mánudagur, 14. mars 2011

Íslendingar til vandræða

Þing norska Rafiðnaðarsambandsins er að ljúka, hefur staðið yfir hér í Osló dagana 10. – 14. marz. Þingið sitja um 270 fulltrúar frá öllum deildum sambandsins, ásamt fjölda gesta frá öllum heimsálfum. Atvinnuleysi og ástand meðal norskra rafiðnaðarmanna er gott og mikið af erlendum rafiðnaðarmönnum hér að störfum.

Umræður hér þinginu eru fjörugar og í flestu svipar þeim sem við eigum að venjast heima. Hér er áberandi stolt yfir því hversu vel hefur gengið með norskt samfélag og oft vísað til þess að hér hafi setið stjórn sósíaldemókratar og Noregur sé ríkasta og best rekna samfélagi í heimi. Þeim hafi tekst betur en öðrum að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn fylgi hinni breiðu hraðbraut hægri stefnunnar. Hér hafi hraðatakmarkanir ekki verið fjarlægðar og dregið úr eftirliti í sama mæli og gert var með svo alvarlegum afleiðingum þar sem hægri stjórnir voru við völd.

Norskur vinnumarkaður er ákaflega agaður og mikið eftirlit með öllu. Íslensk fyrirtæki hafa verið að reka sig á veggi hér, sama gildir um íslenska rafiðnaðarmenn. Öllum ber saman um að það sem valdi þessu aukna eftirliti hafi verið hvernig fyrirtæki og starfsmannaleigur komu fram við verkafólk frá Austur-Evrópu og rufu venjubundnar leikreglur á vinnumarkaði og rufu um leið eðlilegar samkeppnisreglur.

Við þessu var brugðist með sameiginlegu átaki samtaka fyrirtækja og launamanna, sem bitnar þá á norrænum fyrirtækjum sem hingað komi. Reyndar verð ég að viðurkenna að við starfsmenn hjá íslenska Rafiðnaðarsambandinu höfum ásamt hinu norska, því miður orðið að taka á nokkrum íslenskum fyrirtækjum, sem hafa verið að að haga sér eins skepnur hér í niðurboðum og hagað sér eins og austur-Evrópu fyrirtækin voru að haga sér heima fyrir Hrun, þannig að þolinmæði gagnvart okkur hér er minni en áður.

Á þinginu er mikið rætt um að bæta starfsmenntun og umhverfisvernd, eins og ég hef komið að í fyrri pistlum héðan. Hagræðing í menntakerfinu muni einungis leiða til lakari stöðu á vinnumarkaði og samkeppnisstöðu norskra fyrirtækja. Þau verði að geta keppt við láglaunasvæðin og Noregur eigi að leggja allt kapp á að auka menntunarstöðu vinnumarkaðsins og halda áfram að keppa í efstu deild. Auka eigi fjárfestingar hins opinbera í rannsóknum og á í orkuframleiðslu.

Á göngunum fyrir framan fundarherbergin erum við íslendingar endurtekið spurðir um hvernig gangi að koma atvinnulífinu í gang. Norskir rafiðnaðarmenn þekkja vel hvaða orkuframleiðslumöguleika íslendingar hafa, og skilja ekki hvers vegna við séum ekki á fullu að nýta þá til Þess að koma fótunum undir samfélagið.

Þegar maður fer að ræða við þá kemur oft fram að menn séu hættir að skilja stefnuleysi okkar og maður skynjar ekki þá samúð sem var hér fyrst eftir Hrun. Þetta virkar á mig eins og norðmenn nenni eiginlega ekki að velta þessum vandamálum íslendinga meira fyrir sér.

7 ummæli:

Unknown sagði...

Þjóðarskútan fékk á sig brotsjó. Miðað við gang mála í stærri samfélögum, t.d. Bretlandi og tali nú ekki um Bandaríkin, er óraunsæi að gera ráð fyrir að hálfsokkin skútan hér komi úr slipp á minna en 4 - 5 árum.

Skil ekki þessa umræðu alltaf hreint um hvað allt gangi hægt hér og sé ömurlega vonlaust. Orkulindir í guðs grænni náttúru Íslands eru fjársjóður okkar, en ekki síst barna og afkomenda. Leyfum þeim að eiga eitthvað inni.

Íslenska þjóðin lifði í gegnum náttúruhamfarir, farsóttir, fátækt og allan andskotann. Ef eitthvað drepur hana þá verður það helst þessi endalausi væll og neikvæðni.

