sunnudagur, 2. október 2011

Frjálsleg túlkun forsetans

Eftir að hafa hlustað á ræði forsetans við þingsetningu í gær rifjaðist upp fyrir mér pistill sem ég birti hér á þessari síðu 11. september.

Þar stóð m.a. „Í Stjórnlagaráði var mikið talað um málskotsrétt forsetans, hvort setja ætti skorður við hvaða málaflokkum hann mætti skjóta til þjóðarinnar og hvort hann ætti að bera á ábyrgð sínum á eigin orðum og gerðum t.d. með afsögn. Niðurstaðan varð sú að gera það ekki.

Öll vitum við að Ólafur Ragnar veltir því vel fyrir sér hvað hann segir áður en hann fer í fjölmiðla. Nýjasta útspil Ólafs Ragnars er að mínu mati úthugsað. Hann er að grípa niðurstöðu Stjórnlagaráðs og ætlar sér að hafa frumkvæði í að túlka hana á þann veg að forsetinn verði í komandi framtíð afgerandi þátttakandi í stjórnmálum.

Jafnvel þó hann hætti í vor, þá hentar sú túlkun mikið betur í æviminningarnar.“

Engin ummæli: