þriðjudagur, 6. október 2009
Hrikalegar afleiðingar
Vinsældakeppni
Ég hef nokkrum sinnum komið að ummælum félaga minna í stjórnum þeirra norrænu og evrópsku samtaka sem ég sit í. Þá hefur það legið fyrir allt frá því í byrjun október síðastliðinn að Ísland yrði að bæta upp á það sem vantaði í baktryggingasjóð bankanna. Það kom mjög glögglega fram hjá Skandinövunum að við íslendingar yrðum að gera okkur grein fyrir því að við myndum ekki fá eina krónu lánaða fyrr en við værum búinn að hreinsa upp eftir fjármálaglæpamennina. Þetta kom fram í pistlum sem ég skrifaði hér fyrir ári síðan.
Okkur var sagt að málið snérist einvörðungu um með hvaða hætti við myndum borga og okkur yrði boðið upp á viðræður um það, sem var gert og Geir og Baldur Guðlaugs skrifuðu upp á minnisblað um þetta í nóvember í fyrra einsog kom fram í fréttum.
Það sem hefur gerst síðan er að pöpulistar hafa farið hamförum og stillt málinu upp þannig að okkur standi til boða sá valkostur að borga þetta ekki. Síðan var öllu sumrinu eytt í að semja einhvern óskalista að kröfu þeirra sem hönnuðu hrunið, sem gert er stólpagrín af niður í Evrópu. Það sést glögglega í norrænum blöðum og það heyrir maður á ummælum niður í Skandinavíu.
Jóhanna sagði við ráðherra sína = Þetta gengur ekki lengur, við verðum að lenda málinu. Ef það verði ekki gert þá fær atvinnulífið ekki lán nema á mafíukjörum 15% vöxtum eða meir. Málflutningur eins og t.d. kom fram í eldhúsdeginum í gærkvöldi um að okkur standi til boða fullt af lánum er bjálfaleg óskhyggja manna sem neita að horfast í augu við eigin gjörðir. Það taka engin fyrirtæki lán á 15 - 20% vöxtum. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn eru að leiða yfir okkur annað hrun sem mun hafa mun alvarlegri afleiðingar fyrir atvinnulífið en það fyrra og fyrirtækin muni falla hvert af öðru í vetur.
Sumir er fallnir í á ábyrgðarlausa vinsældakeppni og segja að alls ekki eigi að semja við Breta og Hollendinga. Sjálfstæðismenn undirgengust samninga í fyrstu atrennu þegar þeir voru í ríkisstjórn en hafa svo tekið u-beygju. Heilt ár er þá farið í súginn, það liggur fyrir að stjórnvöld hafa allt frá hruni staðið í samningum um Icesave. Þeir sem eru í vinsældakeppni með andstöðu sinni verða að axla sína ábyrgð og klára málið þannig að þjóðin hafi sóma af.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hvað er að fréttamönnum hér á landi, Bylgjan, Baugsmiðillinn, útvarpar Sigmundi Davíð og Tryggva þór út í eitt og notar sömu vinnubrögð í áróðurssstríðinu og þegar barist var sem harðast gegn fjölmiðlalögunum. Vísir.is og Pressan og Mogginn eru lítið skárri. Vilja þessir blaðamenn vinsamlegast spyrja "eigendur" sína hvað það þýðir fyrir okkur að semja ekki um Icesave og hvort við séum hugsanlega að taka mikla áhættu með því að gera það ekki!!? ...þessu verður að svara.
Sammála þér Guðmundur og ekki í fyrsta sinn:)
Icesavemálið er frá þinginu með yfirgnæfandi stuðning og þar með töldu öllu stjórnarliðinu. Við erum því búin að segja hvað við erum tilbúin að borga mikið og nú verðum við bara að taka þeim afleiðingum sem fylgja því tilboði.
Ákvörðunin er tekin og við komumst aldrei í að gera nokkurn skapaðan hlut ef við ætlum að taka allar stórákvarðanir upp með mánaðarfresti og taka nýja stefnu.
Það er nú Breta og Hollendinga að ákveða sín viðbrögð og við getum þá ákveðið hvernig við viljum svara þeim þegar þau koma. Þangað til er málið afgreitt.
Ég skil ekki alveg hvernig Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu að leiða okkur inn í annað hrun ?
Ertu að meina af því að ríkisstjórnin hefur ekki vísan meirihluta fyrir sínum málum (Icesave) á þinginu ?
Er það stjórnarandstöðunni að kenna, eða ertu að skamma Albaníu ?
Það er nú svo augljóst. Sjálfstæðismenn og Framsókn stóðu í málþófi í allt vor og börðust gegn grundvallaréttindum og töfðu björgunaraðgerðir heimila.
Í sumar hafa þeir staðið fyrir kostulegum umræðum um einhverja möguleika í Icesave sem liggur fyrir að er ekkert annað en innistæðulaus ósklisti.
Það blasti við strax síaðsta vetur og hefur fengið staðfestingu í því að Bretar og Hollendingar hafa sagt að þeim sé slétt sama um þennan óskalista og nú vilja Sjálfstæðismenn og Framsókn taka annan rúnt með sömu hringekju á meðan blæðir fyrirtækjum og heimilum út.
Ekki má gleyma hryðjuverkaarmi Vinstri-grænna undir forystu Ögmundar.
Það lið leggur stein í götu lausnar Icesave deilunnar og kemur í veg fyrir að endurreisnin geti hafist af fullum krafti. Það er dýrkeypt fyrir þjóðina.
Spyrja má hvort þetta fólk varði ekkert um þjóðarhag?
Það er stöðugt reynt að rugla íslensku þjóðina með tali um Icesave málið. T.d. sagði Davíð Oddsson í sjónvarpsviðtali fyrir viku síðan "að Icesave-málið væri “eitt mesta skemmdarverk sem á Íslandi hefur dunið.”
Það er því vel við hæfi að rifja upp hvaðan Icesave-reikningurinn upp á ca. 700 milljarða króna er runninn. Hann er bein afleiðing af ákvörðunum eigenda og forráðamanna Landsbanka Íslands, þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar, varaformanns bankaráðs og fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og bankastjóra í þeirra þjónustu.
Sú ákvörðun þessara manna að leysa endurfjármögnunarþörf á óhóflegu skuldasafni bankans með því að stofna útibú Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, þýddi að bankaleyfið, eftirlitið og lágmarksinnistæðutrygging sparifjáreigenda var á ábyrgð íslenskra eftirlitsstofnana og íslenska tryggingasjóðsins.
Ef þessir einstaklingar hefðu farið að fordæmi Kaupþingsmanna og rekið þessa fjáröflunarstarfsemi sína í formi dótturfélags en ekki útibús, þá lægi enginn Icesave-reikningur fyrir Alþingi Íslendinga með kröfu um ríkisábyrgð. Þá væri einfaldlega enginn Icesave-reikningur til. Hvort tveggja, eftirlitið og lágmarkstrygging innistæðna, hefði verið á ábyrgð viðeigandi stofnana í Bretlandi og Hollandi.
Kveðja, Þræll #83
Mikið rétt þræll #83.
Hvað þarf að gerast til að Landsbankamenn svari til saka fyrir þetta ?
Var þetta kannski fullkomlega löglegt ?
Það leyfi ég mér að efast um. En við vitum að svona menn eru hafnir yfir lögin, og því er við engu örðu að búast en að við borgum fyrir allt.
kveðjur frá H.B.
Skrifa ummæli