðan beitt framantöldum aðferðum til þess að drepa málum á dreif. Ekkert eða lítið miði á uppbyggilegri umræðu til framfara og leiða um aðgerðir til lausnar á þeim vanda sem við værum búinn að koma okkur í.
Það er ríkið sem hefur brugðist. Það er Ríkið sem á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings. Ríkið hefur brugðist, þar á bæ hefur ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefni og því er Ísland í þessari stöðu.
Það eru stjórnvöld sem setja lögin og þau hafa lagt til hliðar samkennd og jöfnuð, en látið markaðshyggjuna ráða för. Með því hafa þau ákveðið að viðhalda því ástandi sem tryggir áframhald óstöðugleikans. Sú stefna sem fylgt hefur verið við mótun þjóðfélagsins undanfarið hefur leitt til þess að rökvísi efnahagslífsins hefur yfirtekið stjórnmálalífið.
miðvikudagur, 21. október 2009
Litlir karlar
Eitt af því allra leiðinlegasta sem ég upplifi er þetta endalausa væl sjálfstæðismanna um hversu allir séu vondir við þá. Útvarpsþættir eins og Víðsjá og Spegillinn hafa farið í taugarnar á þeim og áfram mætti lengi telja. Þeirra gæðingar eru með harla einkennilegar söguskoðanir í þáttum sem Sjónvarp allra landsmanna var látið kaupa á meðan BB var menntamálaráðherra.
Ekki þótti þeim athugavert þó þeir stæðu einir að dagblaðamarkaði um langt tímabil eða sætu við stjórnvölinn og röðuðu inn sínum mönnum í embætti og sniðgengju allar hæfniskröfur og viðhorf matsnefnda.
Ef menn voru ekki sömu skoðunar og þeir, var viðkomandi afgreiddur sem kommi eða thalibani. Það var nægileg röksemd og með því viku þeir sér undan að færa frekari rök fyrir sínu máli. Þessi vinnubrögð urðu sífellt meir áberandi þegar nær dró síðustu aldamótum.
Ég setti inn í gær færslu með ársgamalli ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins. Hef fengið allnokkra pósta þar sem bent er á að Steingrímur hafi líka skipt um skoðun. Allir vita það, en er það kjarni málsins?
Bjarni var í ríkistjórn þegar hann hélt þessa ræðu. Forsvarsmenn höfðu þá innstu vitneskju um stöðu mála og gerðu sér grein fyrir að ekki yrði undan þessu vikist þó málið væri vont, mjög vont. Þeir undirrituðu þá afgreiðslu við Breta og Hollendinga og gerðu samkomulag við AGS. Bjarni og félagar tóku þessa afstöðu á málefnalegum grunni. Þegar Steingrímur kemst í ríkisstjórn þá áttar hann sig á því sama og verður sammála Bjarna.
En þá skipta Bjarni og félagar um skoðun?! Það er kjarni málsins. Tefja öll mál með málþófi í vor og halda svo uppi tilgangslausum uppákomum í allt sumar. Bjarni og hans menn leggjast svo lágt að geta ekki horfst í augu við þann vanda sem þeir höfðu skapað og fara í mesta lýðskrum Íslandssögunnar. Litlir karlar.
Það sem Bjarni og félagar uppskera er að þjóðin hefur tapað heilu ári og við sitjum enn verr í súpunni. Aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum hafa tafist. Sá efnahagsvandi sem við þurftum taka á og komast út úr og stefnt var að ná okkur út úr á 4 árum, hefur vaxið og þetta tapaða ár setur okkur í þá stöðu að hækka þarf skatta enn meir á næstu árum, en ella hefði þurft.
Mikið hefðu Bjarni og félagar vaxið og orðið menn að meiri ef þeir hefðu tekið á vandanum eins og menn og staðið í fæturna.
Ekki þótti þeim athugavert þó þeir stæðu einir að dagblaðamarkaði um langt tímabil eða sætu við stjórnvölinn og röðuðu inn sínum mönnum í embætti og sniðgengju allar hæfniskröfur og viðhorf matsnefnda.
Ef menn voru ekki sömu skoðunar og þeir, var viðkomandi afgreiddur sem kommi eða thalibani. Það var nægileg röksemd og með því viku þeir sér undan að færa frekari rök fyrir sínu máli. Þessi vinnubrögð urðu sífellt meir áberandi þegar nær dró síðustu aldamótum.
Ég setti inn í gær færslu með ársgamalli ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins. Hef fengið allnokkra pósta þar sem bent er á að Steingrímur hafi líka skipt um skoðun. Allir vita það, en er það kjarni málsins?
Bjarni var í ríkistjórn þegar hann hélt þessa ræðu. Forsvarsmenn höfðu þá innstu vitneskju um stöðu mála og gerðu sér grein fyrir að ekki yrði undan þessu vikist þó málið væri vont, mjög vont. Þeir undirrituðu þá afgreiðslu við Breta og Hollendinga og gerðu samkomulag við AGS. Bjarni og félagar tóku þessa afstöðu á málefnalegum grunni. Þegar Steingrímur kemst í ríkisstjórn þá áttar hann sig á því sama og verður sammála Bjarna.
En þá skipta Bjarni og félagar um skoðun?! Það er kjarni málsins. Tefja öll mál með málþófi í vor og halda svo uppi tilgangslausum uppákomum í allt sumar. Bjarni og hans menn leggjast svo lágt að geta ekki horfst í augu við þann vanda sem þeir höfðu skapað og fara í mesta lýðskrum Íslandssögunnar. Litlir karlar.
Það sem Bjarni og félagar uppskera er að þjóðin hefur tapað heilu ári og við sitjum enn verr í súpunni. Aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum hafa tafist. Sá efnahagsvandi sem við þurftum taka á og komast út úr og stefnt var að ná okkur út úr á 4 árum, hefur vaxið og þetta tapaða ár setur okkur í þá stöðu að hækka þarf skatta enn meir á næstu árum, en ella hefði þurft.
Mikið hefðu Bjarni og félagar vaxið og orðið menn að meiri ef þeir hefðu tekið á vandanum eins og menn og staðið í fæturna.
þriðjudagur, 20. október 2009
Ársgömul ummæli Bjarna Ben. á Alþingi
Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innistæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.
Til umræðu var 10 ára lán með 6% vöxtum og jöfnum greiðslum.
Alþingi 38. fundur 28. nóv. 2008 úr ræðu Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki :
Virðulegi forseti. Mér sýnist nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunnar. Hér með er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan afstað í kjölfarið. Þær voru eins og áður hefur komið fram í umræðunni hér í dag og reyndar áður grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda íslenskum skattgreiðendum inni byrðum en sú leið sem, málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðilegt álit í því samhengi.
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
....
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.
.....
Þegar heildarmyndin er skoðuð er tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli.
...
Til umræðu var 10 ára lán með 6% vöxtum og jöfnum greiðslum.
Alþingi 38. fundur 28. nóv. 2008 úr ræðu Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki :
Virðulegi forseti. Mér sýnist nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunnar. Hér með er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan afstað í kjölfarið. Þær voru eins og áður hefur komið fram í umræðunni hér í dag og reyndar áður grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda íslenskum skattgreiðendum inni byrðum en sú leið sem, málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðilegt álit í því samhengi.
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
....
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.
.....
Þegar heildarmyndin er skoðuð er tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli.
...
Laxness
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhvertíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhvertíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
mánudagur, 19. október 2009
Ferð án fyrirheits
Datt þetta einhverra hluta í hug eftir að hafa hlustað á málfutning fyrrv. menntamálaráðherra og einni helstu klappstýru bankaæðisins.
Mér finnst einvern veginn þetta þurfi ekki frekari útskýringa við. Svona er þetta barasta.
Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður
Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.
Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,
Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.
Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu
í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.
Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu.
Þótt einhverjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.
Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.
Steinn Steinar. Ferð án fyrirheits.
Mér finnst einvern veginn þetta þurfi ekki frekari útskýringa við. Svona er þetta barasta.
Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður
Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.
Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,
Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.
Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu
í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.
Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu.
Þótt einhverjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.
Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.
Steinn Steinar. Ferð án fyrirheits.
Lýðskrumsmet
Öll vitum hverjir voru við stjórnvöl efnahagsmála þegar Ísland flaug fram af bjargbrúninni á fullri ferð. Þorgerður Katrín sagði að þeir sem hefðu einhverjar efasemdir um þá efnahagsstefnu ættu að fara á endurmenntunarnámskeið. Hún ásamt Geir og forsetanum fóru um heimsbyggðina og mæltu Íslenska efnahagsundrinu bót, þrátt fyrir aðvaranir frá nágrannalöndum okkar.
Öll vitum við að þáverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra höfðu undir höndum skýrslur um hvert stefndi. Sama gilti um Icesave Landsbankans. Ekkert var gert. Þessir menn undirrituðu yfirlýsingu um ábyrgð Íslands.
Sú yfirlýsing hefur legið fyrir í rúmt ár. Það hefur einnig legið fyrir að ekkert yrði um neina aðstoð fyrr en Ísland færi að leikreglum á alþjóðalegs efnahagslífs.
Að teknu tilliti til þess er allur málatilbúnaður sjálfstæðismanna allt þetta ár og svo maður tali nú ekki um yfirlýsingar formanns og varaformanns flokksins nú um helgina ómerkilegasta og óábyrgasta lýðskrum sem við höfum upplifað og þá langt til jafnað.
Öll vitum við að þáverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra höfðu undir höndum skýrslur um hvert stefndi. Sama gilti um Icesave Landsbankans. Ekkert var gert. Þessir menn undirrituðu yfirlýsingu um ábyrgð Íslands.
Sú yfirlýsing hefur legið fyrir í rúmt ár. Það hefur einnig legið fyrir að ekkert yrði um neina aðstoð fyrr en Ísland færi að leikreglum á alþjóðalegs efnahagslífs.
Að teknu tilliti til þess er allur málatilbúnaður sjálfstæðismanna allt þetta ár og svo maður tali nú ekki um yfirlýsingar formanns og varaformanns flokksins nú um helgina ómerkilegasta og óábyrgasta lýðskrum sem við höfum upplifað og þá langt til jafnað.
sunnudagur, 18. október 2009
Smjörklípur og klisjur
Ég var á norrænu þingi í síðustu viku. Undir lok þingsins vék einn af íslensku fulltrúunum sér að mér og sagði; „Tekur þú eftir því Guðmundur hversu mikil munur er á umræðunni hérna og heima. Hér er umræðan markviss og fer hávaðalaust og málefnalega fram, engar rakalausar upphrópanir, klisjur eða smjörklípur.“
Umræðan hér á Íslandi er föst á ákveðnu plani og ákveðnir aðilar virðast ekki vilja sleppa henni þaðan. Í gær skrifaði ég ég pistil þar sem bent var á nokkur atriði sem mæltu gegn því að farið yrði að tillögum Sjálfstæðismanna. Í athugasemdum voru áberandi þekktar klisjur sem ákveðnir klifa á en hafa aldrei fært nein rök fyrir. „Verkalýðshreyfingin er ekkert að gera, ég hef ekki séð neinar tillögur frá henni.“ Bíddu aðeins; Hvað stóð í pistlinum? Voru þar ekki tillögur og færð rök fyrir þeim. Það er einnig alþekkt að verkalýðshreyfingin lagði mjög mikla vinnu í gerð þeirra tillagna og áætlana sem Stöðugleikasáttmálinn er reistur á. Braut sem menn vildu fylgja til þess að komast upp úr þessum táradal á um 3 - 4 árum.
Einnig stóð í athugasemdadálkunum önnur klisja sem aldrei hefur verið rökstudd; „Verkalýðsrekendur eru búin að valda lífeyrissjóðunum svo miklum skaða.“ Nú liggur það fyrir að íslensku lífeyrissjóðirnir, þá er ég að tala um almennu sjóðina, komu mun betur úr hruninu en sambærilegir erlendir sjóðir.
Einnig má spyrja hvaða fjárfestingarkostir voru hér? Tilteknir aðilar voru búnir að taka lán hjá bönkunum og þurrka upp ríkistryggð skuldabréf . Einnig ættu menn að vita að hér eru lög sem takmarka hversu mikið af fjármagni lífeyrissjóðanna má fara erlendis.
Daglega kemur fram í fréttum að hið gríðarlega fjármagn sem er í lífeyrissjóðunum sé eini bjarghringur íslendinga, samt gala sumir að þeir séu galtómir. Það eru ekki nema 10 ár síðan að Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að lífeyrissjóðakerfinu og vildu fara sömu leið með þá og þeir gerðu við sparisjóðina og bankana. (Hét það ekki; "Fé án hirðis" hjá helsta fjármálaspeking þeirra og taldi sig sjálfkjörinn í það verkefni) Hvar værum við í ef verkalýðshreyfingin hefði með aðstoð fyrirtækjanna ekki hrundið þeirri árás?
Hörður Torfa byrjaði hvern einasta fund á Austurvelli með þeim orðum að þetta væru fundir fólksins og hann vildi ekki hleypa að neinum hagsmunasamtökum. Það myndi eyðileggja trúverðugleika fundanna. Í viðtölum sagði Hörður að þetta viðhorf sitt hefði bjargað fundunum og gert þá trúverðuga. Hann hefði ítrekað orðið fyrir háværum kröfum frá ýmsum hagsmunaðilum sem vildu komast að stjórnun fundanna.
Ef hann hefði farið að kröfum þeirra, þá hefðu fundirnir samstundis breyst og legið undir höggi um að vera málpípur tiltekinna hagsmuna, eins og t.d. verkalýðshreyfingunni eða einhverjum stjórnmálaflokk. Ég er hjartanlega sammála Herði. Það var rætt í miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins hvort við ættum að koma með einhverjum hætti að fundum Harðar. Menn voru sammála um að virða óskir Harðar. Margir af forystumönnum rafiðnaðarmanna voru fastir gestir á fundum Harðar og vildu vera þar sem einstaklingar. Þrátt fyrir þetta varð til föst klisja um að verkalýðshreyfingin hafi ekki viljað koma að fundunum.
Ég á einhvern veginn von á að það sama muni gerast með væntanlegan Þjóðfund. Þar er tekið fram að þar eigi hagsmunahópar ekki að marka umræðuna, heldur hinn almenni borgari. Það er fínt og vona að það takist. Það hefur alla vega ekki verið leitað til verkalýðshreyfingarinnar í vinnu við undirbúning fundanna.
Ef litið er yfir shina sviðnu jörð í dag þá eru það sjóðir launamanna og það öryggisnet sem þeir hafa barist fyrir og náð fram í harðvítugri baráttu sem eru bjarghringir þessa samfélags í dag. Á hverjum degi koma fleiri tugir einstaklinga á skrifstofur stéttarfélaganna og sækja þangað aðstoð og þjónustu. T.d. hafa útgjöld sjúkrasjóðs Rafiðnaðarsambandsins aukist um 147%. Útgjöld og styrkir vegna sóknar félagsmanna á fagnámskeið hafa rúmlega tvöfaldast og þannig mætti lengi telja.
Og svo standa gaspurhænurnar og garga í síbylju; „Verkalýðshreyfingin er ekkert að gera.“ Þar er m.a. um að kenna fréttamati fjölmiðlanna, ef verkalýðshreyfingin sendir frá álit eða umsögn eða reynir að vekja máls á einhverju kemst það ekki í fréttir og spjallþáttastjórnendur velja frekar lýðskrumara sem tala nóga illa um annað fólk í þætti sína. Pottþétt leið er níða niður starfsfólk stéttarfélaganna eða lífeyrissjóðanna.
Það þykir fréttnæmt að einhver framsóknarmaður fer á bar í Osló og rekst þar á þekktan kverólant, sem segist vilja lána Íslandi 2.000 milljarða. Þetta bull varð undirstöðufrétt í heila viku og aðalumræðuefni á Alþingi. Aldrei höfðu fréttamenn fyrir því að kanna með einu símtali til Noregs hvaða maður þetta væri eiginlega.
Síðar kom fram að þessi maður hefði undirritað yfirlýsingu um að það kæmi aldrei til greina að lána íslendingum eina krónu fyrr en þeir væru búnir að hreinsa til hjá sér og uppfylltu alþjóðlegar reglur á fjármálamarkaði. Það var rosalegt grín sem norðmennirnir, sem voru á ráðstefnunni sem ég minntist á í upphafi, gerðu af okkur íslendingum vegna þessa máls, Svo mikið að maður baðst vægðar.
Íslendingar hafa látið stjórnmálamenn sína komast upp með margskonar spillingu sem ekki er liðin í öðrum löndum. Margoft hafa komið upp stöður hjá íslenskum ráðherrum sem í öðrum löndum væru ekki liðnar, jafnvel kostað afsagnir. Steinar Sigurjónsson sagði í bókinni Blandað í svartan dauðann: “Íslendingar eru hænsn!”
Eru íslendingar hænsnalýðveldi? Varphænur heimskunnar?!
Umræðan hér á Íslandi er föst á ákveðnu plani og ákveðnir aðilar virðast ekki vilja sleppa henni þaðan. Í gær skrifaði ég ég pistil þar sem bent var á nokkur atriði sem mæltu gegn því að farið yrði að tillögum Sjálfstæðismanna. Í athugasemdum voru áberandi þekktar klisjur sem ákveðnir klifa á en hafa aldrei fært nein rök fyrir. „Verkalýðshreyfingin er ekkert að gera, ég hef ekki séð neinar tillögur frá henni.“ Bíddu aðeins; Hvað stóð í pistlinum? Voru þar ekki tillögur og færð rök fyrir þeim. Það er einnig alþekkt að verkalýðshreyfingin lagði mjög mikla vinnu í gerð þeirra tillagna og áætlana sem Stöðugleikasáttmálinn er reistur á. Braut sem menn vildu fylgja til þess að komast upp úr þessum táradal á um 3 - 4 árum.
Einnig stóð í athugasemdadálkunum önnur klisja sem aldrei hefur verið rökstudd; „Verkalýðsrekendur eru búin að valda lífeyrissjóðunum svo miklum skaða.“ Nú liggur það fyrir að íslensku lífeyrissjóðirnir, þá er ég að tala um almennu sjóðina, komu mun betur úr hruninu en sambærilegir erlendir sjóðir.
Einnig má spyrja hvaða fjárfestingarkostir voru hér? Tilteknir aðilar voru búnir að taka lán hjá bönkunum og þurrka upp ríkistryggð skuldabréf . Einnig ættu menn að vita að hér eru lög sem takmarka hversu mikið af fjármagni lífeyrissjóðanna má fara erlendis.
Daglega kemur fram í fréttum að hið gríðarlega fjármagn sem er í lífeyrissjóðunum sé eini bjarghringur íslendinga, samt gala sumir að þeir séu galtómir. Það eru ekki nema 10 ár síðan að Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að lífeyrissjóðakerfinu og vildu fara sömu leið með þá og þeir gerðu við sparisjóðina og bankana. (Hét það ekki; "Fé án hirðis" hjá helsta fjármálaspeking þeirra og taldi sig sjálfkjörinn í það verkefni) Hvar værum við í ef verkalýðshreyfingin hefði með aðstoð fyrirtækjanna ekki hrundið þeirri árás?
Hörður Torfa byrjaði hvern einasta fund á Austurvelli með þeim orðum að þetta væru fundir fólksins og hann vildi ekki hleypa að neinum hagsmunasamtökum. Það myndi eyðileggja trúverðugleika fundanna. Í viðtölum sagði Hörður að þetta viðhorf sitt hefði bjargað fundunum og gert þá trúverðuga. Hann hefði ítrekað orðið fyrir háværum kröfum frá ýmsum hagsmunaðilum sem vildu komast að stjórnun fundanna.
