Krónan er ein helsta ástæða þeirra erfiðleika sem við eigum við að etja. Til þess að geta rekið örgjaldmiðil þurfum við að eiga gríðarlega öflugan gjaldeyrisvarasjóð og það er dýrt og veldur því að hér þurfa vextir að vera um 3.5% hærri en ella. Þar til viðbótar hafa stjórnmálamenn reglulega leyst rekstrarvanda fyrirtækja með gengisfellingum.
Launamenn stoppa því við þegar menn fara að lýsa kostum krónunnar á þann veg að hún tryggi óvenju lágan launakostnað sem hlutfall af tekjum hjá útflutningsfyrirtækjum. Enn meiri vangaveltur koma fram þegar hagfræðingar fara að lýsa þekkingu sinni á íslensku atvinnulífi með því að segja að nægilegt sé að skipta um nafn á krónunni og aðrir segja að það þurfi einungis að bæta efnahagsstjórnina.
Þetta er tært bull sem byggir á því að reyna að byggja upp trúverðugleika með blekkingum. Við höfum áður reynt að stofna ,,nýkrónu‘‘ með því að skera tvö núll aftan af án þess að breyta neinu í því atferli stjórnmálamanna sem er hin undirliggjandi orsök þeirra sveiflna (yfir tíma eru þessar sveiflur ávallt niður á við og endurspeglast vel í því hvernig krónan hagar sér þegar maður hendir henni í Peningagjánna – hún sveiflast niður á botn!). Því varð ,,nýkrónan‘‘ frá 1981 ekki grundvöllur að neinum trúverðugleika, nema síður sé.
Þessi hugsunarháttur hefur ráðið íslenskum stjórnmálum frá lýðveldisstofnun og komið fram í 25% verðbólgu á ári síðustu 60 ár. 25% verðbólga er færsla fjórðungs tekna frá launþegum og sparifjáreigendum til atvinnurekenda. Launþegar hafa eytt 3 mánuðum á ári í 60 ár í að niðurgreiða íslenskt atvinnulíf. Þriðjung starfsævi okkar eyðum við í að greiða herkostnað stjórnmálamanna, sem finnst það eðlilegt að tryggja lágan launakostnað með verðbólgu. Þetta ástand mun vaxa enn frekar með vaxandi tenging íslensks atvinnulífs við erlenda markaði.
Íslenskum launamönnum hafði tekist frá 2000 að ná um 13% kaupmáttaraukningu fram að Hruni, en töpuðu henni allri við Hrunið,auk þess að fjöldi heimila tapaði öllum sínum eignum.
Danir féllu ekkert í kaupmætti um við efnahagshrunið og hafa bætt við sig 1% eftir 2008 og tæp 6% það sem af er þessari öld. Auk þess að halda þeir sínum eignum.
Svíar hafa gert betur, þeir hafa bætt við sig 2.3% eftir efnahagshrunið og 7,3% það sem af er þessari öld, og líka halda sínum eignum.
Finnland hefur bætt við sig 4,5% í kaupmætti frá efnahagshruninu og bætt við sig 10,8% það sem af er þessari öld.
Noregur er með mestu kaupmáttaraukninguna af Norðurlöndunum eða 10,8% það sem af er þessari öld, þar af 4,5% frá árinu 2007.
Meðaltal kaupmáttaraukningar í Evrópu það sem af er þessari öld er 12,7%, þar af 2,7% eftir efnahagshrunið. Heimild: Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) árið 2010.
Vextir hér á landi eru töluvert hærri en annarsstaðar og vaxtamunur verður alltaf a.m.k. 5% hærri á Íslandi en innan Evrusvæðisins, það er vegna krónunnar. Ef fjölskylda sem kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur kaupir sér hús t.d. í Danmörku. Þá er staðan sú eftir 20 ár að þá hefur íslenska fjölskyldan greitt sem svarar andvirðis rúmlega tveggja húsa, séu greiðslur bornar saman við endurgjald dönsku fjölskyldunnar.
Íslenskt atvinnulíf getur ekki endurfjármagnað sig, það er vegna krónunnar. Lönd sem eru með Evru eru ekki í sömu vandræðum. Hvergi á norðurlöndunum eða í vestan-verðri Evrópu hefur kaupmáttur fallið eins mikið og hér, það er vegna hruns krónunnar.
