miðvikudagur, 7. október 2009

Enn á upphafspunkti?

Það ástand sem stjórnmálamenn eru að skapa hér er leiða til enn meira og almenns siðrofs. Og svarta hagkerfið fer hraðstækkandi. Vaxandi fjöldi almennings segir „Ég til í allt.“ Þetta er nákvæmlega sama og sænskir og finnskir félagar mínir hafa sagt að hafi gerst í bankakrísu þeirra upp úr 1990 og það hafi tekið vel á anna áratug að vinna bug á þeim viðhorfum með mjög harkalegum aðgerðum og ströngum lögum.

Íslenskir stjórnmálamenn fara hverja gandreiðina á fætur annarri og pöpulisminn ræður ríkjum og formaður Framsókna fer til Noregs og sníkja lán hjá Noregi í gegnum einkennilegan þingmann sem er einangraður í norskum þingheimi og ráðherra gleymir sér í pöpulismanum og veit ekki fyrri til en hann er óvart búinn að segja af sér til þess að bjarga ríkisstjórninni og últra hægrimenn eins og t.d. Hannes Hólmsteinn birtir lofgreinar um hann. Það eitt út af fyrir sig hefði dugað til þess að VG-maður hefi sagt af sér öllum embættum, líka í skemmtinefnd

Á meðan launamenn og fyrirtækin hafa staðið við alla þætti Stöðugleikasáttmálans hafa stjórnvöld ekkert gert og stjórnmálamenn sóa tíma sínum í innatómt kjaftæði og samningu óskalista, sem er tilefni gálgahúmors um íslensk stjórnvöld niður alla Evrópu. Ríkistjórnin svíkur kjarasamninga um hækkun persónuafsláttar. Afstaðan gagnvart heimilum er gagnrýnisverð, þ.á.m. lækkun vaxta- og barnabóta.

Það má spyrja hvað á skattleggja? Ekki eyðir fólk þeim peningum sem fara í skatta og grunnur neysluskatta minnkar eða með öðrum orðum; við eyðum okkur ekki út úr þessu og við sköttum okkur ekki út úr þessu. Svo ofan úr himinblámanum birtast fyrirvaralausar yfirlýsingar ráðherra sem stöðva þó þær fáu framkvæmdir sem eru á framkvæmdastigi.

Það er einungis ein leið fær : Hún er að koma atvinnulífinu í gang og auka verðmætasköpun og útflutning. Það gerist ekki fyrr en búið er opna fyrir lánaleiðir og fjarlægja hindranir á flæði gjaldeyris milli landa.

Stjórnvöld verða að standa við gerða samninga og ná vopnahlé við atvinnulífið. Svo væri það kannski lausnin að fela atvinnulífinu að leggja upp lausnir og koma þeim í gegn með starfstjórn á meðan stjórnmálamenn sinna sínum sandkassaleikjum og auka siðrofið í þjóðfélaginu. Við erum ekki á upphafspunkti við erum kominn aftar og leiðin upp verður sífellt lengri.

1 ummæli:

ÞE sagði...

Í fyrsta skipta í þó nokkuð langan tíma get ég sagt: amen á eftir efninu.

Nú ertu að tala með fólkinu og á mannamáli Guðmundur!