þriðjudagur, 20. desember 2011

Ormétinn málflutningur

Orð dagsins, „Jæja dönsku kaupmennirnir eru komnir aftur. Og við hljótum öll að vera kát og glöð. Það er magnað að lífeyrissjóðir skuli standa að því að selja dönskum kaupmönnum, íslenska verslun. Magnað“. Óli Björn Kárason.

Einhverra hluta vegna minnir mig að þessi maður hafi gefið sig út fyrir að vera sérstakur talsmaður samkeppni og frelsis í viðskiptum.

Meðal iðnaðarmanna hefur því lengi verið haldið fram að lítil samkeppni hafi verið í innflutning á byggingarvörum. Risarnir á þeim markaði hafa jafnvel verið sakaðir um samráð til þess að halda verði uppi.

En Óli Björn og talsmenn frelsis í viðskiptum hafa reyndar oft upplýst okkur um að það frelsi sem hann vilji eigi að vera þannig að það sé afmarkaður hópur sem hafi frelsi í því að skipta á milli sín kökunum og sitja einir að arðinum.

Ísland eigi að vera lokað og engu megi breyta, svo tryggt sé að ákveðin hópur geti ráðskast með efnahagsstjórnina og fært hluta launa til sín blóðsúthellingalaust með reglulegum gengisfellingum og möðkuðu mjöli. Koma í veg fyrir að íslendingar fái að njóta eðlilegrar samkeppni í viðskiptum.

Hér svipir hann hulunni af sínum málflutning. Magnað. Takk.

3 ummæli:

Björgvin Valur sagði...

Þetta er hárrétt hjá þér. Frelsi Óla Björns og hans vina er bara fyrir suma.

Lúðvík Júlíusson sagði...

Sæll Guðmundur, hefðu viðskiptin ekki átt sér stað nema ef Seðlabankinn byði Dönunum upp á afslátt með því að leyfa þeim að greiða hluta kaupverðsins með aflandskrónum?

Finnst þér ekket súrt að fólk með gjaldeyri á Íslandi skuli ekki líka geta fengið svona afslátt af sínum fjárfestingum?

Svona opinbert brask með krónuna þar sem stjórnvöld og lífeyrissjóðir taka þátt eru bestu rök fyrir upptöku annars gjaldmiðils. Svona verður að stöðva.

Nafnlaus sagði...

Ég fagna öllu sem ekki er hluti af gömlukallaklíkunum hér á Íslandi, sama þótt það séu Danir.

Við munum fyrst nálgast réttlátt samfélag þegar þessi klíka á ekki allt og stjórnar.

Ég vona bara að þessir Danir koma, fari í almennilegt verðstríð við Þjóðverjana í BauHaus, og komi jafnvel með matvörubúðir með sér. Svo gætu þeir stofnað banka, og þá er gömlukallasamfélagið svo til hrunið - þá þarf bara að ná kvótanum af þeim.

með kveðjum frá
Heywood Jablome

p.s. gömlukallasamfélagið er veik tilraun til þýðingar á "the good old guys" - með tilheyrandi mafíuvísbendingu ;-)