mánudagur, 19. október 2009

Ferð án fyrirheits

Datt þetta einhverra hluta í hug eftir að hafa hlustað á málfutning fyrrv. menntamálaráðherra og einni helstu klappstýru bankaæðisins.

Mér finnst einvern veginn þetta þurfi ekki frekari útskýringa við. Svona er þetta barasta.


Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður
Af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega.
Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,
Sýndist mér stundum því von minni í flestu geiga.

Að endingu sagði ég yfirdrottnunarvaldinu
í alvöru stríð á hendur, án nokkurrar vægðar.
Og styrkur minn liggur allur í undanhaldinu.
Þótt einhverjum, sýnist það málstaðnum lítið til þægðar.

Og stríð mitt er nútímastríð, en ekki af því taginu
að standa til lengdar í tvísýnum vopnabrýnum.
Þið vitið að jörðin er líkt og knöttur í laginu.
Og loksins kemst maður aftan að fjandmanni sínum.

Steinn Steinar. Ferð án fyrirheits.

1 ummæli:

Guðni Gunnarsson sagði...

Fín hugdetta, gæti ekki verið meira sammála.