Ef hann hefði farið að kröfum þeirra, þá hefðu fundirnir samstundis breyst og legið undir höggi um að vera málpípur tiltekinna hagsmuna, eins og t.d. verkalýðshreyfingunni eða einhverjum stjórnmálaflokk. Ég er hjartanlega sammála Herði. Það var rætt í miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins hvort við ættum að koma með einhverjum hætti að fundum Harðar. Menn voru sammála um að virða óskir Harðar. Margir af forystumönnum rafiðnaðarmanna voru fastir gestir á fundum Harðar og vildu vera þar sem einstaklingar. Þrátt fyrir þetta varð til föst klisja um að verkalýðshreyfingin hafi ekki viljað koma að fundunum.
Ég á einhvern veginn von á að það sama muni gerast með væntanlegan Þjóðfund. Þar er tekið fram að þar eigi hagsmunahópar ekki að marka umræðuna, heldur hinn almenni borgari. Það er fínt og vona að það takist. Það hefur alla vega ekki verið leitað til verkalýðshreyfingarinnar í vinnu við undirbúning fundanna.
Ef litið er yfir shina sviðnu jörð í dag þá eru það sjóðir launamanna og það öryggisnet sem þeir hafa barist fyrir og náð fram í harðvítugri baráttu sem eru bjarghringir þessa samfélags í dag. Á hverjum degi koma fleiri tugir einstaklinga á skrifstofur stéttarfélaganna og sækja þangað aðstoð og þjónustu. T.d. hafa útgjöld sjúkrasjóðs Rafiðnaðarsambandsins aukist um 147%. Útgjöld og styrkir vegna sóknar félagsmanna á fagnámskeið hafa rúmlega tvöfaldast og þannig mætti lengi telja.
Og svo standa gaspurhænurnar og garga í síbylju; „Verkalýðshreyfingin er ekkert að gera.“ Þar er m.a. um að kenna fréttamati fjölmiðlanna, ef verkalýðshreyfingin sendir frá álit eða umsögn eða reynir að vekja máls á einhverju kemst það ekki í fréttir og spjallþáttastjórnendur velja frekar lýðskrumara sem tala nóga illa um annað fólk í þætti sína. Pottþétt leið er níða niður starfsfólk stéttarfélaganna eða lífeyrissjóðanna.
Það þykir fréttnæmt að einhver framsóknarmaður fer á bar í Osló og rekst þar á þekktan kverólant, sem segist vilja lána Íslandi 2.000 milljarða. Þetta bull varð undirstöðufrétt í heila viku og aðalumræðuefni á Alþingi. Aldrei höfðu fréttamenn fyrir því að kanna með einu símtali til Noregs hvaða maður þetta væri eiginlega.
Síðar kom fram að þessi maður hefði undirritað yfirlýsingu um að það kæmi aldrei til greina að lána íslendingum eina krónu fyrr en þeir væru búnir að hreinsa til hjá sér og uppfylltu alþjóðlegar reglur á fjármálamarkaði. Það var rosalegt grín sem norðmennirnir, sem voru á ráðstefnunni sem ég minntist á í upphafi, gerðu af okkur íslendingum vegna þessa máls, Svo mikið að maður baðst vægðar.
Íslendingar hafa látið stjórnmálamenn sína komast upp með margskonar spillingu sem ekki er liðin í öðrum löndum. Margoft hafa komið upp stöður hjá íslenskum ráðherrum sem í öðrum löndum væru ekki liðnar, jafnvel kostað afsagnir. Steinar Sigurjónsson sagði í bókinni Blandað í svartan dauðann: “Íslendingar eru hænsn!”
Eru íslendingar hænsnalýðveldi? Varphænur heimskunnar?!
laugardagur, 17. október 2009
Tillögur Sjálfstæðismanna
Lýðskrumið heldur áfram án þess að gengið sé til verka og tekist á við vandann. Tillögur sjálfstæðismanna eru í raun ekkert annað en lántaka hjá lífeyrisþegum sem mun lenda á börnum okkar og að hluta hrein upptaka á uppsöfnuðu sparifé þeirra sem eru í almennu lífeyrissjóðunum.
Takið vel eftir Almennu lífeyrissjóðunum, ekki lífeyrissjóðum tiltekinna opinberra starfsmanna og þá um leið alþingismanna. Þeirra lífeyrir er bundin við laun og ríkissjóður greiðir það sem upp á vantar, á meðan almennu lífeyrissjóðirnir verða að skerða ef ekki eru til innistæður fyrir skuldbindingum.
Tillögurnar valda gríðarlegri mismunun. Á þetta spila lýðskrumararnir og eru að kynda undir eldum ójöfnunar á vinnumarkaði. Og erlendu lífeyrissjóðirnir auglýsa sem aldrei fyrr í íslenskum fjölmiðlum; „Komdu lífeyri þínum í skjól“ - fyrir misvitrum íslensku stjórnmálamönnum.
Það er niðurlægjandi að vera gert að horfa upp á sjá stærðfræðinga og tryggingarfræðinga sem vilja láta taka sig alvarlega, leggja til hliðar þekkingu sína og setja upp pólitísk sólgleraugu og nota einfalda þríliðu við útreikninga á þessum tillögum. Stærðfræðikennari minn í Tæknifræðiskólanum hér fyrir nokkrum árum sagði að þríliða væri alvarleg aðför að heilbrigðri hugsun og sýndi okkur nokkur haldgóð dæmi þar um.
Þessir „stærðfræðingar!?“ eru með aðför sinni að almennu lífeyrisjóðunum að vekja upp innistæðulausar væntingar hjá almenning, sem vill vitanlega losna við hækkun skatta. Þetta er þráðbeint framhald þess lýðskrums sem hefur verið viðhaft um að hægt sé strika út þær skuldbindingar sem fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherrar undirrituðu; Íslendingar myndu standa við skuldbindingar sínar hvað varðar tryggingarsjóði bankanna og fara að alþjóðlegu regluverki hvað það varðar.
55% af greiðslum út úr almennu lífeyrissjóðunum eru vaxtatekjur. Þetta er sá hluti sem launamenn hafa árangurlaust reynt að fá Alþingi til þess að samþykkja að verði meðhöndlaður eins og annað sparifé með 10% fjármagnskatti í stað tekjuskatts. En nú á í stað þess að gera þessa eign lífeyrisþega upptæka með margfaldri skattlagningu. Þessi tillaga þýðir að þessi stofn minnkar um tæp 40% og lækkar það sem verður til greiðslu lífeyris þegar þar að kemur, þetta samsvarar líklega um 15% lækkun lífeyris þegar að því kemur.
Þessi tillaga tillaga leiðir einnig til þeirrar mismununar að nú á að taka fullan skatt af allri innkomu, en ef kerfið væri óbreytt myndi sá hluti sem lífeyrisþegi fengi útborgað úr sínum sjóð lenda undir skattleysismörkun og sá hlut slyppi óskattaður. Þetta þýðir í raun að lífeyrisþegar glata að auki öðrum 15% væntanlegum lífeyrisgreiðslum sínum.
Þessi mikli réttindamissir þýðir vitnalega að kröfur um hækkun opinbers lífeyris þegar að því kemur.
Allir vita sem einhverja þekkingu hafa tryggingarstærðfræði og eru ekki með pólitísk sólgleraugu, að hlutfall lífeyrisþega samanborið við þá sem verða skattgreiðendur framtíðar á eftir að breytast umtalsvert, lífeyrisþegar tvölfaldast í hlutfalli við skattgreiðendur. Það er af þessum sökum að það eru uppsöfnunarlífeyrissjóðir sem hver þjóðin á fætur annarri stefnir á í stað gegnumstreymissjóða og hefur hingað til verið talinn mesti styrkur íslensks samfélags.
Þetta ætla Sjálfstæðismenn að leggja í rúst með skyndilausnum. Ef við förum þessa leið þá fer í framtíðinni svo stórt hlutfall til lífeyrisgreiðslna að ríkissjóður framtíðar verður að verja sífellt stærra hlutfalli til lífeyrisgreiðslna. Viðbrögð stjórna lífeyrissjóða eru túlkuð af hálfu Sjálfstæðismanna sem vörn gegn valdamissi??!!
Þarna eru stjórnmálamenn blindaðir af eigin gjörðum að yfirfæra viðbrögð annarra. Samkvæmt lögum hafa stjórnendur lífeyrissjóða eitt hlutverk. Ávaxta fjármuni lífeyrissjóðanna sem best og greiða út þann lífeyrir til réttbærra eigenda lífeyrissjóðanna. Af framansögðu ætti það að vera ljóst að það nákvæmlega það sem einkennir viðbrögð stjórna lífeyrissjóðanna.
Forsvarsmenn launamanna hafa algerlega hafnað tillögum Sjálfstæðismanna og atlaga að séreignasparnaði (sem er að öðru leiti bundin í fjárfestingum!) myndi einfaldlega eyðileggja þetta sparnaðarform en atlagan væri bara eingreiðsla (í rauninni ekkert annað en lántaka!) sem leysir ekkert úr vanda ríkisstjórnar með halla á frumjöfnuði eða hvaða jöfnuði sem er inn í framtíðina!
Já frjálshyggjan er alltaf söm við sig, koma sér ætíð í þá stöðu að geta verið fyrst til og hrifsað til sín bestu bitana og koma sér vel fyrir. Hvar eru helstu forsvarsmenn þeirra. Prófessor í háskólanum og í seðlabankastjórn ásamt þess að ríkisfjölmiðlar keyptu af honum allt sem frá honum kom, Seðlabankastjóri, Hæstaréttardómari, 9 sendiherrar sem skipaðir voru korteri áður en þáverandi utanríkisráðherra hætti - eigum við að halda áfram? Allir í tryggu skjóli hjá skattgreiðendum og nú á að leggja aukaskatt á almenna launamenn á meðan þeir halda sínum lífeyri tryggum.
Takið vel eftir Almennu lífeyrissjóðunum, ekki lífeyrissjóðum tiltekinna opinberra starfsmanna og þá um leið alþingismanna. Þeirra lífeyrir er bundin við laun og ríkissjóður greiðir það sem upp á vantar, á meðan almennu lífeyrissjóðirnir verða að skerða ef ekki eru til innistæður fyrir skuldbindingum.
Tillögurnar valda gríðarlegri mismunun. Á þetta spila lýðskrumararnir og eru að kynda undir eldum ójöfnunar á vinnumarkaði. Og erlendu lífeyrissjóðirnir auglýsa sem aldrei fyrr í íslenskum fjölmiðlum; „Komdu lífeyri þínum í skjól“ - fyrir misvitrum íslensku stjórnmálamönnum.
Það er niðurlægjandi að vera gert að horfa upp á sjá stærðfræðinga og tryggingarfræðinga sem vilja láta taka sig alvarlega, leggja til hliðar þekkingu sína og setja upp pólitísk sólgleraugu og nota einfalda þríliðu við útreikninga á þessum tillögum. Stærðfræðikennari minn í Tæknifræðiskólanum hér fyrir nokkrum árum sagði að þríliða væri alvarleg aðför að heilbrigðri hugsun og sýndi okkur nokkur haldgóð dæmi þar um.
Þessir „stærðfræðingar!?“ eru með aðför sinni að almennu lífeyrisjóðunum að vekja upp innistæðulausar væntingar hjá almenning, sem vill vitanlega losna við hækkun skatta. Þetta er þráðbeint framhald þess lýðskrums sem hefur verið viðhaft um að hægt sé strika út þær skuldbindingar sem fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherrar undirrituðu; Íslendingar myndu standa við skuldbindingar sínar hvað varðar tryggingarsjóði bankanna og fara að alþjóðlegu regluverki hvað það varðar.
55% af greiðslum út úr almennu lífeyrissjóðunum eru vaxtatekjur. Þetta er sá hluti sem launamenn hafa árangurlaust reynt að fá Alþingi til þess að samþykkja að verði meðhöndlaður eins og annað sparifé með 10% fjármagnskatti í stað tekjuskatts. En nú á í stað þess að gera þessa eign lífeyrisþega upptæka með margfaldri skattlagningu. Þessi tillaga þýðir að þessi stofn minnkar um tæp 40% og lækkar það sem verður til greiðslu lífeyris þegar þar að kemur, þetta samsvarar líklega um 15% lækkun lífeyris þegar að því kemur.
Þessi tillaga tillaga leiðir einnig til þeirrar mismununar að nú á að taka fullan skatt af allri innkomu, en ef kerfið væri óbreytt myndi sá hluti sem lífeyrisþegi fengi útborgað úr sínum sjóð lenda undir skattleysismörkun og sá hlut slyppi óskattaður. Þetta þýðir í raun að lífeyrisþegar glata að auki öðrum 15% væntanlegum lífeyrisgreiðslum sínum.
Þessi mikli réttindamissir þýðir vitnalega að kröfur um hækkun opinbers lífeyris þegar að því kemur.
Allir vita sem einhverja þekkingu hafa tryggingarstærðfræði og eru ekki með pólitísk sólgleraugu, að hlutfall lífeyrisþega samanborið við þá sem verða skattgreiðendur framtíðar á eftir að breytast umtalsvert, lífeyrisþegar tvölfaldast í hlutfalli við skattgreiðendur. Það er af þessum sökum að það eru uppsöfnunarlífeyrissjóðir sem hver þjóðin á fætur annarri stefnir á í stað gegnumstreymissjóða og hefur hingað til verið talinn mesti styrkur íslensks samfélags.
Þetta ætla Sjálfstæðismenn að leggja í rúst með skyndilausnum. Ef við förum þessa leið þá fer í framtíðinni svo stórt hlutfall til lífeyrisgreiðslna að ríkissjóður framtíðar verður að verja sífellt stærra hlutfalli til lífeyrisgreiðslna. Viðbrögð stjórna lífeyrissjóða eru túlkuð af hálfu Sjálfstæðismanna sem vörn gegn valdamissi??!!
Þarna eru stjórnmálamenn blindaðir af eigin gjörðum að yfirfæra viðbrögð annarra. Samkvæmt lögum hafa stjórnendur lífeyrissjóða eitt hlutverk. Ávaxta fjármuni lífeyrissjóðanna sem best og greiða út þann lífeyrir til réttbærra eigenda lífeyrissjóðanna. Af framansögðu ætti það að vera ljóst að það nákvæmlega það sem einkennir viðbrögð stjórna lífeyrissjóðanna.
Forsvarsmenn launamanna hafa algerlega hafnað tillögum Sjálfstæðismanna og atlaga að séreignasparnaði (sem er að öðru leiti bundin í fjárfestingum!) myndi einfaldlega eyðileggja þetta sparnaðarform en atlagan væri bara eingreiðsla (í rauninni ekkert annað en lántaka!) sem leysir ekkert úr vanda ríkisstjórnar með halla á frumjöfnuði eða hvaða jöfnuði sem er inn í framtíðina!
Já frjálshyggjan er alltaf söm við sig, koma sér ætíð í þá stöðu að geta verið fyrst til og hrifsað til sín bestu bitana og koma sér vel fyrir. Hvar eru helstu forsvarsmenn þeirra. Prófessor í háskólanum og í seðlabankastjórn ásamt þess að ríkisfjölmiðlar keyptu af honum allt sem frá honum kom, Seðlabankastjóri, Hæstaréttardómari, 9 sendiherrar sem skipaðir voru korteri áður en þáverandi utanríkisráðherra hætti - eigum við að halda áfram? Allir í tryggu skjóli hjá skattgreiðendum og nú á að leggja aukaskatt á almenna launamenn á meðan þeir halda sínum lífeyri tryggum.
fimmtudagur, 15. október 2009
Óþrjótanleg orka?
Það er ekki af tilviljun að fjármálamenn vilja komast inn í íslenska orkuframleiðslu og ekki heldur tilviljun að erlendir stórnotendur vilji koma hingað og tryggja sér sæti við orkuborðið á meðan eitthvert rúm er þar. Í áætlunum er gert ráð fyrir að orkunotkun í Evrópu hafi minnkað um allt að 20% á næstu 4 árum. Á sama tíma á að minnka raforkuframleiðslu með jarðefnum umtalsvert jafnframt því að auka framleiðslu með endurnýjanlegri orku.
Þetta mun ekki leiða til neins annars en að orku mun snarhækka á komandi árum, jafnvel nefndar tölur sem nema allt að tvöföldun á orkuverð. Hvers vegna? Vegna þess að það eru takmarkaðir möguleikar á því að framleiða orku með endurnýjanlegum aðferðum, nema þá á mun dýrari hátt en gert er í dag. Vindmyllur eru sífellt að verða stærri en orkan frá þeim er töluvert dýrari en t.d frá þeim vatnsaflsvirkjunum sem Íslendingar hafa verið að reisa. Sama á við sjávarölduvirkjanir og sólarorku. Þessar aðferðir leysa þarfir minni notenda, en aldrei stórnotenda.
Sé litið til norðurlandanna þá er búið fyrir allmörgum árum að loka á frekari stórvirkjanir út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Það sem eftir er að virkja t.d. í Noregi eru minni virkjanir þar sem bændur eru virkja árnar í löndum sínum. Hér á Íslandi nálgumst við sömu stöðu. Það eru ekki margir möguleikar á stórvirkjunum eftir, nema þá að fara á staði sem hætt er við að vekja heiftarleg viðbrögð almennings. En það er hægt að reisa fjölmargar smærri virkjanir víða um land, enda eru nokkrir íslenskir bændur þegar farnir að virkja heimaár sínar og margir eru komnir á undurbúningsstig.
Þetta kemur óneitanlega upp í hugann þegar stjórnmálamenn tala um stækkun og fjölgun álvera, sem kallar á nálægt tvöföldun orkuframleiðslu. Auk þess að byggja nokkrar aðrar verksmiðjur og gagnaver. Á sama tíma er rætt um að innan nokkurra ára verði búið að rafvæða drjúgan hluta bílaflotans og spara með því gríðarlega fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Og svo eru að birtast greinar um að leggja sæstreng til Evrópu og selja orku þangað.
Vilji menn kynna sér flutning orku um sæstreng þá er vert að hafa í huga örfá grundvallaratriði. Það verður gríðarlegt tap á orku á leið hennar um strengi, sérstaklega háspennu. Strengir eru gríðarlega dýrir. Það leiðir til þess að ef menn ætli sér að fara í þessi viðskipti þarf gríðarlegt magn af orku til þess að þetta borgi sig. Við erum nefnilega svo langt frá Evrópumarkaðnum.
Djúpholur með nánast óendanlegri orku eins og stjórnmálamen lýstu svo fjálglega t.d. í síðustu kosningum eru líklega fjarlægur draumur, kannski algjörlega óraunsær. Gufuaflsvirkjanir eru heldur ekki óendanlegar og valda jafnvel enn meiri umhverfismengun en vatnsaflið.
Þessi umræða einkennist af rakalausum upphrópunum stjórnmálamanna sem virðast í engu telja sig þurfa að standa við orð sín og er nákvæmlega sama hvort vaktar séu óraunsæjar væntingar hjá almenning. Það er svo sem ekki nema von sé litið til þess hvernig íslendingar beita atkvæði sínu endurtekið á sama stað, sama á hverju gengur.
En svo er annað í lokinn. Það eru umtalsverðar líkur á því eftir ekki svo mörg ár að orkan verði orðin svo eftirsótt og svo dýr að íslendingar standist ekki þá freistingu að virkja hér á landi allt sem hönd á festir, kannski líka Gullfoss. En svo er hinn hliðin, kannski verðum við búinn að selja frá okkur öll yfirráð á orkunni og hún verði í höndum örfárra auðjöfra sem búa í skattaparadísum.
