föstudagur, 9. desember 2011

Ponzi svindl spjallþáttastjórnenda

Spjallþáttastjórnendur eru þessa dagana að kvarta undan upphlaupum á netinu. Hvernig sé hægt í þessu mikla nábýli, að ætlast til þess að mál séu gerð upp með þessum hætti. Hraðinn er svo mikill að menn virðast ekki geta haldið heilli hugsun nema mesta lagi einn dag. Afsakið meðan ég æli, sagði Megas. Sumir ættu að líta sér nær. Það er nefnilega svo að spjallþáttastjórnendur og fjölmiðlamenn bera gríðarlega mikla ábyrgð á því hvaða mál eru tekin til umræðu og hvað sé lagt til grundvallar.

Fjölmiðlamenn taka undantekningalaust inn í sína þætta einstaklinga sem eru með upphrópanir um skyndireddingar. Verðtrygginguna-burtu-og-skuldamál-heimilanna-leyst- með-einu-pennastriki - eða - Verðtryggingin-uppfinning þeirra-sem-vilja-almenning-feigan. Á þessu er hamrað og með því vaktar upp innistæðulausar væntingar hjá fólki sem á í miklum vandræðum. Þetta er mesti fantaskapur sem til er, hér er farið yfir þetta.

Íslendingar hafa á síðustu áratugum byggt upp lífeyriskerfi sem byggir á uppsöfnun, eina leiðin til þess að mæta framtíðinni þar við blasir að upp úr 2015 mun lífeyrisþegum fara mjög hratt fjölgandi miðað við skattgreiðendur. Ekkert gegnumstreymiskerfi stenst það álag þegar það verður komið af fullum þunga fram upp úr 2024.

Lífeyriskerfið og uppbygging þess hefur fengið ítarlega umfjöllum á öllum stigum og ekkert kerfi hér á landi er rekið undir eins stífu eftirliti og undir eins ströngum reglum, sem er mjög gott mál. Íslendingar eru búnir að leggja í það ítarlega niður fyrir sé hvernig þetta eigi að vera. Það er búið margendurskoða þessi lög og reglugerðir á undanförnum áratugum og íslenska kerfið er talið til eftirbreytni víða.

Íslenska kerfið hefur heldur ekki gengið illa, smá saman hefur það tekið við sífellt stærri hluta af útgjöldum vegna örorkubóta og lífeyris þeirra sem lokið sínum starfsaldri. Í dag eru útgjöld Tryggingarstofnunar 52 milljarðar, en lífeyrisjóðanna 75 milljarðar og fer hlutur lífeyriskerfisins hratt vaxandi. Útgjöld þessara aðila voru jöfn um síðustu aldamót.

Ef kerfið yrði lagt af eins margir krefjast blasir við að hækka yrði tekjuskatt um allt að 16%, eða loka grunnskólum landsins til þess að standa undir þeim útgjöldum sem lífeyriskerfinu er ætlað.

En þeir sem reka sig sem ehf og greiða eins lítið og þeir geta til samfélagsins og hafa greitt lítið til lífeyrissjóða munu fá slakan lífeyri og það er er dáldið seint í rassinn gripið að fara að öskra núna. Þessir einstaklingar eiga tiltölulega stutt eftir af sínum starfsaldri og verða að sætta sig við mjög lágar bætur. En það eru einmitt þetta fólk sem stendur fremst á öllum fundum um þessi mál og hefur allra manna hæst. Spjallþáttastjórnendur bera hér gríðarlega mikla sök, enda hefur verið bent á að margir þeirra seú einmitt í ehf-hópnum.

Það er vægast sagt léttvægt að lýsa lífeyriskerfinu skuldbindingum þess sem „ponzi“ svindli og líkja þar með heilli þjóð við menn eins og Bernie Madoff, en þetta hefur verið gert í hverjum spjallþættinum á fætur öðrum. Hverju á fólk að trúa þegar engum öðrum sjónarmiðum er hleypt að?

Það er hægt að fjármagna þetta loforð á marga vegu en vægast sagt niðrandi að tala um „ponzi“ svindl þegar þjóðin berst við að halda í mannlega reisn. Loforðið er stjórnarskrárbundinn réttur sem við þurfum að leysa nema að hann verði felldur niður. Það er og hefur verið flókið að semja um þetta loforð við ríkið og greinilegt að það vill helst velta vandanum yfir á atvinnurekendur með hækkun á tryggingargjaldi, lækkun almannatrygginga og koma þessu yfir á almenna lífeyrissjóði. Hallinn á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna hækkar sífellt.

