þriðjudagur, 27. október 2009

Afsökun?

Fékk seinni partinn í dag með tölvupósti afsökunabeiðni frá Þórhalli ritstjóra Kastljóss.
Aðeins reynt að klóra í bakkann. Þó svo þeir hafi vitað að ég gæti ekki komið, fengu þeir annan mann til þess að hringja í mig og notuðu svo hluta svars hans án þess að hann vissi til þess að afska sig.

Svona pínukalla afsökun sem er hvísluð þar sem fáir heyra.

Eins og maður upplifir stundum á fundum, þar sem einhver fer offari með fullyrðingum og svívirðingum, en hringir svo í mann eftir fundinn og viðurkennir að hann viti svo sem að hann hafi ekki farið með rétt mál á fundinum og biðst afsökunar á því í gegnum tveggja manna tal í símann

Til hvers er svoleiðis afsökun?

Hún er til þess að pínukallar geti lifað með sjálfum sér og gerir ekkert annað - en að staðfesta skoðun manns á pínuköllum

Engin ummæli: