Oddný lýsir í dagbókarformi samskiptum elskenda og tengir það saman við þann veruleika sem við höfum upplifað síðastliðið ár.
Einkaeign á risastóru landi virðist vera tímaskekkja. Það verður að hugsa upp á nýtt tengsl einkaeignar á landi og almannaeignar á auðlindum. Loksins er verið að viðurkenna að vatn er auðlind. En hvað með auðnina, fegurðina og andrýmið, andrúmsloftið?
Kaupsýslumenn heimsins eru sem athafnamenn eru hvergi heimilisfastir, bera hvergi ábyrgð á sínum heimahögum, þeir búa í skattaskjólum á skattfrjálsum skýjum. Svo rignir bara rusli og mengun yfir okkur hin.
Grey sveitarstjórnarliðarnir sem töldu sig vera að gera góðan samning þegar þeir seldu auðkýfingi aðgang að vatnsbólunum í hundrað ár, en svo sat hann bara í fangelsi vegna skattsvika og skjalafals. Hugsa sér ef börn okkar og barnabörn þurfa að kaupa sér vatn dýrum dómum af þeim sem hafa náð vatnsbólunum undir sig. Og hokra á hjáleigum erlendra stórkaupmanna.
Landið molnar undan okkur, við verðum að berjast núna svo framtíðaríbúar geti staðið föstum fótum á grund og borið höfuðið hátt.
Okkur er gefin sú skýring að Íslandsáhugi Kínverjans komi til vegna íslenskrar lopapeysa sem prjónuð var á hann fyrir þrjátíu árum. Hann vilji leggja fram gríðarlega jákvæða fjárfestingu sem laðaði aðra að. Kínverjinn væri ekki að hugsa um gróða, hann væri ljóðrænn hugsjónamaður og náttúruverndarsinni. Þeir kunna nú að kynna sig til sögunnar. Ég hef nú heyrt hann fyrri, gói minn.
Oddný er góður stílisti og sendir hér frá sér virkilega skemmtilega og vel skrifaða bók.
1 ummæli:
Góður pistill Guðmundur.
Haukur Kristinsson
Skrifa ummæli