Í einfaldri mynd er lífeyrisjafnan: Lífeyri = iðgjöld + vextir

Ef við skilgreinum lágmarkslífeyri sem 155.000 á mánuði ævilangt, standa eftir iðgjöld og vextir. Ef vextir verða lækkaðir varanlega þá þarf að fjármagna kerfið með iðgjöldum til að öllum verði tryggður réttur til að lifa með mannlegri reisn sbr. 8. gr. stjórnarstrár stjórnlagaráðs.

Allir ættu að vita að lífeyrisloforðið verður stöðugt stærra eftir því sem OECD þjóðirnar eldast. Ef við ætlum að halda fast í 67 ára lífeyrisaldur, teljum að 155.000 kr. á mánuði sé mannleg reisn og viljum svo fjármagna það með skuldabréfum á lágum vöxtum þurfum við mögulega að hækka iðgjaldið.

Ef ekki tekst að semja um hækkað iðgjald á samkvæmt 39. gr laga um lífeyrissjóði að skerða lífeyrisréttindi til að viðhalda jafnvægi. Það ákvæði útilokar „ponzi“ svindlið hjá almennum lífeyrissjóðum, en kemur ekki í veg fyrir að á endanum þarf að fjármagna loforðið ef við viljum viðhalda mannlegri reisn.

Fjármagnsmarkaðir geta ekki gefið meira af sér en sem nemur hagvexti á sama tímabili. Það skiptir ekki máli hvort þar er miðað við lokað íslenskt hagkerfi eða OECD löndin í heild. Það hafa fjölmargir fræðimenn skrifað um þá staðreynd lærðar greinar og ég hef ekkert við það að athuga.

Landsframleiðsla hefur vaxið um 3,8% af jafnaði frá 1944 eða frá þeim tíma sem stjórnarskráin var lögfest. Leitnin er til lækkunar og þá sérstaklega ef horft er 10 ár aftur. Við getum varið mörgum vikum í að rökræða hvernig þróunin verður næstu 65 árin og ég efast um að það skili okkur miklu.

Eftir stendur að ef 3,5% er of hátt viðmið, þarf að lækka réttindi og eða hækka iðgjaldið. Það er hægt að svara spurningum með spurningum. Ef 3,5% er of hátt viðmið væri fróðlegt að vita hvort hann vill frekar, lækka lífeyrir niður fyrir mannlega reisn, eða taka að sér að semja við atvinnurekendur og ríkið um hærra iðgjald.

4 ummæli:

Ingi Arason sagði...

Gaman að sjá hversu vel þú reynir að verja lífeyrissjóðakerfið. Ábyrgð sjóðanna er mikil í því hvernig fjármálakerfið fór. Flestar fléttur útrásarvíkinganna byggðu á því að þið legðuð fram féð - á móti verðmætri snilli þeirra. Þetta hefði ekki verið hægt nema með ykkar hjálp. Þessir náungar höfðu í byrjun enga peninga aðra en þá sem lífeyrissjóðirnir lögðu fram.

Guðmundur sagði...

Hér skrifar einn sem er annað hvort einstaklega illa að sér eða þá að hann fer vísvitandi með rangt mál. Enda þorir hann ekki að koma fram nema undir skrípanafni.
Allir íslendingar nema þá þessi maður veit að tap lífeyrissjóðanna í hruninu var bort af því sem glatðist. Stærstu taparar voru erlendir bankar og fjárfestar og svo ríkissjóður, þetta var um hundraðfallt það sem lífeyrissjóðirnir töpuðu.

Það spilafé sem glataðist í geggjuninni á árunum fyrir hrun var að langstærstu leiti komið í gegnum banak og var erlent lánsfé.

En það eru margir sem ekki vilja sjá þetta svona vegna þess að það nákvæmlega þaðs em er verið að draga fram í dagsljósið þessa dagana og verið að draga menn fyrir dómstóla.

Þá settar fram skrifarar á borð við þennan til þess í örvætningu að reyna að draga athyglina inn á villigötur aftur.

Menn eins og Pingipalapú eru skólppípur þessa samfélags og hafa valdið því gríðarlegum skaða og leggja því allt í sölurnar að það komi ekki upp á yfirborðið, en þora ekki að koma sjálfir upp á yfirborðið og veitast úr launsátri að saklausu fólki.

Nafnlaus sagði...

Veröldin verður ekki eyðilögð af þeim sen gera illt, eins og pingipalapú, Heldur vegna góðra manna sem fylgjast með og aðhafast ekki, og þar ert þú einn meðal of fárra Guðmundur.

Nafnlaus sagði...

http://visir.is/eignir-lifeyrissjodanna-halda-afram-ad-aukast/article/2011111208989