miðvikudagur, 28. október 2009

Heimatilbúin veröld

Var að koma af fundi á Akureyri. Annar félagsfundurinn í þessari viku, báðir fjölmennir og velheppnaðir. Það er svo einkennilegt hve upplifunin er ætíð allt önnur á fundum með félagsmönnum, en maður upplifir í fjölmiðlum.

Í hvaða veröld lifa hinir sannleikselskandi kúrekar í Kastljósinu? Hvar finna þeir þetta fólk? Neikvætt niðurrif og klisjukenndar upphrópanir er það sem þeir nærast á, eins og Páll Skúlason bendir réttilega á.

Minnist hinna fjölmörgu og fjölmennu funda í vor, þegar ég hitta á sjötta hundrað félagsmanna og bar undir þá kröfu SA um frestun launahækkana. Þar kom fram það sama, allt önnur viðhorf en fjölmiðlarnir héldu að okkur og vildu fá okkur til að trúa. Spjallþáttamenn RÚV kynna aldrei skoðanir meirihlutans og krefjast þess að farið sé að skoðun 10% félagsmanna ASÍ og hunsa á skoðun 90%??!

Ef þeim er bent á götin og vinnubrögð þeirra gagnrýnd, flýja þeir vælandi undan. Hverslags hroki og þótti er það að krefjast þess að menn hendi til hliðar öllu og mæti þess er krafist. Hafa menn ekki sjálfsvald á hvað þeir gera? Hvar í veruleikanum eru þetta lið statt?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neikvæðni selur.
Hvað kemur lögfræðistofa Björn Þorra til með að græða á málsóknunum sem nú eru í gangi. Sú stofa er búin að fá gríðarlega mikla fría auglýsingu í viðtalsþáttum enda líður varla sá dagur að maður heyri ekki vælið í honum.

Nafnlaus sagði...

Eða Ingólfur með sínar stórfurðulegu ráðleggingar. Hvað skyldi hann fá mikla aðsókn í sína fjármálarágjöf og sölu?
RÚV er í mjög djúpum og skítugum pitt
Úlfur