föstudagur, 9. október 2009

Aldrei að láta góða kreppu framhjá sér fara

Öll þekkjum við hið margendurtekna viðkvæði; „Það var Evrópska regluverkið sem felldi Ísland.“ Í kjölfar þessarar fullyrðingar spyr maður; „Af hverju liggja þá Danir, Svíar, Finnar og hin ESB löndin ekki í því?“ Ísland er eina landið sem varð fyrir algjöru hruni. Hin Norðurlöndin er strax kominn af stað úr þeirri litlu lægð sem þeir lentu í.

Það sem blasir við okkur er hin íslenska króna og hverjir þeir eru sem vilja viðhalda henni. Í gegnum krónuna hafa þessir helmingaskiptaflokkar farið með völdin í gegnum tíðina og framkvæmt stórkostlegar eignatilfærslur frá almenning í hendur fárra. Þeir hafa náð undir sig völdunum í stærstu fyrirtækjum almennings og skiptu þeim á milli sín. Þar er að finna ástæðu þess að þeir hinir sömu vilja viðhalda þeirri einangrun sem Íslandi er haldið í. Þeir hinir sömu vilja halda áfram á sömu braut og sniðganga AGS og halda því að okkur að Norðurlöndin séu óvinir Íslands.

Hvert eru menn að fara þegar þeir segja að við þurfum ekki AGS lánið. Hvernig eigum við að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð? Hvernig ætla menn að komast hjá gjaldþroti þjóðarinnar? Á hvaða kjörum eru þau lán sem þessir hinir sömu telja sig geta fengið?

Rosevelt sagði að við ættum aldrei að láta góða kreppu framhjá okkur fara, heldur nýta hana til þess að endurskoða kerfið. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt sig í því að vera fullkomlega fyrirmunað að komast frá lýðskruminu og tekist á við vandann. Taka þær ákvarðanir sem til þarf að rífa okkur upp á við.

Óvinsælar ákvarðanir eru íslenskum stjórnmálamönnum um megn. Það hefur ríkt hér stjórnarkreppa frá fyrsta degi Hrunsins og við verðum að fara að tillögu Rosevelts.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega sammála þér!

Því sem þú þó gleymir, þegar þú talar um ónýtu krónuna okkar, er að þeir sem berjast hvað harðast fyrir henni eru þeir sem vilja lána okkur í verðtryggðum krónum á okurvöxtum áfram líkt og þeir hafa gert undanfarna áratugi. Þetta fólk - sama fólk og á kvótann - hefur engan áhuga á að við göngum til liðs við ESB og fáum evru, matvæli á viðráðanlegu verðu, tryggingar á sanngjörnu verði eða vexti líkt og á meginlandinu. Nei, þetta sérhagsmunagæslulið er allt of upptekið við að verja sína hagsmuni! Guðbjörn Guðbjörnsson

Nafnlaus sagði...

Tek undir hvert orð í þessum pistli. Skörp greining eins og oft áður.

Hámark vitleysunnar kristallast í Bjarmalandsför tveggja forystusauða framsóknarmanna og sjálfskipaðra sendimanna þjóðarinnar.

Lánaslátta þeirra átti að þjóna þeim tilgangi að koma okkur undan gerðu samkomulagi um lyktir Icesave og í leiðinni að segja bless við AGS.

Fyrirséð var auðvitað að ekkert lán fengist á þeim forsendum.

Þá tóku þeir til bragðs að láta líta út fyrir að þeir hafi verið að kynna málstað Íslendinga fyrir Norðmönnum og orðið mikið ágengt.

Þvílíkir málsvarar!

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill -eins og svo oft áður- Var að heyra að þú ætlaðir að hætta pistlaskriftum - Haltu áfram plís
Úlfur

Nafnlaus sagði...

Mér þykir það miður ef þú hættir með þína pistla. Rödd skynseminnar er að hverfa í þeim darraðadans skrumskælinga sem á sér stað á alþingi, í fjölmiðlum og bloggi. Fyrir okkur sem vöknum á morgnana, klæðum börnin okkar í skóla, sinnum "hefðbundinni" vinnu og reynum að láta þjóðfélagið ganga eðlilega er því nauðsynlegt að vita af mönnum eins og þér þarna úti.
Kærar kveðjur.

Héðinn Björnsson sagði...

Held að við séum komin fram yfir þann stað þar sem við getum forðað þjóðargjaldþroti. Valið okkar fellst í því hvort við viljum taka á því í dag, eftir 2 ár eða 10 ár.

Nafnlaus sagði...

Nei það var ekki Evrópska reglu verkið sem feldi ísland.Það var íslenska viðhorfið.
Við skiptum bara um kenntölu og skiljum skuldinar eftir á þeirri gömlu.
En umheimurunn vill ekki eiga viðskipri við svoleiðis óreyðuþjóð.

reynir

Guðmundur sagði...

Þetta með að hætta hefur komið aðeins í orðræðum um hvernig umræðan er og nánast uppgjöf á þátttöku í henni, sem hefur endurspeglast í færri pistlum.

Umræðunni miðar ekkert og fer endalaust í hringi án þess að taka tillit til innleggs með gildum rökum frá sérfærðingum á viðkomandi sviði.

Spjallþáttamenn ýta undir það með því að leiða fram lýðskrumara sem gefa sig úit fyrir að vera heimsmíðaðair sérfærðingar og þvaðra endalausa rakalausa runa af bulli, til þess að fá swing í þætti sína.

Þetta háttalag að er svo óendanlegt ábyrgðarleysi og fantaskapður gagnvart almenning, sérstaklega á þessum tímum þar sem þjóðin vll svo gjarnan trúa einföldum patent lausnum, að leiða aftur og aftur fram sömu menn sem halda því fram að hægt sé þurrka út - gefa Evrópu langt nef - og við getum bara gert þetta sjálf með því að framleiða meira.

Hvernig ætlum við að fara að því þar sem við getum ekki einu sinni fjármagnað grunnþarfir samfélagsins og þaðan af síður byggt upp orkuver.