Nýi Icesave samningurinn gerir ráð fyrir að Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) endurgreiði brestum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa nú þegar lagt út vegna lágmarkstryggingar við innistæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.
Áætlað er að samningurinn kosti ríkissjóð um 27 MIA. Sé litið til 500 milljarða útgjalda ríkisins vegna gjaldþrots Seðlabankans, stofnun nýju bankanna þriggja, stuðnings við SpKef, Sjóvá, Lánasjóð landbúnaðarins og Íbúðalánasjóðs er heildarkostnaðurinn vegna skuldbindinga TIF 6,4% af þeirri upphæð. Inn í hana vantar þó líklega hundruð milljóna í annan óbeinan kostnað svo hlutdeild TIF er enn lægri. Stærstu útgjaldaliðurinn er gjaldþrot Seðlabankans upp á 175 milljarða eða 35% af þessari upphæð.
Vextir vegna samningsins eru fastir út árið 2016 og reiknast frá 1. okt. 2009 í stað 1. jan. 2009. Verði greiðslum ekki lokið að fullu árið 2016 munu vextir verða svokallaðir CIRR vextir, sem eru þeir lægstu sem tíðkast í lánasamningum erlendra aðila. Í samningnum eru efnahagslegir fyrirvarar með þaki á árlegar greiðslur úr ríkissjóð. hvað þessi atriði myndum við standa algjörlega óvarin verði horfið frá samningaleið.
Lánshæfi Íslands ekki bara ríkissjóðs heldur einnig allra fyrirtækja í landinu hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Lánshæfismat ríkissjóðs lækkaði í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi.
Icesave deilan hefur því áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig og ekki síður á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á við um möguleika okkar við að taka ný lán til fjárfestinga, endurfjármögnun á eldri lánum og svo vaxtakostnað vegna þess.
Þau lán sem hafa fengist eru beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist. Á endurfjármögnum hefur þegar reynt og mun reyna þegar líður á þetta ár og vextir skipta hér gríðarlega miklu. Þetta hefur valdið því að hagvöxtur hefur orðið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og það stefnir í gríðarlegan vanda við gerð næstu fjárlaga. Mun meiri en var síðasta haust. Gatið stefnir í að vera um 30 MIA stærra en gert var ráð fyrir, sem getur ekki leitt til annars en enn meir niðurskurðar og enn meiri skattahækkana.
Hér má minna á að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 MIA og ástæða að geta þess sérstaklega að það er endanlega tapað og tekur síðan tvöfalt meira á í endurreisn að ná því tilbaka. Þannig að við erum töluvert fjær því að ná markmiðum okkar um að minnka atvinnuleysi og auka tekjur í landinu, endurvinna kaupmátt og vitanlega tapar ríkissjóður umtalsverðum skatttekjum.
Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að í framkvæmd mun það hafa úrslitaáhrif á efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi og hagvöxtur aukast sem myndi skila verðmætum sem nema um 120 MIA fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. fyrir liggur að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum.
4 ummæli:
Sæll Guðmundur.
Tek undir með þér að mikilvægt er í umræðunni að fólk átti sig á afleiðingum þessa að hafna Icesave samkomulaginu. Það hefur og mun hafa gríðaleg lamandi áhrif á framvindu hér og höfnun mun trygga að við verðum áfram óábyrg og ekki samvinnu hæf á alþjóðlegum vettvangi.
Við verðum sem hvert annað þriðja heimsríki í trúverðuleika og trausti gagnvart alþjóðasamfélaginu.
Ég hvet almenning til að láta af gorgeir og þjóðrembu í umfjöllun um þetta mál. Þetta er ekki neitt innan hreppa tittlinga tog.
hvað eru þessir 27 ma ( bjartsýnisspá dagsins ) stór tala í samanburði við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu?
Vá hvað ég vil taka Icesave-reikninginn á mig núna þegar Guðmundur er búinn að sýna okkur að við skuldum hvort eð er fullt af peningum. Maður getur lengi á sig blómum bætt.
Er komið 2007 aftur? Slá lán til að fá meira lán til að greiða lán...
Afar fagleg samantekt sem margir háskólar gætu verið ánægðir með.
Hvernig stendur annars á því að fjölmiðlar virðast ekki geta dregið upp þessi atriði - eða geta bent á þessi atriði eða spurt þegar fjallað er um þessi mál - helldur einungis fjallað um einhver lögfræðileg atriði eða einka prinsipp - án þess að fjalla um heildarmyndina og heildarhættuna.
Hafa fjölmiðlar ekki betri fagmenn.
Oftast er fjallað um þröng lögfræðieg atriði - en heildarmyndin og hagfræðilegu atriðin og heildar áhættuna vantar oftast alveg.
Einu má einnig bæta við.
Ef Icesave verur fellt - vaxta líkur á greiðslufalli, stórra aðila og ríkis sem um leið myndi auka líkur á nýju bankahruni og í raun gjaldþroti ríkis og þjóðar.
Líkur á þessu eru reynda meiri en líkur því árið 2005 að bankarir myndu falla árið 2008, enda voru flestar aðvaranir fyrir hrun - taldar neikvætt raus.
Skrifa ummæli