þriðjudagur, 1. desember 2009

Stasi komið af stað?

Einkennileg tilfinning að vera á hótelherbergi á 30 hæð í austur-Berlín og sjá skyndilega öskrandi mann falla fram hjá glugganum veifandi öllum öngum út í loftið.

Beðið í dáldin tíma eftir að heyra í sjúkrabílum en ekkert gerðist. Þá koma bara annar öskrandi á sömu leið niður. Maður fékk í magann. Stasi komið í aksjón aftur? Eða eru þeir harðari í innheimtum hjá útrásarvíkingum í Berlín?

Við nánari skoðun kom í ljós að þeir buðu upp á teygjustökk fram af þaki hótelsins sem við vorum í. Fram af þakinu á 38. hæð.

25 evrur stökkið.

Afsakið - en þorði ekki að fara upp og kaupa mér eitt stökk.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já gengið á evrunni er svo óhagstætt núna:-)

Unknown sagði...

Það er erfiðara að tala við þig en Páfann Ég ætlaði nú aðeins að hrósa þér fyrir skemmtilegan pistil um hvað stutt er milli gamans og alvöru.
En þetta er eilíf paranoýa.

Nafnlaus sagði...

Chicken!!

Nafnlaus sagði...

Þetta er svipað teygjustökk og stjórnmálamenn, bankamenn, lífeyrissjóðir ofl. sendu íslensku þjóðina í. Nema að teygjan var alltaf gölluð :)

Nafnlaus sagði...

Sagt er að ef þú hafir ekki farið í teygjustökk fyrir þrítugt, farir þú aldrei.

pjotr sagði...

...og í kjallaranum var boðið uppá rússneska rúllettu :Þ