fimmtudagur, 29. október 2009

Orðræðan - með viðbót

Verð að segja að ég skil ekki alveg hvað er í gangi. Niðurstaða ársfundar ASÍ var mjög afgerandi. Á þinginu voru vel á þriðja hundrað fulltrúar og góð samkennd meðal fólks. Þó er blákalt haldið fram að 75% fulltrúa hafi verið viljalaus og skoðanalaus verkfæri í höndum einangraðrar valdaklíku?? Já einangraðrar, bíddu við er hún ekki með afgerandi stuðning?

Afstaða Rafiðnaðarsambandsins, og reyndar fleiri í viðræðum undanfarna daga, hefur ekki komið fram í gífuryrðaflaumnum og þeirri einföldun sem alltaf tekur yfir í opinberri orðræðu. Er það viljandi gert hjá ákveðnum fjölmiðlum? Það sem Gylfi hefur verið að segja er einfaldlega í fullu samræmi við það sem samþykkt hefur verið á fundum verkalýðshreyfignarinnar?

SA sagði að þeir væru tilbúnir til þess að borga þá upphæð sem sækja átti í orkuskatt, en vildu gera það með breytingu á tryggingargjaldi, það væri einfaldara og skilaði sér betur. Það væri einnig samfara þeirri breytingu sem hvort eð er þyrfti að gera vegna þess að atvinnuleysistryggingarsjóður stefndi í gjaldþrot.

Verkalýðshreyfingin hefur verið fylgjandi auðlyndasköttum, það sýnir sig í margendurteknum samþykktum á undaförnum áratug. SA sagðist ekki geta fallist á tillögur um auðlindaskatt með svona skömmum fyrirvara. Það þyrfti að vinna betur í málinu, en sögðust samþykkta jafnháa skatta, en með öðru formi. Verkalýðshreyfingin sagðist ekki ætla mæla gegn þessari leið, ef tryggt væri að skattahækkanir færu ekki yfir þau mörk sem um var rætt í sumar. Það er ekki hækkaðir um 87 MIA eins og koma fram í fyrstu drögum fjárlaga, og persónuafsláttur skilaði sér eins og um var samið.

Ef það stæðist þá ásamt því að kjarasamningar stæðu. Við höfnuðum frekari þátttöku í þessari orðræðu milli SA og fjármálaráðherra og þar við situr. Við vildum ekki fallast á að dregnar yrðu tilbaka tillögur um endurskoðun fiskveiðstjórnunar.

Þrátt fyrir þetta er tónað er í takt við þá sem halda því fram að ekki fari fram lýðræðisleg umræða og ákvarðanataka innan aðildarfélaga ASÍ og fámenn einangruð klíka stjórni þar öllu. Þetta virkar á manna eins og á ferðinni sé einhver smjörklípa. Verið sé að beina sjónum almennings frá einhverju. Er það kannski frá þeim vandræðum sem eru á Mogganum, ef litið er til málflutnings ritstjóra í garð ASÍ undafarna viku og er það óeiningin meðal stjórnarliða, ef litið er til málflutnings nokkurra stjórnarþingmanna?

Ég kannast ekki við þetta ósamræmi í málflutning Gylfa og við rafiðnaðarmenn biðjumst undan því að vera settir undir þann hatt að vera viljalaus verkfæri í höndum fámennrar valdaklíku. Ég get ekki unnið gegn samþykktum rafiðnaðarmanna. Sama gildir um forystu ASÍ hún getur ekki unnið gegn samþykktum ársfunda ASÍ.

Á 290 manna ársfundi ASÍ nýverið var samhljóða samþykkt um stefnu í atvinnu- og kjaramálum. Þar er tekið undir tillögur umhverfisnefndar ASÍ. Þetta hvort tveggja má m.a. sjá á http://www.asi.is/

Það er svo oft að orðræðan fær of stóra vængi sem ber hana langt af leið, gott dæmi er um hrútana í Tálknafjöllum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki til í að þýða þessa færslu fyrir mig?

Guðmundur sagði...

jú takk fyrir ábendinguna, sé að þetta er ekki nægjanlega vel framsett.

Skrifaði þetta á miklum hlaupum í dag. Er búinn að endurskipuleggja textann, vona að þetta skiljist betur.
Takk. G