Nafnlaus sagði...

Það er fjallvegur á milli þeirra stétta sem búa við atvinnuleysi allt að 30%, búa við að laun þeirra hafi fallið um helming og ekkert virðist vera í gangi til þess að laga atvinnuástandið.

Svo eru hinar stéttirnar sem búa við nokkuð trygg störf, eru oftast í vinnu hjá hinu opinbera að hjá fyrirtækjum sem eru í eigu hins opinbera og þar er nánast ekkert atvinnuleysi.

Það er +u rþessum híop sem hefur þessi forréttindi sem berast reglulega ókvæðisorð um neikvæðni og þær standa yfirleitt gegn því að eitthvað verði gert, t.d. eins og verkefnum komið af stað, það verði virkjað og skipt um gjaldmiðil.

Skömm sé þessu fólki. Það er okkur til skammar. Stattu þig áfram fyrir okkar hönd Guðmundur

Nafnlaus sagði...

"Norskir rafiðnaðarmenn þekkja vel hvaða orkuframleiðslumöguleika íslendingar hafa, og skilja ekki hvers vegna við séum ekki á fullu að nýta þá til Þess að koma fótunum undir samfélagið."
Er ekki hægt að segja þeim að Björk nokkur Guðmundsdóttir hafi sannfært meginþorra landsmanna að ekki megi virkja meira því að náttúran er svo spes?

Guðmundur sagði...

Ósköp er menn gjarnir á að snúa hlutunum á haus í umræðunni hér á landi og spinna.

Björk hefur mótmælt því að íslensk orkufyrirtæki verði einkavædd. Sá samningur sem lá fyrir við Kandadamenn hafi einnig verið lélegur.

Hún hefur bent á að þetta ferli sem hófst á Suðurnesjum gæti endað með stórkostlegu slysi fyrir íslendingar, það er að þeir sætu á skömmum tíma búnir að selja allar helstu orkulindirnar.

Magma var komið með rannsóknarteymi víða um land.

Björk hefur einnig spurt hvot það sé ráðlegt að byggja einvörðungu álver, okran sé takmörkuð. Verði farinn sú leið að reisa Helguvík í fulla stærð, stækka Straumsvík eins farið var fram á og álver á Bakka sett í þá stærð sem óskað var eftir þá væri lítið eftir af annarri orku hér á landi nema þá að fara inn á lendur sem íslendingar hafi ekki reiknað með að virkja.

Björk er reyndar ekki ein um þessar aths. þær hafa einnig verið hér verið hér á þessum síðum.

Skelfing myndi okkur nú miða betur upp úr táradalnum ef menn snéru sér að alvöru umræðu í stða hins endalausu spins og útúrsnúninga.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus kl.00:42 hlustar ekki (eða skilur ekki eða vill ekki skilja) og segir:
"Er ekki hægt að segja þeim að Björk nokkur Guðmundsdóttir hafi sannfært meginþorra landsmanna að ekki megi virkja meira því að náttúran er svo spes?"

Þessi dóttir Guðmundar hefur aldrei nokkurn tímann sagt að ekki megi virkja meira. Hún hefur efast um stefnuna - og þá sérstaklega stefnuleysið sem getur af sér skyndiákvarðanir, sbr. Magma.

Kveðjur,
Gunnar G

Nafnlaus sagði...

ok, ég tek rökum! Takk fyrir mótsvörin.

kv Sami nafnlaus aftur ... en úr annarri tölvu ;)

Unknown sagði...

Þegar Guðmundur rafiðnaðar talar, langar mann að hlusta því karlinn er skoðanafastur (þó ég sé ekki sammála um allt) og er stétt sinni til sóma, nýtur verðskuldaðrar virðingar.

Svo er einnig um Björk, sannarlega sómi Íslands, sammála henni í öllu.

Gagnrýnisraddir á neikvæðni ættu ekki að skammast sín. Maður vill að sterkar raddir eins og Guðmundur séu í fararbroddi að bera höfuðið hátt og hvetja til dáða. Enginn formaður fær sína menn til að róa í gegnum ágjöfina með því að lýsa brimskaflinum aftur og endalaust.

Það hefur hingað til ekki tekist að slökkva í brennandi húsi með því að lýsa því í sífellu yfir að húsið sé að brenna.

Ég lýsi hér með yfir stríði á hendur neikvæðni og skammast mín ekki par!
Er enda sjálfstæður atvinnurekandi og allt mitt undir duttlungum náttúrunnar. Þar dugar lítt að vera með röfl.