mánudagur, 3. október 2011

Er útifundaformið dautt í Reykjavík?

Ég hef áður velt því fyrir mér hér á þessari síðu hvort búið sé að eyðileggja útifundaformið hér í Reykjavík. Á undanförnum misserum hafa verið áberandi á útifundum í Reykjavík fámennur hópur ungs fólks, sem hefur það markmið eitt að stofna til óláta og vera með líkamlegt ofbeldi. Þessu fólki tekst vitanlega að ná til sín athygli fjölmiðla og þá er tilganginum náð.

T.d. má benda á 1. maí hátíðarfundi stéttarfélaganna og svo fund Hagsmunasamtaka heimilanna nú um helgina. Fjöldi fólks sniðgengur þessa fundi, ekki sakir þess að það sé andstætt þeim boðskap sem kynntur er á fundinum. Á sama tíma eru stéttarfélögin með öll stærstu veitingahús borgarinnar á leigu, þar eru töluvert fleiri samankomnir og þar fer fram málefnaleg umræða. Það er langur fjallvegur á milli þeirra skoðana sem ég heyri á félagsfundum og svo þeirra sem koma fram í spjallþáttum og í bloggheimum.

Við starfsmenn stéttarfélaganna höfum stundum forvitnast hvað það sé sem ólátabelgirnir eru að mótmæla og fengið kostuleg svör reistum á órökstuddum klisjum. Tilgangslaust hefur verið reyna að ræða við þetta fólk, það eina sem fram kemur er fúkyrðaflaumur og öskur.

Þjóðmálaumræðan einkennist endurteknum upphrópunum og skrumi. Þrátt fyrir að sýnt sé fram með fullgildum rökum að margar af þessum klisjum standist ekki skoðun er haldið áfram að hrópa og okkur miðar ekkert. Margir hafa gagnrýnt umræðuhefðina sem sumir þingmenn hafa tileinkað sér og hafa ítrekað hertekið ræðustól alþingis og komið í veg fyrir umræðu.

En það má með sömu rökum spyrja hvort sumir þeirra sem kallaðir hafa verið fram sem ræðumenn á útifundunum séu eitthvað málefnalegri en þeir sem starfa innan veggja alþingis. Þar hafa stundum verið einstaklingar sem eru vel þekktir í samfélaginu af öðru en uppbyggilegri og málefnalegri nálgun og leggja oft á tíðum meira upp úr innistæðulausum fullyrðingum og persónulegu skítkasti.

Í máli þessara manna er þess oft krafist að starfsmenn stéttarfélaganna gangi þvert á meirihluta samþykktir félagsmanna. Svo einkennilegt sem það nú er þá fara þar einstaklingar sem eru í sumum tilfellum forsvarsmenn félagasamtaka, jafnvel stéttarfélaga og maður spyr: Hvernig fer fram ákvarðanataka í þeirra félögum? Þessir einstaklingar ganga svo langt að kynna sig sem „þjóðina“.

4 ummæli:

Steinijoi sagði...

Komdu sæll Gudmundur,Er mikid sammala ter i tvi ad ekki aad motmæla med eggjakasti og ødru ofbeldi,en er tad orøkstutt ad buid er ad fella nidur ohemju skuldir hja atvinnurekendum er tad orøkstutt ad Rikisstjornin færdi skilanefndunum bankana a silfur fati og sidan eru teir ad rukka tessi lan inn ad fullu,og skila ofsa roda samtimis er tad orøkstutt ad, ad lifeyrissjodirnir tøpudu 100 af miljørdum i hrunini og allar stjornir sytja sem fastast og ekki er eg ju sammala tvi ad annad hljod se i felagsmønnum minum en er a austurvelli to teir fari ekki og kasti eggjum ta eru teir reidir Adeins 16% tjodarinnar treistir rikisstjornini og 8% stjornarandstøduni 50% af kosningabæru folki veit ekki hvad tad a ad kjosa,og svona gætum vid haldid afram,ef tetta er ekki raddir tjodarinnar a bak vid tessar tølur ta veit eg ekki hvad tjodin er,vid lifum i demokratisku samfelagi og adeins brot af tjodinni teristuir stjornvøldum eru tad ekki lika motmæli
mkk
Thorsteinn Thorsteinsson
Sjomadur og trunadarmadur

Nafnlaus sagði...

Ég mótmæli mismunum á þegnum Íslands.

Ég mun aldrei geta eignast húsnæði eins og þú, Þótt ég hafi gert það sama og þú. Byrjað smátt og aldrei leyft mér meira en var í buddunni.

Hvers vegna er það. Jú það er búið að mismuna þegnum landsins rosalega út af vitgrönnum einstaklingum á þingi.

24 ár á vinnumarkaði til einskins.
mbk

Nafnlaus sagði...

Í sjónvarpinu áðan var rætt við einn mótmælandann á Austurvelli. Ég fletti nafni hennar upp á ja.is og fann út að hún býr í nýju risastóru einbýlishúsi við Elliðavatn, ásamt eiginmanni sínum sem er endurskoðandi.

Er líklegt að þetta fólk eigi bágt? Eða er líklegt að þetta séu dyggir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að taka þátt í aðgerðum sem beinast að því einu að fella ríkisstjórnina? Getur það verið? Hvað halda menn að taki við ef þeim tekst ætlunarverkið?

Í því ljósi var mjög sérstakt að sjá Liljurnar flaðra upp um kjósendur Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn.

Hrekkjalómur

Guðmundur sagði...

Enn einu sinni verð ég að árétta að aths. þar sem menn eru að persónugera hlutina og eru með skítkast í garð einstaklinga byggðu á innistæðulausum fullyrðingum þá er það ekki birt.

Annað ég er svarinn andstæðingur verðtryggingar og hárra vaxta. Ég þekki marga innan verkalýðshreyfingarinnar og allir þeir sem ég þekki eru líka svarnir andstæðingar verðtryggingar og hárra vaxta.

Það er ekki einn maður í verkalýðshreyfingunni sem er á móti verðtryggingu og hann berst gegn öllum hinum, það er lýðskrum.

Hvað ætla menn að gera ef þeir þurrka burt verðtryggingu? Hún er minnsti hluti vandans. Menn verða að horfa á alla myndina, ekki bara smá brot og slíta það úr samhengi við aðra hluti.

Þeir sem það er gera eru annað hvort með lýðskrum eða vita ekki hvað þeir eru að tala um.

Við sjáum auglýsingar á hverjum dagi þar sem banki segist ætla að taka burtu verðtryggingu, en samtímis býður hann lán á tvöföldum vöxtum og ætlar endurskoða þá á 5 ára fresti. Þetta segir okkur allt sem segja þarf um þetta mál, eins og ég hef komið að í mörgum pistulum hér á þessari síðu.

Ég fullyrði að fáir hafi skrifað meira um þennan vanda og þar kemur mjög glögglega fram mikill vilji til þess að afnema verðtryggingu, og okurvexti