Þetta mun ekki leiða til neins annars en að orku mun snarhækka á komandi árum, jafnvel nefndar tölur sem nema allt að tvöföldun á orkuverð. Hvers vegna? Vegna þess að það eru takmarkaðir möguleikar á því að framleiða orku með endurnýjanlegum aðferðum, nema þá á mun dýrari hátt en gert er í dag. Vindmyllur eru sífellt að verða stærri en orkan frá þeim er töluvert dýrari en t.d frá þeim vatnsaflsvirkjunum sem Íslendingar hafa verið að reisa. Sama á við sjávarölduvirkjanir og sólarorku. Þessar aðferðir leysa þarfir minni notenda, en aldrei stórnotenda.
Sé litið til norðurlandanna þá er búið fyrir allmörgum árum að loka á frekari stórvirkjanir út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Það sem eftir er að virkja t.d. í Noregi eru minni virkjanir þar sem bændur eru virkja árnar í löndum sínum. Hér á Íslandi nálgumst við sömu stöðu. Það eru ekki margir möguleikar á stórvirkjunum eftir, nema þá að fara á staði sem hætt er við að vekja heiftarleg viðbrögð almennings. En það er hægt að reisa fjölmargar smærri virkjanir víða um land, enda eru nokkrir íslenskir bændur þegar farnir að virkja heimaár sínar og margir eru komnir á undurbúningsstig.
Þetta kemur óneitanlega upp í hugann þegar stjórnmálamenn tala um stækkun og fjölgun álvera, sem kallar á nálægt tvöföldun orkuframleiðslu. Auk þess að byggja nokkrar aðrar verksmiðjur og gagnaver. Á sama tíma er rætt um að innan nokkurra ára verði búið að rafvæða drjúgan hluta bílaflotans og spara með því gríðarlega fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Og svo eru að birtast greinar um að leggja sæstreng til Evrópu og selja orku þangað.
Vilji menn kynna sér flutning orku um sæstreng þá er vert að hafa í huga örfá grundvallaratriði. Það verður gríðarlegt tap á orku á leið hennar um strengi, sérstaklega háspennu. Strengir eru gríðarlega dýrir. Það leiðir til þess að ef menn ætli sér að fara í þessi viðskipti þarf gríðarlegt magn af orku til þess að þetta borgi sig. Við erum nefnilega svo langt frá Evrópumarkaðnum.
Djúpholur með nánast óendanlegri orku eins og stjórnmálamen lýstu svo fjálglega t.d. í síðustu kosningum eru líklega fjarlægur draumur, kannski algjörlega óraunsær. Gufuaflsvirkjanir eru heldur ekki óendanlegar og valda jafnvel enn meiri umhverfismengun en vatnsaflið.
Þessi umræða einkennist af rakalausum upphrópunum stjórnmálamanna sem virðast í engu telja sig þurfa að standa við orð sín og er nákvæmlega sama hvort vaktar séu óraunsæjar væntingar hjá almenning. Það er svo sem ekki nema von sé litið til þess hvernig íslendingar beita atkvæði sínu endurtekið á sama stað, sama á hverju gengur.
En svo er annað í lokinn. Það eru umtalsverðar líkur á því eftir ekki svo mörg ár að orkan verði orðin svo eftirsótt og svo dýr að íslendingar standist ekki þá freistingu að virkja hér á landi allt sem hönd á festir, kannski líka Gullfoss. En svo er hinn hliðin, kannski verðum við búinn að selja frá okkur öll yfirráð á orkunni og hún verði í höndum örfárra auðjöfra sem búa í skattaparadísum.
miðvikudagur, 14. október 2009
Fjallvegur til gæða umræðunnar
Er á þingi í Kaupmannahöfn þar sem verið er að skilgreina ástæður efnahagsniðursveiflunnar og hvað sé á næsta leiti.
Öll norðurlöndin kominn af stað upp, utan Íslands.
Öll norðurlöndin búinn að skilgreina hvað þurfti að gera og taka á því, utan Íslands.
Gengi gjaldmiðils stendur og kaupmáttur, utan Íslands.
Vextir á lánum tífallt lægri en á Íslandi.
A.m.k. 5 fjallvegir á milli gæða umræðunnar hér og heima.
Heima þykir sjálfsagt að vera með órökstudd upphlaup og fullyrðingar og merkimiða pólitík og fjölmiðlar byggja spjallþætti og fréttatíma utanum rugludallana.
Ekkert miðar heima og íslenskir fjölmiðlar útvarpa frá morgni til kvölds ferðalýsingum tveggja manna til Noregs og viðræðum þeirra við einhvern kverótlant, sem fulltrúar Noregs hér vilja ekki kannast við -
En hér tóku menn á málum og atvinnulífið er að stíga upp.
Öll norðurlöndin kominn af stað upp, utan Íslands.
Öll norðurlöndin búinn að skilgreina hvað þurfti að gera og taka á því, utan Íslands.
Gengi gjaldmiðils stendur og kaupmáttur, utan Íslands.
Vextir á lánum tífallt lægri en á Íslandi.
A.m.k. 5 fjallvegir á milli gæða umræðunnar hér og heima.
Heima þykir sjálfsagt að vera með órökstudd upphlaup og fullyrðingar og merkimiða pólitík og fjölmiðlar byggja spjallþætti og fréttatíma utanum rugludallana.
Ekkert miðar heima og íslenskir fjölmiðlar útvarpa frá morgni til kvölds ferðalýsingum tveggja manna til Noregs og viðræðum þeirra við einhvern kverótlant, sem fulltrúar Noregs hér vilja ekki kannast við -
En hér tóku menn á málum og atvinnulífið er að stíga upp.
Ekki til lýsingarorð
Það verður að segjast eins og það er að allur málatilbúnaður framsóknarmanna hvað varðar efnahagsmál er með hreinum ólíkindum. Þeir hittu greinilega systurflokk sinn þarna í Noregi. Ekki er sá vandaðri! Takk fyrir mig og mína fjölskyldu.
En frammistaða fréttastofa í þessu máli öllu er á enn lægra plani og svo maður tali nú ekki um spjallþáttastjórnendur. Athugasemdalaust er tekið við öllu blaðrinu og hinum rakalausu fullyrðingum. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessir menn eru með innistæðulaust upphlaup og enn er gleypt við öllum gífuryrðum athugasemdalaust.
Er nema von hversu löskuð öll umræða er á landinu.
Það er einfaldlega ekki til lýsingarorð yfir þennan ómerkilega farsa.
Það er búið að liggja fyrir ekki bara í eitt ár heldur allt árið á undan hruninu, að íslendingar yrðu að taka til hjá sér í efnahagsstjórninni og eftirlitskerfinu. Fyrir hrunið höfðu borist allmargar skýrslur sem Geir og Árni þáverandi ráðherrar efnahagsmála höfðu milli handanna. Allan tímann er það búið að liggja fyrir að ekki kæmi til greina aðstoð fyrr en að lokinni tiltekt.
Sama kom fram í kröfum lífeyrissjóða þegar sótt var að þeim af hálfu þáverandi ríkisstjórnar í september 2008 að koma heim með erlendar eignir. Sett var fram krafa að ef það ætti að gerast þyrfti að koma fram undirritað loforð frá ríkisstjórn að tiltekt færi fram ásamt því að efnahags- og peningastefnu yrði breytt. Þessu hafnaði ríkisstjórnin, eins og kröfum norrænu Seðlabankanna um að eftirlit yrði hert og tekið á bönkunum.
Þetta kom glögglega fram í öllum fréttum. Reyndar kemur það einhverra hluta ekki fram í þeim upprifjunum sem fréttamenn hafa ástundað undanfarnar vikur.
Það þjónar engu að láta eins og óþekkir krakkar og heimta og heimta og segja svo að allir sem ekki vilja láta undan okkar kröfum séu óvinir íslendinga. Sé litið til undanfarinna áratuga blasir það við öllum sem vilja sjá það hvers vegna Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja viðhalda einangrunarstefnunni og koma í veg fyrir nauðsynlega tiltekt í kerfinu.
Við komumst einfaldlega ekki fet áfram með þessu háttalagi og við blasir uppdráttarsýkin í efnahags- og atvinnulífi, sem þetta háttarlag Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna veldur. Þeir geta kallað þetta öllum ónöfnum, eins og þeir gera, en samt blasir þessi staðreynd við okkur og hún fer ekki fyrr en þeir láta af þessum andstyggilega leik.
En frammistaða fréttastofa í þessu máli öllu er á enn lægra plani og svo maður tali nú ekki um spjallþáttastjórnendur. Athugasemdalaust er tekið við öllu blaðrinu og hinum rakalausu fullyrðingum. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessir menn eru með innistæðulaust upphlaup og enn er gleypt við öllum gífuryrðum athugasemdalaust.
Er nema von hversu löskuð öll umræða er á landinu.
Það er einfaldlega ekki til lýsingarorð yfir þennan ómerkilega farsa.
Það er búið að liggja fyrir ekki bara í eitt ár heldur allt árið á undan hruninu, að íslendingar yrðu að taka til hjá sér í efnahagsstjórninni og eftirlitskerfinu. Fyrir hrunið höfðu borist allmargar skýrslur sem Geir og Árni þáverandi ráðherrar efnahagsmála höfðu milli handanna. Allan tímann er það búið að liggja fyrir að ekki kæmi til greina aðstoð fyrr en að lokinni tiltekt.
Sama kom fram í kröfum lífeyrissjóða þegar sótt var að þeim af hálfu þáverandi ríkisstjórnar í september 2008 að koma heim með erlendar eignir. Sett var fram krafa að ef það ætti að gerast þyrfti að koma fram undirritað loforð frá ríkisstjórn að tiltekt færi fram ásamt því að efnahags- og peningastefnu yrði breytt. Þessu hafnaði ríkisstjórnin, eins og kröfum norrænu Seðlabankanna um að eftirlit yrði hert og tekið á bönkunum.
Þetta kom glögglega fram í öllum fréttum. Reyndar kemur það einhverra hluta ekki fram í þeim upprifjunum sem fréttamenn hafa ástundað undanfarnar vikur.
Það þjónar engu að láta eins og óþekkir krakkar og heimta og heimta og segja svo að allir sem ekki vilja láta undan okkar kröfum séu óvinir íslendinga. Sé litið til undanfarinna áratuga blasir það við öllum sem vilja sjá það hvers vegna Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja viðhalda einangrunarstefnunni og koma í veg fyrir nauðsynlega tiltekt í kerfinu.
Við komumst einfaldlega ekki fet áfram með þessu háttalagi og við blasir uppdráttarsýkin í efnahags- og atvinnulífi, sem þetta háttarlag Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna veldur. Þeir geta kallað þetta öllum ónöfnum, eins og þeir gera, en samt blasir þessi staðreynd við okkur og hún fer ekki fyrr en þeir láta af þessum andstyggilega leik.
mánudagur, 12. október 2009
Þjóðremba Landsvirkjunar
Friðrik Sophusson fráfarandi forstjóri Landsvirkjunar fjallar um það í nýútkominni skýrslu þar sem bygging Kárahnjúkavirkjunar er rakin, hversu mikið viðhorf íslendinga gagnvart Impregilo hefðu einkennst af þjóðrembu. Þetta heyrðist alloft og á meðan á framkvæmdum stóð og var jafnan leiðrétt. Ég ætla að birta hér svar mitt til þáverandi ritstjóra Fréttablaðsins þar sem hann bar sömu ásakanir á verkalýðshreyfinguna.
Í leiðara Fréttablaðsins þ. 8. jan. 2005 er leiðari eftir Guðmund Magnússon þar sem m.a. kemur fram að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað sett fram rök fyrir sínu máli og Impregilo eigi að njóta vafans.
a) Þegar boð Impregilo kom fram í upphafi vakti það undrun fyrir hversu mikið lægra það væri en önnur tilboð. Sjá (hér). Margir þaulvanir verktakar úr virkjanaframkvæmdum gagnrýndu hvernig staðið hefði verið að útboðinu og eins kom fram sú fullyrðing að þetta myndi aldrei geta staðist, launaliðurinn væri mun lægri en gildandi kjarasamningur heimilaði. Þrátt fyrir þetta lét Landsvirkjun þetta ekki hafa áhrif og gekk til samninga við fyrirtækið. Gert var lítið úr þessari gagnrýni og sagt að hún væri byggð á óeðlilegum forsendum. Í ljós hefur komið að ásakanirnar voru réttar.
b) Þegar Impregilo hóf að reisa búðirnar bentu trúnaðarmenn stéttarfélaga og eins byggingarfulltrúar að húsin myndu ekki standast íslensk vetrarveður. Ráðherrar framsóknarflokksins fóru þá upp að Kárahnjúkum og luku upp lofsorði að þetta væru glæsilegustu vinnubúðir sem reistar hefðu verið hér á landi. Formaður Framsóknarflokksins lét hafa það eftir sér í sjónvarpsfréttum, að þær væru svo glæsilegar að hann og kona hans gætu vel hugsað sér að búa þar og þakkaði þessu fyrirtæki sérstaklega fyrir að koma hingað og taka að sér þessar framkvæmdir.
Trúnaðarmenn stéttarfélaganna voru hæddir og sakaðir um fordóma. Í ljós kom að hið bláfátæka erlenda verkafólk átti ömurlegan vetur í þessum búðum og gátu þakkað það ráðherrum framsóknarflokksins að fyrirtækið komst upp með búa því þessar aðstæður. Loftin hrundu niður í rúm starfsmanna undan snjóþunga, útihurðir fuku út í buskann og snjóskaflar voru í anddyrum og á göngum. Loftljós voru full af leysingavatni. Þrátt fyrir að húsin væru endurbyggð að miklu leiti sumarið eftir er enn svo komið að verkafólk býr þarna í dag við hitastig sem fer oft niður fyrir 10 stig, sé að marka nýlegar fréttir.
c) Trúnaðarmenn verkafólks sögðu strax að hlífðarföt starfsmanna væru langt frá því að vera ásættanleg. Eins og venjulega var ekkert gert. En í fyrstu vetrarveðrum kom í ljós að hlífaðarskór héldu ekki vatni, vettlingar voru örþunnir gúmmíhanskar, hlífðargallar örþunnir. Verkamenn slógust um dagblöð til þess að setja í skó sína og inn á sig. Þá fór fyrirtækið og sló um sig með hjálp fjölmiðla og keypti 200 pör af ullarsokkum.
d) Trúnaðarmenn kölluðu ítrekað á heilbrigðiseftirlit m.a. vegna þess að geymsluaðstaða matar var ekki til staðar. Snyrtiaðstöðu starfsfólks eldhúsa væri verulega ábótavant. Ekki væru anddyri á mötuneytum til þess að geyma blautan hlífðarfatnað. Heilbrigðisfulltrúi sendi hverja aðvörunina á fætur annarri og veitti ítrekuð frávik um skamman tíma svo bæta mætti úr og svo dagsektum. Fyrirtækið lagaði nokkur helstu atriði eftir margra mánaða hark og að sunnan kom fyrirskipun til heilbrigðisfulltrúa að fella niður dagsektir.
e) Trúnaðarmenn bentu á að engir kaffiskúrar væru út á vinnusvæðum og ekki heldur neinar snyrtingar. Í eitt sinn er ég var þarna uppfrá vakti það athygli mína að þegar verkafólkið fór úr morgunmat og í hádeginu fyllti það alla vasa af sykurmolum auk þess að hella úr öllum sykurkörum í kaffibrúsana. Aðspurðir sögðu þeir mér að þetta gerðu þeir til þess að hafa orku yfir daginn.
Verkafólkið skreið inn í gilskorninga til þess að leita skjóls í kaffitímum og reyndar voru allir skjólstaðir fljótlega þannig eftir skort á snyrtingum að þar var ekki vært fyrir ódaun. Vinnueftirlit dró fæturna í málinu en þegar farið var að bera á því að þetta var farið að hafa umtalsverð áhrif á vinnu starfsmanna, þá loks voru teknir nokkrir gamlir ryðgaðir gámar og starfsmönnum heimilað að nota þetta sem kaffistofur. Þar brást Vinnueftirlitið fullkomlega hinum erlendu gestum okkar.
f) Trúnaðarmenn bentu brunaeftirliti á að öllum brunavörnum væri verulega ábótavant. Það lenti í margra mánaða harki til þess að fá helstu lágmarksaðgerðir framkvæmdar. Í hvert skipti sem tókst að fá fyrirtækið til að framkvæma einhverjar úrbætur birtust í fjölmiðlum fjálgar fréttir um hversu duglegt fyrirtækið væri allt var best við Kárahnjúka. Aldrei minnst á að það væri eftir margra mánaða þref eftirlitsmanna sem loks tókst að fá það til framkvæmda.
g) Í upphafi var rætt um að fyrirtækið myndi ráða 70 – 80% íslendinga í störfin. Flestir þeirra íslendinga sem sóttu um störf fengu engin svör, sama gilti um norðurlandabúa. Margir þeirra sem hófu störf, fluttu sig síðan til íslenskra fyrirtækja sem voru að störfum á svæðinu við aðrar stíflugerðir og eins við undirbúning stöðvarhússins. Allan tíman hefur verið ljóst að fyrirtækið vill ekki ráða íslendinga, atvinnuleysi hefur ekkert minnkað þvert á móti. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru sakaðir um kynþáttafordóma.
h) Fljótlega eftir að vinna hófst á svæðinu gagnrýndu trúnaðarmenn launakjör hjá Impregilo. Fyrirtækið sagði að þetta væri fjarri öllu sanni og enn voru trúnaðarmenn og starfsmenn stéttarfélaga hæddir í fjölmiðlum af ráðherrum og nokkrum fréttamönnum. En við nánari athugun kom í ljós að launakjör þeirra sem voru hér í gegnum starfsmannaleigur voru á launum sem voru víðsfjarri lágmarkslaunum. Þetta var leiðrétt eftir mikið hark. Þá tilkynnti forstöðumaður Vinnumálastofnunar að hann ætlaði að fara upp eftir og skoða eina útborgun. Hann tilkynnti þetta í fjölmiðlum með tveggja vikna fyrirvara og fór uppeftir með flokk sjónvarpsmanna. Og viti menn þau launaumslög sem honum voru rétt voru með réttum upphæðum.
Engin frá félagsmálaráðuneyti hefur farið upp eftir aftur. Félagsmálaráðherra hefur ekki stigið í ræðustól síðan þá án þess að gangrýna verkalýðshreyfinguna fyrir ástæðulausar ásakanir, starfsmenn hans hafi ætíð haft launakjörin undir sérstakri aðgæslu!! Nú er komið í ljós að þessi leiðrétting launa hinna erlendu launamanna var fólgin í því að fundið var út hver væru útborguð laun íslendinga miða við hæstu skattgreiðslur hér á landi. Tekjuskattar eru töluvert lægri í Portúgal en hér, þannig að fyrirtækið stillti heildarlaunum þeirra þannig að útborguð laun voru þau sömu og íslendinga og stakk með þessu fyrirkomulagi 35% launum þeirra í eigin vasa. Fyrirtækið hefur nýverið viðurkennt að þetta sé rétt. Skattgreiðslur í Kína eru enn lægri, Impregilo þarf að hafa um 1.100 launamenn þannig að allt að helmings lækkun á launakostnaði eru feiknarlegar upphæðir og þar er kominn sönnun þess hvers vegna Impregilo gat boðið svo mikið lægra en aðrir.
i) Öryggistrúnaðarmenn bentu ítrekað á að öryggisvörnum væri verulega ábótavant í gljúfrum. Margítrekað var bent á við frostleysingar væru hrun í íslensku bergi langt umfram það sem þekktist víða erlendis. Öll vitum við til hvaða hörmulega atburðar dró. Þá fyrst beitti Vinnueftirlitið sér og krafðist úrbóta.
j) Trúnaðarmenn stéttarfélaganna bentu á að það væri umtalsverður fjöldi erlendra verkamanna á svæðinu án þess að hafa tilskilin réttindi til aksturs á stórum vinnuvélum. Að venju voru þeir hæddir í fjölmiðlum og Vinnueftirlitið hélt því fram að þetta væru ýkjur. Í svari Félagsmálaráðherra kom fram að samtals á svæðinu hafi verið 405 útlendingar frá Evrópska efnahagssvæðinu sem hafi fengið dvalarleyfi hérlendis vegna starfa á svæðinu. Einnig að tæp 240 leyfi fyrir verkamenn fyrir utan EES hafi verið veitt frá upphafi framkvæmda.
