föstudagur, 3. apríl 2009

Skjóta fyrst og spyrja svo

Í Mogganum í morgun á miðopnu er fjallað um ályktun miðstjórnar ASÍ um skýrar siðareglur og þá kröfu að skilgreint verðir hverjir fóru í laxveiði og glysferðir erlendis. Í greininni kemur fram að það virðist vera samkvæmt könnun Landsambands lífeyrissjóða að sögn Arnars Sigmundssonar um sé að ræða einn mann í eitt skipti hjá almennu sjóðunum.

Á hverju voru afhjúpunar greinar Morgunblaðisins um spillingu almennu lífeyrissjóðanna byggðar? Voru það kannski sögur sem áttu við bankalífeyrissjóðina? Það er brýn nauðsyn fyrir alla að fá allt upp á borðið. Hversu margar voru glys- og laxveiði ferðirnar? Hverjir voru það sem fóru í þær? Voru þeir frá almennu lífeyrissjóðunum, eða frá fjárfestingasjóðunum og bankalífeyrissjóðunum. Það eru komnar fram skýrar kröfur frá sjóðsfélögum að þeir sem fóru í þessar ferðir taki ábyrgð á gjörðum sínum.

Það er búið að skaða almenna lífeyriskerfið gríðarlega mikið með allskyns sleggjudómum. T.d hefur nokkrum sinnum komið fram í Silfri Egils ungur maður með fullyrðingar studdar með Ecxeltöflum um lífeyrissjóðina, sem bera þess merki að hann hefur nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Egill hefur ásamt útvarpsstjóra algjörlega hafnað því að einhver með þokkalega þekkingu fái að koma og sýna fram á að hversu rangar forsendur eru í útreikningum hins unga manns. Hverra hagsmuna voru þeir að gæta?

Einnig má benda á auglýsingar Sælgætisframleiðanda í Hafnarfirði sem ætíð setur fram nokkru fyrir mestu sælgætishátíð landsins auglýsingar með kröfur um að sparifé þeirra launamanna sem hafa greitt í lífeyrissjóði verði tekið eignanámi og sett í að byggja og reka hjúkrunarheimili. Alltaf nær hann markmiði sínu að komast í alla fréttatíma þar sem hann stendur við hlið Páskaeggjanna sinna.

Ásökunum hefur verið beint gegn félögum sjóðsfélaga, en stjórnarmenn SA og samtök fyrirtækja hafa algjörlega sloppið. Af hverju? Hverra hagsmuna er verið að gæta?

En eitt stendur óhaggað eftir það eru launakjör nokkurra forsvarsmanna lífeyrissjóðanna, allavega eins. Þau taka um of mið að því sem var, ekki af því sem er. Voru það stjórnamenn frá sjóðfélögum sem tóku þá ákvörðum eða voru það stjórnarmenn frá SA? Hver voru launakjör stjórnenda bankasjóðanna og opinberu sjóðanna?

Skjóta fyrst og spyrja svo er oft sagt. En skaðinn er til staðar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur. Bæði ungi maðurinn sem kemur fram í Siflri Egills og Helgi í Góu notfæra sér þekkingjaleysi almennings á því hvernig lífeyrissjóðirnir eru bygðir upp. Það er heldur ekki hægt að líta fram hjá því að forstjóri að minsta kosti eins lífeyrissjóðs er á mjög háum launum miðað við það sem stór hluti greiðanda í sjóðinn ber úr býtum.
kveðja SH

Nafnlaus sagði...

Sammála þér, Guðmundur. Það virðist vera komið á eitthvert óskrifað samkomulag milli einhverra aðila í þjóðfélaginu og fjölmiðla um massívan áróður gegn almennu lífeyrissjóðunum. Ég hef svo sem heyrt ýmsar skýringar. Ein er sú, að menn hafi komist að þeirri niðurstöðu, að samtryggingarsjóðirnir séu í eðli sínu tryggingarfélög. Því eigi að koma þeim fyrir inni í tryggingarfélögunum, sem hinir alvitru útrásarvíkingar eru reyndar búnir að þurrka upp, með tryggingasjóðum og öllu heila galleríinu. Í öðru lagi séu séreignarsjóðir ekkert annað er sparifé (sem þeir auðvitað eru) og þar af leiðindi eigi þeir að vera í bankakerfinu. Ergo: Lífeyrissjóðir stéttarfélaganna verði lagðir niður. Ástæðan? Jú, ein er sú, að menn þykjast sjá þess merki við sjóndeildarhringinn að SA/Vilhjálmur Egilsson fái ekki lengur að skipa að eigin geðþótta helming stjórnarmanna sjóðanna. Þegar svo verði komið, muni stéttarfélögin fá full yfirráð yfir miklum fjármunum, sem þeir hafi hvorki "þroska" né "rétta yfirsýn" til að stjórna. Það sé óviðunandi, og þurfi að fyrirbyggja slíkt. Völd alþýðunnar yfir fjármagni - þótt það séu þess eigin peningar - eru þessu fólki þvílíkur þyrnir í auga að öllum ráðum er beitt til að koma í veg fyrir slíkt.