Við þurfum 20 þús. ný störf á næstu 2 árum og þau verða einvörðungu til í fyrirtækjum í tækniiðnaði og þar þarf að koma til erlend fjárfesting og greiður aðgangur íslenskra fyrirtækja að erlendum birgjum og eðlilegum viðskiptum um heim allan. Það verður ekki gert með krónunni. Ekkert erlent fyrirtæki tekur við krónu sem greiðslu og í dag eru íslensk fyrirtæki krafinn af erlendum birgjum um staðgreiðslu í erlendum myntum.
15 ummæli:
Lykilstaðreynd hér er að á þeim löndum sem þú telur upp (og töluvert fleiri löndum) FÉLL KAUPMÁTTUR EKKERT!
Þetta er staðreynd sem þarf að halda á lofti.
Kreppan okkar er svo miklu verri en kreppa annarra (þar með talið PIGS-löndin) af þessarri ástæðu.
með kveðjum,
Gunnar G
Ertu þá að óska eftir því að tekin verði upp Evra. Einhliða.
Nei einhliða upptaka Evru stendur okkur ekki tilboða eins og margoft hefur komið fram. Ef niðurstaða næst í viðræðum um inngöngu og þá getum við náð fljótlega samningum um stuðning við krónuna með vikmörkum eins og Danir og það mun tryggja stöðugleika hennar þar til við höfum uppfyllt skilyrðin. Það mun leiða til lækkunar vaxta og brotthvarfs til hinnar "elskuðu" verðtryggingu
Frábær pistill,
Þennan texta ætti að senda inn á öll heimili landsins og bæta við kennsluefni í hagfræði við flesta skóla.
Einn góður maður sagði að, "geðveiki væri m.a. fólgin í því að endurtaka alltaf sömu mistökin - og halda að verið væri að gera eitthvað nýtt."
Það á vel við um krónuna á Íslandi.
Einn stærsti vandi krónunnar er smæðin. Það er mikill misskilnigur að halda að stöðugleiki í efnahagsstjórn sé nægjanleg til að allt sé í lagi með krónuna.
Misskilningurinn er fólginn í mörgum atriðum m.a.
1. Smæð krónunnar gerir það að verkum að húm skoppar og sveiflast eins og árabátur (eða korktappi) á hafinu, við hverja smáöldu - á meðan miklu stærri skip (evran) kljúfa öldurnar og hreyfast ekkert. Þessu er ekki hægt að breyta hversu góð sem efnahgsstjórn er.
2. Hvaða smá vogunarsjóður sem er getur leikið sér að krónuni á kostnað almennings og fyrirtækja, vegna þess hversu smá hún er. Fyrst vogunarstjóðir geta sveiflað pundinu - er krónan auðveld bráð.
3. Hrunið lánstraust á Íslandi, má að stórum hluta rekja til þessara atriði að ofan þar sem erl. lánamarkaðir vita að svona smár gjaldmiðill er stórhættulegur. Þess vegna verað lánamarkaðir lokaðir á Ísland, nema fyrir há vexti. Þetta kom skýrt í ljós í nýjum lánasamningum Ossurar.
4. Fáist ekki erl lán á samkeppnishæfum kjörum fyrir fyrirtæki og ríkisssjóð, - eru vaxandi líkur á greiðslufalli á Íslandi - innan 3 - 4ra ára, verði ekki komin tenging við evruna.
5. Ekki verður hægt að afnema gjaldeyrishöft, nema að taka upp evru.
Með krónu verður Ísland áfram einangrað (Kúba norðursins) á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, til langrar framtíðar.
Mörg önnur atriði mætti nefna.
Held að flestir sem tjá sig um tillögur Lilju Mósesdóttur skilji ekki hvað hún er að leggja til.
Þýska leiðin gengur út á að taka upp nýjan gjaldmiðil og afskrifa í leiðinni þýfi, illa fengið fé og fé sem menn geta ekki gert grein fyrir.
Upphæðir í gömlum krónum upp að 10 milljónum væri t.d. skipt út að fullu. Hærri upphæðir væru afskrifaðar í hlutfalli við hvað þær eru háar.