Einnig kom fram að erlendir stjórnendur vinnuvéla þar sem krafist er vinnuvélaréttinda eða meiraprófs eru 98 samtals þar af eru 27 kínverjar og 71 portúgali. Svar Félagsmálaráðherra var klár útúrsnúningur og beinlínis rangt. Samkvæmt skýrslum sem trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar sýndu, kom fram að frá upphafi framkvæmda hefði verið 1.660 erlendir menn við Kárahnjúka um lengri eða skemmri tíma og 741 séu farnir heim, eða að hér séu að störfum 919. Það var fjarri þeim tölum sem komu frá Félagsmálaráðherra og við blasti að ásakanir þeirra voru réttar. Í þessu sambandi má benda á að íslenskt fyrirtæki var á sama tíma dregið fyrir dómstóla og sektað um verulega upphæðir fyrir að hafa notað starfsmenn á vinnuvélum án réttinda.
k) Trúnaðarmenn iðnaðarmanna höfðu samband við sýslumann á Seyðisfirði fyrir rúmu ári og bentu á að samkvæmt starfsmannaskýrslum Impregilo væru hér vel á annað hundrað erlendra iðnaðarmanna, en samkvæmt landslögum bæri honum að kanna hvort erlendir starfsmenn hefðu tilskilinn starfsréttindi. Sýslumaður var spurður um hvort hann hefði sinnt lagalegri skyldu sinni. Sýslumaður sendi þá Impregilo bréf með fyrirspurn og var ekki svarað.
Sýslumaður sendi síðan bréf 6 mán. síðar til iðnaðarmannafélaganna og sagði að þau yrðu sjálf að fara inn á svæðið og finna þá einstaklinga sem ekki uppfylltu þau skilyrði um starfsréttindi. Sýslumanni var svarað að það væri harla einkennilegt ef hann væri að framvísa rannsóknar rétti sínum til annarra, hann hefði enga heimild til þess. Bent var á nokkra sem sannanlega voru í störfum þar krafist væri réttinda af íslendingum. Nú eru liðnir nokkrir mánuðir, aðspurður um gang málsins kom það svar frá sýslumanni að sá sem hefði með þetta mál væri kominn í fæðingarorlof!!
l) Í virkjanasamning eru ákvæði um að fyrirtækjum beri að semja við starfsmenn sína um bónusa. Í fyrri virkjunum hafa þeir verið að skila starfsmönnum að jafnaði um 25% og taka lágmarkslaun í samningnum mið af því. Loks eftir mikið hark tókst að fá Impregilo seinni hluta síðasta vetrar til þess að ganga frá þessum hluta samningsins. En fyrirtækið virðist ekki taka neitt tillit til hans.
m) Birgjar hafa umvörpum lent í vandræðum við Impregilo, fyrirtækið hefur dregið allar greiðslur langt umfram það sem eðlilegt er. Síðastliðið sumar gafst langferðabílafyrirtæki upp á viðskiptum við þá. Landsvirkjun hefur margoft þurft að greiða upp skuldir Impregilo við undirverktaka fyrirtæki sakir þess að þau voru kominn á barm gjaldþrots.
n) Sveitarfélög og ríkisskattstjóri hafa kvartað undan því að fyrirtækið greiði ekki til samfélagsins einsog önnur fyrirtæki.
Hér hef ég einungis talið upp örfá helstu atriði sem trúnaðarmenn og starfsmenn stéttarfélaga hafa glímt við. Í viðtali nýverið við formann stéttarfélags verkafólks á Austurlandi kom fram að það væru endalaus vandræði við Impregilo. Það tæki langan tíma til þess að leysa hin einföldustu mál og við lausn hvers mál risu upp 10 ný vandamál. Þessi listi er ekki síður áfellisdómur yfir félagsmálaráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir því eru.
Allt hefur þetta komið fram í fréttum og mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig blaðamaður getur sett fram þá skoðun að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað sýnt fram á óeðlileg vinnubrögð Impregilo. Í hvert einasta skipti sem trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna hafa sett fram athugasemdir hefur komið í ljós að þær voru réttmætar.
En það hefur hins vegar ætíð farið fram með þeim hætti fyrst hafa þeir mætt fullkomnu áhugaleysi fyrirtækisins og svo þegar þeir hafa viljað fá opinbera eftirlitsmenn til liðs við sig hafa viðmótin ætíð verið þau sömu. Lítið er gert úr trúnaðarmönnum og þannig hefur hvert einasta atriði tekið marga mánuði. Það má ætla að þetta sé einmitt tilgangur Impregilo. Draga allt þangað til að þeir eru farnir. Þeir eru greinilega óvanir að starfa í svona umhverfi og hafi starfað í umhverfi þar sem þeir hafa getað hagað sér að eigin vil, sett eigin reglur með afskiptaleysi ráðamanna.
Fyrirtækið er orðið svo forhert að það hótar íslensku þjóðinni öllu illu fái það ekki að halda áfram að hafa þessa hluti eins og því sýnist. Svo einkennilegt sem það er nú eru til íslendingar sem finnst þessi framkoma í lagi og þeir ganga meir að segja svo langt að segja það þetta séu ekki einhverjar hótanir. Þeir sem því haldi fram beri svip gamaldags viðleitni til að blanda þjóðernisrembing inn á svið þar sem hann á ekkert erindi.
Íslensk verkalýðshreyfing hefur barist fyrir því kjarasamningar séu haldnir og innlendum og erlendum launamönnum séu greidd lágmarkslaun. Það hefur aldrei komið fram að íslensk stéttarfélög vilji ekki erlent verkafólk hingað, en við viljum tryggja því sömu réttindi og við höfum byggt upp hér á landi. Lágmarksaðbúnaður og öryggi þeirra sem best tryggt. Atburðarrásin í við Kárahnjúka er ekki einangruð frá íslensku atvinnulífi, hún hefur smitað út frá sér. Þessi barátta snýst í dag um að verja íslenskan vinnumarkað og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ef það er þjóðarembingsháttur þá er viðurkenni ég fúslega að vera þjakaður af henni, meir að segja verulega.
Það er löngu viðurkennd staðreynd að ef launamönnum eru boðinn léleg laun og slæmur aðbúnaður verða afköst léleg. Mér er minnistætt þegar ég fór um svæðið í byrjun og horfði á 60 manna hóp Tyrkja reisa svefnskála. Það gekk hægt, þeir röðuðu sér tugum saman á bitana og roguðust með þá úr gámum og reistu með erfiðismunum. Vanir íslenskir byggingarmenn voru þar ekki fjarri og sögðust hafa bent á að það væri hægt að ná upp mun meiri afköstum með 8 vönum íslenskum byggingarmönnum og krana. Íslendingar voru tilbúnir til þess að reisa búðirnar fyrir sama pening og það kostaði Impregilo en fengu ekki.
Ég hef sett þá skoðun fram fyrir löngu að þegar upp verður staðið mun Landsvirkjun hafa greitt fyrir Kárahnjúkavirkjun svipaða upphæð og hin “eðlilegu” tilboð voru. Þeir reyndu fyrir nokkrum árum að nota lélega erlenda rafiðnaðarmenn við Sultartanga og fengu það allt í hausinn. Það þurfti að skipta út hluta rafbúnaðarins. Ég hef þessa skoðun fyrir mig og mun halda henni fram þangað til að við sjáum heildaruppgjör. En ég hef reyndar mun meiri áhyggjur af þeirri áhættu sem íslensku atvinnulífi er búið. Já það er svona að vera þjakaður af þjóðarrembu. Þessi deila snýst fyrst og síðast um samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og afkomu láglaunafólks.
09.01.05 Guðmundur Gunnarsson
Í leiðara Fréttablaðsins þ. 8. jan. 2005 er leiðari eftir Guðmund Magnússon þar sem m.a. kemur fram að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað sett fram rök fyrir sínu máli og Impregilo eigi að njóta vafans.
a) Þegar boð Impregilo kom fram í upphafi vakti það undrun fyrir hversu mikið lægra það væri en önnur tilboð. Sjá (hér). Margir þaulvanir verktakar úr virkjanaframkvæmdum gagnrýndu hvernig staðið hefði verið að útboðinu og eins kom fram sú fullyrðing að þetta myndi aldrei geta staðist, launaliðurinn væri mun lægri en gildandi kjarasamningur heimilaði. Þrátt fyrir þetta lét Landsvirkjun þetta ekki hafa áhrif og gekk til samninga við fyrirtækið. Gert var lítið úr þessari gagnrýni og sagt að hún væri byggð á óeðlilegum forsendum. Í ljós hefur komið að ásakanirnar voru réttar.
b) Þegar Impregilo hóf að reisa búðirnar bentu trúnaðarmenn stéttarfélaga og eins byggingarfulltrúar að húsin myndu ekki standast íslensk vetrarveður. Ráðherrar framsóknarflokksins fóru þá upp að Kárahnjúkum og luku upp lofsorði að þetta væru glæsilegustu vinnubúðir sem reistar hefðu verið hér á landi. Formaður Framsóknarflokksins lét hafa það eftir sér í sjónvarpsfréttum, að þær væru svo glæsilegar að hann og kona hans gætu vel hugsað sér að búa þar og þakkaði þessu fyrirtæki sérstaklega fyrir að koma hingað og taka að sér þessar framkvæmdir.
Trúnaðarmenn stéttarfélaganna voru hæddir og sakaðir um fordóma. Í ljós kom að hið bláfátæka erlenda verkafólk átti ömurlegan vetur í þessum búðum og gátu þakkað það ráðherrum framsóknarflokksins að fyrirtækið komst upp með búa því þessar aðstæður. Loftin hrundu niður í rúm starfsmanna undan snjóþunga, útihurðir fuku út í buskann og snjóskaflar voru í anddyrum og á göngum. Loftljós voru full af leysingavatni. Þrátt fyrir að húsin væru endurbyggð að miklu leiti sumarið eftir er enn svo komið að verkafólk býr þarna í dag við hitastig sem fer oft niður fyrir 10 stig, sé að marka nýlegar fréttir.
c) Trúnaðarmenn verkafólks sögðu strax að hlífðarföt starfsmanna væru langt frá því að vera ásættanleg. Eins og venjulega var ekkert gert. En í fyrstu vetrarveðrum kom í ljós að hlífaðarskór héldu ekki vatni, vettlingar voru örþunnir gúmmíhanskar, hlífðargallar örþunnir. Verkamenn slógust um dagblöð til þess að setja í skó sína og inn á sig. Þá fór fyrirtækið og sló um sig með hjálp fjölmiðla og keypti 200 pör af ullarsokkum.
d) Trúnaðarmenn kölluðu ítrekað á heilbrigðiseftirlit m.a. vegna þess að geymsluaðstaða matar var ekki til staðar. Snyrtiaðstöðu starfsfólks eldhúsa væri verulega ábótavant. Ekki væru anddyri á mötuneytum til þess að geyma blautan hlífðarfatnað. Heilbrigðisfulltrúi sendi hverja aðvörunina á fætur annarri og veitti ítrekuð frávik um skamman tíma svo bæta mætti úr og svo dagsektum. Fyrirtækið lagaði nokkur helstu atriði eftir margra mánaða hark og að sunnan kom fyrirskipun til heilbrigðisfulltrúa að fella niður dagsektir.
e) Trúnaðarmenn bentu á að engir kaffiskúrar væru út á vinnusvæðum og ekki heldur neinar snyrtingar. Í eitt sinn er ég var þarna uppfrá vakti það athygli mína að þegar verkafólkið fór úr morgunmat og í hádeginu fyllti það alla vasa af sykurmolum auk þess að hella úr öllum sykurkörum í kaffibrúsana. Aðspurðir sögðu þeir mér að þetta gerðu þeir til þess að hafa orku yfir daginn.
Verkafólkið skreið inn í gilskorninga til þess að leita skjóls í kaffitímum og reyndar voru allir skjólstaðir fljótlega þannig eftir skort á snyrtingum að þar var ekki vært fyrir ódaun. Vinnueftirlit dró fæturna í málinu en þegar farið var að bera á því að þetta var farið að hafa umtalsverð áhrif á vinnu starfsmanna, þá loks voru teknir nokkrir gamlir ryðgaðir gámar og starfsmönnum heimilað að nota þetta sem kaffistofur. Þar brást Vinnueftirlitið fullkomlega hinum erlendu gestum okkar.
f) Trúnaðarmenn bentu brunaeftirliti á að öllum brunavörnum væri verulega ábótavant. Það lenti í margra mánaða harki til þess að fá helstu lágmarksaðgerðir framkvæmdar. Í hvert skipti sem tókst að fá fyrirtækið til að framkvæma einhverjar úrbætur birtust í fjölmiðlum fjálgar fréttir um hversu duglegt fyrirtækið væri allt var best við Kárahnjúka. Aldrei minnst á að það væri eftir margra mánaða þref eftirlitsmanna sem loks tókst að fá það til framkvæmda.
g) Í upphafi var rætt um að fyrirtækið myndi ráða 70 – 80% íslendinga í störfin. Flestir þeirra íslendinga sem sóttu um störf fengu engin svör, sama gilti um norðurlandabúa. Margir þeirra sem hófu störf, fluttu sig síðan til íslenskra fyrirtækja sem voru að störfum á svæðinu við aðrar stíflugerðir og eins við undirbúning stöðvarhússins. Allan tíman hefur verið ljóst að fyrirtækið vill ekki ráða íslendinga, atvinnuleysi hefur ekkert minnkað þvert á móti. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru sakaðir um kynþáttafordóma.
h) Fljótlega eftir að vinna hófst á svæðinu gagnrýndu trúnaðarmenn launakjör hjá Impregilo. Fyrirtækið sagði að þetta væri fjarri öllu sanni og enn voru trúnaðarmenn og starfsmenn stéttarfélaga hæddir í fjölmiðlum af ráðherrum og nokkrum fréttamönnum. En við nánari athugun kom í ljós að launakjör þeirra sem voru hér í gegnum starfsmannaleigur voru á launum sem voru víðsfjarri lágmarkslaunum. Þetta var leiðrétt eftir mikið hark. Þá tilkynnti forstöðumaður Vinnumálastofnunar að hann ætlaði að fara upp eftir og skoða eina útborgun. Hann tilkynnti þetta í fjölmiðlum með tveggja vikna fyrirvara og fór uppeftir með flokk sjónvarpsmanna. Og viti menn þau launaumslög sem honum voru rétt voru með réttum upphæðum.
Engin frá félagsmálaráðuneyti hefur farið upp eftir aftur. Félagsmálaráðherra hefur ekki stigið í ræðustól síðan þá án þess að gangrýna verkalýðshreyfinguna fyrir ástæðulausar ásakanir, starfsmenn hans hafi ætíð haft launakjörin undir sérstakri aðgæslu!! Nú er komið í ljós að þessi leiðrétting launa hinna erlendu launamanna var fólgin í því að fundið var út hver væru útborguð laun íslendinga miða við hæstu skattgreiðslur hér á landi. Tekjuskattar eru töluvert lægri í Portúgal en hér, þannig að fyrirtækið stillti heildarlaunum þeirra þannig að útborguð laun voru þau sömu og íslendinga og stakk með þessu fyrirkomulagi 35% launum þeirra í eigin vasa. Fyrirtækið hefur nýverið viðurkennt að þetta sé rétt. Skattgreiðslur í Kína eru enn lægri, Impregilo þarf að hafa um 1.100 launamenn þannig að allt að helmings lækkun á launakostnaði eru feiknarlegar upphæðir og þar er kominn sönnun þess hvers vegna Impregilo gat boðið svo mikið lægra en aðrir.
i) Öryggistrúnaðarmenn bentu ítrekað á að öryggisvörnum væri verulega ábótavant í gljúfrum. Margítrekað var bent á við frostleysingar væru hrun í íslensku bergi langt umfram það sem þekktist víða erlendis. Öll vitum við til hvaða hörmulega atburðar dró. Þá fyrst beitti Vinnueftirlitið sér og krafðist úrbóta.
j) Trúnaðarmenn stéttarfélaganna bentu á að það væri umtalsverður fjöldi erlendra verkamanna á svæðinu án þess að hafa tilskilin réttindi til aksturs á stórum vinnuvélum. Að venju voru þeir hæddir í fjölmiðlum og Vinnueftirlitið hélt því fram að þetta væru ýkjur. Í svari Félagsmálaráðherra kom fram að samtals á svæðinu hafi verið 405 útlendingar frá Evrópska efnahagssvæðinu sem hafi fengið dvalarleyfi hérlendis vegna starfa á svæðinu. Einnig að tæp 240 leyfi fyrir verkamenn fyrir utan EES hafi verið veitt frá upphafi framkvæmda.
Einnig kom fram að erlendir stjórnendur vinnuvéla þar sem krafist er vinnuvélaréttinda eða meiraprófs eru 98 samtals þar af eru 27 kínverjar og 71 portúgali. Svar Félagsmálaráðherra var klár útúrsnúningur og beinlínis rangt. Samkvæmt skýrslum sem trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar sýndu, kom fram að frá upphafi framkvæmda hefði verið 1.660 erlendir menn við Kárahnjúka um lengri eða skemmri tíma og 741 séu farnir heim, eða að hér séu að störfum 919. Það var fjarri þeim tölum sem komu frá Félagsmálaráðherra og við blasti að ásakanir þeirra voru réttar. Í þessu sambandi má benda á að íslenskt fyrirtæki var á sama tíma dregið fyrir dómstóla og sektað um verulega upphæðir fyrir að hafa notað starfsmenn á vinnuvélum án réttinda.
k) Trúnaðarmenn iðnaðarmanna höfðu samband við sýslumann á Seyðisfirði fyrir rúmu ári og bentu á að samkvæmt starfsmannaskýrslum Impregilo væru hér vel á annað hundrað erlendra iðnaðarmanna, en samkvæmt landslögum bæri honum að kanna hvort erlendir starfsmenn hefðu tilskilinn starfsréttindi. Sýslumaður var spurður um hvort hann hefði sinnt lagalegri skyldu sinni. Sýslumaður sendi þá Impregilo bréf með fyrirspurn og var ekki svarað.
