þriðjudagur, 20. október 2009

Ársgömul ummæli Bjarna Ben. á Alþingi

Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innistæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

Til umræðu var 10 ára lán með 6% vöxtum og jöfnum greiðslum.Alþingi 38. fundur 28. nóv. 2008 úr ræðu Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokki :

Virðulegi forseti. Mér sýnist nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunnar. Hér með er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan afstað í kjölfarið. Þær voru eins og áður hefur komið fram í umræðunni hér í dag og reyndar áður grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda íslenskum skattgreiðendum inni byrðum en sú leið sem, málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðilegt álit í því samhengi.

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
....
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.
.....
Þegar heildarmyndin er skoðuð er tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli.
...

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur. Það má kannski biðja þig um að grafa upp svipað gömul ummæli frá núverandi fjármálaráðherra?

Þetta virkar ekki svona og þú veist betur. Það var allt önnur staða uppi í heiminum í nóvember í fyrra. Til að byrja með, hefði innistæðukerfi Evrópu líklega hrunið ef Ísland hefði farið í mál. Og svo hefur þú fylgst með fréttum undanfarna mánuði og veist allt sem við vitum núna en vissum ekki þá.

kveðja
Guðfinnur

Nafnlaus sagði...

Það er kanski rétt að draga fleirri ummæli fram, enn eru þau bara ekki vitni um hvað við eigum marga lélega stjórnmálamenn ? Allavega finnst mér að margir þingmenn fari nú hringi og allt eftir því hvort þeir séu í stjórn eður ei. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Það er ljóst að íhaldið ætlaði bara að afgreiða þetta á sama hátt og Geir gerði með NOKKUR HUNDRUÐ ÞÚSUND MILLJÓNIR króna í gjaldþrota stofnfjársjóði bankanna og Dabbi gerði með NOKKUR HUNDRUÐ ÞÚSUND MILLJÓNIR króna í lán til gjaldþrota banka án veða sem eitthvert gagn var í. Bara einn NOKKUR HUNDRUÐ ÞÚSUND MILLJÓNJA króna pakkinn í viðbót. HF

Nafnlaus sagði...

æ æ æ Bjarni. Vandræðalegt!

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur

Takk fyrir þetta innlegg.
Gaman að sjá þetta svona skýrt, komandi frá Bjarna "Belg" Ben.
Guðfinnur, tja, já skildi það sama ekki þá eiga við núverandi fjármálaráðherra, skyldi hann ekki hafa talað öðruvísi þá ef hann vissi allt sem við vitum núna ?

Sigfús

Nafnlaus sagði...

já mörg gömul ummæli væri gaman að rifja upp.....

en hverjum gagnast það, fækkar td gjaldþrotum eða greiðast skuldir heimila og fyrirtækja með því?

Gerðu samt eitt Guðmundur, svona til gamans...og af því að þú ert kominn út í pólitíkina.

Taktu "copy paste" snúning á Steingrími, td 3 júní þegar hann sagði í ræðustól á alþingi að ekkert markvert væri að gerast í ICESAVE, osfr.

Nafnlaus sagði...

Hvers vegna fletta blaða og fréttamenn ekki þessu upp þegar þessi hringhani er að tala? Það er óþolandi hvað pólitíkusum er leyft að bulla í fjölmiðla, fréttamenn andæfa aldrei, jefnvel ekki þó svo þeir viti að maðurinn sé að ljúga.

Kveðja
Valsó
Bannaður á athugasemdarkerfi eyjunnar vegna þess að ég kallaði Sjálfstæðisflokkinn hagsmunasamtök fyrir glæpamenn.

Nafnlaus sagði...

Það vantar ansi mikið inn í þessa ræðu, Guðmundur. Var ekki merkingin sú að samningar hefðu átt að geta skilað Íslendingum skjótri niðurstöðu og mun hagstæðari en þeirri sem fengist ef málið tapaðist fyrir dómstólum? Hvað gerist svo? Ríkisstjórnin semur eins og við hefðum tapað málinu að fullu!
Það er ansi langt bil milli þess að fara út í samningaviðræður með skýr samningsmarkmið og að fara í samningaviðræður, sem virðast svo bara einhliða og til þess gerðar að veita viðsemjandanum allt sem honum dettur í hug, um leið og ríkisstjórnin ákveður að berjast ekki fyrir hagsmunum þjóðarinnar.

Kv.

Gestur

Nafnlaus sagði...

Guðfinnur, BB sagði þetta sem hans eigin trú og skoðun. Það hefur ekkert breyst með það að 6% vextir eru hærri en 5,5%, auk þess sem önnur kjör á uppgjöri við Breta og Hollendinga er munu betri nú en samningi BB og Co. BB er einfaldlega annar Ragnar Reykás. Hverskonar rök eru það að benda á hvað einhver annar sagði, hvað kemur það málinu við?
Björn Ólafs

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá svona þverskurð.

Það sem pirrar mig mest er að þessu fólki virðist gjörsamlega vera fyrirmunað að vinna að hagsmunum þjóðarinnar í sameiningu. Þingstörf stjórnarandstöðu virðast ALLTAF snúast um að vera á móti, sama hvað rass er er í stólnum.
Svo koma þessir besserwisserar í sjálfstæðis- og framsóknarflokki fram núna og þykjast hafa lausn á öllu, sömu flokkarnir og komu okkur svona djúpt í þennann skít.
Eru allir búnir að gleyma hvaða flokkar það voru sem að einkavæddu allt og veittu útrásarvíkingunum verðlaun og hvaðeina?
Ætli það hefði ekki heyrst hljóð úr horni ef dæmið hefði snúið öfugt, þ.e. ef einhver Hollenskur banki hefði rænt sparnaði Íslendinga og Íslendingar hefðu getað haft áhrif á alþjóðagrundvelli til að endurheimta peningana??
Því miður.... en Íslendingar eru fífl.

Nafnlaus sagði...

Því miður er BB jr. ekki einn um svon hringl. Kannski er hringlið hans alvarlegra ?

Annars vil ég óska þér til hamingju með sleggjudóminn frá BB eldri.
Það hlýtur að vera þungaviktarmaður sem fær að komast í þann öfundsverða flokk að fara í taugarnar á svo háum herrum ?

HJ