Það liggur fyrir að ef Ísland á að komast út úr efnahagsvandanum verður að greiða niður höfuðstól erlendra skulda hratt. Það verður ekki gert án þess að byggja upp atvinnulífið og auka útflutningstekjur. Það er útilokað að gera með þeim gjaldmiðli sem við búum við. Hann er ónýtur.
Þessi uppbygging verður ekki gerð án þess að náð verði samningum við þá sem Ísland skuldar og skapaðir möguleikar á að erlendir aðilar vilji leggja fram fjármagn og lán til fjárfestinga í íslensku atvinnulífi, án þess að það sé á okurvöxtum. Það verður ekki gert án aðstoðar Evrópska Seðlabankans.
Ekkert atvinnulíf og þaðan af síður heimili þola þá vexti sem tilvist krónunnar veldur. Það verður enging uppbygging á þesusm vöxtum. Ef ekkert verður gert í þessum málaflokki á allra næstu vikum blasir við gríðarlegt fall fyrirtækja í landinu. Þau hafa haldið sér gangandi á eigin fjármagni, en nú blasir við að ekki verður lengra komist á þeirri braut.
Það er ótrúlegt að þetta skuli ekki vera aðalmál í pólitískri umræðu fyrir komandi kosningar. Ef ekki er verður af viðræðum við ESB á næstunni blasir við þjóðinni gríðarlegt fall og við blasir fjöldagjaldþort íslenskra fyrirtækja og brottflutningur annarra. Gríðarleg aukning á atvinnuleysi sem mun verða langvarandi jafnvel 10 – 15 ár.
Spírall niður á við hefur verið að myndast í vetur. Það að keyra framkvæmdir niður leiðir til þess að fyrirtækin verða draga saman og fækka starfsfólki. Það leiðir til þess að fjölgun verður á atvinnuleysiskrá.
Það skapar svo aftur á móti vaxandi fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka til hendinni stund og stund, svart svo þeir falli ekki af bótum og missi margskonar réttindi. Sem skapar aftur að þau fyrirtæki sem nýta sér þessa stöðu geta tekið að sér verkefni fyrir mun lægra verð en fyrirtæki sem eru að reyna að hafa allt samkvæmt reglum samfélagsins.
Þetta leiðir til þess að um 40% af veltunni fer fram í neðanjarðarhagkerfinu. Starfsmenn í þessu umhverfi greiða ekkert samfélagsins, en fá ýmsar bætur vegna lágra uppgefinna tekna. Spírallinn herðir á sér.
2 ummæli:
Sæll minn formaður.
Ég er búinn að vera mikill evrópusinni í 15 ár. Nú er of seint að ganga í EU, það bjargar okkur ekki úr þessari stöðu. Síðasti séns til að sækjast eftir inngöngu var rétt fyrir hrunið. Þegar Þorvaldur Gylfason sagði að við yrðum að lýsa yfir vilja til að fara í aðildarviðræður, án tafar. Þjóðin er gjaldþrota. Hér nást ekki fram nauðsynlegar breytingar á þjófélaginu með öðru en hugaarfars-byltingu.
Þjóðin má ekki reyna að borga af þessum skuldum. Verðum að veljum styðstu og hröðustu leiðina að botninum. Því fyr getum við hafið uppbyggingu heilbrigðs samfélags.
Ef ekkert er gert í að fella niður skuldir eða færa skuldastöðu almennings og fyrirtækja aftur þar til fyrir hrun er hætta á því að við horfum upp á annað kerfishrun í haust og þá verður hugsanlega of seint að beita þeirri raunhæfu og rökréttu laus sem Framsóknarflokkurinn leggur til - því miður einn flokka sem hefur lagt til tillögur til lausna.
Skrifa ummæli