Sýslumaður sendi síðan bréf 6 mán. síðar til iðnaðarmannafélaganna og sagði að þau yrðu sjálf að fara inn á svæðið og finna þá einstaklinga sem ekki uppfylltu þau skilyrði um starfsréttindi. Sýslumanni var svarað að það væri harla einkennilegt ef hann væri að framvísa rannsóknar rétti sínum til annarra, hann hefði enga heimild til þess. Bent var á nokkra sem sannanlega voru í störfum þar krafist væri réttinda af íslendingum. Nú eru liðnir nokkrir mánuðir, aðspurður um gang málsins kom það svar frá sýslumanni að sá sem hefði með þetta mál væri kominn í fæðingarorlof!!
l) Í virkjanasamning eru ákvæði um að fyrirtækjum beri að semja við starfsmenn sína um bónusa. Í fyrri virkjunum hafa þeir verið að skila starfsmönnum að jafnaði um 25% og taka lágmarkslaun í samningnum mið af því. Loks eftir mikið hark tókst að fá Impregilo seinni hluta síðasta vetrar til þess að ganga frá þessum hluta samningsins. En fyrirtækið virðist ekki taka neitt tillit til hans.
m) Birgjar hafa umvörpum lent í vandræðum við Impregilo, fyrirtækið hefur dregið allar greiðslur langt umfram það sem eðlilegt er. Síðastliðið sumar gafst langferðabílafyrirtæki upp á viðskiptum við þá. Landsvirkjun hefur margoft þurft að greiða upp skuldir Impregilo við undirverktaka fyrirtæki sakir þess að þau voru kominn á barm gjaldþrots.
n) Sveitarfélög og ríkisskattstjóri hafa kvartað undan því að fyrirtækið greiði ekki til samfélagsins einsog önnur fyrirtæki.
Hér hef ég einungis talið upp örfá helstu atriði sem trúnaðarmenn og starfsmenn stéttarfélaga hafa glímt við. Í viðtali nýverið við formann stéttarfélags verkafólks á Austurlandi kom fram að það væru endalaus vandræði við Impregilo. Það tæki langan tíma til þess að leysa hin einföldustu mál og við lausn hvers mál risu upp 10 ný vandamál. Þessi listi er ekki síður áfellisdómur yfir félagsmálaráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir því eru.
Allt hefur þetta komið fram í fréttum og mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig blaðamaður getur sett fram þá skoðun að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað sýnt fram á óeðlileg vinnubrögð Impregilo. Í hvert einasta skipti sem trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna hafa sett fram athugasemdir hefur komið í ljós að þær voru réttmætar.
En það hefur hins vegar ætíð farið fram með þeim hætti fyrst hafa þeir mætt fullkomnu áhugaleysi fyrirtækisins og svo þegar þeir hafa viljað fá opinbera eftirlitsmenn til liðs við sig hafa viðmótin ætíð verið þau sömu. Lítið er gert úr trúnaðarmönnum og þannig hefur hvert einasta atriði tekið marga mánuði. Það má ætla að þetta sé einmitt tilgangur Impregilo. Draga allt þangað til að þeir eru farnir. Þeir eru greinilega óvanir að starfa í svona umhverfi og hafi starfað í umhverfi þar sem þeir hafa getað hagað sér að eigin vil, sett eigin reglur með afskiptaleysi ráðamanna.
Fyrirtækið er orðið svo forhert að það hótar íslensku þjóðinni öllu illu fái það ekki að halda áfram að hafa þessa hluti eins og því sýnist. Svo einkennilegt sem það er nú eru til íslendingar sem finnst þessi framkoma í lagi og þeir ganga meir að segja svo langt að segja það þetta séu ekki einhverjar hótanir. Þeir sem því haldi fram beri svip gamaldags viðleitni til að blanda þjóðernisrembing inn á svið þar sem hann á ekkert erindi.
Íslensk verkalýðshreyfing hefur barist fyrir því kjarasamningar séu haldnir og innlendum og erlendum launamönnum séu greidd lágmarkslaun. Það hefur aldrei komið fram að íslensk stéttarfélög vilji ekki erlent verkafólk hingað, en við viljum tryggja því sömu réttindi og við höfum byggt upp hér á landi. Lágmarksaðbúnaður og öryggi þeirra sem best tryggt. Atburðarrásin í við Kárahnjúka er ekki einangruð frá íslensku atvinnulífi, hún hefur smitað út frá sér. Þessi barátta snýst í dag um að verja íslenskan vinnumarkað og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ef það er þjóðarembingsháttur þá er viðurkenni ég fúslega að vera þjakaður af henni, meir að segja verulega.
Það er löngu viðurkennd staðreynd að ef launamönnum eru boðinn léleg laun og slæmur aðbúnaður verða afköst léleg. Mér er minnistætt þegar ég fór um svæðið í byrjun og horfði á 60 manna hóp Tyrkja reisa svefnskála. Það gekk hægt, þeir röðuðu sér tugum saman á bitana og roguðust með þá úr gámum og reistu með erfiðismunum. Vanir íslenskir byggingarmenn voru þar ekki fjarri og sögðust hafa bent á að það væri hægt að ná upp mun meiri afköstum með 8 vönum íslenskum byggingarmönnum og krana. Íslendingar voru tilbúnir til þess að reisa búðirnar fyrir sama pening og það kostaði Impregilo en fengu ekki.
Ég hef sett þá skoðun fram fyrir löngu að þegar upp verður staðið mun Landsvirkjun hafa greitt fyrir Kárahnjúkavirkjun svipaða upphæð og hin “eðlilegu” tilboð voru. Þeir reyndu fyrir nokkrum árum að nota lélega erlenda rafiðnaðarmenn við Sultartanga og fengu það allt í hausinn. Það þurfti að skipta út hluta rafbúnaðarins. Ég hef þessa skoðun fyrir mig og mun halda henni fram þangað til að við sjáum heildaruppgjör. En ég hef reyndar mun meiri áhyggjur af þeirri áhættu sem íslensku atvinnulífi er búið. Já það er svona að vera þjakaður af þjóðarrembu. Þessi deila snýst fyrst og síðast um samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og afkomu láglaunafólks.
09.01.05 Guðmundur Gunnarsson
laugardagur, 10. október 2009
Bjarni og Sigmundur óvinir launamanna #1
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formenn stjórnarandstöðunnar fara mikinn og eru búnir að koma sér í þá stöðu að hafa lýðskrumast svo hátt upp í trén, að þeir vilja fá hjálp og einhver skeri þá niður úr trjánum.
Það hefur legið fyrir frá því fyrir réttu ári síðan þegar Árni Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra skrifaði undir yfirlýsingu að Ísland myndi aldrei komast hjá því að þurfa að greiða það sem upp á tryggingarsjóðina vantaði. Spuringin var bara hvernig við vildum borga og voru menn tilbúnir til samninga um það og hafa endurtekið það nokkrum sinnum, síðast í ferð fjármálaráðherra nýverið. Þetta fengu svo Geir og aðstoðamaður hans Baldur Guðlaugs. staðfest eins og kom fram í fréttum þá. Það birtist reyndar einnig í því að Ísland sætti sig við að tekið sé úr bæði sjóðum Kaupþings og Landsbankans upp í topp ef eignir í tryggingarsjóðum væru fyrir því.
Öll íslensk þjóð, ekki bara forsvarsmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, er sammála um að Icesave málið er mesti sóðaskapur sem okkur hefur verið birtur. Ekki bara sóðaskapur þeirra bankamanna sem framkvæmdu þennan gjörning heldur einnig þeirra sem voru við stjórnvölinn þegar hann var framkvæmdur. Manna sem ekkert gerðu í málinu þó svo þeir væru ítrekað aðvaraðir. Það eru ekki bara viðkomandi bankamenn sem eru í dag öfugum megin við rimlana heldur einnig viðkomandi stjórnmálamenn.
Það er íslenskum stjórnmálamönnum til ævarandi háðungar hvernig þeir hafa tekið á þessu máli. Velt því á undan sér og vikið sér undan því að horfast í augu við það. Dettur einhverjum heilbrigt hugsandi manni í hug að samskipti þjóða gangi þannig að Alþingi Íslendinga geti samþykkt einhliða einhver lög sem skella skuldinni á Breta og Hollendinga og hvítþvegið þar með sjálfa sig? Þar er ég að tala um óskalistann sem Alþingi notaði allt sumarið við að semja á meðan flæddi undan atvinnulífinu og heimilunum. Gleymdu sér fullkomlega í lýðskruminu með háværu undirspili fréttamanna og spjallþáttastjórnenda.
Framsóknar- og Sjálfstæðismenn með aðstoð innan úr VG eru búnir í heilt ár að draga þetta mál á langinn. Óskalistinn er líklega orðin að banabita Ögmundar. Ef Hollenskir stjórnmálamenn væru á sama lága plni og íslenskir kollegar þeirra myndu þeir vitanlega samþykkja einhliða lög um að þetta væri Bretum og Íslendingum að kenna. Og svo myndu Bretar samþykkja eins lög og svo aftur Íslendingar og svo koll af kolli, engum nema íslenskum stjórnmálamönnum dettur svoleiðis endaleysa í hug. Eins og ég hef ítrekað komið að hér, þá er þetta mál orðið íslendingum til mikillar háðungar og dregið álit þeirra mikið niður, mjög mikið.
Í þessum óþverrapitt liggja líka spjallþáttastjórnendur og fréttamenn. Eins og t.d. fréttamenn RÚV í gærkvöldi, þar sem þeir voru að fjalla um yfirlýsingu Seðlabanka. Þessi sannleikur er loks að renna upp fyrir þeim. Þeir eru með allt niðrum sig í þessu máli og þeir eru ekki meiri menn en svo að rembast aðeins lengur við sinn hvítþvott. Ábyrgðin felst ekki síst í því að hafa talið mörgum íslendingum í trú um að það væri valkostur um að losa sig undan Icesave, þurrka þær skuldir út. Það er klár fantaskapur gagnvart almenning að hafa vakið upp rakalausar væntingar.
Það er ótrúlegt dugleysi í stjórnarmeirihlutanum að hafa ekki strax í vor klárað þetta mál. Nei þeir fóru í íslenskan stjórnmálaleik til þess eins að draga það fram hversu miklir bjánar Bjarni og Sigmundur eru, svona til þess að hefna sín á þeim.
Þessum hinum sömu er svo að detta í hug að leysa þann vanda sem þeir sköpuðu með því að skattleggja almenna launamenn í gegnum sparifé þeirra í lífeyrissjóðum svo losa megi fyrirtækin undan skattlagningu. Og reyndar einn verkalýðsforingi hérna hinum meginn við Flóann er búinn að leggja fram tillögu sama efnis!! Þetta er reyndar sú leið sem þessir valdaklíkuflokkar hafa alltaf farið. Mikið ofboðslega er maður orðin eitthvað gasalega þreyttur á þessu liði. Og svo halda menn að það sé til þess að bæta stöðuna með því að fara til Noregs og tala við einhvern Kverólant sem lét hafa það eftir sér að honum fyndist Icesave ósanngjarnt og honum fyndist að Noregur gæti bara lánað íslendingum 2000 milljarða??!!
Takk fyrir mig og fjölskyldu mína, er alveg vonlaust um að við getum fengið alvörufólk í þinghúsið? Vaxandi fjöldi félagsmanna minna vill að við förum niður á Austurvöll í mótmælastöðu við þessi vinnubrögð. Það verður þó að að segjast eins og það er Jóhanna og Steingrímur standa í fæturna. Bjarni og Sigmundur ættu að snúa sér að einhverju öðru, t.d. að selja Moggann.
Og svo er fólk að reyna að smeigja sér undan þessari umræðu með því að segja að þeir sem bendi á þetta séu viljalausir ESB stuðningsmenn, hvar í veröldinni er umræðan á svona plani, nema þá á Íslandi?
Það hefur legið fyrir frá því fyrir réttu ári síðan þegar Árni Matthiesen þáverandi fjármálaráðherra skrifaði undir yfirlýsingu að Ísland myndi aldrei komast hjá því að þurfa að greiða það sem upp á tryggingarsjóðina vantaði. Spuringin var bara hvernig við vildum borga og voru menn tilbúnir til samninga um það og hafa endurtekið það nokkrum sinnum, síðast í ferð fjármálaráðherra nýverið. Þetta fengu svo Geir og aðstoðamaður hans Baldur Guðlaugs. staðfest eins og kom fram í fréttum þá. Það birtist reyndar einnig í því að Ísland sætti sig við að tekið sé úr bæði sjóðum Kaupþings og Landsbankans upp í topp ef eignir í tryggingarsjóðum væru fyrir því.
Öll íslensk þjóð, ekki bara forsvarsmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, er sammála um að Icesave málið er mesti sóðaskapur sem okkur hefur verið birtur. Ekki bara sóðaskapur þeirra bankamanna sem framkvæmdu þennan gjörning heldur einnig þeirra sem voru við stjórnvölinn þegar hann var framkvæmdur. Manna sem ekkert gerðu í málinu þó svo þeir væru ítrekað aðvaraðir. Það eru ekki bara viðkomandi bankamenn sem eru í dag öfugum megin við rimlana heldur einnig viðkomandi stjórnmálamenn.
Það er íslenskum stjórnmálamönnum til ævarandi háðungar hvernig þeir hafa tekið á þessu máli. Velt því á undan sér og vikið sér undan því að horfast í augu við það. Dettur einhverjum heilbrigt hugsandi manni í hug að samskipti þjóða gangi þannig að Alþingi Íslendinga geti samþykkt einhliða einhver lög sem skella skuldinni á Breta og Hollendinga og hvítþvegið þar með sjálfa sig? Þar er ég að tala um óskalistann sem Alþingi notaði allt sumarið við að semja á meðan flæddi undan atvinnulífinu og heimilunum. Gleymdu sér fullkomlega í lýðskruminu með háværu undirspili fréttamanna og spjallþáttastjórnenda.
Framsóknar- og Sjálfstæðismenn með aðstoð innan úr VG eru búnir í heilt ár að draga þetta mál á langinn. Óskalistinn er líklega orðin að banabita Ögmundar. Ef Hollenskir stjórnmálamenn væru á sama lága plni og íslenskir kollegar þeirra myndu þeir vitanlega samþykkja einhliða lög um að þetta væri Bretum og Íslendingum að kenna. Og svo myndu Bretar samþykkja eins lög og svo aftur Íslendingar og svo koll af kolli, engum nema íslenskum stjórnmálamönnum dettur svoleiðis endaleysa í hug. Eins og ég hef ítrekað komið að hér, þá er þetta mál orðið íslendingum til mikillar háðungar og dregið álit þeirra mikið niður, mjög mikið.
Í þessum óþverrapitt liggja líka spjallþáttastjórnendur og fréttamenn. Eins og t.d. fréttamenn RÚV í gærkvöldi, þar sem þeir voru að fjalla um yfirlýsingu Seðlabanka. Þessi sannleikur er loks að renna upp fyrir þeim. Þeir eru með allt niðrum sig í þessu máli og þeir eru ekki meiri menn en svo að rembast aðeins lengur við sinn hvítþvott. Ábyrgðin felst ekki síst í því að hafa talið mörgum íslendingum í trú um að það væri valkostur um að losa sig undan Icesave, þurrka þær skuldir út. Það er klár fantaskapur gagnvart almenning að hafa vakið upp rakalausar væntingar.
Það er ótrúlegt dugleysi í stjórnarmeirihlutanum að hafa ekki strax í vor klárað þetta mál. Nei þeir fóru í íslenskan stjórnmálaleik til þess eins að draga það fram hversu miklir bjánar Bjarni og Sigmundur eru, svona til þess að hefna sín á þeim.
Þessum hinum sömu er svo að detta í hug að leysa þann vanda sem þeir sköpuðu með því að skattleggja almenna launamenn í gegnum sparifé þeirra í lífeyrissjóðum svo losa megi fyrirtækin undan skattlagningu. Og reyndar einn verkalýðsforingi hérna hinum meginn við Flóann er búinn að leggja fram tillögu sama efnis!! Þetta er reyndar sú leið sem þessir valdaklíkuflokkar hafa alltaf farið. Mikið ofboðslega er maður orðin eitthvað gasalega þreyttur á þessu liði. Og svo halda menn að það sé til þess að bæta stöðuna með því að fara til Noregs og tala við einhvern Kverólant sem lét hafa það eftir sér að honum fyndist Icesave ósanngjarnt og honum fyndist að Noregur gæti bara lánað íslendingum 2000 milljarða??!!
Takk fyrir mig og fjölskyldu mína, er alveg vonlaust um að við getum fengið alvörufólk í þinghúsið? Vaxandi fjöldi félagsmanna minna vill að við förum niður á Austurvöll í mótmælastöðu við þessi vinnubrögð. Það verður þó að að segjast eins og það er Jóhanna og Steingrímur standa í fæturna. Bjarni og Sigmundur ættu að snúa sér að einhverju öðru, t.d. að selja Moggann.
Og svo er fólk að reyna að smeigja sér undan þessari umræðu með því að segja að þeir sem bendi á þetta séu viljalausir ESB stuðningsmenn, hvar í veröldinni er umræðan á svona plani, nema þá á Íslandi?
föstudagur, 9. október 2009
Umhverfisþing
Var á Umhverfisþing í dag einn af ræðumönnum. Hjálagt er innleggið :
Hvers vegna á verkalýðshreyfingin að láta sig loftslagsmál varða? Svarið liggur í augum uppi, þ.e.a.s. að hættan er svo alvarleg, að öllum virkum öflum í samfélaginu ber skylda til að láta að sér málið varða. Ef draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda, fyrirbyggja loftslagsbreytingar og laga sig að þeirri stöðu, mun það valda gífurlegu álagi á fyrirtæki og þjóðfélagið í heild.
Verkalýðshreyfingin gæti dregið sig í hlé á þessum vettvangi og takmarkað hlutverk sitt við baráttuna fyrir sanngjörnum launum og fullnægjandi aðbúnaði á vinnustöðum. Það væri hins vegar óábyrg afstaða. Ef vinnustaðir okkar aðlaga sig ekki, munu íslensk fyrirtæki ekki hafa þann nýja tæknibúnað sem tryggir sjálfbærni til frambúðar og glata samkeppnishæfni.
Umhverfisstefna skiptir okkur mjög miklu, ekki bara til þess að tryggja lífsgildi okkar, heldur getur það haft gríðarleg áhrif á atvinnuþróun. En það eru einnig mikil tækifæri í þessari stöðu. Græn atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega í Evrópu á seinustu árum. Þar eru nú þegar mörg störf og um há laun að ræða. Það er því áríðandi að koma umhverfisvænni hugsun inn í skólanna og móta strax allt starfsnám á þessum grunni.
Norræn og evrópsk verkalýðshreyfing hefur mikið látið til sín taka í loftslagsumræðunni á vegum Sameinuðu þjóðanna og mun á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn kynna áherslur sínar um samtvinnaða áætlun um sókn í atvinnumálum á grundvelli sjálfbærni og grænna starfa sem og verndun loftslagsins.
Loftslagsvandinn krefst víðtækra aðgerða í öllum löndum. En slíkum aðgerðum er aðeins hægt að ná fram með metnaðarfullri og víðtækri alþjóðlegri samstöðu. Magn gróðurhúsaloftegunda sem losað er um heim allan er það sem ræður úrslitum um hlýnun jarðar í framtíðinni. Norrænn vinnumarkaður hefur þá sérstöðu að vera ákaflega skipulagður með öflugum launþegasamtökum og samtökum fyrirtækja. Það hefur ásamt samstarfi við yfirvöldgert félagslega endurskipulagningu mögulega.
Mörg ný græn störf eiga eftir að verða til á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Verkalýðshreyfingin mun láta að sér kveða í þessum efnum . Á sama hátt er mikilvægt að leggja áherslu á að grundvallartilgangur orkustefnu er að tryggja öruggar og umhverfisvænar orkubirgðir á viðráðanlegu verði og tryggja samkeppni í atvinnulífinu. Þetta þýðir að orkugjafar framtíðarinnar þurfa að uppfylla skilyrði um hátt framleiðnistig og mikil afköst.
