laugardagur, 5. mars 2011

Staða kjaraviðræðna

Undanfarna daga hafa viðræður í vinnunefndum snúist um veikindarétt og kostnað sem lendir á starfsmönnum. Deilur eru um tryggingar vegna ferða til og frá vinnustaðar og rétt til launaðra fjarvista vegna veikinda. Miklar deilur eru um útfærslur á yfirvinnuálagi þegar vinna fellur utan skilgreinds dagvinnutíma.

Flóknar umræður eru um jöfnun lífeyrisréttinda. Á almennum vinnumarkaði eru iðgjöld launamanna og launagreiðenda til lífeyrissjóða samtals 12% af heildarlaunum, en 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum. Á almennum vinnumarkaði er kerfinu gert að vera sjálfbært og iðgjöld og ávöxtun þeirra standi undir lífeyrisréttindum, en aftur á móti er það ríki og sveitarfélög sem ábyrgjast tiltekin réttindi í sjóðum opinberra starfsmanna.

Meginmarkmiðið sem unnið er eftir við endurnýjun kjarasamninga þessa dagana er að allir lífeyrissjóðir starfi á sjálfbærum grunni líkt og sjóðir á almennum vinnumarkaði. Þess verði freistað að standa vörð um þegar áunninn réttindi en stöðva verði áframhaldandi skuldaaukningu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna þannig að reikningurinn á skattborgara framtíðarinnar hætti að vaxa.

Kröfur eru um að tekið verði á kennitöluflakki, svartri atvinnustarfsemi og ábyrgð á tilboðum undirverktaka. Kröfur iðnaðarmannafélaganna eru í fullu samræmi við kröfur ríkisskattstjóra og harla einkennilegt að stjórnvöld taki ekki á þessum málum. Okkur er gert að hlusta á umræður á Alþingi þar sem þetta ástand er varið sem frelsi til athafna. Bankar, lögmenn og sumir embættismenn virðast vilja viðhalda núverandi ástandi jafnvel þó við öllum blasti sá veruleiki að verið væri að spila á kerfið.

Nágrannalönd okkar eru búin að taka á þessum málum en Ísland er þar langt á eftir. Þetta frelsi til athafna felst í frelsi til þess að níðast á réttindum launamanna, svíkja undan sköttum og koma kostnaði á ábyrgðarsjóð launa, eða með öðrum orðum á skattborgarana. Gott dæmi kom fram í fréttum sjónvarps í vikunni. Þar stóð einn þekktur kennitöluflakkari og sagði borubrattur að engin hefði nokkru sinni tapað einni krónu á sínum 23 gjaldþrotum. En hvað með launatengdu gjöldin spurði fréttmaður og fékk svar „Nú þar tapaði engin neinu Ábyrgðarsjóður launa greiddi það allt.“ Hér á landi þykir sjálfsagt að menn reki sjálfa sig sem einkahlutafélög og beiti öllum brögðum til þess að komast hjá gjöldum til samfélagsins. En þeir hinir sömu standa fremstir í flokki með kröfur gagnvart samfélaginu, stéttarfélögunum og lífeyrissjóðunum.

Sá kaldi veruleiki er að birtast samningamönnum þessa dagana að stjórnvöld eru að mæta algjörlega óundirbúin til leiks, þó svo að þau séu búinn að vera með allar kröfur frá miðjum janúar. Öllum á að vera ljóst að ekki verða gerðir langtímasamning án þess stefnt verði að traustri efnahagsstjórn. Gríðarlegar mótsagnir eru ræðum ráðherra um hvernig stjórnvöld ætla að koma atvinnulífinu af stað.

Stjórnvöld tala um mikil og orkufrek fyrirtæki og sölu á orku til útlanda og gríðarlegar tekjur til samfélagsins, en þegar kemur að umræðum um hvar eigi virkja þá snýst allt við. Orkugetu þeirra virkjana sem þeir ætla að hleypa af stað nægir einvörðungu fyrir um fjórðung af þeirri orku sem þarf til þess að koma Helguvík af stað. Það er ekkert sérstakt keppikefli stéttarfélaganna að fá álver um allt, en það er krafa um að stjórnvöld geri alvöruáætlanir um hvað eigi að gera. T.d. er Helguvík inn í öllum hagstjórnarmódelum stjórnvalda, en útilokað að sjá hvernig fara eigi að því að ljúka þeim framkvæmdum þar sem allar áætlanir um orku standast ekki.

Lítið hefur verið rætt um launalið samninganna, það eru ákaflega skiptar skoðanir um svokallað krónutöluleið og prósentuhækkanir. Sá kostnaðarauki sem SA hefði nefnt er langt frá þeim væntingum sem samningamenn stéttarfélaganna hafa. Eftir helgina ætti að taka til við launaviðræður og menn væri með inn í sínum vinnuplönum að ljúka launaviðræðum um miðjan marz.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef það væri hægri stjórn myndi rigna eldi og brennisteini. Allsherjarverkfall og allt.

Guðmundur sagði...

Þetta er einkennilegasta fullyrðing sem ég hef heyrt lengi. Hvar eru rökin? Þvílíkt bull.

Nafnlaus sagði...

