þriðjudagur, 7. apríl 2009

Steingeld kosningabarátta

Nú er kosningabaráttan að fara á fullt. Einhvern veginn átti ég von á að kosningarnar myndi snúast um hvert við ættum að stefna í peninga- og efnahagsmálum. Hvaða lærdóma við hefðum dregið af atburðum síðustu ára. Gríðarlega sveiflur gjaldmiðilsins, erfiðleikar fyrirtækja, gríðarlegur kostnaður vegna krónunnar, há verðbólga hátt verðlag og háir vextir.

En það virðist stefna í enn eina kosningabaráttuna þar sem stjórnmálamenn hafa ekki dug í sér að takast á um framtíð Íslands. Þeir ætla að rífast enn eina ferðina um hvort teknar verði upp strandsiglingar og hvar eigi að setja veggöng. Sjálfstæðismenn tala eins og þeir hafi ekki verið á landinu undanfarin 18 ár og hinir leggja fram sannanir um að svo hafi verið. Það er innihald umræðna.

Stefnan í peningamálum er óbreytt. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er ekki forgangsverkefni. Þrátt fyrir að það liggi fyrir að Ísland mun ekki losna úr viðjum gjaldeyrishafta og hárra vaxta á meðan krónan er gjaldmiðill landsins. Ísland mun ekki geta náð niðurstöðu um skuldirnar fyrr en samkomulag liggur fyrir við önnur Evrópulönd.

Svo ótrúleg sem það nú er þá treysta stjórnmálamenn sér ekki til þess að fjalla um þetta mál, þrátt fyrir að forsvarsmenn atvinnulífsins hafi lýst því yfir að það sé forsenda eigi að takast að byggja fyrirtækin upp Aðgerðaleysi stjórnmálamann mun valda því að atvinnuleysi mun halda áfram að vaxa og verða langvinnara.

Hvernig í veröldinni má það vera að verið sé að leggja af stað í einhverjar afdrifaríkustu kosningar, með engar raunhæfar framtíðarlausnir.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála Guðmundur.

Samfylkingin er algjörlega að bergðast þjóðinni á ögurstundu.

Hvers vegna þorir þessi flokkur engu?

Hvers vegna getur þessi flokkur ekkert?

Nafnlaus sagði...

Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu eiga stjórnmálamenn ekki að vera hugsa um strandsiglingar jarðgangnagerð eða EB. Það á að semja við eigundur jöklabréfa og um þær skuldir sem við verðum að borga. Við verðum að verja heimilin í landinu eins vel og kostur er og hluti af þeim aðgerðum er að koma hjólum atvinnulífsinns af stað aftur. Eins og staðan er núna uppfyllum við engin skilyrði um inngöngu í EB. Þegar við höfum lokið þessum forgangsverkefnum mundi ég vilja fá þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að ganga inn í EB þó ég sé sjálfur eindregin andstæðingur þess að við göngum þar inn.

Nafnlaus sagði...

Sammála Guðmundur
Enginn flokkur hefur lagt til raunhæfar leiðir, ekki einu sinni Borgarahreyfingin.

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg rétt hjá þér Guðmundur og það vekur athygli að fólk er nú búið að missa fullkomlega traust á stjórnmálamönnum.

Ég horfði á umræðurnar á Ísafirði í gær og það vakti athygli mína viss ferskleiki eins frambjóðandans, Ásbjörns Óttarssonar, sem var með nýja nálgun þegar hann sagði eitthvað á þá leið að nú væri verið að kjósa fólk á þing sem ætti að vera í sama líði.

Liði sem ynni saman að því að koma þjóðinni út úr þessum ógöngum.

Hann taldi að kjósa ætti um lausnir en ekki flokka þannig að lesa mætti út úr niðurstöðum kosninganna hvaða leið flokkarnir ættu að feta saman og samstíga að lausn vandans.

Hann taldi óábyrgt að útiloka samstarf í ríkisstjórn fyrir kosningar. Ríkisstjórn á að mynda um lausnir.

Þetta eru ekki átök íþróttafélaga eins og VG virðist halda með því að hafna samstarfi við Íhaldið.

Ég held, eftir að hafa hlustað á þennann mann að ég stroki alla núverandi þingmenn út af þeim lista sem ég kýs og bið aðra að íhuga þessa leið til endurnýjunnar á þingliðinu.

Það er greinilega eina lausnin útúr þessu vegna þess, eins og þú segir, núverandi þingmenn kunna ekki að vinna saman og kunna ekki til verka í þessari stöðu sem við erum í.

Nafnlaus sagði...

Er einhver svo grunnur að hafa látið sér detta í hug að SF og VG væru í ríkistjórn til að bjarga einhverju því fer vís fjarri.Eina sem skiptir þá máli núna er að breyta stjórnaskrá og loka nektarbúllum ekkert annað er að gerast á þeim bæ.Hvar skyldu nú raddir fólksins vera með pottana sína??Spyr sá sem ekki veit.......

Nafnlaus sagði...

Það er nú ekki nóg að benda á Samfylkinguna, eins og næsti "kommentari" hér á undan gerir. Ekki eru flokkarnir, sem fóru með allt hér til andskotans, framsókn og íhald, með mennilegri tillögur en aðrir. En ég er sammála Guðmundi um að alltof lítið er um að menn ræði og reyni að greina stóru vandamálin. Við höfum engin efni á fleiri jarðgöngum ellegar öðrum gæluverkefnum. Það þarf að tímasetja hvernig við ætlum að standa að því að fara að ræða við ESB um inngöngu okkar í það, því fyrr því betra. Þær viðræður og samningar plús aðlögun okkar tekur nefnilega nokkur ár, og okkur veitir því ekki af að fara að byrja á einhverju af viti.

Nafnlaus sagði...

Tvö dæmi frá síðustu 18 árum:

Hannes Hólmsteinn:

“Mig óraði ekki fyrir því að síðan með því að einkavæða bankana þá myndum við skyndilega fá nýja kynslóð ungra sprækra manna sem hafa gerbreytt Íslandi ... hugsið ykkur að bankakerfið hefur á milli sjö og tífaldast á þessum fjórum fimm árum og hugsaðu þér hvað það væri nú gaman ef við bara héldum áfram og gæfum í...”

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Útrásarsöngur Davíðs Oddssonar:

Hrópum ferfalt húrra....

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Nafnlaus sagði...

Undravert, að þú skulir hissa á þessu. Þetta var vitað fyrirfram.