Við höfum gert sífellt meiri kröfur til hagkvæmni og meiri arðsemi. Undantekningalaust er gengið að lægsta tilboði. Þegar John Glenn geimfari var settur í eldflaug og skjóta átti honum í kringum jörðina. Þegar verið var að óla hann niður við eldflaugina töluðu tarfsmenn um að nú myndi öðrum jarðarbúum sýnt mesta tækniafrek til þessa. En það sem rann í gegnum huga Glenns var ” Ó góði Guð verndaðu mig. Hér sit ég á ólaður niður á haug af lægstu tilboðum.”
Blind hagkvæmni hefur ráðið ákvarðanatöku okkar og mun gera það áfram. En það eru viðmiðin sem þarfnast endurskoðunar. Röng viðmið hagkvæmni hafa leitt okkur í þá stöðu að hafa óviljandi eitrað eða ofhitað plánetu okkar og þar með okkur sjálf. Við höfum misnotað vatn, og jarðveg í miklum mæli og troðið um tær þúsundir dýra og plöntutegunda sem aldrei eiga afturkvæmt. Við höfum aðhafst ýmislegt sem aldrei verður hægt að færa í samt lag.
Grænn hugsunarháttur er ekki afturhvarf til fortíðar og atvinnuleysi eins margir halda fram í umræðu um þessi mál. Það eru nánast óendanlegir möguleikar á hinu svokallaða græna sviði sem á sér ört vaxandi stuðning í heiminum í dag. Það eru gríðarlegir möguleikar á sviði lífefnaiðnaðar og mikill áhugi að koma til Íslands. Það er þegar uppgangur á þessu sviði hér á landi en gæti verið töluvert meiri. Einnig liggur fyrir að það sé hagkvæmt að framleiða ákveðnar tegundir af grænmeti hér á landi með vistvænni raforku.
Ísland hefur allt til að bera að geta orðið grænt samfélag, ekki bara á nokkrum sviðum heldur allt samfélagið og við eigum að stíga það skref. Akkúrat núna við upphaf endurreisnar samfélagsins. Það mun laða hingað öfluga fjárfesta. Nokkrir af þeim sem eru fremstir í þessum flokki komu hingað síðasta haust á vegum Bjarkar og þeir lýstu því yfir að ef við myndum fara inn á þessa braut þá þyrftum við ekki að óttast skort á fjármagni. Fjárfestar á þessu sviði væru á meðal þeirra sterkustu í heiminum.
Sé litið til byggingariðnaðar þá gengur grænn byggingariðnaður mjög vel í Bandaríkjunum í dag. Þar er verið að endurbyggja hús þannig að þau verði að mestu sjálfbær. Einangra þau, setja á þau sólarsellur. Endurnýja allar raflagnir og loftræstingu. Þetta hefur leitt til þess að veikindi starfsmanna í þessum húsum snarminnka og framkvæmdagleði og afköst starfsmanna vaxa. Húsaleiga í grænum húsum er töluvert hærri en í húsum sem ekki eru með grænan stimpil. Þannig að það er hagkvæmt að leggja meir í þau. Enda eru grænir fjárfestar í góðum málum í Bandaríkjunum.
Við höfum gríðarleg tækifæri á að nýta samkeppnisforskot okkar í hreinum matvælaiðnaði með því að vera græn í fiskveiðum og fiskvinnslu og það sama á við um íslenskan landbúnað. Íslenska lambið, ostarnir og grænmetið er hrein náttúruafurð og alveg ljóst að við getum orðið mun öflugri matvælaframleiðendur sem byggjum á forsendum sjálfbærni og grænni framleiðslu. En til þess þurfum við að tryggja okkur aðgang að umheiminum, við verðum að opna landamærin fyrir útflutningi matvæla. Það gerum við best með fullri aðild að Evrópusamvinnunni fyrir sjávarútveg og landbúnað þar sem skilningur á sjálfbærni er til staðar og mikill áhugi fyrir okkar afurðum.
Íslensk orka er ekki ótakmörkuð eins og sumir stjórnmála- og embættismenn virðast halda. Við erum að framleiða ál hér á landi með hreinni og sjálfbærri orku sé litið til raforkuframleiðslu annarsstaðar. En við eigum líka að vera raunsæ og gæta okkur á því að álið verði ekki of stór þáttur í útflutningstekjum okkar, við höfum brennt okkur á því að vera með of fá egg í körfunni, eins og t.d. fiskurinn var á sínum tíma eða svo maður tali nú ekki um hið baneitraða og ofurstóra bankaegg.
Við getum snúið okkur að framleiðslu á sólarsellum. T.d. með uppbyggingu á kísilflöguverksmiðjum í Hvalfirði og í Þorlákshöfn. Sólarrafhlöður eru einn þeirra þátta sem munu leiða til minni losunnar gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftið.
Mörg fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að koma hingað með framleiðslu á sólarrafhlöðum og aflþynnum eins og framleidd er á Akureyri. Koltrefjaverksmiðja er einn af þeim áhugaverðu kostum sem okkur stendur til boða.
Það er hröð þróun í rafgeymum og rafbílar munu taka við. Það er ekki ólíklegt að eftir 10 ár verði raforka a.m.k. helmingur þeirrar orku sem íslenskur bílafloti nýtir. Ekið verður inn á hleðslustöð og skipt um rafgeyma. Það kallar á orku úr raforkukerfinu sem samsvarar framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þá værum við í mun lakari stöðu ef við værum búinn að selja stóran hluta af hagkvæmustu orkuframleiðslumöguleikum okkar í framvirkum samningum til erlendra auðhringa til margra áratuga.
Miklir möguleikar eru fyrir minni orkuframleiðendur en Landsvirkjun eins og t.d. bændur sem eru að byrja að virkja minni ár í eigin landi. Við getum með þeim hætti framleitt mikla orku vítt og dreift um landið og með því reist vistvænar verksmiðjur af heppilegri stærð, með mannaflaþörf á bilinu 50 – 200 manns. Með góðri skipulagningu væri ekki um að ræða kollsteypuuppbyggingu eins og ríkisstjórnir okkar hafa tíðkað hingað til.
Hvað varðar umhverfismál á ferðamannastöðum þá er þörf á fjöldatakmörkunum ferðamanna á viðkvæmum landssvæðum. Ísland býr yfir einstökum tækifærum við að friðlýsa stór svæði. En það kallar á miklar fjárfestingar endurgerð stíga og uppbygging til þess að stemma stigu við eyðileggingu stjórnlausrar notkunar.
20. öldina hefði mátt kalla öld olíunnar og plastsins. Það er erfitt í dag að ímynda sér veröld okkar án plasts en sú verður engu að síður raunin þegar olíuna þrýtur. Í þessum efnum skiptir ekki máli hvort hún endist í 50-100 ár eða 150 ár í viðbót. Áhrifa af þverrandi olíuframboði mun gæta miklu fyrr. Sama gildir um önnur jarðefni sem nýtt eru til orkuframleiðslu.
Víða um heim eru í gangi víðtækar rannsóknir á sviði nýrrar efnistækni. Ýmislegt bendir til þess nú þegar að kostir okkar í þessum umbreytingum verði mjög spennandi. Hér kemur til spennandi samspil á nýtingu varma sem afgangsstærðar við raforkuframleiðslu með jarðhita og hagnýtingu á hverskonar lífmassa. Þessi varmi mun í framtíðinni leggja grundvöll að viðtækum lífrænum efnaiðnaði hér á landi.
Ef okkur á að takast að draga nægilega úr losuninni er brýnt að ná víðtæku samkomulagi um loftslagsmál sem nær til eins margra sviða og landa og mögulegt er. Iðnríkin hafa nú sem stendur hæsta hlutfall útblásturs á hvern íbúa. Losun á koldíoxíði vegna framleiðslu og orkuneyslu er um tveir þriðju af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.
Orkusparnaður er mikilvægt tæki í baráttunni við loftslagsbreytingar. Auðveldast er að ná honum fram með nýjum fjárfestingum. Einnig getur verið áhrifaríkt að skipta um drifefni eða eldsneyti. Breytt neyslumynstur og breyttir framleiðsluhættir eru nauðsynleg til að sigrast á þeim áskorunum sem loftslagsvandinn leiðir af sér.
Þetta mun leiða til meiriháttar endurskipulagningar. Áhrifin á atvinnustig munu í heild velta á getu hagkerfa til að skapa ný störf. Í vel stýrðum ríkjum er hægt að koma á endurskipulagningu til lengri tíma án þess að tapa störfum. Miðað við hefðir eru íslendingar vel í stakk búnir til þess að takast á við þetta. Ísland hefur allt til að bera til þess að geta orðið fyrst til þess að allt samfélagið hér uppfylli þessi skilyrði.
Hvers vegna á verkalýðshreyfingin að láta sig loftslagsmál varða? Svarið liggur í augum uppi, þ.e.a.s. að hættan er svo alvarleg, að öllum virkum öflum í samfélaginu ber skylda til að láta að sér málið varða. Ef draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda, fyrirbyggja loftslagsbreytingar og laga sig að þeirri stöðu, mun það valda gífurlegu álagi á fyrirtæki og þjóðfélagið í heild.
Verkalýðshreyfingin gæti dregið sig í hlé á þessum vettvangi og takmarkað hlutverk sitt við baráttuna fyrir sanngjörnum launum og fullnægjandi aðbúnaði á vinnustöðum. Það væri hins vegar óábyrg afstaða. Ef vinnustaðir okkar aðlaga sig ekki, munu íslensk fyrirtæki ekki hafa þann nýja tæknibúnað sem tryggir sjálfbærni til frambúðar og glata samkeppnishæfni.
Umhverfisstefna skiptir okkur mjög miklu, ekki bara til þess að tryggja lífsgildi okkar, heldur getur það haft gríðarleg áhrif á atvinnuþróun. En það eru einnig mikil tækifæri í þessari stöðu. Græn atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega í Evrópu á seinustu árum. Þar eru nú þegar mörg störf og um há laun að ræða. Það er því áríðandi að koma umhverfisvænni hugsun inn í skólanna og móta strax allt starfsnám á þessum grunni.
Norræn og evrópsk verkalýðshreyfing hefur mikið látið til sín taka í loftslagsumræðunni á vegum Sameinuðu þjóðanna og mun á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn kynna áherslur sínar um samtvinnaða áætlun um sókn í atvinnumálum á grundvelli sjálfbærni og grænna starfa sem og verndun loftslagsins.
Loftslagsvandinn krefst víðtækra aðgerða í öllum löndum. En slíkum aðgerðum er aðeins hægt að ná fram með metnaðarfullri og víðtækri alþjóðlegri samstöðu. Magn gróðurhúsaloftegunda sem losað er um heim allan er það sem ræður úrslitum um hlýnun jarðar í framtíðinni. Norrænn vinnumarkaður hefur þá sérstöðu að vera ákaflega skipulagður með öflugum launþegasamtökum og samtökum fyrirtækja. Það hefur ásamt samstarfi við yfirvöldgert félagslega endurskipulagningu mögulega.
Mörg ný græn störf eiga eftir að verða til á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Verkalýðshreyfingin mun láta að sér kveða í þessum efnum . Á sama hátt er mikilvægt að leggja áherslu á að grundvallartilgangur orkustefnu er að tryggja öruggar og umhverfisvænar orkubirgðir á viðráðanlegu verði og tryggja samkeppni í atvinnulífinu. Þetta þýðir að orkugjafar framtíðarinnar þurfa að uppfylla skilyrði um hátt framleiðnistig og mikil afköst.
Við höfum gert sífellt meiri kröfur til hagkvæmni og meiri arðsemi. Undantekningalaust er gengið að lægsta tilboði. Þegar John Glenn geimfari var settur í eldflaug og skjóta átti honum í kringum jörðina. Þegar verið var að óla hann niður við eldflaugina töluðu tarfsmenn um að nú myndi öðrum jarðarbúum sýnt mesta tækniafrek til þessa. En það sem rann í gegnum huga Glenns var ” Ó góði Guð verndaðu mig. Hér sit ég á ólaður niður á haug af lægstu tilboðum.”
Blind hagkvæmni hefur ráðið ákvarðanatöku okkar og mun gera það áfram. En það eru viðmiðin sem þarfnast endurskoðunar. Röng viðmið hagkvæmni hafa leitt okkur í þá stöðu að hafa óviljandi eitrað eða ofhitað plánetu okkar og þar með okkur sjálf. Við höfum misnotað vatn, og jarðveg í miklum mæli og troðið um tær þúsundir dýra og plöntutegunda sem aldrei eiga afturkvæmt. Við höfum aðhafst ýmislegt sem aldrei verður hægt að færa í samt lag.
Grænn hugsunarháttur er ekki afturhvarf til fortíðar og atvinnuleysi eins margir halda fram í umræðu um þessi mál. Það eru nánast óendanlegir möguleikar á hinu svokallaða græna sviði sem á sér ört vaxandi stuðning í heiminum í dag. Það eru gríðarlegir möguleikar á sviði lífefnaiðnaðar og mikill áhugi að koma til Íslands. Það er þegar uppgangur á þessu sviði hér á landi en gæti verið töluvert meiri. Einnig liggur fyrir að það sé hagkvæmt að framleiða ákveðnar tegundir af grænmeti hér á landi með vistvænni raforku.
Ísland hefur allt til að bera að geta orðið grænt samfélag, ekki bara á nokkrum sviðum heldur allt samfélagið og við eigum að stíga það skref. Akkúrat núna við upphaf endurreisnar samfélagsins. Það mun laða hingað öfluga fjárfesta. Nokkrir af þeim sem eru fremstir í þessum flokki komu hingað síðasta haust á vegum Bjarkar og þeir lýstu því yfir að ef við myndum fara inn á þessa braut þá þyrftum við ekki að óttast skort á fjármagni. Fjárfestar á þessu sviði væru á meðal þeirra sterkustu í heiminum.
Sé litið til byggingariðnaðar þá gengur grænn byggingariðnaður mjög vel í Bandaríkjunum í dag. Þar er verið að endurbyggja hús þannig að þau verði að mestu sjálfbær. Einangra þau, setja á þau sólarsellur. Endurnýja allar raflagnir og loftræstingu. Þetta hefur leitt til þess að veikindi starfsmanna í þessum húsum snarminnka og framkvæmdagleði og afköst starfsmanna vaxa. Húsaleiga í grænum húsum er töluvert hærri en í húsum sem ekki eru með grænan stimpil. Þannig að það er hagkvæmt að leggja meir í þau. Enda eru grænir fjárfestar í góðum málum í Bandaríkjunum.
Við höfum gríðarleg tækifæri á að nýta samkeppnisforskot okkar í hreinum matvælaiðnaði með því að vera græn í fiskveiðum og fiskvinnslu og það sama á við um íslenskan landbúnað. Íslenska lambið, ostarnir og grænmetið er hrein náttúruafurð og alveg ljóst að við getum orðið mun öflugri matvælaframleiðendur sem byggjum á forsendum sjálfbærni og grænni framleiðslu. En til þess þurfum við að tryggja okkur aðgang að umheiminum, við verðum að opna landamærin fyrir útflutningi matvæla. Það gerum við best með fullri aðild að Evrópusamvinnunni fyrir sjávarútveg og landbúnað þar sem skilningur á sjálfbærni er til staðar og mikill áhugi fyrir okkar afurðum.
Íslensk orka er ekki ótakmörkuð eins og sumir stjórnmála- og embættismenn virðast halda. Við erum að framleiða ál hér á landi með hreinni og sjálfbærri orku sé litið til raforkuframleiðslu annarsstaðar. En við eigum líka að vera raunsæ og gæta okkur á því að álið verði ekki of stór þáttur í útflutningstekjum okkar, við höfum brennt okkur á því að vera með of fá egg í körfunni, eins og t.d. fiskurinn var á sínum tíma eða svo maður tali nú ekki um hið baneitraða og ofurstóra bankaegg.
Við getum snúið okkur að framleiðslu á sólarsellum. T.d. með uppbyggingu á kísilflöguverksmiðjum í Hvalfirði og í Þorlákshöfn. Sólarrafhlöður eru einn þeirra þátta sem munu leiða til minni losunnar gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftið.
Mörg fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að koma hingað með framleiðslu á sólarrafhlöðum og aflþynnum eins og framleidd er á Akureyri. Koltrefjaverksmiðja er einn af þeim áhugaverðu kostum sem okkur stendur til boða.
Það er hröð þróun í rafgeymum og rafbílar munu taka við. Það er ekki ólíklegt að eftir 10 ár verði raforka a.m.k. helmingur þeirrar orku sem íslenskur bílafloti nýtir. Ekið verður inn á hleðslustöð og skipt um rafgeyma. Það kallar á orku úr raforkukerfinu sem samsvarar framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þá værum við í mun lakari stöðu ef við værum búinn að selja stóran hluta af hagkvæmustu orkuframleiðslumöguleikum okkar í framvirkum samningum til erlendra auðhringa til margra áratuga.
Miklir möguleikar eru fyrir minni orkuframleiðendur en Landsvirkjun eins og t.d. bændur sem eru að byrja að virkja minni ár í eigin landi. Við getum með þeim hætti framleitt mikla orku vítt og dreift um landið og með því reist vistvænar verksmiðjur af heppilegri stærð, með mannaflaþörf á bilinu 50 – 200 manns. Með góðri skipulagningu væri ekki um að ræða kollsteypuuppbyggingu eins og ríkisstjórnir okkar hafa tíðkað hingað til.
Hvað varðar umhverfismál á ferðamannastöðum þá er þörf á fjöldatakmörkunum ferðamanna á viðkvæmum landssvæðum. Ísland býr yfir einstökum tækifærum við að friðlýsa stór svæði. En það kallar á miklar fjárfestingar endurgerð stíga og uppbygging til þess að stemma stigu við eyðileggingu stjórnlausrar notkunar.
20. öldina hefði mátt kalla öld olíunnar og plastsins. Það er erfitt í dag að ímynda sér veröld okkar án plasts en sú verður engu að síður raunin þegar olíuna þrýtur. Í þessum efnum skiptir ekki máli hvort hún endist í 50-100 ár eða 150 ár í viðbót. Áhrifa af þverrandi olíuframboði mun gæta miklu fyrr. Sama gildir um önnur jarðefni sem nýtt eru til orkuframleiðslu.
Víða um heim eru í gangi víðtækar rannsóknir á sviði nýrrar efnistækni. Ýmislegt bendir til þess nú þegar að kostir okkar í þessum umbreytingum verði mjög spennandi. Hér kemur til spennandi samspil á nýtingu varma sem afgangsstærðar við raforkuframleiðslu með jarðhita og hagnýtingu á hverskonar lífmassa. Þessi varmi mun í framtíðinni leggja grundvöll að viðtækum lífrænum efnaiðnaði hér á landi.
Ef okkur á að takast að draga nægilega úr losuninni er brýnt að ná víðtæku samkomulagi um loftslagsmál sem nær til eins margra sviða og landa og mögulegt er. Iðnríkin hafa nú sem stendur hæsta hlutfall útblásturs á hvern íbúa. Losun á koldíoxíði vegna framleiðslu og orkuneyslu er um tveir þriðju af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.
Orkusparnaður er mikilvægt tæki í baráttunni við loftslagsbreytingar. Auðveldast er að ná honum fram með nýjum fjárfestingum. Einnig getur verið áhrifaríkt að skipta um drifefni eða eldsneyti. Breytt neyslumynstur og breyttir framleiðsluhættir eru nauðsynleg til að sigrast á þeim áskorunum sem loftslagsvandinn leiðir af sér.
