miðvikudagur, 8. apríl 2009

14% vaxtamunur vegna krónunnar

Eftir 1,5% lækkun vaxta í dag er vaxtamunur milli Íslands og ESB landa 14%. Ef við værum með Evru núna værum við með um 3 - 4% verðbólgu, enga verðtryggingu og vexti á húsnæðislánum um 4% og í viðskiptum um 4 -5% og ekki væru hér gjaldeyrishöft.

Kostnaður af krónunni er óheyrilegur. Fyrir hrun var vaxtamunur milli Íslands og ESB að jafnaði um 3 - 3,5%. Eftir hrun má gera ráð fyrir að þessu vaxtamunur verði enn meiri. Hagfræðingar segja að við gætum í besta falli reiknað með að ná vaxtamun niður í 6%.

Þá er reikningurinn vegna krónunnar farin að nálgast 200 milljarða króna. Þetta jafngildir hvorki meira né minna en 25% af öllum launum í landinu! Það gefur auga leið að þessi kostnaður leggst á almenning í formi lægri launa, hærra verðlags, hærri skatta og/eða lægra þjónustustigs hins opinbera.

Sumir berjast gegn Evru og ESB og vilja halda áfram í krónuna. Hvar eru rökin? Þau hafa aldrei komið fram. Svíþjóð og Finnland þakka inngöngu í ESB skjótan bata eftir þeirra hrun. Öll vitum við að Svíþjóð, Finnland, Danmörk og fleiri lönd innan ESB eru fullvalda ríki.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er óheyrilegur kostnaður, en það sem að verra er, er að stjórnmálamennirnir þeir hlusta ekki. Það verður enginn breyting eftir kosningar. við þurfum nýja mynt, helst Evru. Ef að menn treysta sér ekki í evruna þá er það næst besti kosturinn, US dollar.

kv.

Helgi Njalsson

Nafnlaus sagði...

Og í þessu ástandi er Samfylkingin tilbúin að hætta við kröfuna um ESB aðild til að tryggja sér ráðherrastólana í samvinnu við þjóðernissósíalistana.

Svei attan

Nafnlaus sagði...

Guðmundur.

Ef Ísland tæki upp Evru, þá missum við mikilvægt stýritæki sem króna og stýrivextir sem bæði eru notuð til sveiflujöfnunar.

Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp Evru, þá verður vinnumarkaðurinn eina efnahagslega stjórntæki sem Íslenska hagkerfið hefur og þá noður sem eiflujöfnunarstæki þegar samdráttur verður í efnahaglífinu. Þetta er t.d. orsökin fyrir því að atvinnuleysi er svona hátt í Evrulöndum.

Ætlar þú og Gylfi að bjóða aðilum vinnumarkaðarins, umbjóðendum ykkar, upp á þetta?

Evreka sagði...

Einmitt, góður punktur Guðmundur.
´
Hvernig í ósköpunum má það vera, að meirihluti íslenskra stjórnmálaflokka velur ofurvexti og verðtryggingu umfram lágvaxtaumhverfi...??

Þetta er auðvitað ekkert annað en blind, nánast sturluð, gamaldags ættjarðarást, sem á ekkert skilt við raunveruleikann í dag.

Hagsmunum Íslendinga er svo augljóslega best borgið innan ESB og með upptöku evru. Samt ætlar Sjálfstæðismönnum ætla að takast að gera ESB að aukamáli í kosningabaráttunni...

Galið!

Evreka sagði...

"Nafnlaus" hér á undan er kannski að grínast, eða...?

Króna og stýrivextir? - mikilvæg tæki til sveiflujöfnunar...??

Halló! - þessi "tæki" hafa verið verri en engin, hafa aldrei virkað, heldur þvert á móti, á endanum komið okkur í koll.

Svo er gamla grýlan um atvinnuleysi í ESB orðin hjákátleg, nú þegar enn meira atvinnuleysi er hér á landi - fullkomlega af okkar eigin völdum.

Hvers vegna í veröldinni vilja menn ekki lága vexti, stöðugt gengi, lægra matvöruverð, osfrv....?

Nafnlaus sagði...

Ég oft heyrt og séð þessar og álíka fullyrðingar. Ég hef hins vegar hvergi séð rökin til staðfestingar
á þeim. Ef til vill ekki leitað á
réttum stöðu. Heyrði einn frambóðanda
Samfylkingar halda því fram áðan í
Sjónvarpinu að um leið og sótt væri
um aðild ESB félli verðtrygging niður.
Væri þakklátur fyrir að fá ábendingar um hvar ég á að leita eða bara fá þau í stuttu máli.

Guðmundur sagði...

Það hafa komið fram hver rökin á fætur annarri. Vextir landa eins og t.d. Ítalíu, Spáni, Grikklandi féllu úr 25% í 5% á 6 mán. eftir að þau gengu í ESB, þegar vextir eru komnir á það stig fellur verðtrygging um sjálfa sig.

En það er svo ótrúlegt hvernig SjálfstæðisFlokkurinn hefur haldið á þessu og sú rakalaeysa sem hann hefur haldið að fólki árum saman.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur:
Það getur vel verið að það séu lágir vextir í löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu. Á hinn bóginn er atvinnuleysi þar mjög hátt og hefur verið svo lengi. T.d. er atvinnuleysi á Spáni 16% og stefnir í 20% í lok ársins.
Spánn er með Evruna sem er mjög sterkur gjaldmiðill sem stendur. Til að gera landið samkeppnishæfara þar að segja upp fólki á vinnumarkaðir til að ná niður kostnaði fyrirtækja þar.
Lágir vextir í þessum löndum endurspegla lágan hagvöxt í þessum löndum.

Hvort er verra;
12-15% stýrvextir og 1-2% atvinnuleysi eins og verið hefur á Íslandi,
eða 12-15% atvinnuleysi og 1-2% stýrivextir, eins og hefur verið í Evrulöndunum?

Guðmundur Gunnarsson, þú hlýtur að geta tekið afstöðu til þessa, þar sem þú ert í forsvari fyrir stéttarfélag.

Auðvitað vilja allir lægra verðlag og lægri vexti hér á landi, en vegna þess að hagkerfið og markaðurinn er svo lítill hér á landi, þá er lítil sem engin samkeppni í smásölu, bankar eru fáir, verður þetta alltaf öðru vísi hér en í hinum fjölmennu Evrópulöndum.
Ég sætti mig við hærri vexti og fulla atvinnu eins verið hefur hér þangað til að hruni.