Pistillin gær virðist hafa farið mjög víða og ég hef fengið mörg bréf og fyrirspurnir.
Í mörgum þeirra var með beinum eða óbeinum hætti beint til mín : "Og hvað viltu þú gera í málunum Guðmundur?"
Svar :
Í dag eru um 15 þús. íslendingar skráðir atvinnulausir, auk þess að um 4 – 5.000 launamenn hafa flutt erlendis. Inn á íslenskan vinnumarkað koma að meðaltali 2.500 árlega umfram þá sem hverfa af vinnumarkaðnum við eðlilegar aðstæður.
Ef við ætlum að koma atvinnuleysi niður fyrir 3% á næstu 4 árum þurfum við að skapa um 22.000 ný störf á þeim tíma. Það þýðir að við þurfum hagvöxt af stærðargráðunni 4.5 - 5% sem er gríðarlega hátt og næstum óframkvæmanlegt nema með hagkerfið í 39 stiga hita og stökkvum upp í 42 stig.
Það vantar ekki fólk í fiskvinnslu eða landbúnað, enda launakjör þar svo slök þar að íslendingar fara frekar erlendis eða eru á atvinnuleysiskrá. Þar hefur ekki orðið nein fjölgun á undanförnum árum, frekar hið gagnstæða og er ekkert útlit fyrir fjölgun í þessum starfsgeirum. Öll fjölgun hefur verið í störfum tengdum tæknistörfum og þjónustu.
Íslendingar verða að að leggja það niður fyrir sér hvernig þeir ætli að nýta þá takmörkuðu orku sem eftir er að virkja. Ef menn vilja byggja álver verða menn einfaldlega að horfast í augu við það að við höfum orku fyrir um 2 ný álver, sé litið til þeirrar orku sem rammaáætlun gerir ráð fyrir og almennrar orkuaukningar. Við værum með því að útiloka mjög marga aðra kosti.
Að teknu tilliti til þessara þátta hljótum við að skoða hvernig getum við nýtt þá orku sem við eigum eftir til þess að skapa sem flest störf og hvaða umhverfi við verðum að skapa til þess að við getum náð þeim markmiðum.
Við getum vitanlega selt alla orkuna á stuttum tíma í stóriðju og svo um streng erlendis og haft af því tekjur prýðilegar tekjur eins og forstjóri Landsvirkjunar hefur margsinnis bent á. En þá erum við í raun að staðfesta að við reiknum með að ekki verði mikil fjölgun á vinnumarkaði hér á landi, fjölgunin fari eitthvað annað og leiti sér að störfum. Þar er svo sem valkostur, en við verðum þá að gera það með opnum augum og viðurkenna að okkur sé ljóst hvert sé stefnt.
Ég er búinn skrifa mikið um þetta, enda tengt því sem ég hef starfað við nánast allan minn starfsferil, fyrst sem starfsmaður í tæpan áratug við hátæknistörf, síðan áratug við kennslu í notkun og viðhald hátæknibúnaðs og svo 17 ár sem forystumaður í samtökum rafiðnaðarmanna hér á landi, auk þess að hafa verið formaður samtaka norrænna rafiðnaðarmanna í 6 ár. En þeir eru um 150. þúsund.
Hér eru nokkrar af þessum fjölmörgu pistlum mínum :
Hér
Hér
Hér
5 ummæli:
Ólafur Sveinsson.
Guðmundur. Hvers vegna leyfir þú nafnleysi?
Hef oft velt þessu fyrir mér, en einhverra hluta vegna alltaf komist að þeirri niðurstöðu að hafa þetta svona það koma stundum prýðilega ábendingar sem ekki kæmu nema með nafnleysi.
Valdi þá leið að stjórna því hvað birtist hér. Við það snarfækkaði innsendum rugl aths.
En menn verða líka að búa sig undir það að það sem birtist sé gagnrýnt og reyndar líka að ég verði að færa frekari rök fyrir mínu máli.
Það sem ég þoli bara alls ekki er þegar menn geta ekki haldiðs ig við viðkomandi mál. Menn sem geta ekki farið í boltann fara alltaf í manninn og persónugera allt.
Sumir eru kolfastir í því að ég sé málsvari allrar verkalýðshreyfingarinnar og starfsmanna hennar og þeir geti ausið hér einhverju persónulegum aðdróttunum að þessu fólki.
Gefa sér að allri sem starfi hjá verkalýðshreyfingunni séu gangsterar sem geri ekki annað en sitja við tölvur og gambla með lífeyrissjóðina og séu á móti launahækkunum og því að vextir seú klækkaðri og verðtrygging afnuminn.
Ég þekki ekki alla sem starfa hjá stéttarfélögunum, en það fólk sem ég þekki er vel gert fólk sem vinnur sem best það getur fyrir sína umbjóðendur, enda væru þeir látnir fara á næsta aðalfundi ef þeir gerðu það ekki.
Góðar kv GG
“What happens when a society loses its ability to self-regulate, and insists on sacrificing its long-term self-interest for short term awards? How does that story end?”
22 þúsund störf á næstu fjórum árum? Það er mjög há tala. Er þetta mat öruggt? Annars er greinilegt að Íslendingafélögin hér í Vestur-Noregi þurfa að fara að leigja stærri sali fyrir þorrablótin.
Sæll vertu
Þrátt fyrir ábendingu um að halda sig við efnið langar mig að koma með spurningu sem tengist pistlinum ekki mikið.
Fyrir ekki svo mörgum árum voru menn að velta fyrir sér að virkja sjávarstraumana sem við höfum talsvert af hér við land.
Hvernig er staðan í dag á þessum pælingum ?
Skrifa ummæli