Ég hef fullyrt hér á þessari síðu nokkrum sinnum undanfarna mánuði að það eigi eftir að koma upp úr pottum gömli bankanna mál sem geri það að verkum að ný bylgja fordæmingar á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni ganga yfir landið.
Það hefur verið ljóst um allangt skeið að fjármálamennirnir eiga í handraðanum nákvæmt bókhald yfir þau gæði sem þeir létu renna til stjórnmálamanna. Það bókhald myndi fyrr eða síðar „óvart“ lenda í höndum fjölmiðla. Þessi spádómur er að rætast.
Þetta gerir það að verkum að kjósendur ganga nú óöruggir til kosninga og óánægjan er undirliggjandi. Lítið þarf til þess að upp úr sjóði. Kosningabaráttan einkennist af því að nafnlausum auglýsingum með fullyrðingum um eignaskatta og tekjuskatta sem eru klár ósannyndi.
Starfsmenn Valhallar eru miklum vanda í ESB málum og ætluðu að spila enn einum millileiknum, en embættismenn í Brussel hafa bent á að tillaga þeirra sé út í hött. En það eru aftur á móti mjög margir sjálfstæðismenn út í atvinnulífinu sem eru allt annarrar skoðunar en Valhöll. Það vissi reyndar meirihluti landsmanna áður. Viðbrögð formanns sjálfstæðismanna eru brosleg. Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi ætli ekki að láta einhverja embættismenn í Brussel segja sér fyrir verkum.
Allt bendir til að það verði aðrar kosningar næsta vetur, það verði nokkrir þingmenn sem verði að segja af sér fljótlega eftir kjördag. Kjósa verði um breytingar á stjórnarskrá, upptöku Evru og aðildarsamning ESB. Þeir samningar verða tilbúnir í lok þessa árs.
Það verður undirstaða og upphaf uppbyggingar atvinnulífsins og útganga úr skuldaklafanum.
1 ummæli:
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Guðmundur.
Það þarf að upplýsa um þetta ógeð og hreinsa út.
Sem fyrst.
Skrifa ummæli