sunnudagur, 27. mars 2011

Sjálfskaparvítið

Eins og margoft hefur komið fram þá eru að rekstrarhorfur alþjóðlegra fyrirtækja sem staðsett eru hér á landi slæmar, eiginlega svo slæmar að þau eru að hrökklast úr landi, allavega með aðalstöðvar sínar svo þau hafi aðgang að eðlilegu viðskiptaumhverfi.

Í raun hefur aldrei verið mögulegt að ræða um rekstrarhorfur fyrirtækja í því sveiflukennda ástandi sem hér hafi verið um áratuga skeið. Forsvarsmenn tæknifyrirtækjanna líkja uppbyggingu í atvinnustarfsemi hér á landi við það að búa í árfarvegi. Hann er frjósamur og góður. Þar er fullt af sprotum og mikil gróska. En svo fer að rigna. Þá kemur flóð og það ryður öllum sprotunum í burtu.

Þegar grynnkar aftur í ánni þá fara stjórnmálamenn aftur að talað um hvað farvegurinn sé góður og gott að hafa blessaða krónuna. Þetta gerist á tíu ára fresti og þá fer fram gríðarleg eignaupptaka hjá launamönnum á íslenskum vinnumakaði.

Það er sama hvort krónan er fasttengd, undir höftum eða handstýrð. Það hafa verið reynd ýmis kerfi með krónuna en ekkert virkar. Það er lífnauðsynlegt að finna varanlega lausn á gjaldmiðlamálum Íslendinga.

Myntsvæði heimsins hafa stækkað síðustu ár og orðið einfaldari. Það haldist í hendur við alþjóðavæðinguna og aukinn hraða í samskiptum og viðskiptum. Forsvarsmenn alþjóðlegra tæknifyrirtækja hér á landi hafa margoft líst undrun á andstöðu stjórnmálamanna gegn aðild Íslands að ESB. Þar ráða þeir sem hafa mikla hagsmuni af því að beita sér gegn ESB og beita öllum klækjum til að mála það sem vond útlendingasamtök sem vilji koma höndum yfir allt sem hér er.

Uppbygging og afkoma íslenskra fyrirtæki byggist á því að geta fengið samkeppnishæfa fjármögnun erlendis. Krónan er aftur á móti tæki fyrir stjórnvöld til að stýra kaupmætti almennings án þess að hann upplifi það. Leiðrétta blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga. Aðilar atvinnulífsins gagnrýna harðlega þær tafir sem orðið hafa á endurreisn efnahagslífsins. Það má skrifa á barnaskap stjórnmálamanna.

Þessi litla þjóð sem stendur frammi fyrir þessum mikla vanda má ekki við svona löguðu. „Kerfið“ hefur verið lamað í ár. Það hefði verið auðvelt að díla við hrunið. Grunnhagkerfi landsins beið ekki tjón og enginn dó. En síðan komu stjórnmálamenn með sín vanabundnu meðul; gjaldeyrishöft og umræðunni haldið í málþófi um tittlingaskít og hártoganir í kringum Icesave.

Þetta er okkar vandamál og það er algjörlega sjálfskapað af stjórnmálamönnum þessa lands.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Afar góð grein,

Forsmekkurinn að því sem koma skal vegna ónýts gjaldmiðils, má sjá í fjármögnun sveitarfélaga og stórra fyrirtækja, þegar þau geta ekki legnur fjármagnað sig í erlendum lánum, sbr. fjölmiðla í dag.

Fjármagnskostnaður og vaxtakostnaður hækkar margfalt. Þar fyrir utan vex hættan á greiðslufalli. Þess vegna er afar mikilvægt að leysa Icesave og fá aðild að evrunni sem allra allra fyrst. Aðild að evrunni eða stuðning evrunnar væri hægt að fá við aðild eftir 2 ár. Þá myndi fjármagnskostnaður lækka gríðarlega.

Verði það ekki gert er annað bankahrun framundan innan 3 - 4 ára.

Nafnlaus sagði...

Góð grein.

Það er afar merkilegt hvað það er "hrópandi þögn" um þann gríðarlega skaða sem krónan og allt of mikið fall hennar árið 2008, olli fyrirtækjum, einstaklingum, ríki og sveitarfélögum.

Vandinn hefur komið fram í stökkbreyttum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Hvernig væri að ýmsir aðilar skoðuðu þennan vanda nánar.

Fjármögnun sveitarfélaga og stórra fyrirtækja er nú að komast í alvarlega kreppu vegna þessa.

Dæmi OR.

Hvað var sagt um OR 2009.

"Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur úr Baa1 í Ba1, sem þýðir að skuldabréf fyrirtækisins eru ekki lengur í svokölluðum fjárfestingarflokki heldur í því sem kallað er ruslflokkur. Fylgir lækkunin í kjölfarið á lækkun á einkunn ríkissjóðs í Baa3, sem er einum flokki yfir einkunn OR.

Segir í rökstuðningi Moody's að áframhaldandi veikt gengi krónunnar hafi gert skuldastöðu OR erfiðari, þar sem skuldir fyrirtækisins séu einkum í erlendri mynt, en tekjur þess í íslenskum krónum."

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/11/12
/lanshaefi_or_i_ruslflokki/

Hvernig væri í fyrsta lagi að viðurkenn hver vandinn er - ónýtur gjaldmiðill sem féll allt of mikið - og fara síðan að vinna í hinum raunveruleg vanda.

Verði það ekki gert mun þessi vandi magnast enn frekar.

Eða má kannski ekki tala um þetta?

Ef ekki - þá mun vandinn magnast enn frekar.