miðvikudagur, 14. október 2009

Fjallvegur til gæða umræðunnar

Er á þingi í Kaupmannahöfn þar sem verið er að skilgreina ástæður efnahagsniðursveiflunnar og hvað sé á næsta leiti.

Öll norðurlöndin kominn af stað upp, utan Íslands.

Öll norðurlöndin búinn að skilgreina hvað þurfti að gera og taka á því, utan Íslands.

Gengi gjaldmiðils stendur og kaupmáttur, utan Íslands.

Vextir á lánum tífallt lægri en á Íslandi.

A.m.k. 5 fjallvegir á milli gæða umræðunnar hér og heima.

Heima þykir sjálfsagt að vera með órökstudd upphlaup og fullyrðingar og merkimiða pólitík og fjölmiðlar byggja spjallþætti og fréttatíma utanum rugludallana.

Ekkert miðar heima og íslenskir fjölmiðlar útvarpa frá morgni til kvölds ferðalýsingum tveggja manna til Noregs og viðræðum þeirra við einhvern kverótlant, sem fulltrúar Noregs hér vilja ekki kannast við -

En hér tóku menn á málum og atvinnulífið er að stíga upp.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tek undir allt og þá sérstaklega þetta.
"Heima þykir sjálfsagt að vera með órökstudd upphlaup og fullyrðingar og merkimiða pólitík og fjölmiðlar byggja spjallþætti og fréttatíma utanum rugludallana." Bæti við: Einnig virðist ómögulegt að eiga vitrænar samræður lífeyrissjóðina. Nú fer allt í gang aftur, með tllögum BB og félaga, nú í dag.
Ólafur Sveinsson

Nafnlaus sagði...

...og vitleysan heldur áfram. Það er búið að blása til utandagskrárumræðu á morgun um noregsförina.

Nafnlaus sagði...

Hafi einver velkst í vafa um hvers vegna við erum í þessari stöðu, eru ástæðurnar að koma sífellt betur fram. Verst að það er ekki nein eftirspurn eftir lélegum stjórnmálamönnum til útflutnings
Úlfur