laugardagur, 24. nóvember 2007

Félagsmálaráðherra leiðréttir kúrsinn


Í Fréttablaðinu í dag segir að Félagsmálaráðherra vilji greiða lífeyrisjóðunum 100 millj. kr. hætti þeir við að endurskoða örorkulífeyri. Fyrir nokkru sendi Félagsmálaráðherra lífeyrisjóðunum tónin vegna þessa máls og sakaði þá um að gera hinu opinbera ómögulegt að lagfæra kjör öryrkja með því að hrifsa það allt til sín, smá fljótfærni hjá Jóhönnu, sem hún er núna búinn að átta sig á. Að venju notar formaður Öryrkjabandalsins tækifærið og úthúðar forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna á sinn smekklega hátt fyrir að ráðast gegn fátæku fólki.

Hið rétta í þessu máli að er nokkrir lífeyrisjóðir eru að kikna undan hratt vaxandi greiðslubyrði til öryrkja og hafa sumir þeirra þurft að skerða ellilífeyri um allt að 20% vegna þess og það stefnir í að þeir þurfi að skerða hann enn meir. Núverandi útfærsla á örorkugreiðslunum er mismunum milli öryrkja og ellilífeyrisþega í sjóðunum og verið að færa frá ellilífeyrisþegum til öryrkja um 500 millj. kr. þetta vilja sjóðirnir lagfæra, telja reyndar að þeir verði að gera það þar sem landslög segi svo.

Lesendum mínum til upprifjunar, þá settu þingmenn með ráðherra í broddi fylkingar prýðileg lög þar sem meðal annars er kveðið á um að almennir lífeyrisjóðir verði ætíð að eiga fyrir skuldbindingum, ef þeir gera það ekki verða þeir að skerða lífeyri. En þegar búið var að rúlla þessu lögum í gegnum hæstvirt Alþingi, settust þeir að sérlagasetningu fyrir sína lífeyrissjóði á þann veg að þeir sjóðir þurfi ekki að eiga fyrir skuldbindingum. Fjármálaráðherra reiknar það út á gamlársdag hversu mkið vantar upp á og skrifar ávísun og sendir til lífeyrissjóðisns síns með leigubíl. Það má vitanlega ekki skerða í Kampavínslífeyrissjóðum þingmanna og ráðherra, um er ræða allnokkra milljaðra í hvert skipti.

Allt þetta veit formaður Öryrkjabandalagsins vel, en samt leggur hann þetta út með þessum hætti og er með því að vekja upp væntingar hjá öryrkjum á kostnað elliífeyrisþega, ljótur leikur. Öryrkjar eiga alla mína samúð og okkar allra, en ráðherrar og þingmenn ættu að beina sjónum sínum að því sem verkalýðshreyfingin er búinn að benda á allmörg undanfarin ár að leiðrétta verði skerðingar- og frítekjumörk almannatryggingarkerfisins. Með núverandi kerfi rennur um 40% af öllu sem lífeyrissjóðirnir greiða út til sinna skólstæðinga þráðbeint upp úr hinum vasanum til ríkissjóðs í fomri skerðinga og óbeinna skatta.

Það kerfi er allt er handónýtt og Alþingi til háborinnar skammar, eins og forstjóri Tryggingarstofnunar sagði réttilega fyrir nokkru. Með því að hafa ekki hækkað grunnlífeyri í áratugi, en látið hækkanir koma fram í tekjutryggingu, sem skerðist eins og allir vita og ráðherrar best allra, um leið og öryrki eða ellieyrisþegi vogar sér að sína einhverja sjálfsbjargarviðleitni. Lesendum til frekari upprifjunar þá er í eftirlaunalögunum alræmdu sem alþingismenn settu fyrir nokkru sérákvæði um að þetta gildi ekki fyrir núverandi og fyrrverandi ráðherra og æðstu embættismenn. Þeir mega hafa aðrar tekjur, einhverra hluta var sérstaklega tekið fram að tekjur vegna ritstarfa skuli vera algjörlega utan sviga.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég(56),held að maður með þinn kjark og kraft ættir að hund-skamma aðra forystumenn Verkalýðs-hreyfingar sem hefur í 25 ár, hrakist undan skipulagðri Hryðjuverka-starfsemi Atvinnu-bófa, c/o HS. Guð-Faðir DO.
Þrælarnir eru orðnir svo hræddir og skuldugir, að þeir þora ekki að anda upphátt.
Stjórnmála-menn hafa nú á 15 árum, algjörlega lagst flatir fyrir Peninga-mönnum og lítil von um breytingar á þeirra Bæ á næstunni.
Gangi þér vel!!!