Sé litið til þróunar á Norðurlöndum og leitað orsaka hvers vegna þar hefur tekist að byggja upp það samfélag sem öll þjóðríki vilja stefna að, stöðvar maður við öfluga og vel skipulagða verkalýðshreyfingu sem hefur lagt mikla áherslu afskipti og samstarf við stjórnmálaflokka við þróun velferðarkerfisins. Þróunin hér á landi hefur ekki verið alveg sú sama, íslensk stjórnvöld hafa oft á tíðum verið tregari til þessa samstarf og að standa uppbyggingu samskonar tryggingarkerfis og var þróað á hinum Norðurlöndunum.
Hér á landi hafa lengst af verið við stjórnvölinn stjórnmálaflokkar sem hafa verið tengdir landbúnaði og útgerð og ætíð tekið frekar mið af þeirra sjónarmiðum en kröfum samtaka launamanna. Þar má sérstaklega benda á tryggingar og aðbúnað auk gjaldmiðilsmála. Fyrir 100 árum fékk launafólk greitt út í miðum sem voru kallaði peningar, en var einungis hægt að nota í tilteknum verslunum og það bjó við hjúalög og átthagafjötra gat ekki selt eignir sínar og flutt annað.
Sama myntkerfi er hér enn við lýði hér og sömu flokkar berjast hatramlega gegn því að þessu verði breytt. Þeir leggja allt í sölurnar til að viðhalda þeirri stöðu að geta flutt rekstrarkostnað yfir á launamenn með því að geta blóðsúthellingalaust ógilt of góða kjarasamninga, svo notuð séu orð þeirra eigin efnahagspekinga. Embættismenn og þingmenn þessara flokka komu sér upp forréttindakerfi með sjálftöku úr ríkissjóð.
Íslensk verkalýðshreyfing lét andstöðu ráðandi stjórnmálaflokka ekki stöðva sig og knúði fram í gegnum kjarasamninga tryggingarkerfi, sem er í sumum tilfellum betra en er á hinum Norðurlandanna.
Hér á ég við veikindadagakerfið í kjarasamningum, sem er umfangsmeira í íslenskum kjarasamningum, til að jafna meiri rétt í gegnum almenna tryggingarkerfið á hinum Norðurlandanna. Sama á við um sjúkrasjóði, starfsmenntasjóði og lífeyrissjóði. Þegar skattasamanburður er gerður gleyma stjórnmálamenn gjarnan þessum atriðum.
Í gegnum launatengda liði kjarasamninga er verið að greiða margar af þeim bótum sem almenna tryggingarkerfið gerir á hinum Norðurlandanna. Þetta veldur því að hluti launa hér á landi rennur aðra leið og verða þar af leiðandi alltaf eitthvað lægri en annarsstaðar á Norðurlöndum og um leið eiga íslenskir skattar að vera lægri.
Þessi gleymska stjórnmálamanna, ég held nú reyndar að sé frekar þekkingarleysi, veldur því að ítrekað verður íslensk verkalýðshreyfing að grípa til vopna sinna þegar stjórnmálamenn fara í raun að tvískatta launamenn, það er að segja að færa kostnað úr almenna tryggingakerfinu yfir á launamenn með tekjutengingum og jaðarsköttum.
En þetta þýðir jafnfram t að þeir sem reka sig sem einkahlutafélög verða sjálfir að standa undir eigin veikindarétti, lífeyrisrétti og fleiri atriðum. Það eru svo þessir einstaklingar sem standa og hafa hæst í kröfum á hendur hins opinbera og stéttarfélögum. Eru búnir að koma sér í sjálfskaparvíti og vilja koma ábyrgð yfir á aðra.
Í þessu er að finna hvers vegna kjarasamningar verða oft flóknari en margir skilja. Gjallarhorn hinna umræddu stjórnmálaflokka, krefjast þess reglulega að þessum afskiptum stéttarfélaganna af rekstri samfélagsins verði hætt og að venju vilja þeir koma launamönnum aftur í sama far og þeir voru, að vera þægir og nytsamir sakleysingjar ofurseldir valdastéttinni.
4 ummæli:
Góð grein en einu er ég ósammála.Krónan er ekki einhvers konar inneignarmiði eða ávísun á vörur hjá kaupmanninum. Krónan er gjalddmiðill sem er viðkenndur til greiðslu allra skulda. Við skulum ekki gleyma því að Ísland breyttist úr einföldu bændasamfélagi í nútíma tæknisamfélag með krónuna sem gjaldmiðil.
Ágæti Guðmundur.
Þú ert nú orðinn einn fárra sem ég les á eyjunni og hefur oftast lög að mæla. Þú setur mál þitt rétt og skynsamlega fram og hafðu ævinlega þökk fyrir að vaka yfir því sem skiptir máli í kjarabaráttu landsmanna.Mörg okkar vilja nefnilega bara búa í réttlátu samfélagi manna og mér sýnist þú vera einn fárra eftilifandi talsmanna þeirra.
Hrafn, ég get ekki selt eignir mínar og flutt erlendis.
Flest fyrirtæki sem rafiðnaðarmenn vinna hjá eru annað hvort að flytja sig yfir í aðra gjaldmiðla eða eru einfaldlega flutt erlendis
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVC4B84024-EE51-45C4-A430-480CA5CD07EA
Tek það alltaf sem dæmi um vel heppnaðan pistil þegar fara að berast heiftúðugar aths. þar sem ég og aðrir starfsmenn stéttarfélaganna erum nefndir öllum illum nöfnum.
Birti ekki þessar aths. Menn verða bara að eiga það við sjálfa sig hafi þeir lokað sig inni hjá mykjudreifaranum.
Skrifa ummæli