laugardagur, 5. desember 2009

Þakka einstaklega efnisríka ræðu

Ég er einn af fjölmörgum sem er þeirrar skoðunnar að íslendingar hafi undirgengist ábyrgð á Icesave-innlánsreikningunum. Það var ekki gert af núverandi ríkistjórn, það var gert af ríkisstjórnum skipuðum af sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum og samþykkt af meiri hluta Alþingis.

Ég er ekki sáttur við hvernig Landsbankinn nýtti sér þetta svigrúm og alls ekki sáttur við að hvorki ríkisstjórn Geirs né Davíð og stjórn Seðlabanka hafi ekki gripið inn þegar ljóst var hvert stefndi þegar á fyrri hluta árs 2008. Ég er alls ekki sáttur við að fjárglæframenn Landsbankans, félagarnir Sigurjón, Björgólfur, Halldór og Kjartan framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi komist upp með að kuldsetja þjóðina.

En þetta er sú staða sem við erum í og verðum að horfast í augu við. Staða sem við verðum að vinna okkur út úr. Það mun aldrei verða liðið að við víkjum okkur undan þessari ábyrgð. Það er enn síður okkur til málsbóta að lýsa því yfir að aðrar þjóðir, eins og t.d. norðurlandaþjóðirnar séu að fara illa með okkur.

Ég hef margoft lýst þeim skoðunum hér á þessari síðu sem ég hef mætt gagnvart okkur íslendingum á norrænum og evrópskum fundum sem ég setið. Þetta kom fram jafnvel fyrir Hrunið. Öll Evrópa er þessarar skoðunnar og meirihluti alþingismanna íslendinga og meirihluti íslendinga, en samt standa nokkrir þingmenn gegn því að lýðræðisleg afgreiðsla geti farið fram og eru að valda þjóðinni gríðarlegum skaða, bæði fjárhagslega og eins áliti þjóðarinnar úr á við.

Það er búið að semja við viðkomandi aðila á grundvelli sem var lagður í nóvember 2008. Það er búið að fara aftur til þeirra og ná fram greiðslufresti í 7 ár og lægri vöxtum. Það verður ekki lengra gengið í samningum. Það er búið að stafa það ofan í okkur. Ekki bara Bretar og Hollendingar, heldur einnig allar norðurlandaþjóðirnar. Það er ekki hægt tala sig frá þessari ábyrgð, menn verða að sýna þann manndóm að geta horfst í augu við staðreyndir.

Svo dettur mönnum í hug að vísa málinu til Evrópusambandsins. Hvar í veruleikanum eru þeir staddir. Er ætlast til þess að maður taki þessa menn alvarlega? Þetta er svo mikið lýðskrum og tækifærismennska. Hér er verið að vekja upp væntingar hjá fólki, sem ekki geta staðist. Það er klár fantaskapur eins og ástandið er hjá almenning.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum árin viljað láta taka sig alvarlega með ábyrgri vinnu og verið fljótur til þess að saka aðra um að vera tækifærisinnaða og vera með yfirboð. Nú er hann gjörsamlega búinn að tapa áttum.

Maður ætti frekar von á harkalegri barátta flokksins við að skera niður, það væri allavega í samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins. En ekkert kemur úr þeirri áttinni, frekar í hina áttina svo vitnað sé t.d. í ummæli Þorgerðar Katrínar undanfarna daga. Ég er ekki með þessu að segja að ég sé sammála miklum niðurskurði í heilbrigðis- og menntakerfinu. En maður virðir fólk jafnvel þó það hafi aðrar skoðanir, svo framarlega að það sé samkvæmt sjálfu sér og sé ekki með óábyrg yfirboð.

Ég hef aðeins skipt yfir á umræðurnar á Alþingi. Það kemur ekkert nýtt fram endalausar staglræður um ekkert og svo bjálfaleg andsvör. Þetta er eins og leikur einhverra smákrakka sem eru á ræðunámskeiði, sem vinna eftir forsögn. Svo er gripið í eitthvert hálmstrá, og reynt að sannfæra sjálfa sig og að þarna fari fram „einstakleg málefnaleg umræða“. Hvert andsvar hefst á þessum orðum; ég vil þakka háttvirtum þingmanni fyrir einstaklega góða og efnisríka ræðu!!??

