þriðjudagur, 22. desember 2009

Endalaust lýðskrum

Það hefur legið fyrir landsmönnum síðan í nóvember fyrir ári síðan viðurkenning þáverandi ríkisstjórnar staðfestri af Alþingi á því að Ísland bæri ábyrgð á þessu.

Það hefur legið fyrir í tæplega 2 ár að ekkert nágrannalanda okkar myndu sinna okkur í neinu fyrr en búið væri að ganga frá þessu.

Það hefur legið fyrir síðan í vor hversu langt væri hægt að ná í samningum og þá lá fyrir mun betri samningur en ríkisstjórn Geirs hafði náð.

Það hefur legið fyrir allt þetta ár að með hverjum mánuði sem þetta mál drægist myndi uppdráttarsýki íslensks atvinnulífs vaxa.

Nú blasir við að fjöldi atvinnulausra mun líklega tvöfaldast í janúar og febrúar.

Nú blasir við að stór fyrirtæki riða á barmi gjaldþrots vegna þess að þau geta ekki endurfjármagnað sig á þeim kjörum sem Íslandi standa til boða.

Nú blasir við að íslensk orkufyrirtæki geta ekki fjármagnað uppbyggingu orkuvera með þeirri ávöxtunarkröfu sem þeim stendur til boða í dag.

Nú blasir við að Ísland er komið í ruslflokk vegna þessa dráttar Alþingis

Forsvarsmenn sprota- og hátæknifyrirtækja komu fram fyrri hluta þessa árs á hverjum fundinum á fætur öðrum og sögðu að það lægi fyrir að þau gætu ekki endurfjármagnað sig og yrðu líklega að flytja höfuðstöðvar sínar til meginlands Evrópu ef ekki yrði gengið fljótlega frá þessu.

Hér er úrdráttur úr svari til eins af hratt vaxandi sprotafyrirtækjum þessa lands, sem mér var sent afrit af í síðustu viku :

After some negotiation and looking at different suppliers I have some bad news - not impossible just bad. We have finally concluded that there is absolutely no way we can obtain credit insurance on NN - not because of NN as a company, but in short any company associated with Iceland is a problem.

As I explained during your visit XXXX has been 'burned' quite badly in recent years with credit terms gone bad. As a result there is a strict protocol regarding the application for credit insurance, and the procedure in the event that such insurance is not available.

To that end I now have to submit my proposals for NN to XXXX corporate headquarters for approval first, and make any adjustments as necessary. To that end it will be early next week before I can make an approved proposal to you.

XXXX has put a lot of effort into trying to meet your requirements, so we are certainly not ready to give up because of some commercial issues. However, could I also ask if you have come across similar issues with other suppliers and how you overcame the issues - for example during this process of trying to obtain the insurance we have been made aware that some Icelandic companies have transferred 'headquarters' at least on paper to Norway, as one possible solution.

You feedback on this would help me agree some way forward with our headquarters.

Thanks for your feedback.
Best Regards


Allt þetta getum við íslendingar þakkað sérstaklega óábyrgum vinnubrögðum og linnulausu lýðskrumi Framsóknar- og Sjálfstæðismanna á þessu ári. Eins hvernig þessi staða varð til undir stjórn ríkisstjórnar Geir Haarde og Davíðs Oddsonar Seðlabankastjóra

9 ummæli:

salb sagði...

Bankahrunið gaf okkur möguleika til að endurskoða ýmis gildi í þjóðfélaginu og "gefa upp á nýtt". Við höfum ekki nýtt það tækifæri ennþá og brennuvargarnir hamast ennþá og blása á glæðurnar.
Endanlega niðurlægingu efnahagslífsins, traustins og samstöðunnar má skrifa alfarið á lýðskrumarana sem ennþá neita að horfast í augu við afleiðingar eigin gerða.

Sverrir Albertsson

Nafnlaus sagði...

