föstudagur, 18. mars 2011

Trú á framtíðina stórkostleg kjarabót

Nýsköpun krefst fjárfestingar og það er tómt mál að tala um nýsköpun í umhverfi þar sem fjármagn og vilji til fjárfestinga er ekki til staðar. Á Íslandi er sú staða að hlutabréfamarkaður dauður vegna krónunnar og hafta, en hann er helsta vaxtarvon nýrra fyrirtækja.

Fjármagn leitar frekar úr landi en inn í landið. Engin vill lána krónur til langs tíma nema vera þokkalegur tryggður gagnvart því að fá raunvirði með lágmarksvöxtum vöxtum tilbaka. Almennu lífeyrissjóðirnir eru ekki ríkistryggðir og verða að skerða réttindi ef ávöxtun gengur ekki upp, auk þess að stjórnarmenn þeirra fá útreið af hálfu sjóðsfélaga eins og glögglega hefur komið fram undanfarinn misseri.

En þrátt fyrir það krefst ríkisstjórn að í almennu lífeyrissjóðirnir fjármagni gæluverkefni eins og lagningu vega og ganga. Íslenska krónan er alltof dýr til þess að fjármagna stóriðju verkefni með langtímalánum.

Eins og staðan er núna þessa stundina eru líkur á því að kjarasamningagerð verði lögð til hliðar þar til kosning um Icesave er lokið. Nei við Icesave mun framlengja höft segir seðlabankastjóri. Atvinnulífið á allt undir að samningurinn verði samþykktur, það fjármagn sem vantar til þess að koma í fjárfestingar í atvinnulífinu mun ekki koma hingað til lands verði hann felldur. Þá verða á borðinu tilboð um skammtímasamninga og áframhaldandi deyfð og niðursveifla.

Það eru tæknifyrirtækin sem hafa verið að bæta við sig mannskap og segja að það sé vöntun á starfsfólki með tækniþekkingu. En á sama tíma leggja nauðhyggjustjórnmálamenn fram tillögur um að skera niður kvöldskóla og leggja niður starfsmenntadeildir. Með öðrum orðum að skera á þær leiðir sem fólk á vinnumarkaði hefur getað nýtt til þess að mæta þörfum fyrirtækjanna. Þetta er að leiða til þess að hafinn er innflutningur á erlendum tæknimönnum.

Sé litið til heildarhagsmuna er langtímasamningur bestur, en þá þurfa allir að starfa af heilindum og traust að ríkja milli aðila. Tryggja verður meiri stöðugleika og kaupmátt. Launahækkanir verða að ná til allra. Bæta má stöðu þeirra lægst launuðu sérstaklega í gegnum skerðingarmörk bótakerfisins og frekari tekjutengingar.

Trú á framtíðina er stórkostlegasta kjarabót sem við gætum náð núna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa ásamt ríkisstjórninni tækifæri til þess að taka á þessu máli núna, en það er kjarkleysi á hinum ýmsu stöðum á að taka á þessu máli. Þetta er kjarni málsins.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vel mælt.

Efast ekki um heilindi ykkar og viðsemjanda ykkar hjá SA.

Ég efast um heilindi stjórnmálamanna.

Þeir eru helsta orsök þeirrar deyfðar og stöðnunar sem hér ríkir.

Hjá ríkisstjórninni er enginn vilji fyrir því að hleypa krafti í atvinnulífið.

Þar ráða öfgamenn för.

Vandinn er fyrst og fremst pólitískur.

Íslendingar sitja uppi með ónýtt þing og stórskaðalega ríkisstjórn.

Þar er vandinn stærstur.

Nafnlaus sagði...

Vel mælt,

Í hættuförum og björgunarleiðangrum á sjó eða landi - er kjarkleysi ekki á dagskrá og slíkir aðilar fá ekki að taka þátt í björgunarleiðangrum.

Mestu björgunarafrekin hafa verið unnin þegar með óbilandi kjark og hugrekki - jafnvel þegar allt virðist vonlaust - þá er hjálpin kannski næst - ef aðilar gefast ekki upp.

Stórkostlegir sigrara hafa unnist vegna leiðtoga sem hafa haft óbilandi kjark - þó að allt virðist vonlaust.

Einn slíkur er Mandela semkom í veg fyrir borgarastyrjöld í S-Afríku, þrátt fyrir að hafa verið fangelsaður i 30 ár.

Hann sagði eitt sinn:

"It is better to lead from behind and to put others in front, especially when you celebrate victory when nice things occur. You take the front line when there is danger. Then people will appreciate your leadership."

Nafnlaus sagði...

Góður pistill,

Fleiri atriði eru sífellt að koma upp á yfirborðið sem rekja má til þess að krónan er allt of lágt skráð.

Vitað er að krónan féll langt umfram efnahagslegt jafnvægi og skrúfaði um leið upp innlend og erlend lán og keyrði niður laun og kaupmátt og gerði landið að láglaunalandi - langt umfram tilefni.

Síðan hrópa sumir hvað þetta sé heppilegt til að "hjálpa útflutningsgreinum" - þó að á sama tíma hafi lán þessara aðila einnig stökkbreytts og gert stóran hluta þessara fyrirtækja gjaldþrota - þar sem skuldir hækkuðu gríðarleg.

Þvílík hjálp. Þegar skuldir eru taldar með - er lágt gengi ekki að hjálpa útflutningsgreinum heldur þvert á móti - var stór hluti þeirra gerður gjaldþrota.

Farsinn heldur síðan áfram - nú eru eignir Íslands á útsölu erlendis vegna þess að gengið er allt of lágt.

Þanni eru erl. fjárfestar farnir að hópast til landsins til að kaupa fasteignir á útsölu - vegna allt of lágs gengis.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/03/17/fasteignir_a_islandi_alitlegur_kostur/

Þessir aðilar - eru því að kaupa fasteignir - sem krónan tók af fyrri eigendum vegna allt of mikils gengisfalls (ónýtur gjaldmiðill) - og því stökkbreytust skuldir - sem fyrri eigendur réðu ekki við.

Með öðrum orðum - krónan gerði eignir almennings og fyrirtækja upptækar - sem er sennileg mesta eignaupptaka sem nokkurntíma hefur farið fram.

Síðan til að bæta um betur - koma erlendir aðilar - þar sem krónan er enn á útsölu - og hirða upp - á spott prís - það sem krónan hafði áður hrifsað af fyrri eigendum.

Með þessu hefur krónan - grafið á stórfelldan hátt - markvisst undan sjálfstæðinu, einstaklingum og fyrirtækjum og komið í hendur erlendra aðila.

Svo ekki sé minnst á öll þau fyrirtæki og heimili sem - krónan hrifsaði til sín í formi stökkbreyttra skulda - og skellti í fang bankanna - og um leið í hendur erlendra kröfuhafa - sem eiga nú stóran hluta af atvinnnulífi og heimilum á Íslandi.

Með leiðréttingu á gegninu og upptöku evru - er því verið að styrkja sjálfstæðið - og fyrirbyggja að sambærileg eignaupptaka geti aldrei aftur átt sér stað.

Því lengur sem slíkt dregst - því meiri verður skaðinn,,,,