mánudagur, 19. október 2009

Lýðskrumsmet

Öll vitum hverjir voru við stjórnvöl efnahagsmála þegar Ísland flaug fram af bjargbrúninni á fullri ferð. Þorgerður Katrín sagði að þeir sem hefðu einhverjar efasemdir um þá efnahagsstefnu ættu að fara á endurmenntunarnámskeið. Hún ásamt Geir og forsetanum fóru um heimsbyggðina og mæltu Íslenska efnahagsundrinu bót, þrátt fyrir aðvaranir frá nágrannalöndum okkar.

Öll vitum við að þáverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra höfðu undir höndum skýrslur um hvert stefndi. Sama gilti um Icesave Landsbankans. Ekkert var gert. Þessir menn undirrituðu yfirlýsingu um ábyrgð Íslands.

Sú yfirlýsing hefur legið fyrir í rúmt ár. Það hefur einnig legið fyrir að ekkert yrði um neina aðstoð fyrr en Ísland færi að leikreglum á alþjóðalegs efnahagslífs.

Að teknu tilliti til þess er allur málatilbúnaður sjálfstæðismanna allt þetta ár og svo maður tali nú ekki um yfirlýsingar formanns og varaformanns flokksins nú um helgina ómerkilegasta og óábyrgasta lýðskrum sem við höfum upplifað og þá langt til jafnað.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það virðist að Þorgerður og hennar lið vilji halda landinu áfram í þessari kreppu, allt til að eiga vona um að komast aftur til valda og stopp ransóknir á hruninu. Það þarf nú að bjarga ýmsum t.d. Baldri ráðneytisstjór sem sá í mogganum að allt væri að fara á hausin. Vona að liðið hans Ögmundar í vinstri grænum fari nú að átta sig og fari að standa með stjórnini. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Af barnslegu drenglyndi söng einu sinni Trölli: “Í kolli mínum geymi ég GULLIÐ !!!”

http://www.youtube.com/watch?v=M6mqHuCYx24

Í kjölfar bankahrunsins dettur mér í hug ónefndan prófessor og dæmdan ritþjóf: “Í kolli mínum geymi ég BULLIÐ !!!”

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Sé það núna....allt þetta réttlætir ICESAVE og frammistöðu núverandi stjórnvalda í því máli.

Og ég sem hélt að ömurleg frammistaða fyrri stjórnar réttlætti ekki ömurlega frammistöðu núverandi stjórnar.

Sennilega mun þá ömurleg frammistaða næstu stjórnar verða réttilega réttlætt meða frammistöðu núverandai stjórnar osfr.....

EP

Máni Atlason sagði...

Þorgerður Katrín baðst reyndar opinberlega afsökunar á þessum ummælum sínum. Maður hefði haldið að bloggheimar, sem oft eru sérstaklega áhugasamir um opinberar afsökunarbeiðnir, hefðu tekið eftir slíku!

Nafnlaus sagði...

Þú segir: "Öll vitum við..."
Skv. skoðanakönnun veit meirihluti þjóðarinnar það alls ekki.
Ekki einu sinni flokkarnir sem um ræðir.
Þeir hafa gleymt því.
Verðugt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga um víða veröld að kanna hvernig þetta fólk getur horft í spegil - að ekki sé nú minnst á að koma fram fyrir alþjóð og segja: "Ég er Hrunflokksmaður.
Er ekkert til lengur á Íslandi sem heitir blygðunarkennd?