föstudagur, 20. nóvember 2009

Skattbreytingarnar

ASÍ hefur stutt þá stefnu sem sænskir efnahagsérfræðingar fóru eftir við endurreisn sænska kerfisins á árunum 1990- 1995. Eins og ég lýsi m.a. (hér) og (hér) og (hér)

Taka mjög ákveðið á vandanum og vinna sig úr honum á 4 -5 árum. Þetta kom m.a. fram við gerð Stöðugleikasáttmála. Það er að tekist verði á við vanda ríkisstjóðs, en þó þannig að þeim sem minnst megi sín verði hlíft.

Með þessum aðgerðum er sannarlega verið að ganga mjög nálægt heimilunum, en staðið er við kjarasamninga um persónuaflsátt og tryggja verðtryggingu á hann.

Eins tekst að verja vaxtabótakerfið og barnabótakerfið sem er mjög verðmætt fyrir ungar fjölskyldur. Hér eru skila sér þau slagsmál sem ASÍ tók við þáverandi ríkisstjórn þegar skerðingarmörk þessa kerfa voru leiðrétt í kjarasamningum 2007.


Á þessari mynd sést hvar jaðarskatta fara að hafa áhrif.



Hér sést hvernig skattar breytast frá núverandi kerfi samanborðið við nýtt kerfi. Skattar byrja að vaxa á tekjum yfir 270 þús. kr. Þetta skattakerfi er nákvæmlega ekkert flóknara en það sm við búum við í dag. Öll Norðurlöndin og flesta Evrópuríkjanna eru með þrepakerfi skatta og þau lifa öll við það. Hræðsluáróður um flókið kerfi er barnalegur.




Rauð lína - sú leið sem farinn var.

Græn lína - óbreytt kerfi.

Blá lína - óbreytt kerfi með 2000 kr. hækkun persónuafls. og 39.5% skatts í stað 37,2%

Bláa leiðin var ákaflega ósanngjörn sérstaklega fyrir millitekjufókið og hefði verið himnsending fyrir hátekjufólkið. Hreint út sagt ótrúlegt að hún virtist eiga sér stuðning innan Samfylkingarinnar!!

Þráhyggja Sjálfstæðisflokksins um að skattleggja inngreiðslur lífeyrissjóðanna bera vott um fullkomið ábyrgðarleysi. Tillögur tillögur um að skerða þær skatttekjur sem börnin okkar, barnabörnin og komandi kynslóðir eiga rétt á í framtíðinni í stað þess að við sjálf leysum þann vanda sem okkar kynslóð hefur skapað.

Í því skattaumhverfi sem Sjálfstæðisflokkur í samvinnu við Framsókn skapaði jókst skattbyrði jókst mest í lægri tekjuhópum en lækkaði hjá hátekjufólki. Skattbyrði flestra fjölskyldugerða jókst en mest þó hjá einstæðum foreldrum og lágtekjufjölskyldum. Ríkustu fjölskyldurnar í landinu margfölduðu hlutdeild sína í heildarráðstöfunartekjum í áratug. Þetta var brjálæðislegt skattkerfi svo notuð séu þeirra eigin orð.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert ótrúlegtvið afstöðu Samfylkingarinnar og þjónkun við peningaöflin.

Þetta eru óvinir fólksins.

Unknown sagði...

Sæll Guðmundur

Með nýja skattkerfinu á ekki að hækka persónuafsláttinn í samræmi við vísitöluhækkun (eins og lög gera ráð fyrir) heldur bara hækka hann um 2.000 kr sem átti hvort sem er að setja ofan á vísitöluhækkunina. Hefðu Jóhanna og Steingrímur ekkert breytt skattakerfinu hefði persónuafslátturinn á næsta ári orðið um 48 þús en verður 44 þús. Þetta þýðir að allir lálaunamenn munu borga hærri skatta á næsta ári en þeir hefðu gert í óbreyttu kerfi.

Steingrímur segir að þeir sem eru með 270 þús í laun komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla, staðreyndin er að þeir munu þurfa að borga um 50 þús meira í skatt á ári. Þetta eru trúlega mestu skattahækkanir á lálaunafólk sem nokkur ríkisstjórn hefur farið í og verkalýðsforustan hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka skatta á lálaunafólk.

Kv
Ragnar

Nafnlaus sagði...

Greinargóð skýring á flóknum hlutum. Mjög gott að fá svona skilgreiningu.

Nafnlaus sagði...

Takk - Mannamál talað hér eins og áður - Skýr framsetning

Nafnlaus sagði...

Þessu ótengt: Er það rétt að fjöldi rafiðnamanna á atvinnuleysisskrá sé mjög lítill í dag?
Hverus margir eru þeir og er einhver skýring?
kv. Baldvin

Nafnlaus sagði...