Já sammála þér Guðmundur þvílíkt bull. Verkalýðshreyfingin hefur starfað af mikilli ábyrgð allt frá 1990, sama hver hefur verið við stjórnvölinn. Þar hafa reyndar verið Sjálfstæðismenn við stjórnvölinn síðan þá og aldrei rigndi eldi og brennisteini í verkföllum. En sjálfstæðismenn eru sífellt volanda og vælandi og slá um sig með rakalausum fullyrðingum. Það er það eina sem þeir hafa til málanna að leggja. Enda sitja þeir ráðalausir í miðjum brunarústum.
Góðir pistlar takk fyrir KÞG

Nafnlaus sagði...

Þakka Guðmundi fyrir skrifin.

Afar gagnlegt að fá þessar upplýsingar um stöðu mála.

Lýsir vilja til gagnsæis og ábyrgð.

Þakkir.

Nafnlaus sagði...

Fróðlegt,

Evra við samþykkt samninga er stærsta hagsmunamál alminnings og fyrirtækja í samningum við ESB.

Þetta er stærsta mál kjarasamninga.

Þetta er ennfremur afar rökrétt stefna þar sem slík stefna er margfalt árangursmeiri fyrir Ísland, en nokkur önnur stefna í gengismálum fram að aðild.

Það að væri afar hættulegt að gera tilrauninr með afnám gjaldeyrishafta í einhverja mánuði áður en evra er tekin upp. Slíkar tilraunir hafa aldrei verið gerðar fyrir svo smáan gjaldmiðil, eftir hrun fjármálakerfis, og við gríðarlegar óvissu og vantrú á gjaldmiðli og stórlega vieikburða bankakerfi, sem ekki hefur einusinni lánshæfni erlendis.

Það væri eins og að skera gat á björgunarflot sem héldu uppi hálf sökkvandi smábát. Slík hegðun væri skelfileg áhætta og væri furðuleg, í ljósi þess að landið gæti líkelga annaðhvort fengið evru við aðild, eða a.m.k. aðild að erm2 sem er ígildi evru.

Tilraunir með krónuna, með afnámi gjaldeyrishafta fyrir nokkra mánuði, áður en landið fengi evru hvort sem væri - væri því galin áhætta fyrir heila þjóð - í ljósi þeirra skelfilegu þróunar sem slíkt gæti haft í för með sér, s.s. miklu falli, aukinni verðbólgu og miklum hækkunum á lanúm fóks. Það er komið nóg af slíkum tilraunum, sem svipt hefur fólk aleigunni.

Evra við aðild að ESB - er mál málanna - og um leið stórkostlegasta kaupmáttartækifæri almennings.

Samhliða upptöku evru (eða erm2) við aðild - þarf nú að stefna á rétta gengisskráningu við aðild - en gegnið nú er 25% of lágt, sem gerir um leið allar skuldir fyritækja og heimila þeim mun hærri og skerðir lífskjör á Íslandi að sama skapi. Þess vegna er fólk sem getur að flýja land.

Það eru því stórfelld kaupmáttartækifæri fólgin í því að leiðrétta rangt gengi, sem verður að gera hvort sem sem til að hægt sé að tengja krónuna við evru á réttu gengi við aðild.

Það er einnig afar mikilvægt til að verðmæti sem búið er að byggja upp til fjölda ára, eins og íbúðarhús, fari inn í nýjan gjaldmiðil á réttu verði. Nóg er nú búið að leggja á almenning og fyrirtæki, þó að ekki verði bætt um betur og farið inn í nýjan gjaldmiðil á of lágu gengi og landið lokaðist þannig inn í fátæktargildru til langs tíma.

Því þarf að fylgja eftir með samsvarandi og viðeigandi þunga, á öllum stöðum.

Nú er tækifærið,,,

Andrés sagði...

Rikisstarfsmenn borga í lifeyris-sjóðum sinum eins og aðrir launa-menn. Hinsvegar hefur rikið ekki borgað sinum hlut um leið, heldur hefur sagt að það ábyrgist þessa greiðslur ístaðin. Þess vegna er lifeyrissjóði opinbera starfmanna fjárvana miðað við hina og þess vegna er sá kvittur uppi að rikið borgi með lífeyrir starfsmannana.

Guðmundur sagði...

Andrés talar hér af mikilli vanþekkingu, eða lokar augunum fyrir því hvað deilt er um, nema hvort tveggja sé.

Í fyrsta lagi þarf að lækka skerða lífeyrisréttindi í almennum sjóðunum vegna vaxandi örorkubyrða, það þarf ekki úi opinberu sjóðunum mismunur er sóttur í ríkissjóða, sama gerist við hækkandi lífaldur. Þetta veldur gríðarlegum mismun sem almennum launamönnum er síðan gert að greiða í hærri sköttum. Auk þess er ávinnsal mun hraðari og stenst ekki.

Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%. Fyrir sama iðgjald ávinna útvaldir ríkisstarfsmenn sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%, að allt að 50% hærri réttindi en sjóðsfélagar í almennu lífeyrissjóðanna hafa. Réttindastuðull þingmanna er í dag 2,4% af launum. Þingmenn eru 29 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt. Almennir launamenn eru 41 ár að ávinna sér 56%, eða 25% mismunun.

Réttindastuðull ráðherra þegar búið er að lækka ávinnslustuðul úr 6% í 4,8% af launum. Ráðherrar eru þar með 14,5 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt og þurfa eftir það ekki að greiða af launum sínum í lífeyrissjóð svo fremi þeir greiði í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Til samanburðar má geta þess að þá hafa sjóðfélagar almennu sjóðanna unnið sér inn að meðaltali um 16% lífeyrisrétt eftir 14,5 ára greiðslu í sjóðinn.