þriðjudagur, 8. mars 2011

Rafkonur með hærri laun en rafkarlar

Vegna umfjöllunar um launamun kynjanna :

Hjálagt eru svör frá RSÍ við könnun Háskólanna í Rvík og á Bifröst

Hefur stéttarfélagið einhverja stefnu hvað varðar launajafnrétti kynjanna?
Svar : Það eru engar skilgreiningar milli karla og kvenna í kjarasamningum Rafiðnaðarsambandsins


Hvernig framfylgir stéttarfélagið þeirri stefnu? (Með eftirliti og/eða refsiaðgerðum, eða öðrum leiðum?)
Svar : Það hefur 2x gerst að rafkonur hafa kært að rafkarlar voru með hærri laun en konur, í báðum tilfellum kom í ljós að það var sakir þess að rafkarlarnir höfðu sótt aukalega fagtengd námskeið umfram konurnar, en kvartanir kvennanna urðu til þess að karlarnir voru lækkaðir í launum.

Ef engin stefna varðandi launajafnrétti, af hverju ekki?
Svar : Vegna þess að þá væri verið að mismuna kynjum


Stendur til að setja fram þess háttar stefnu?
Svar : Það er fullkominn samstaða um að gera það ekki

Í árlegri launakönnun sem Capacent gerði meðal rafiðnaðarmanna í september 2010 komu fram m.a. eftirfarandi upplýsingar. Þessi könnun hefur verið gerð árlega í 5 ár. Úrtakið var 1.172 eða um 20% félagsmanna RSÍ, 51% svaraði.

Meðalyfirvinnutími rafiðnaðarmanna með sveinspróf eða meira í septembermánuði
Rafkonur 9 klst.
Rafkarlar 21 klst.

Meðalheildarlaun í septembermánuði
Rafkonur kr. 478.061
Rafkarlar kr. 461.667
Sé reiknað út frá sama vinnutíma, það er 9 yfirvinnutíma í septembermánuði, þá eru rafkonur með 10.2% hærri heildarlaun en rafkarlar

Meðalregluleg laun
Rafkonur kr. 426.164
Rafkarlar kr. 371.909
Rafkonur eru með 14,6% hærri regluleg laun en rafkarlar .
Með reglulegum launum er átt við það sem greitt er fast fyrir 40 klst. vinnutíma á viku að öllu meðtöld

Þessar tölur hafa verið svipaðar niðurstöðum í fyrri könnunum. Þegar kannanirnar hafa verið birtar, hafa örfáir karlar, áberandi ungir rafkarlar, krafist þess að settar væru reglur til þess að jafna bil karla við konur, en því hefur algjörlega verið hafnað af hálfu stjórnar sambandsins.

Það er erfitt að skilja hvers vegna konur sækja ekki meira í rafstörf en ruan ber vitni. Rafstörf snúast oft um tæki sem konar hafa jafnvel meiri þekkingu en karlar.

Reykjavík 26. jan. 2011
Virðingarfyllst
Fh. Rafiðnaðarsambands Íslands Guðmundur Gunnarsson form.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér er klárlega um ójafnrétti þar sem hallar á karla.

Ég vissi það alltaf að þegar konur væru komnar fram úr körlum, yrði slíkt aldrei leiðrétt körlunum í vil.

Finnst þér þetta réttlátt, Guðmundur, að karlar hafi lægri laun en konur innan sömu starfsgreinar?


Þetta er enn eitt dæmið um að það hallar á karla í samfélaginu og að innleiða á "jákvæða mismunum".

Í sporum þeirra karla sem hallar á innan Rafiðnaðarsambandsins, myndi ég segja mig úr samtökunum og stofan ný þar sem að jafnrétti kynjana yrð haft að leiðarljósi.

Anna María sagði...

Ég velti þessu fyrir mér með vinnutíma karlanna. Vinna þeir virkilega 21 klukkustund á sólarhring eða er þetta einhver blekkingarleikur? Ef vinnutími er 21 klukkustund á sólarhring og við bætum við klukkustund til að koma sér til og frá vinnu og til að nærast þá fá þeir tvær klukkustundir í hvíld hvern sólarhring. Ég á dálítið bágt með að taka þessu sem heilögum sannleika. Er hugsanlegt að hér sé um að ræða eitthvað sem endurspeglar ekki alveg raunveruleikann?

Guðmundur sagði...

Sæl Anna María. allar tölur sem hér eru gefnar upp eru fyrir septembermánuð. Hér er átt við 21 yfirvinnutíma að meðaltali í septembermánuði hjá rafkörlum eða þeir vinna að meðaltali 44.8 klst. vinnuviku

9 yfirvinnutíma að meðaltali hjá rafkonum í septembermánuði eða þær vinna að meðaltali 42 klst. vinnuviku.

Samkvæmt því sem komið hefur fram í okkar könnunum kemur fram að konur hafa mun minni áhuga á að bæta við sig vinnutíma og karlar eru mun meira á bakvöktum og sinna útköllum, sem eru algeng meðal rafiðnaðarmanna.