Menn hafa talað um þýsku leiðina. Þýska leiðin er að taka upp evru og hafa skynsamlega efnahagsstjórn. Atvinnuleysi hefyr verið erfitt vandamál í Þýskalandi en nú virðist vera að rofa til. fjöldi vinnandi fólks hefur aldrei verið meiri. Ári...ð 1948 var skipt um gjaldmiðil í Þýskalandi. Þýskaland var hernumið land. Bandamenn sáu um framkvæmd þessara breytinga. Gamla reichsmarkið var verðlaust vegna ofsa verðbólgu og alltof mikils peningamagns. Þýska Sambandslýðveldið er stofnað 1949. Markið reyndist þeim vel við uppbyggingu þjóðfélags sem var í rústum eftir stríðið. Góð hafstjórn leiddi til þess að þýska efnahagsundrið sá dagsins ljós. mikið erlent vinnuafl kom til landsins. Við sameiningu þýsku ríkjanna var austur-þýska markinu skipt út. sameiningin var afar kostnaðarsöm. Þjóðverjar hafa nú tekið umm evru og eru kjarninn í evrusamstarfinu. Og hver er þá niðurstaðan; hugmyndir Lilju og fleiri hafa ekkert með þýska leið að gera.Sjá meira
Ég er ekki sammála þér um þetta, en ég nenni ekki að skrifa til að rökræða þetta við þig um kosti og galla krónunnar.
Þú vilt nefnilega bara birta athugasemdir eftir þá sem eru sammála þér og umfram allt lofsyngja ESB-aðild og Evru.
Þessi "galli" á þér að ritskoða athugasemdir, lýsir bara veikleika þínum til að standa í orðræðu við þá sem ekki eru sammála þér og er gott dæmi um vanþroskaða umræðuhefð.
Það eru allar aths. birtar svo framarlega að þær snúist um það efni sem verið er að fjalla um og eins að menn láti vera að því að vera með einhvert persónulegt skítkast, eins verið er með hér í þessari aths. frá nafnlausum #14:56.
Litlir kallar sem ekki þora að koma fram nema nagfnlausir og eru með lágkúruna eina að vopni
Tek undir með þér Guðmundur það er ömurlegt að lesa aths. sem einkennast af persónulegu níði og rökum sem eru gjörsamlega úr takt við allan raunveruleika. T.d. er næsta víst að þessi nafnlausi er algjörlega röklaus gagnvart því sem fram kemru fram í þessum frábæra vel útfærða og rökfasta pistli.
Það er ekki rétt að þú birtir ekki gagnrýni hana má oft sjá í aths. hjá þer og henni svarað af þinni hálfu
Þorri
Kæra fólk eruð þið ekki alveg í lagi, krónan gerir ekkert akkúrat ekkert, hún er bara bréfa rusl og kannski svolítill málmur. Það eru þeir sem stjórna sem eru skaðvaldurinn í þessu öllu, þeir leyfðu glæpamönnum að stela öllu hér, það mun ekki breytast við ESB eða evru, þeir munu halda áfram, sjáið Írland þar eru evrur og ætti allt að vera í lag, síst er ég á móti evrum en blessaðar evrunar hjálp okkur ekki ef ekki breytist neitt annað hér. Sagði ekki forsetinn á útlensku "þið hafið ekkert séð ennþá".
Kv.Sigfinnur
Þetta ættu allir launamenn að lesa því þetta er staðreynd
Hér er Guðmundur á heimavelli - beittasti hnífurinn í skúffu verkalýðshreyfingarinnar. Frábær pistill - skyldulesning.
Georg
Halldor said...
"Held að flestir sem tjá sig um tillögur Lilju Mósesdóttur skilji ekki hvað hún er að leggja til."
Vilt þú á ekki útskýra fyrir mér, út á hvað tillagan gengur?
Ég skil tillöguna þannig að menn geti skipt núverandi krónum í nýjar krónur, á mismunandi gengi eftir peningalegri eign þeirra.
Jónas Kr.
Ég held að krónan sé nú ekki aðal skaðvaldurinn, heldur er það efnahagstjórn landsins undafrainn áratugi. Þau lönd sem þú nefnir hafa öll haft alvöru stjórn á efnahagsmálum og aðeins eitt þeirra er með Evru enn hin með sinn gjaldmiðil. Einsog ég hef sagt áður nafn á gjaldmilðlum skiftir engu máli heldur hvernig efnahagsmálum er stjórnað. Þau lönd sem eru illastödd og eru með Evru eiga það eitt sameiginlegt að þau hafa ekki haft stjórn á sínum efnahagsmálum. Og að það sé 5% vaxtamunur er bara ákvörðun bankana, og þeir eru bara að versla með krónur sem eru inlán lífeysjóða og þeirra sem eiga sparifé. Kv Simmi
Nauðsynleg greining, Það fer hvert hálmstráið að verða það síðasta í vopnabúri einangrunarsinna, rök þeirra sem vilja halda í krónuna eru í stíl við málfluttning bændaforystunnar um ESB.
Kv Gosi
Skrifa ummæli