Fór í gærkvöldi í leikhúsið og sá frumraun Auðar Övu Ólafsdóttur á leiksviðinu. Verkið fjallar um fjölskyldu sem kemur saman í vöffluboð og þar kynnumst við samskiptum fjölskyldunnar. Verkið er einfalt, gerist allt á rauntíma í vöffluboðinu Leikmyndin og lýsing er einföld og fellur vel að sviðinu í Kassanum.
Kristbjörg Kjeld fer með aðalhlutverkið, hlutverk móðurinnar og fer á kostum. Stórglæsileg. Í upphafi virðist móðurinn vera elliær og hálfrugluð, en þegar líður á verkið kemur fram að hún er heilbrigðust allra.
Þegar maður kynnist systrunum eru þær snarruglaðar, týpur sem maður hittir oft í kaffiboðum.
Allir leikararnir skila sínu vel og eru í fínu formi húmorinn alltaf stutt undan og gaman að fylgjast með þeim. Margrét Vilhjálmsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson og Baldur Trausti Hreinsson.
Já bara fínt laugardagskvöld. Auður á örugglega eftir að láta meir að sér kveða í leikhúsinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli