Var bent á þessi gullkorn af heimasíðu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.
Þarna svarar hann spurningu Mannlífs um hver sé merkasti eða áhrifamesti núlifandi Íslendingurinn. Þetta er skrifað seinni partinn í júní 2008.
Hannes telur merkustu Íslendingana vera þrjá: Björgólf Guðmundsson, Davíð Oddsson og Geir Hilmar Haarde. Rökstuðningurinn Hannesar er óborganlegur. Þetta skýrir eiginlega allt um hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi.
En hér eru punktar Hannesar :
Björgólfur Guðmundsson er ekki aðeins einn ríkasti Íslendingur, sem uppi hefur verið, eigandi banka og margra annarra fyrirtækja og fjölmiðla, heldur hefur hann líka öðlast mikið siðferðilegt áhrifavald. Hann er góðgjarn og skynsamur, og menn hlusta á hann. Hann er öðrum fyrirmynd, af því að hann er lifandi dæmi um það, að menn geta ratað í mikla erfiðleika, en brotist út úr þeim aftur og jafnvel orðið meiri og betri menn.
Davíð Oddsson er svo öflugur maður, að hann hefur ekki glatað áhrifum sínum, þótt hann sé ekki lengur í fylkingarbrjósti í stjórnmálum. Rætur áhrifa hans eru tvíþættar. Í fyrsta lagi nýtur hann mikillar virðingar og trausts þorra þjóðarinnar, þótt orðastrákar á kaupi hjá óvinum hans reyni að gera lítið úr því. Menn vita, hversu heill Davíð er og heiðarlegur, hreinn og beinn og hræsnislaus.
Í öðru lagi gegnir Davíð auðvitað enn lykilstöðu sem bankastjóri Seðlabankans. Hann hefur átt drjúgan þátt í því, að bankarnir virðast vera að komast út úr þeirri kreppu, sem þeir voru í. Vandlega er hlustað á Davíð í hinum alþjóðlega peninga- og bankaheimi. Fátt væri fjær Davíð en að láta gamlar væringar stjórna sér, þegar til kastanna kemur.
Geir H. Haarde hefur á stuttum ferli sínum sem forsætisráðherra bætt mjög við það traust, sem hann vann sér sem fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Hann er friðsamur og laginn, og þess vegna fer minna fyrir áhrifum hans en margra annarra, sem hærra gala. En hann er fastur fyrir, þegar á reynir. Öll þjóðin veit, þegar hún sér Geir, að hann vill vel og vinnur vel. Hann hefur líka góða menntun og er ákaflega frambærilegur. Það er til slíkra manna, sem leitað er á úrslitastundum.
10 ummæli:
Flokksfíflið er alveg óborganlegt !!!
Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur
Hvað menn eru þetta aftur?
Jón H. Eiríkss.
Það er með ólíkindum að þessi maður skuli vera prófessor upp í háskóla, enda held ég að virðing hans á þeim vinnustað sé af skornum skammti. Eftirfarandi lýsir því best hversu firttur maðurinn er á raunveruleikan => ,,Vandlega er hlustað á Davíð í hinum alþjóðlega peninga- og bankaheimi".
svona eftir-á komment eru frekar þreytt
Hér er ein frá 1990: "Því fleiri ákvarðanir sem fluttar eru út á hinn frjálsa markað, í þéttan faðm hagkvæmninnar, því minni er spilling." (Heimild)
þessi skrif eru frekar 'ósanngjörn'
manstu virkilega ekki allt að 'góða' sem gert var 'fyrir hrun' sem þessir menn, já hetjur vil ég segja, gerðu fyrir þjóð vora!
það bara hlustaði engin (fáir)á það sem FLokkurinn sagði og rifjaði upp í kosningarbaráttunni.
Íslendingar eru minnislausir.
Þetta er óborganlegt, farinn að skilja af hverju Hannes hafi látið sig hverfa.
Hann ætti kannski frekar að kenna við einhverja aðra deild. Sálfræðideild kannski? Þá gætu nemendur stúderað hann. Maðurinn er algjört fenómen.
En svona grínlaust, þá er mjög slæmt fyrir stofnun eins og HÍ að þessi maður skuli gegna þar prófessorsstöðu. Það er ekki mikið "prestige" í því.
Sigríður Guðmundsdóttir
Það leynast fleiri gullkorn í heimildinni sem Haukur vitnar í. Þar kvartar HHG undan því að SAM skuli telja spillingu vera á Íslandi og svo yfir því að SAM skuli ekki minnast á Davíð Oddsson í umfjöllun um leiðtogafundinn í Höfða.
Sting upp á hér eftir:
Glópagullkorn Hannesar Hólmsteins.
Skrifa ummæli