Það verður að segjast eins og það er að allur málatilbúnaður framsóknarmanna hvað varðar efnahagsmál er með hreinum ólíkindum. Þeir hittu greinilega systurflokk sinn þarna í Noregi. Ekki er sá vandaðri! Takk fyrir mig og mína fjölskyldu.
En frammistaða fréttastofa í þessu máli öllu er á enn lægra plani og svo maður tali nú ekki um spjallþáttastjórnendur. Athugasemdalaust er tekið við öllu blaðrinu og hinum rakalausu fullyrðingum. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessir menn eru með innistæðulaust upphlaup og enn er gleypt við öllum gífuryrðum athugasemdalaust.
Er nema von hversu löskuð öll umræða er á landinu.
Það er einfaldlega ekki til lýsingarorð yfir þennan ómerkilega farsa.
Það er búið að liggja fyrir ekki bara í eitt ár heldur allt árið á undan hruninu, að íslendingar yrðu að taka til hjá sér í efnahagsstjórninni og eftirlitskerfinu. Fyrir hrunið höfðu borist allmargar skýrslur sem Geir og Árni þáverandi ráðherrar efnahagsmála höfðu milli handanna. Allan tímann er það búið að liggja fyrir að ekki kæmi til greina aðstoð fyrr en að lokinni tiltekt.
Sama kom fram í kröfum lífeyrissjóða þegar sótt var að þeim af hálfu þáverandi ríkisstjórnar í september 2008 að koma heim með erlendar eignir. Sett var fram krafa að ef það ætti að gerast þyrfti að koma fram undirritað loforð frá ríkisstjórn að tiltekt færi fram ásamt því að efnahags- og peningastefnu yrði breytt. Þessu hafnaði ríkisstjórnin, eins og kröfum norrænu Seðlabankanna um að eftirlit yrði hert og tekið á bönkunum.
Þetta kom glögglega fram í öllum fréttum. Reyndar kemur það einhverra hluta ekki fram í þeim upprifjunum sem fréttamenn hafa ástundað undanfarnar vikur.
Það þjónar engu að láta eins og óþekkir krakkar og heimta og heimta og segja svo að allir sem ekki vilja láta undan okkar kröfum séu óvinir íslendinga. Sé litið til undanfarinna áratuga blasir það við öllum sem vilja sjá það hvers vegna Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja viðhalda einangrunarstefnunni og koma í veg fyrir nauðsynlega tiltekt í kerfinu.
Við komumst einfaldlega ekki fet áfram með þessu háttalagi og við blasir uppdráttarsýkin í efnahags- og atvinnulífi, sem þetta háttarlag Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna veldur. Þeir geta kallað þetta öllum ónöfnum, eins og þeir gera, en samt blasir þessi staðreynd við okkur og hún fer ekki fyrr en þeir láta af þessum andstyggilega leik.
3 ummæli:
Fréttamennskan er gríðarlega frumstæð. Lítið er um að kannaðar séu heimildir og bakgrunnur. Menn komast upp upp með röfl og upplognar ávirðingar athugasemdalítið eins og þessir Bjarmalandsfarar.
Steinninn tók þó úr þegar fréttasnápar kröfðu Jóhönnu um bréfabirtingar eftir ásakanir rugludallanna um landráð hennar. Því miður varð hún við þeirri ósk.
Rugludallarnir létu ekki þar við sitja. Þá var tekið til við rangtúlkun á bréfaskriftunum og lesið á milli línanna þar til komin var ásættanleg niðurstaða fyrir formann Framsóknarflokksins.
Þetta er svona svipuð fréttamennska og það að vilja ekki flytja fréttar af Gallup-könnun sem gerð var fyrir Vef-Þjóðviljann þar sem kom fram að 67,9% þjóðarinnar væru andvíg því að borga til baka IceSave og að 48,5% vilja ekki ganga í Evrópusambandið. Þessar niðurstöður hafa ekkert að gera með sjónarhorn Vef-Þjóðviljans heldur eru þetta niðurstöður könnunar óháðs aðila að áeggjan Andríkis. En það er svona með fjölmiðlafólk, það er ekki sama hvaðan "gott" kemur.
Já, þarna er sérstaklega stingandi framistaða svokallaðra spjallþáttastjórnenda og jafnvel fjölmiðla almennt. Soldið vona: Ha ? Bíddu við, afhverju benda fjölmiðlar ekki á hið augjósa sem liggur fyrir í málinu og þar með hvað fullyrðingar framara virka anknalegar í því samhengi o.s.frv.
Skrifa ummæli