Vaxtabætur og barnabætur eru tómt rugl. Það eru mjög fáir sem í raun fá eitthvað út úr þessu, tekjutengingin sér um það.
En auðvitað þjónar þú þínum herrum, ekkert nýtt í því

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að setja þetta skýrt fram!
Hvers vegna í ósköpunum útskýra fjölmiðlar ekki málavexti? Er þar virkilega enginn sem kann að búa til gröf? Eða er einhver stemmning í gangi um að hafa alla á móti öllu, því enginn græði á neinu og allir tapi á öllu.... Fáránleg speki það.

Ein sem hlakkar til að borga meira, svo aðrir geti borgað minna! Við verðum jú að fjármagna þetta flipp..

Guðmundur sagði...

Það voru Sjálfstæðismenn og Framsóknarmen sem eyðilögðu vaxtabóta og barnabótakerfið með því að láta skerðingarmörk standa kyrr í krónum talið árum saman. Þegar fasteignaverð fauk upp þýddi það að vaxtabætur nánast hurfu á suðvestur horninu.

Verkalýðshreyfingin þvingaði svo stjórnvöld í sambandi við kjarasamninga fyrri hluta 2007. Ríkisstjórnin sveik það að hluta til hún átti að hækka eignastuðulinn um 80%, en hækkaði hann einungis um 25%. En núna við fall fasteignaverðs og eins heildartekna þá eru það sífellt fleiri sem eru að öðlast rétt í kerfinu.

Vaxtabætur og barnabætur eru einfaldasta og réttlátasta leiðin til þess að koma til móts við ungar barnafjölskyldur sem eru að koma undir sig fótunum með mikilli vinnu samfara ungum börnum. Þetta er viðurkennd staðreynd og allar norrænu þjóðirnar utan frjálshyggju Íslands hafa notað mikið.

Ég skammast mín ekkert fyrir að vera sakaður að vera ákafur stuðningsmaður þessa. Bý sjálfur við mikið barnalán og barnabarnalán. Er mjög stoltur af þeirri gagnrýni sem ég hef sett fram í mörgum pistlum og greinum vegna þessa málaflokks

Takk annars fyrir hlý orð
GG

Guðmundur sagði...

Sæll Baldvin
Fjöldi rafiðnaðarmanna á atvinnuleysisskrá er mun minni en í öðrum starfsgreinum, er um 3.5% á meðan það er víða um og yfir 10%. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður

Á íslenskum vinnumarkaði rafiðnaðarmanna voru árið 2008 um 7000 störf.

Starfssvið rafiðnaðarmanna er mjög vítt. Innan við 1.000 eru að störfum á byggingarmarkaði og það er þar sem mesta atvinnuleysið er. Langfelstir eru í þjónustustörfum margskonar og á hátæknistörfum. Stórir hópar eru í vinnu hjá hinu opinbera eða fyrirtækjum í eigu hins opinbera.

Margir rafiðnaðarmenn eru farnir í önnur störf, enda eiga þeir oftar auðveldara en margir aðrir með að komast í önnur störf vegna þess að þeir koma mjög víða við í rafiðnaðarstörfum.

Það fóru um 350 erlendir rafiðnaðarmenn af þessum vinnumarkaði á árinu 2008.

Um 500 hvarf af vinnumarkaði inn í verkmenntaskólana til þess að ljúka sínu námi eða fara í framhaldsnám.

Um 100 eru farnir til norðurlanda til starfa. Rafiðnaðarsambandið er hluti af norræna Rafiðnaðarsambandinu og öll norðurlöndin er sameiginlegur vinnumarkaður um 160 þús. rafiðnaðarmanna.

Rafiðnaðarmenn reka öflugustu starsmenntastofnun landsins Rafiðnaðarskólann og rafiðnaðargeirinn skattleggur sjálfan sig til reksturs skólans og veitir til hans um 200 millj. kr. ári

Þar hefur námskeiðum verið fjölgað mikið og stuðningur við okkar fólk stóraukinn svo það geti sótt sér framhaldsmenntun á námskeiðum og bætt stöðu sína á vinnumarkaði og sótt inn í fleiri störf með víðari þekkingu.

Að jafnaði eru um 50 rafiðnaðarmenn á námskeiðum, flestir af þeim hluta okkar vinnumarkaðs þar sem atvinnuleysið er. Það þýðir að þau störf sem eru til staðar nýtast betur til þess að lækka atvinnuleysið

Rafiðnaðarsambandið hefur notað um 200 millj. kr. það sem af er þessu ári umfram það sem hefur verið á undanförnum árum til þess að styðja sitt fólk í þessum ástandi.

Kv GG