Ágæti Guðmundur. Það eru nokkrar hliðar á þessu máli og skoðanir manna mismunandi á því, hvernig eigi að taka á þessu, jafnvel hjá okkar virtustu fræðimönnum.
Þannig að þær skoðanir, sem þú hefur verið að setja fram, mætti alveg með sama hætti kalla "lýðskrum".
Bara svona til umhugsunar

Kv. J.H.

Nafnlaus sagði...

Og ekki var lýðskrumið minna í Steingrími og félögum varðandi þetta þegar þeir voru í stjórnarandstöðu.

Það er bölvun stjórnarandstöðu að blaðra og ýkja, sorglegt en satt.

Nafnlaus sagði...

Við skulum vera sammálum um að lýðskrumið sé of mikið. Látum líka liggja milli hluta hver gerði hvað.

Alþingi hefur samþykkt ríkisábyrgð á Icesave samningnum en með fyrirvörum. Þessir fyrirvarar eru til þess að fyribyggja þjóðargjaldþrot ef óvæntar aðstæður skapast t.d. önnur fjármálakreppa. Finnst þér þessir fyrirvarar vera óþarfir?

Mikil lífskjaraskerðing hefur átt sér stað vegna hrunsins og erfiðir tímar eru framundan næstu 5 - 10 ár. Er því ekki sanngjarnt að við sem erum að borga skuldir braskara séum með þak á óhættunni? Ætlar ríkisstjórn Íslands virkilega að taka annan "þetta reddast vonandi" snúning?

Þú þekkir það úr kjarabaráttunni að stundum verður að láta reyna á hótanirnar. Nú er komið að þeirri stundu.

ES Seðlabankinn er að fresta 144 milljarða lántöku því okkur vantar ekki gjaldeyri þessa dagana.
http://sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=2335

Jón G.

Guðmundur sagði...

Ég er búinn að taka það fram allnokkrum sinnum að ég er ekki sáttur við Icesave. En það breytir ekki þeirri stöðu sem Ísland er í og er flótti frá staðreyndum

Svo óendanlega mikið lýðskrum að halda því fram að sá kostur sé í stöðunni að við getum sleppt því að standa við skuldbindingar, sem Alþingi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna staðfesti að við yrðum að gera.

Og svo óendanlega mikil flótti undan ábyrgð sjálfstæðismanna því það var undri forystu og ábyrgð þeirra sem þessi staða var sköpuð.

Er það lýðskrum að benda á þessar staðreyndir og afleiðingar háttalags Sjálfstæðismanna??!!

Hvar eru takmörk lítilmennskunnar?

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr Guðmundur!
Núverandi stjórnarandstaða er sú aumasta í sögu Íslands. Þeim er skítsama um fólkið, þeir vilja bara koma ríkisstjórninni frá svo að þeir geti stýrt uppgjörinu. Enda liggur mikið við.

Nafnlaus sagði...

Er ekki núverandi ríkisstjórn með meirihluta á Aþingi ?

Nafnlaus sagði...

Gildandi lög Alþingis um ríkisábyrgð á Icesave samningnum uppfylla skuldbindingar okkar og rúmlega það. Í fyrirvörunum á ríkisábyrgðinni fellst enginn flótti, lítilmennska eða skrum. Margt getur gerst næsta áratuginn t.d. annað fjármálhrun eða náttúruhamfarir.

Frumvarp ríkisstjórnarinnar ber keim af því að lántakandinn verður eltur út fyrir gröf og dauða ef honum tekst ekki að vinna skv. Excel áætlun AGS.

Tökum flokksgleraugun ofan og sköpum samstöðu um gildandi lög.

Jón G.

Nafnlaus sagði...

Þú gleymir því að Rískisstjórnin sem aumlega samþykkti að gera þetta upp í desember í fyrra var með Samfylkinguna innan borðs og það var líka Samfylkingin sem sat í HRUN-STJÓRNINNI í aðdraganda hrunsins og í hruninu sjálfu. Þeir gerðu ekkert til að reyna að afstýra þessu og steinsváfu á vaktinni í sælunni með Sjálfstæðisflokknum !