miðvikudagur, 26. október 2011

Mr. Martin Wolf stand up brandarakall

Var í kvöld boðið að koma og hlusta á Martin Wolf yfirhagfræðing Financial Times. Heiti fundarins var Ísland í endurreisn eða stefnukreppu.

Vilhjálmur Egilsson SA, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir frá Svisslandi að mér skildist og Katrín Ólafsdóttir fluttu erindi. Öll ágæt og þau nálguðust málefnið ef þekkingu, en frá mismunandi sjónarhornum.

Í fundarlok kom svo mr. Martin Wolf inn með erindi. Hann byrjaði á því að taka það fram að hann þekkti lítið til hér, annað en það sem hefði verið í heimspressunni og baðst fyrir fram afsökunar á því sem hann gæti hugsanlega sagt í innlegi sínu.

Já takk fyrir það mr. Wolf það er rétt hjá þér það var lítið sem þú hafðir fram að leggja. Mr. Wolf elskar greinilega það umhverfi sem gerir fáum kleift að verða ofboðslega ríkir á kostnað almennings. Ljóst er að það er nákvæmlega það sem íslenskur almenningur hefur fengið nóg af undanfarin ár. Hannn dáist af gjaldmiðli sem hægt er að nýta til þess að hafa eignir og laun af almenning og færa það yfir til fárra efnamanna.

Mr. Wolf sagði nokkra ágætisbrandara um ESB og Evruna, en upplýsti okkur svo að hann vissi ekkert um vinnumarkaðinn á Íslandi utan nokkurra alþekktra meðaltalstalna. Hann tók ekkert tillit til þess að í meðaltölum birtist sú staða að sumir standa í heitu vatni og hafa það notalegt á meðan aðrir ísköldu og höfðu það mjög slæmt, en að meðaltali hefðu íslendingar það mjög gott og væru ríkir, já og bætti Mr. Wolf bætti kátur við sterkefnaðir, skítt með þá sem hafa orðið undir.

Við vitum öll að sumir (fáum) tókst að draga til sín gríðarlegar upphæðir og eru sterkefnaðir eftir Hrunið, á meðan sumir (margir) sjá ekki yfir þröskuldinn á svefnherberginu sínu fyrir skuldum. Þetta er umhverfi sem honum finnst gott og vill halda í það, það er það sem íslenskur almenningur mótmælir og krefst jöfnuðar í samfélaginu. Vitanlega er hægt að segja góða brandara um þetta en það á ekki að kynna það sem innlegg í umræðuna um hvert við eigum að stefna.

Það kemur viðhorfum til ESB og gjaldmiðils ekkert við, en ég næsta viss um að aths.ritarar munu endilega vilja tengja þennan pistil við þá umræðu.

Í umræðum á eftir fór hann svo að gera grín af norrænum skattafangelsunum og tala um að við ættum að taka upp kanadískar dollar. Allir vita að ESB stendur mun betur en England með sitt pund og svo maður talinú ekki um USA með sonn dollar sem er í töluvert meir viðskiptahalla en ESB, þarna sagði ég takk fyrir kaffið og fór heim.

Þetta er ágætis standupp brandarakall, og hann dró til sín marga sjónvarpsmenn, svona kalla elska þeir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var hann ekki líka meira að tala um ástandið í Evrópu?

Nafnlaus sagði...

Athyglisvert,

Það er eitthvað mikið að, greiningarmódelum á ýmsum stöðum, m.a. hjá þessum aðila ef hann skilur ekki skuldavanda Íslands – sem er til kominn af hruni krónunnar – miklu meira en eðlilegt er og afleiðingum þess.

Inn í þessum greiningarmódelum virðist ekki rúmast efnahagsreikningar fyrirtækja og heimila á Íslandi – sem flestir eru í molum – eftir gegnishrun krónunnar.

Til verður þvi einskonar – hagblinda á hrunda efnahagsreikninga heillar þjóðar – og um leið skuldakreppuna - sem er stærsti vandinn.

Það dugar skammt fyrir lækni að greina sjúkdóm – 50% - ef hann væri haldinn greiningarblindu á það sem eftir er. Slíkur læknir væri varhugaverður. Svipuð greiningar- og hagblinda hrjáir marga – þegar þeir fjalla um stöðu Íslands.

Hrun krónunnar hækkaði verð á erl. gjaldmiðum um 100% og skrúfaði upp verðbólgu um tugi prósenda (hefur hækkað um 40% síðan 2008) og á eftir að hækka mikið enn.

Þetta varð til þess að setja alla efnahagsreikninga á hliðna, stórhækka skuldir, og þurrka út eigin fé og margra ára uppbyggingu í einni svipan. Sama varð um heimilin.

60% fyrirtækja gjaldþrota og komin í hendur bankanna og þusundir heimila. Þetta er í raun stærsta eignaupptaka sem farið hefur fram – – þökk sé krónunni.

Eina leiðin úr þeim vanda er – upptaka annars gjaldmiðils – sem allra fyrst – með tengingu við evru – eins og Así var nýlega að benda á.

Hvað ætli Martin hefði sagt – of 60% fyrirtækja í Bretlandi hefðu orðið gjaldþrota og milljónir Breta – vegna 70% falls pundsins. Bretland væri sennilega á barmi styrjaldar og logandi í óeirðum – margfalt verri en nokkru sinni.

Myndi Martin mæla með því að hver 330 þusund manna bær í Bretlandi tæki upp fljótandi gjaldmiðil? Myndi Financial Times mæla með slíku?

Vill Martin að hverfið kringum Financila Times (FT) í London (330 þúsund manns) taki upp sitt fljótandi FT pund? Myndi FT mæla með því? Vildi hann taka slíka áhættu – og lána til slíks svæðis, sérstaklega eftir nýlegt fjármálahrun?

Ættu öll svæði stærri en 330 þúnsund í Bretlandi að taka upp sinn eigin gjaldmiðil - þá væru um 200 gjaldmiðlar í Bretlandi - er hann að leggja það til?

Það sem hann telur eðlielgt fyrir Ísland - hlýtur einnig að gilda um önnur lönd - m.a. Bretlnad.

Sennilega ekki. Af hverju á þá að setja Ísland í slíka hættu.

Stundum er hollt að kynna sér mál þeirra þjóða – sem aðilar ætla að fara að messa yfir – og jafnvel að setja sig í spor – folks og fyrirtækja í viðkomandi landi.

Það ætti að bjóða Martin – og fleirum “fræðimönnum” - á nokkurra vika námskeið um ástandið á Íslandi og sjá hvort – hans viðhorf væri ekki breytt eftir það.

Rafiðnaðarsambandið gæti gert það.