þriðjudagur, 27. október 2009

Vinnubrögð spjallþáttastjórnenda RÚV

Helgi Seljan hringdi í mig liðlega kl. 15 í dag. Hann spurði hvort ég gæti komið í Kastljósið í kvöld og rætt stöðugleikasáttmálann. Ég sagði honum að ég væri búinn vera norður á Sauðárkrók síðan snemma í morgun á fundum og væri á leið suður, vissi að eitthvað hefði verið í gangi um þessi mál í dag og ég ætti á mæta á fundi vegna þess þegar ég kæmi suður og þeir fundir ættu að standa fram eftir kvöldi.

Ég hefði því einfaldlega ekki næga þekkingu á stöðunni til þess að fara í þetta. Helgi sótti að mér og sagði að ég yrði þarna einn og við gætum rætt fleiri mál. Helgi sagðist hafa rætt við SA og forseta ASÍ og þeir hefðu gefið honum sama svar. Ég endurtók svar mitt og það stæði.

Nú er ég búinn að vera á fundum nú til miðnættis vegna þessa máls síðan ég kom suður, að undanteknu því að ég skaust heim til þess að kaupa inn og elda kvöldmatinn fyrir fjölskylduna, þar sem konan var að vinna frameftir.

Mér var tjáð í kvöld að Helgi hefði byrjað Kastljósið í kvöld á því að kynna til leiks Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akranes, sem væri með umfangsmiklar tillögur um ASÍ og lífeyrissjóðina. Helgi sagðist hafa beðið Guðmund Gunnarsson um að koma til þess að ræða þessi mál við Vilhjálm en Guðmundur hafnað því að koma??!! Sama hefði gilt um tvo úr forystu Starfsgreinasambandsins.

Viðtalið hefði byrjað á því að Helgi spurði Vilhjálm hvort hann vissi hvers vegna Guðmundur vildi ekki koma og tala við hann??!!

Þetta er lýsandi dæmi um hvernig spjallþáttastjórnendur RÚV vinna. Spunnin upp leikflétta, saklaust fólk dregið inn í hana til þess að búa til einhverja sóðastöðu. Þetta er á svo lágu plani að manni er flökurt. Bendi enn einu sinni á ummæli Páls Skúlasonar um þessi vinnubrögð.

Ég komst svo að því kvöld að Helgi vissi að ég og hinir tveir kæmust ekki í Kastljósið. Forseti ASÍ hafði sagt honum það í símtali nokkrum mínútum áður en Helgi hringdi í mig. Gylfi sagði Helga að þessir fundir yrðu fram eftir kvöldi með beinu símasambandi við ráðherra sem væru á Norðurlandaþingi og það yrði ekkert hægt að segja að neinu viti fyrr en í fyrsta lagi seint í kvöld, líklega ekkert fyrr en annað kvöld.

Annað ég hef ekki minnstu hugmynd hvaða tillögur formaður Verkalýðsfélags Akranes hefur sett fram um ASÍ og lífeyrissjóðina, hef aldrei heyrt þær og færi vart að mæta í viðtal um það, enda ekki mitt að dæma þær tillögur.

Tel mig reyndar hafa verið heppinn að falla ekki í þá sóðagryfju sem Helgi var að búa mér.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir verð að vanda sig betur hjá RÚV.Viðgeru réttmætar kröfur um öguð vinnubrögð.
'Olafur

Traustit sagði...

Kastljósið er orðið alveg bitlaust. Það er kominn tími til þess að skipta inná nýju fólki þar.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, þú ert eiginlega að lýsa vinnubrögðum spunameistara Samfylkingarinnar með þessu.
Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögð og Baugsmiðlar nota í þágu Samfylkingarinnar, hanna atburðarrás og búa til spuna út frá því.
Nú fara þessar aðferðar ykkar Samfylkingarfólks að hitta ykkur í bakið og þá kvartið þið mikið undan því.

Kv.
Björn

Guðmundur sagði...

Sé eiginlega ekki flokkspólitíska samhengið í þessu.
Er reyndar óskaplega lítið í þessari flokkspólitík síðan ég gafst upp á því að vera í Sjálfstæðisflokknum

einar hjörleifsson sagði...

Upphaflega greinin snýst ekkert um flokkapólitík. Hún snýst um vinnubrögð fjölmiðla dagsins í dag. Þar sem fréttamenn eru að reyna slá keilur hvern dag í þröngri stöðu takmarkaðs tíma, mannskaps og innsæis.

Spurningin er hvernig við breytum þessum. Held að þetta sé ekki spurning um persónur og leikendur, þmt umræddann Seljan. Þetta er spurning markmip. Og hvernig á að ná því miðað við fyrirliggjandi fjármagn (nefskatt).

Nú veit ég reyndar ekki hvernig þetta er þarna á RÚV, hvað varðandi skiptingu á því fjármagni sem að þeir lögboðið hafa. En einhvernveginn hef ég grun um það að löggjafarvaldið setji engar skorður um hvernig þessari skylduáskrift er ráðstafað. Fróðlegt væri að vita hversum stórum hluta þess er í raun ráðstafað í fréttaflutning (les: upplýsingamiðlun til almennings). Einhvernveginn hef ég hugboð um það að það sé nú kannski ekki mikið. A.m.k. ef að maður dæmir út frá hvernig superstjarnan Seljan vinnur úr málum.

Spurningin er hvort að við værum ekki betur sett með skylduáskrift af alvöru útvarpi (eingöngu) og létum allt þetta sjónvarpsdót RÚV, lönd og leið. Fengjum örugglega meiri gæði, enda gæði þess sem að nú er þegar á Gufunni tilvísun í framtíðina, ef aukið væri fjármagnið í þeirri deild. Eigum við bara ekki að leggja þetta RÚV sjónvarps-dót einfaldlega niður. Sætum kannski uppi með alvöru útvarp, svona a la BBC News, sem að við eru aðnjótandi á okkar lóka FM-bylgjum.

Einar

Nafnlaus sagði...

Þessi miðill er ekki trúverðugur. Ekkert öðruvísi.