Eitt af því allra leiðinlegasta sem ég upplifi er þetta endalausa væl sjálfstæðismanna um hversu allir séu vondir við þá. Útvarpsþættir eins og Víðsjá og Spegillinn hafa farið í taugarnar á þeim og áfram mætti lengi telja. Þeirra gæðingar eru með harla einkennilegar söguskoðanir í þáttum sem Sjónvarp allra landsmanna var látið kaupa á meðan BB var menntamálaráðherra.
Ekki þótti þeim athugavert þó þeir stæðu einir að dagblaðamarkaði um langt tímabil eða sætu við stjórnvölinn og röðuðu inn sínum mönnum í embætti og sniðgengju allar hæfniskröfur og viðhorf matsnefnda.
Ef menn voru ekki sömu skoðunar og þeir, var viðkomandi afgreiddur sem kommi eða thalibani. Það var nægileg röksemd og með því viku þeir sér undan að færa frekari rök fyrir sínu máli. Þessi vinnubrögð urðu sífellt meir áberandi þegar nær dró síðustu aldamótum.
Ég setti inn í gær færslu með ársgamalli ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins. Hef fengið allnokkra pósta þar sem bent er á að Steingrímur hafi líka skipt um skoðun. Allir vita það, en er það kjarni málsins?
Bjarni var í ríkistjórn þegar hann hélt þessa ræðu. Forsvarsmenn höfðu þá innstu vitneskju um stöðu mála og gerðu sér grein fyrir að ekki yrði undan þessu vikist þó málið væri vont, mjög vont. Þeir undirrituðu þá afgreiðslu við Breta og Hollendinga og gerðu samkomulag við AGS. Bjarni og félagar tóku þessa afstöðu á málefnalegum grunni. Þegar Steingrímur kemst í ríkisstjórn þá áttar hann sig á því sama og verður sammála Bjarna.
En þá skipta Bjarni og félagar um skoðun?! Það er kjarni málsins. Tefja öll mál með málþófi í vor og halda svo uppi tilgangslausum uppákomum í allt sumar. Bjarni og hans menn leggjast svo lágt að geta ekki horfst í augu við þann vanda sem þeir höfðu skapað og fara í mesta lýðskrum Íslandssögunnar. Litlir karlar.
Það sem Bjarni og félagar uppskera er að þjóðin hefur tapað heilu ári og við sitjum enn verr í súpunni. Aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum hafa tafist. Sá efnahagsvandi sem við þurftum taka á og komast út úr og stefnt var að ná okkur út úr á 4 árum, hefur vaxið og þetta tapaða ár setur okkur í þá stöðu að hækka þarf skatta enn meir á næstu árum, en ella hefði þurft.
Mikið hefðu Bjarni og félagar vaxið og orðið menn að meiri ef þeir hefðu tekið á vandanum eins og menn og staðið í fæturna.
9 ummæli:
Í dag notar Sjálfstæðisflokkshollustan t.d. endalaust orðið Baugsflokkurinn um Samfylkinguna þótt Baugsmenn hafi löngum verið yfirlýstir Sjálfstæðismenn.
Það fer ekki framhjá fólki að gamla valdaklíkan í FLokknum er önnum kafin við að reyna að koma gagnrýnni umræðu um afrek þeirra fyrir kattarnef. Er mönnum mislagðar hendur við þau skoðanaskipti sem því fylgja. Haldið er á lofti sem augljósum hlut að RÚV fari á svig við lög með því að gæta ekki hlutleysis í Silfri Egils. Þegar gengið er eftir dæmum þá er fátt um svör, en vísað til þess að það sé augljóst.
Svona herferðir úr þessum herbúðum eiga eftir að ágerast eftir því sem meiri óþverri opinberast við rannsókn á aðdraganda og eftirmálum hrunsins.
Farið er að hitna undir fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra.
Það er farið að glitta í ábyrgðaraðila hrunsins í stjórnmálaheiminum og er það vel.
Hrunstjórinn Hádegismóri verst eftir föngum úr vígi sínu þar og er orðinn nokkuð móður enda flótti brostinn á og liðsandinn ekki góður.
Riddarinn Hannes skýtur þó skjöldum fyrir sinn ástsæla foringja í Bloggheimum og mun berjast þar til síðasta blóðdropa.
Naglinn á bólakaf eins og oft áður
Úlfur
Þap er útilokað að gera svona kröfur Guðmundur. Þetta eru nefnilega sjálfstæðismenn og þar er sómatilfinning ekki til.
ÞÚB
Først pisser de på os, - så sir de vi lugter
Svend Auken
Þessi ríkisstjórn og aðþáendur hennar nota óspart "moka flórinn" þegar þeir eru í raun bara að hræra í honum.
Algerlega sammála því sem skrifað er í pistlinum.
En ég mæli eindregið með bók
Stefan Zweig Veröld sem var og fjallar um örlög þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina.
Þeir sem reyndu að koma þjóðinni út úr kreppunni eftir blóðuga styrjöldina voru gerðir að blórabögglum. En gerendurnir sluppu og höfðu engan áhuga á að hreinsa upp "allan skítinn eftir" sig.
Það er nú svo
Ég held að allt þetta tal um að reka Egil hafi bara verið smjörklípa. Þannig tókst þeim að skipta um umræðuefni og draga athyglina frá aðalatriðinu: Ummælum Bjarna sem þú birtir.
Skrifa ummæli