Þetta mun leiða til meiriháttar endurskipulagningar. Áhrifin á atvinnustig munu í heild velta á getu hagkerfa til að skapa ný störf. Í vel stýrðum ríkjum er hægt að koma á endurskipulagningu til lengri tíma án þess að tapa störfum. Miðað við hefðir eru íslendingar vel í stakk búnir til þess að takast á við þetta. Ísland hefur allt til að bera til þess að geta orðið fyrst til þess að allt samfélagið hér uppfylli þessi skilyrði.
Aldrei að láta góða kreppu framhjá sér fara
Öll þekkjum við hið margendurtekna viðkvæði; „Það var Evrópska regluverkið sem felldi Ísland.“ Í kjölfar þessarar fullyrðingar spyr maður; „Af hverju liggja þá Danir, Svíar, Finnar og hin ESB löndin ekki í því?“ Ísland er eina landið sem varð fyrir algjöru hruni. Hin Norðurlöndin er strax kominn af stað úr þeirri litlu lægð sem þeir lentu í.
Það sem blasir við okkur er hin íslenska króna og hverjir þeir eru sem vilja viðhalda henni. Í gegnum krónuna hafa þessir helmingaskiptaflokkar farið með völdin í gegnum tíðina og framkvæmt stórkostlegar eignatilfærslur frá almenning í hendur fárra. Þeir hafa náð undir sig völdunum í stærstu fyrirtækjum almennings og skiptu þeim á milli sín. Þar er að finna ástæðu þess að þeir hinir sömu vilja viðhalda þeirri einangrun sem Íslandi er haldið í. Þeir hinir sömu vilja halda áfram á sömu braut og sniðganga AGS og halda því að okkur að Norðurlöndin séu óvinir Íslands.
Hvert eru menn að fara þegar þeir segja að við þurfum ekki AGS lánið. Hvernig eigum við að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð? Hvernig ætla menn að komast hjá gjaldþroti þjóðarinnar? Á hvaða kjörum eru þau lán sem þessir hinir sömu telja sig geta fengið?
Rosevelt sagði að við ættum aldrei að láta góða kreppu framhjá okkur fara, heldur nýta hana til þess að endurskoða kerfið. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt sig í því að vera fullkomlega fyrirmunað að komast frá lýðskruminu og tekist á við vandann. Taka þær ákvarðanir sem til þarf að rífa okkur upp á við.
Óvinsælar ákvarðanir eru íslenskum stjórnmálamönnum um megn. Það hefur ríkt hér stjórnarkreppa frá fyrsta degi Hrunsins og við verðum að fara að tillögu Rosevelts.
Það sem blasir við okkur er hin íslenska króna og hverjir þeir eru sem vilja viðhalda henni. Í gegnum krónuna hafa þessir helmingaskiptaflokkar farið með völdin í gegnum tíðina og framkvæmt stórkostlegar eignatilfærslur frá almenning í hendur fárra. Þeir hafa náð undir sig völdunum í stærstu fyrirtækjum almennings og skiptu þeim á milli sín. Þar er að finna ástæðu þess að þeir hinir sömu vilja viðhalda þeirri einangrun sem Íslandi er haldið í. Þeir hinir sömu vilja halda áfram á sömu braut og sniðganga AGS og halda því að okkur að Norðurlöndin séu óvinir Íslands.
Hvert eru menn að fara þegar þeir segja að við þurfum ekki AGS lánið. Hvernig eigum við að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð? Hvernig ætla menn að komast hjá gjaldþroti þjóðarinnar? Á hvaða kjörum eru þau lán sem þessir hinir sömu telja sig geta fengið?
Rosevelt sagði að við ættum aldrei að láta góða kreppu framhjá okkur fara, heldur nýta hana til þess að endurskoða kerfið. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt sig í því að vera fullkomlega fyrirmunað að komast frá lýðskruminu og tekist á við vandann. Taka þær ákvarðanir sem til þarf að rífa okkur upp á við.
Óvinsælar ákvarðanir eru íslenskum stjórnmálamönnum um megn. Það hefur ríkt hér stjórnarkreppa frá fyrsta degi Hrunsins og við verðum að fara að tillögu Rosevelts.
miðvikudagur, 7. október 2009
Enn á upphafspunkti?
Það ástand sem stjórnmálamenn eru að skapa hér er leiða til enn meira og almenns siðrofs. Og svarta hagkerfið fer hraðstækkandi. Vaxandi fjöldi almennings segir „Ég til í allt.“ Þetta er nákvæmlega sama og sænskir og finnskir félagar mínir hafa sagt að hafi gerst í bankakrísu þeirra upp úr 1990 og það hafi tekið vel á anna áratug að vinna bug á þeim viðhorfum með mjög harkalegum aðgerðum og ströngum lögum.
Íslenskir stjórnmálamenn fara hverja gandreiðina á fætur annarri og pöpulisminn ræður ríkjum og formaður Framsókna fer til Noregs og sníkja lán hjá Noregi í gegnum einkennilegan þingmann sem er einangraður í norskum þingheimi og ráðherra gleymir sér í pöpulismanum og veit ekki fyrri til en hann er óvart búinn að segja af sér til þess að bjarga ríkisstjórninni og últra hægrimenn eins og t.d. Hannes Hólmsteinn birtir lofgreinar um hann. Það eitt út af fyrir sig hefði dugað til þess að VG-maður hefi sagt af sér öllum embættum, líka í skemmtinefnd
Á meðan launamenn og fyrirtækin hafa staðið við alla þætti Stöðugleikasáttmálans hafa stjórnvöld ekkert gert og stjórnmálamenn sóa tíma sínum í innatómt kjaftæði og samningu óskalista, sem er tilefni gálgahúmors um íslensk stjórnvöld niður alla Evrópu. Ríkistjórnin svíkur kjarasamninga um hækkun persónuafsláttar. Afstaðan gagnvart heimilum er gagnrýnisverð, þ.á.m. lækkun vaxta- og barnabóta.
Það má spyrja hvað á skattleggja? Ekki eyðir fólk þeim peningum sem fara í skatta og grunnur neysluskatta minnkar eða með öðrum orðum; við eyðum okkur ekki út úr þessu og við sköttum okkur ekki út úr þessu. Svo ofan úr himinblámanum birtast fyrirvaralausar yfirlýsingar ráðherra sem stöðva þó þær fáu framkvæmdir sem eru á framkvæmdastigi.
Það er einungis ein leið fær : Hún er að koma atvinnulífinu í gang og auka verðmætasköpun og útflutning. Það gerist ekki fyrr en búið er opna fyrir lánaleiðir og fjarlægja hindranir á flæði gjaldeyris milli landa.
Stjórnvöld verða að standa við gerða samninga og ná vopnahlé við atvinnulífið. Svo væri það kannski lausnin að fela atvinnulífinu að leggja upp lausnir og koma þeim í gegn með starfstjórn á meðan stjórnmálamenn sinna sínum sandkassaleikjum og auka siðrofið í þjóðfélaginu. Við erum ekki á upphafspunkti við erum kominn aftar og leiðin upp verður sífellt lengri.
Íslenskir stjórnmálamenn fara hverja gandreiðina á fætur annarri og pöpulisminn ræður ríkjum og formaður Framsókna fer til Noregs og sníkja lán hjá Noregi í gegnum einkennilegan þingmann sem er einangraður í norskum þingheimi og ráðherra gleymir sér í pöpulismanum og veit ekki fyrri til en hann er óvart búinn að segja af sér til þess að bjarga ríkisstjórninni og últra hægrimenn eins og t.d. Hannes Hólmsteinn birtir lofgreinar um hann. Það eitt út af fyrir sig hefði dugað til þess að VG-maður hefi sagt af sér öllum embættum, líka í skemmtinefnd
Á meðan launamenn og fyrirtækin hafa staðið við alla þætti Stöðugleikasáttmálans hafa stjórnvöld ekkert gert og stjórnmálamenn sóa tíma sínum í innatómt kjaftæði og samningu óskalista, sem er tilefni gálgahúmors um íslensk stjórnvöld niður alla Evrópu. Ríkistjórnin svíkur kjarasamninga um hækkun persónuafsláttar. Afstaðan gagnvart heimilum er gagnrýnisverð, þ.á.m. lækkun vaxta- og barnabóta.
Það má spyrja hvað á skattleggja? Ekki eyðir fólk þeim peningum sem fara í skatta og grunnur neysluskatta minnkar eða með öðrum orðum; við eyðum okkur ekki út úr þessu og við sköttum okkur ekki út úr þessu. Svo ofan úr himinblámanum birtast fyrirvaralausar yfirlýsingar ráðherra sem stöðva þó þær fáu framkvæmdir sem eru á framkvæmdastigi.
Það er einungis ein leið fær : Hún er að koma atvinnulífinu í gang og auka verðmætasköpun og útflutning. Það gerist ekki fyrr en búið er opna fyrir lánaleiðir og fjarlægja hindranir á flæði gjaldeyris milli landa.
Stjórnvöld verða að standa við gerða samninga og ná vopnahlé við atvinnulífið. Svo væri það kannski lausnin að fela atvinnulífinu að leggja upp lausnir og koma þeim í gegn með starfstjórn á meðan stjórnmálamenn sinna sínum sandkassaleikjum og auka siðrofið í þjóðfélaginu. Við erum ekki á upphafspunkti við erum kominn aftar og leiðin upp verður sífellt lengri.
þriðjudagur, 6. október 2009
Hrikalegar afleiðingar
Vinsældakeppni
Ég hef nokkrum sinnum komið að ummælum félaga minna í stjórnum þeirra norrænu og evrópsku samtaka sem ég sit í. Þá hefur það legið fyrir allt frá því í byrjun október síðastliðinn að Ísland yrði að bæta upp á það sem vantaði í baktryggingasjóð bankanna. Það kom mjög glögglega fram hjá Skandinövunum að við íslendingar yrðum að gera okkur grein fyrir því að við myndum ekki fá eina krónu lánaða fyrr en við værum búinn að hreinsa upp eftir fjármálaglæpamennina. Þetta kom fram í pistlum sem ég skrifaði hér fyrir ári síðan.
Okkur var sagt að málið snérist einvörðungu um með hvaða hætti við myndum borga og okkur yrði boðið upp á viðræður um það, sem var gert og Geir og Baldur Guðlaugs skrifuðu upp á minnisblað um þetta í nóvember í fyrra einsog kom fram í fréttum.
Það sem hefur gerst síðan er að pöpulistar hafa farið hamförum og stillt málinu upp þannig að okkur standi til boða sá valkostur að borga þetta ekki. Síðan var öllu sumrinu eytt í að semja einhvern óskalista að kröfu þeirra sem hönnuðu hrunið, sem gert er stólpagrín af niður í Evrópu. Það sést glögglega í norrænum blöðum og það heyrir maður á ummælum niður í Skandinavíu.
Jóhanna sagði við ráðherra sína = Þetta gengur ekki lengur, við verðum að lenda málinu. Ef það verði ekki gert þá fær atvinnulífið ekki lán nema á mafíukjörum 15% vöxtum eða meir. Málflutningur eins og t.d. kom fram í eldhúsdeginum í gærkvöldi um að okkur standi til boða fullt af lánum er bjálfaleg óskhyggja manna sem neita að horfast í augu við eigin gjörðir. Það taka engin fyrirtæki lán á 15 - 20% vöxtum. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn eru að leiða yfir okkur annað hrun sem mun hafa mun alvarlegri afleiðingar fyrir atvinnulífið en það fyrra og fyrirtækin muni falla hvert af öðru í vetur.
Sumir er fallnir í á ábyrgðarlausa vinsældakeppni og segja að alls ekki eigi að semja við Breta og Hollendinga. Sjálfstæðismenn undirgengust samninga í fyrstu atrennu þegar þeir voru í ríkisstjórn en hafa svo tekið u-beygju. Heilt ár er þá farið í súginn, það liggur fyrir að stjórnvöld hafa allt frá hruni staðið í samningum um Icesave. Þeir sem eru í vinsældakeppni með andstöðu sinni verða að axla sína ábyrgð og klára málið þannig að þjóðin hafi sóma af.
mánudagur, 5. október 2009
Ná út úr kerfinu
Það hefur þótt sjálfsagt að gera tilraun til þess að hafa fé af opinberum sjóðum. Skjóta undan skatti, ná bótum úr kerfinu, ná út tryggingabótum og núna upp á síðkastið hefur verið áberandi að verið sé að reyna við atvinnuleysistryggingasjóð. Þekkt er úr atvinnulífinu að reyna að koma launum með kennitöluskiptum yfir á ábyrgðarsjóð launa og þá um leið losa sig undan því að skila inn launatengdum gjöldum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða.
Nýverið kom fram að veitingastaður sem skuldaði húsaleigu gerði sér lítið fyrir og tók á leigu annað húsnæði og tók með sér öll tæki sem fyrri leigusali átti. Það er alþekkt í rekstri fyrirtækja að skipt sé um kennitölu og þar með komið sér undan að skila lögbundnum launatengdum gjöldum sem fyrirtækið hefur dregið af starfsmönnum og leið eru skuldir skildar eftir á gömlu kennitölunni.
Þetta hefur viðgengist árum saman að menn hafi átölulaust komist upp með kennitöluskipti. Á nánast hverjum degi eru lesnar fréttir þar sem menn hafa skipt um kennitölu og skilið eftir miklar skuldir og hirt öll verðmæti úr fyrirtækinu. Þetta endurspeglast að nokkru í þeim viðhorfum að þær þjóðir sem krefjast þess að íslensk þjóð standi við skuldbindingar sínar séu íslendingum óvinveittar.
Hér þarf að vinna að siðbót og uppræta þetta þjóðarböl, sem sennilega hefur fylgt þjóðinni frá upphafi landnáms, ef marka má þá sögu að hingað hafi flúið landnámsmenn sem ekki sættu sig við að standa skil á sínu. Fyrirbyggja verður að hægt sé að koma eignum undan á meðan mál eru í rannsókn. Ný kennitala fyrirtækis á að taka við öllu sem hvíldi á þeirri fyrri; skuldum og skuldbindingum, ekki bara birgðum, viðskiptavild og þjálfuðu starfsfólki.
Nýverið kom fram að veitingastaður sem skuldaði húsaleigu gerði sér lítið fyrir og tók á leigu annað húsnæði og tók með sér öll tæki sem fyrri leigusali átti. Það er alþekkt í rekstri fyrirtækja að skipt sé um kennitölu og þar með komið sér undan að skila lögbundnum launatengdum gjöldum sem fyrirtækið hefur dregið af starfsmönnum og leið eru skuldir skildar eftir á gömlu kennitölunni.
Þetta hefur viðgengist árum saman að menn hafi átölulaust komist upp með kennitöluskipti. Á nánast hverjum degi eru lesnar fréttir þar sem menn hafa skipt um kennitölu og skilið eftir miklar skuldir og hirt öll verðmæti úr fyrirtækinu. Þetta endurspeglast að nokkru í þeim viðhorfum að þær þjóðir sem krefjast þess að íslensk þjóð standi við skuldbindingar sínar séu íslendingum óvinveittar.
Hér þarf að vinna að siðbót og uppræta þetta þjóðarböl, sem sennilega hefur fylgt þjóðinni frá upphafi landnáms, ef marka má þá sögu að hingað hafi flúið landnámsmenn sem ekki sættu sig við að standa skil á sínu. Fyrirbyggja verður að hægt sé að koma eignum undan á meðan mál eru í rannsókn. Ný kennitala fyrirtækis á að taka við öllu sem hvíldi á þeirri fyrri; skuldum og skuldbindingum, ekki bara birgðum, viðskiptavild og þjálfuðu starfsfólki.
sunnudagur, 4. október 2009
Tillögur Félags stórkaupmanna
"Félag íslenskra stórkaupmanna vill að framlögum atvinnurekenda í sjóði launþega verði tímabundið ráðstafað beint til launþeganna sjálfra. Þetta er ein hugmynda samtakanna til að fá hjól efnahagslífsins til að snúast á nýjan leik."
Hér er í besta falli um að ræða misskilning FÍS að ræða eða kannski þekkingarskort.
Umrædd framlög eru ekki framlag fyrirtækja, þetta er hluti launa. Sama gildir um veikindadaga, orlofsdaga og lögbundna frídaga, það er hluti launa sem vinnuveitandi leggur til hliðar og greiðir síðar út. Það er gert ráð fyrir þessu öllu í rekstrarkostnaði og kemur m.a. glögglega fram í mismun á útseldri vinnu og því sem starfsmaður fær í sitt launaumslag. Þessar stærðir eru allar vel þekktar og oft nýttar í gerð kjarasamninga þegar verið er að ræða heildarlaunakostnað fyrirtækja.
Það eru allmargir sem hafa kosið að fara þessa leið sem FÍS leggur til núna á undanförnum árum og gerast verktakar/undirverktakar, gerviverktakar eða hvað menn nú vilja kalla það og fá þá til sín frá vinnuveitanda launatengd gjöld og standa síðan sjálfir skil á þeim og standa sjálfir undir greiðslum til sín á frídögum og í veikindum. Sumir hverjir hafa þá kosið að standa utan stéttarfélaga og reyndar hafa sumir einnig kosið kosið að skerða að auki það sem þeir greiða til samfélagsins.
Enginn hefur staðið í vegi fyrir þessu fyrirkomulagi, utan þess að skattrannsóknastjóri hefur stundum eitthvað verið að vesenast. En nú standa margir þessara einstaklinga við dyr stéttarfélaganna og vilja komast í skjól samtryggingarsjóðanna, auk þess að gera kröfur um greiðslur frá atvinnuleysistryggingakerfinu.
En samtryggingakerfi eru eins og önnur tryggingarkerfi, ef þú greiðir ekki iðgjald þá ertu einfaldlega ekki með réttindi. Þú tryggir ekki eftir á. Ekki er hægt að gera kröfur til þess að njóta þeirra sjóða sem aðrir eru að greiða í en viðkomandi gerir ekki.
Svo er það spurning hvort hér sé um að ræða blekkingarleik Félags stórkaupmanna við að koma sér hjá því að greiða launatengd gjöld og koma þeim kostnaði yfir á launþegana.
Hér er í besta falli um að ræða misskilning FÍS að ræða eða kannski þekkingarskort.
Umrædd framlög eru ekki framlag fyrirtækja, þetta er hluti launa. Sama gildir um veikindadaga, orlofsdaga og lögbundna frídaga, það er hluti launa sem vinnuveitandi leggur til hliðar og greiðir síðar út. Það er gert ráð fyrir þessu öllu í rekstrarkostnaði og kemur m.a. glögglega fram í mismun á útseldri vinnu og því sem starfsmaður fær í sitt launaumslag. Þessar stærðir eru allar vel þekktar og oft nýttar í gerð kjarasamninga þegar verið er að ræða heildarlaunakostnað fyrirtækja.
Það eru allmargir sem hafa kosið að fara þessa leið sem FÍS leggur til núna á undanförnum árum og gerast verktakar/undirverktakar, gerviverktakar eða hvað menn nú vilja kalla það og fá þá til sín frá vinnuveitanda launatengd gjöld og standa síðan sjálfir skil á þeim og standa sjálfir undir greiðslum til sín á frídögum og í veikindum. Sumir hverjir hafa þá kosið að standa utan stéttarfélaga og reyndar hafa sumir einnig kosið kosið að skerða að auki það sem þeir greiða til samfélagsins.
Enginn hefur staðið í vegi fyrir þessu fyrirkomulagi, utan þess að skattrannsóknastjóri hefur stundum eitthvað verið að vesenast. En nú standa margir þessara einstaklinga við dyr stéttarfélaganna og vilja komast í skjól samtryggingarsjóðanna, auk þess að gera kröfur um greiðslur frá atvinnuleysistryggingakerfinu.