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það allra sorglegasta við þetta, er að í þessum flokkum, sem eru eitthvað jú endurnýjaðir svo ekki sé nú minnst á sjálfsuppteknu byltingarleiðtoganna flokkslausu, hefur ekkert breyst. Þingmenn og flokkar hugsa fyrst og fremst að því er virðist um eigin hag og hvernig sé hægt að spinna hlutina sér í hag. Guðmundur Steingrímsson hafi þakkir fyrir skynsemi sína.

Nafnlaus sagði...

ha kom samfylkingin ekkert nálægt þessu ?

Ari sagði...

Laukrétt hjá þér.
Hvað ætlar annars xD að halda áfram að skjóta sig og þjóðina í fótinn og fresta þessu lengi, kannski jafn lengi og meirihluti fólks fattar meira og meira að þetta er fyrir "personal gain" flokksins frekar en réttmæt gagnrýni stjórnarandstöðu? Og það er að gerast smá saman...

Nafnlaus sagði...

Þetta er frábær pistill. Það er ótrúlegt hvernig sjálfstæðimenn haga sér. Ábyrgðarleysið fullkomið. Það er óþarfi að eyða orðum í vinnubrögð þingmanna Framsóknar sérstaklega formanns flokksins sem er líklega mesti lýðskrumari sem komist hefur á þing, alla vega fast við hlið Höskuldar. Guðmundur Steingr á reyndar enga samleið með þeim
Úlfur

Nafnlaus sagði...

#2 Jú samfylkingin kom að EES og í kjölfar kom sú ábyrgð sem íslendingar undirgengust. En Sjallarnir klikkuðu á að klára dæmið þessvegna sitjum við svona inna í þessu skítafeni

Nafnlaus sagði...

Innilega sammála hverju einasta orði
SI

Nafnlaus sagði...

"Neyðumst við ekki til að breyta lögum um Alþingi? Ég sé ekki hvernig þessi stofnun er að hjálpa til.

Er sammála Styrmi Gunnarssyni þegar hann segir: „Við erum raunverulega með stjórnkerfi sem byggir á því að við felum 100-200 manns að stjórna landinu í 4 ár í senn. Návígi, kunningjasamfélag og klíkuskapur hefur auðvitað mjög mikil áhrif á þennan nána hóp. Ég held að við verðum að höggva á þennan hnút þannig að þjóðin taki allar stórar ákvarðanir og koma á lýðræðislegum umbótum“."
Garon

Nafnlaus sagði...

Ég er nú bara alveg hjartanlega ósammála þér.
Það eru engin rök til fyrir því að almenningur eigi að greiða skuldir Landsbankans og stjórnenda hans frekar en hvaða einkafyrirtækis sem er. Hafi íslensku bankarnir haft lagalega heimild til að gera það sem þeir gerðu erlendis þá verða þeir sem settu þau lög að bera ábyrgð á því. Það voru sannarlega ekki ég og þú og börnin okkar fædd og ófædd.

Nafnlaus sagði...

Það verður ekkert undan þeim samningum vikist sem ríksitjórn Davíðs gerði á sínum tíma fyrir hönd Íslands.
Ég er hjartanlega ósammála þeirri stöðu sem fyrri ríkisstjórnir komu okkur í og hjartanlega sammála því að við ættum ekki að borga þetta, en þessir samningar eru í gildi og Ísland verður að standa við þá.

Nafnlaus sagði...

"Öll Evrópa er þessarar skoðunar og meirihluti alþingismanna íslendinga og meirihluti íslendinga"

Smá vesen hérna hjá þér varðandi meirihluti Íslendinga séu sömu skoðunar og þú, hið rétta er að mikill meirihluti Íslendinga (n.b fólkið sem á að borga) er á móti þinni skoðun en þér er svo sem vorkunn enda upptekin maður á dagpeningum í útlöndum.