En samtryggingakerfi eru eins og önnur tryggingarkerfi, ef þú greiðir ekki iðgjald þá ertu einfaldlega ekki með réttindi. Þú tryggir ekki eftir á. Ekki er hægt að gera kröfur til þess að njóta þeirra sjóða sem aðrir eru að greiða í en viðkomandi gerir ekki.
Svo er það spurning hvort hér sé um að ræða blekkingarleik Félags stórkaupmanna við að koma sér hjá því að greiða launatengd gjöld og koma þeim kostnaði yfir á launþegana.
laugardagur, 3. október 2009
Óvissa í atvinnulífinu
Á fundi um framgang stöðugleikasáttmálans í gær voru samankomnir helstu forsvarsmenn samtaka í atvinnulífinu, ásamt forsvarmönnum orkufyrirtækjanna, ráðuneyta og þeirra fyrirtækja sem hafa verið að undirbúa fjárfestingar hér á landi. Í undirbúningi er áframhald byggingu álvers í Helguvík, stækkun álversins í Straumsvík og tvöföldun aflþynnuverksmiðjunar á Akureyri. Auk byggingar gagnavera í Keflavík og á Blönduósi.
Þessi verkefni eru öll langt kominn í undirbúningi og bygging álversins í Helguvík er að nokkra hafinn. Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru með í undirbúningi virkjanir og standa í samningaviðræðum við framleiðendur gufu- og vatnshverfla.
Auk þess eru komin af stað verkefni við byggingu nýrra verkefna á borð við kísilmálmverksmiðju í Hvalfirði, koltrefjaverksmiðju á Sauðárkrók. Í gegnum þessi verkefni eru upptaldir þeir farvegir sem erlendir fjárfestar hafa hingað þessa dagana. Það svigrúm sem íslenskum stjórnvöldum var gefinn til þess að undirbúa efnahagslegar aðgerðir er að renna út. Ef stjórnvöld standa sig ekki í þeim efnum er nánast víst að sú efnahagslega aðstoð sem okkur standi til boða verði lítil og eins að þau lán sem við hugsanlega gætum fengið væru á afarkjörum vegna þess álits sem Ísland hefur þessa dagana.
Í ummælum forsvarsmanna fyrirtækjanna og orkufyrirtækjanna kom fram að viðhorf erlendra banka gagnvart Íslandi sé ákaflega neikvætt. Erlendu viðskiptabankarnir töpuðu gríðarlegum upphæðum á viðskiptum sínum við íslensku bankana. Þetta endurspeglast í ákaflega takmörkuðum áhuga þessa fyrrum helstu viðskiptabanka Íslands að eiga frekari viðskipti hingað.
Það hefur ítrekað komið fram í ummælum forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér, að það sé ákaflega erfitt að búa við þá óvissu sem íslensk stjórnvöld bjóði upp á. Menn viti oft ekki hvaðan á sig standi veðrið. Skyndilegar stefnubreytingar sem valdi ófyrirséðum töfum eins og breytingar á kröfum um umhverfismat og svo nú síðast óútskýrðar áætlanir um skattlagningu á raforku.
Ekki bætir úr skák að stjórnmálamenn hafa ekki er kynnt trúverðuga stefnu í peningamálum með íslenskri krónu. Hver stefna í ríkisfjármálum og orkunýtingarframkvæmdum? Það er útilokað að átta sig á hvað standi til að gera. Í stað þess er tímanum varið í skotgrafarhernað og pólitískan leðjuslag. Atburðir liðinnar viku kalla á ábyrgari stefnu. Það má með allnokkrum rökum ætla að það sé umtalsverður meirihluti fyrir því hvert eigi að stefna sé litið til miðju stjórnmálamanna.
Almenningur er orðin langþreyttur og fyrirtækin að gefast upp. Það er einfaldlega orðin lífsnauðsyn, ef ekki eigi að fara enn verr, að ábyrgir aðilar í íslenskum stjórnmálum og úr atvinnulífi taki höndum saman til að tryggja samstöðu og stjórnfestu við endurreisnina.
Þessi verkefni eru öll langt kominn í undirbúningi og bygging álversins í Helguvík er að nokkra hafinn. Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru með í undirbúningi virkjanir og standa í samningaviðræðum við framleiðendur gufu- og vatnshverfla.
Auk þess eru komin af stað verkefni við byggingu nýrra verkefna á borð við kísilmálmverksmiðju í Hvalfirði, koltrefjaverksmiðju á Sauðárkrók. Í gegnum þessi verkefni eru upptaldir þeir farvegir sem erlendir fjárfestar hafa hingað þessa dagana. Það svigrúm sem íslenskum stjórnvöldum var gefinn til þess að undirbúa efnahagslegar aðgerðir er að renna út. Ef stjórnvöld standa sig ekki í þeim efnum er nánast víst að sú efnahagslega aðstoð sem okkur standi til boða verði lítil og eins að þau lán sem við hugsanlega gætum fengið væru á afarkjörum vegna þess álits sem Ísland hefur þessa dagana.
Í ummælum forsvarsmanna fyrirtækjanna og orkufyrirtækjanna kom fram að viðhorf erlendra banka gagnvart Íslandi sé ákaflega neikvætt. Erlendu viðskiptabankarnir töpuðu gríðarlegum upphæðum á viðskiptum sínum við íslensku bankana. Þetta endurspeglast í ákaflega takmörkuðum áhuga þessa fyrrum helstu viðskiptabanka Íslands að eiga frekari viðskipti hingað.
Það hefur ítrekað komið fram í ummælum forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér, að það sé ákaflega erfitt að búa við þá óvissu sem íslensk stjórnvöld bjóði upp á. Menn viti oft ekki hvaðan á sig standi veðrið. Skyndilegar stefnubreytingar sem valdi ófyrirséðum töfum eins og breytingar á kröfum um umhverfismat og svo nú síðast óútskýrðar áætlanir um skattlagningu á raforku.
Ekki bætir úr skák að stjórnmálamenn hafa ekki er kynnt trúverðuga stefnu í peningamálum með íslenskri krónu. Hver stefna í ríkisfjármálum og orkunýtingarframkvæmdum? Það er útilokað að átta sig á hvað standi til að gera. Í stað þess er tímanum varið í skotgrafarhernað og pólitískan leðjuslag. Atburðir liðinnar viku kalla á ábyrgari stefnu. Það má með allnokkrum rökum ætla að það sé umtalsverður meirihluti fyrir því hvert eigi að stefna sé litið til miðju stjórnmálamanna.
Almenningur er orðin langþreyttur og fyrirtækin að gefast upp. Það er einfaldlega orðin lífsnauðsyn, ef ekki eigi að fara enn verr, að ábyrgir aðilar í íslenskum stjórnmálum og úr atvinnulífi taki höndum saman til að tryggja samstöðu og stjórnfestu við endurreisnina.
fimmtudagur, 1. október 2009
Prinsipp eða markmið
Umræða stjórnmálamanna í gær var sú ómerkilegasta sem ég hef heyrt um langt skeið. Ómerkilegt yfirboð fyrrverandi ráðherra og einn af hönnuðum hrunsins. Tilboð um 2000 MIA kr. sem dottið hafði út úr einhverjum norskum þingmanni í barferð í Osló með þingmanni Framsóknar (er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þessi þingmaður er með eitthvert geip sem stenst svo ekki) varð að stórmáli í sárgrætilegasta Kastljósþætti fyrr og síðar og er þá langt til jafnað.
Ásamt því að annar þingmaður og fráfarandi ráðherra neitaði að horfast í augu við staðreyndir. Hann viðurkenndi að íslendingar stæðu frammi fyrir nánast óyfirstíganlegum erfiðleikar en hann ætlaði ekki að viðurkenna þá. Hann hefði sín prinsipp og þessir erfiðleikar pössuðu ekki við þau. Hann krafðist þess að aðrir þingmenn tækust á við erfiðleikana. hann ætlaði að vera stikkfrí.
Ég er ásamt öllum íslendingum algjörlega á móti Icesave, einnig hinu æðisgengna gengishruni krónunnar og hrikalegrar skuldaaukningar heimila og fyrirtækja í kjölfar hrunsins. Ég líka á móti hárri verðbólgu, háum vöxtum vegna hennar og verðtryggingu. Ég er algjörlega mótfallinn því að hér á landi séu fulltrúar Alþjóðabankans sem eru að gefa tilskipanir um hvernig íslendingar eigi að haga sínum málum.
Ég er í forsvari fyrir öflug hagsmunasamtök rafiðnaðarmanna. Þau hafa það á stefnuskrá sinni að leita leiða til þess að verja og bæta stöðu félagsmanna og heimila þeirra. Þessi samtök setja sér markmið og vinna að leiðum til þess að ná þeim markmiðum og stundum þurfa prinsipp að víkja, enda eru það markmið heildarinnar sem stefnt er að og prinsipp skipta þá litlu.
Til þess að finna þær leiðir er leitað til hæfustu sérfræðinga og allir möguleikar í stöðunni hverju sinni skoðaðir. Okkur hefur tekist að hækka lægstu laun tvöfalt meir en umsamdar launahækkanir á undanförnum árum, stytta vinnutíma á sama tíma um 10 klst. á viku. Jafnframt hefur kaupmáttur rafiðnaðarmanna vaxið um 3 – 4.5% að jafnaði á ári undanfarinn áratug og langt umfram hækkanir á viðmiðum m.a. verðtryggingar.
Ég hef lýst í allnokkrum pistlum hér á síðunni þeirri afstöðu, sem ég hef mætt á þeim norrænu fundum sem ég hef setið undanfarið ár. Er þar stjórnarmðaur í tveim mjög stórum samtökum. Þessi sjónarmið koma glögglega fram í ummælum norskra þingmanna í dag þar sem þeri gera lítið úr barflugunni og framsóknarmanninum og segja að það sé ekki á dagskrá að stytta sér leið í að hjálpa Íslendingum. Öll lán til Íslands eigi að fara í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Íslendingar verði sama hvort þeim líki það verr eða ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Annað væri að ýta vandamálinu á undan sér. Þessu var fulltrúum þáverandi ríkisstjórnar sjálfstæðismanna og samfylkingar, gerð glögglega grein fyrir síðastliðið haust. Öll umræðan í sumar var því ekkert annað en innihaldslaust fleipur og flótti undan veruleikanum og hefur valdið íslenskum heimilum og fyrirtækjum óbætanlegum skaða.
Stefnuleysi stjórnvalda og getuleysi stjórnmálamanna til þess að horfast í augu við afleiðingar rangrar efnahagsstefnu undanfarinna tveggja áratuga er að steypa þessari þjóð í mun dýpri dal en Icesave samningurinn. Stöðugleikasáttmálinn stefnir í að falla 1. nóv. og nánast allir kjarasamningar og þær launahækkanir sem þá eiga koma, þar á meðal 8.750 kr. hækkun lágmarkstaxta.
Til marks um vanhæfi stjórnmálamanna Íslands ræða þeir hiklaust í sömu andránni um 360 þús. tonna álver í Helguvík og það sama á Bakka. Ásamt stækkun álversins í Straumsvík og uppbyggingu a.m.k. 3ja gagnavera ásamt koltrefjaverksmiðju og kísilmálmverksmiðju. Hvað skyldi nú þurfa í raunveruleikanum til þess að slökkva orkuþorsta þessara framkvæmda? Þetta kallar líklega á um 1.000 MW. orku hér á Suðvesturhorninu og um á 700 MW í Þingeyjarsýslu. Til samanburðar þá er uppsett afl þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár áætlað 255 MW.
Ef orkuöflun fyrir álver á Bakka við Húsavík er skoðuð kemur í ljós að öll möguleg orkuver á háhitasvæðum norðanlands nægja ekki til að útvega 360 þús. tonna álveri nauðsynlegt rafafl. Meira rafafl frá gufuaflsvirkjunum er ekki að hafa og þá er Skjálfandafljót næst og færa Jökulsá á Fjöllum yfir í Arnardal og láta hana falla í farveginn í Jökulsárdal og Dettifoss yrði lítil miga.
Íslenskir stjórnmálamenn komast einfaldlega ekki upp úr sandkassaleik sínum til þess að horfa heildstætt á hvaða raunorkuþörf þeir eru að ræða um. T.d. munu álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík soga til sín nær alla orkuna frá hagkvæmum orkulindum á Suður- og Suðvesturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu.
Vissulega eru virkjunarkostirnir fleiri, en þeir eru allir minni og hafa ekki verið taldir sérlega hagkvæmir, sem sést best í þeirri birtingarmynd að þeir hafa ekki verið virkjaðir fyrir stóriðju. Þá verður komið að því að virkja fyrir okkur landsmenn og rafvæða bílaflotann með óhagkvæmum virkjunarkostum.
Því miður er það svo að hinn stóri sannleikur stjórnmálamanna um hinar miklu/ (ja -við getum sagt óendanlegu ef notuð er sama nálgun og hjá íslenskum stjórnmálamönnum) orkulindir Íslands eru skýjaborgir eru byggðar á raupi óábyrgra manna, sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa, eða hvort þeir séu yfirleitt eitthvað tengdir við veruleikann.
Það er klár fantaskapur gagnvart almenning að vekja einhverjar væntingar ef þær eru svo ekkert annað en einhverjar óraunsæjar skýjaborgir ætlaðar til þess að eins að varða framabraut lýðskrumaranna. Markmiðin og þörf þjóðarinnar skipta orðið stjórnmálamenn engu, það eru eigin prinsipp og vörður framabrautarinnar sem skipta þar öllu.
Ásamt því að annar þingmaður og fráfarandi ráðherra neitaði að horfast í augu við staðreyndir. Hann viðurkenndi að íslendingar stæðu frammi fyrir nánast óyfirstíganlegum erfiðleikar en hann ætlaði ekki að viðurkenna þá. Hann hefði sín prinsipp og þessir erfiðleikar pössuðu ekki við þau. Hann krafðist þess að aðrir þingmenn tækust á við erfiðleikana. hann ætlaði að vera stikkfrí.
Ég er ásamt öllum íslendingum algjörlega á móti Icesave, einnig hinu æðisgengna gengishruni krónunnar og hrikalegrar skuldaaukningar heimila og fyrirtækja í kjölfar hrunsins. Ég líka á móti hárri verðbólgu, háum vöxtum vegna hennar og verðtryggingu. Ég er algjörlega mótfallinn því að hér á landi séu fulltrúar Alþjóðabankans sem eru að gefa tilskipanir um hvernig íslendingar eigi að haga sínum málum.
Ég er í forsvari fyrir öflug hagsmunasamtök rafiðnaðarmanna. Þau hafa það á stefnuskrá sinni að leita leiða til þess að verja og bæta stöðu félagsmanna og heimila þeirra. Þessi samtök setja sér markmið og vinna að leiðum til þess að ná þeim markmiðum og stundum þurfa prinsipp að víkja, enda eru það markmið heildarinnar sem stefnt er að og prinsipp skipta þá litlu.
Til þess að finna þær leiðir er leitað til hæfustu sérfræðinga og allir möguleikar í stöðunni hverju sinni skoðaðir. Okkur hefur tekist að hækka lægstu laun tvöfalt meir en umsamdar launahækkanir á undanförnum árum, stytta vinnutíma á sama tíma um 10 klst. á viku. Jafnframt hefur kaupmáttur rafiðnaðarmanna vaxið um 3 – 4.5% að jafnaði á ári undanfarinn áratug og langt umfram hækkanir á viðmiðum m.a. verðtryggingar.
Ég hef lýst í allnokkrum pistlum hér á síðunni þeirri afstöðu, sem ég hef mætt á þeim norrænu fundum sem ég hef setið undanfarið ár. Er þar stjórnarmðaur í tveim mjög stórum samtökum. Þessi sjónarmið koma glögglega fram í ummælum norskra þingmanna í dag þar sem þeri gera lítið úr barflugunni og framsóknarmanninum og segja að það sé ekki á dagskrá að stytta sér leið í að hjálpa Íslendingum. Öll lán til Íslands eigi að fara í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Íslendingar verði sama hvort þeim líki það verr eða ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Annað væri að ýta vandamálinu á undan sér. Þessu var fulltrúum þáverandi ríkisstjórnar sjálfstæðismanna og samfylkingar, gerð glögglega grein fyrir síðastliðið haust. Öll umræðan í sumar var því ekkert annað en innihaldslaust fleipur og flótti undan veruleikanum og hefur valdið íslenskum heimilum og fyrirtækjum óbætanlegum skaða.
Stefnuleysi stjórnvalda og getuleysi stjórnmálamanna til þess að horfast í augu við afleiðingar rangrar efnahagsstefnu undanfarinna tveggja áratuga er að steypa þessari þjóð í mun dýpri dal en Icesave samningurinn. Stöðugleikasáttmálinn stefnir í að falla 1. nóv. og nánast allir kjarasamningar og þær launahækkanir sem þá eiga koma, þar á meðal 8.750 kr. hækkun lágmarkstaxta.
Til marks um vanhæfi stjórnmálamanna Íslands ræða þeir hiklaust í sömu andránni um 360 þús. tonna álver í Helguvík og það sama á Bakka. Ásamt stækkun álversins í Straumsvík og uppbyggingu a.m.k. 3ja gagnavera ásamt koltrefjaverksmiðju og kísilmálmverksmiðju. Hvað skyldi nú þurfa í raunveruleikanum til þess að slökkva orkuþorsta þessara framkvæmda? Þetta kallar líklega á um 1.000 MW. orku hér á Suðvesturhorninu og um á 700 MW í Þingeyjarsýslu. Til samanburðar þá er uppsett afl þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár áætlað 255 MW.
Ef orkuöflun fyrir álver á Bakka við Húsavík er skoðuð kemur í ljós að öll möguleg orkuver á háhitasvæðum norðanlands nægja ekki til að útvega 360 þús. tonna álveri nauðsynlegt rafafl. Meira rafafl frá gufuaflsvirkjunum er ekki að hafa og þá er Skjálfandafljót næst og færa Jökulsá á Fjöllum yfir í Arnardal og láta hana falla í farveginn í Jökulsárdal og Dettifoss yrði lítil miga.
Íslenskir stjórnmálamenn komast einfaldlega ekki upp úr sandkassaleik sínum til þess að horfa heildstætt á hvaða raunorkuþörf þeir eru að ræða um. T.d. munu álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík soga til sín nær alla orkuna frá hagkvæmum orkulindum á Suður- og Suðvesturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu.
Vissulega eru virkjunarkostirnir fleiri, en þeir eru allir minni og hafa ekki verið taldir sérlega hagkvæmir, sem sést best í þeirri birtingarmynd að þeir hafa ekki verið virkjaðir fyrir stóriðju. Þá verður komið að því að virkja fyrir okkur landsmenn og rafvæða bílaflotann með óhagkvæmum virkjunarkostum.
Því miður er það svo að hinn stóri sannleikur stjórnmálamanna um hinar miklu/ (ja -við getum sagt óendanlegu ef notuð er sama nálgun og hjá íslenskum stjórnmálamönnum) orkulindir Íslands eru skýjaborgir eru byggðar á raupi óábyrgra manna, sem ógerlegt er að vita hvort eða hvað hugsa, eða hvort þeir séu yfirleitt eitthvað tengdir við veruleikann.
Það er klár fantaskapur gagnvart almenning að vekja einhverjar væntingar ef þær eru svo ekkert annað en einhverjar óraunsæjar skýjaborgir ætlaðar til þess að eins að varða framabraut lýðskrumaranna. Markmiðin og þörf þjóðarinnar skipta orðið stjórnmálamenn engu, það eru eigin prinsipp og vörður framabrautarinnar sem skipta þar öllu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)