mánudagur, 19. desember 2011

Um gæði rannsókna Háskólaprófessora

Háskólaprófessor skrifar bók um fólk sem hafði samband við Austur Evrópu ríki. Hann vitnar til heimildar sem er röng, munar 10 árum.

Getur komið fyrir hvern sem er. En prófessorinn spinnur síðan sjálfur ótrúlega sögu í kringum þessa heimild, ómerkilegar ásakanir í garð saklauss fólks.

Hann segir að sökin sé ekki sín, hún sé þess sem skráði ártalið rangt. Er rannsóknarvinna prófessora við Háskóla Íslands á þessu gæðastigi?

Málið snýst að minnstu um ártalið, það snýst um innistæðulausan spuna hjá prófessor við Háskóla Íslands, reistri í kringum eitt ártal.

Eru fleiri atriði á þessu gæðastigi í rannsóknarvinnu prófessora við Háskóla Íslands? Hvað með aðrar bækur? Sami prófessor skrifaði sögu síðustu aldar, þar var allt jákvætt sem gerðist síðustu öld einum Flokki að þakka. Þar komu hvergi nærri stéttarfélög og kvennréttindafélög.

Við sem vinnum hjá stéttarfélögum og við gerð kjarasamninga verðum t.d. mjög oft undrandi á nálgun kennara í Háskólunum þegar þeir fjalla um málefni vinnumarkaðsins.

Og verðum reyndar oft furðu lostin á þeim viðhorfum gagnvart launamönnum og stéttarfélögum, sem við mætum hjá nemendum sem hafa hlotið menntun í vinnumarkaðsfræðum í Háskóla Íslands.

Í umfjöllun fjölmargra um Hrunið og aðdraganda þess, þar má vísa í fjölmargrar greinar í fjölmiðlum og eins pistlum á netinu, hefur verið bent á að allir sem voru í aðalhlutverkum í aðdraganda Hrunsins hafi verið nemendur í Háskóla Íslands. Í aðdraganda Hrunsins standi upp úr sú siðfræði sem þar sé kennd. Hér er ég að vísa m.a. til orða fyrrv. háskólarektors Páls Skúlasonar.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hannes Hólmsteinn er sér á báti í Háskóla Íslands og því alls ekki sanngjarnt að draga ályktanir um alla prófessora út frá vinnubrögðum hans.

Hannes er pólitískur áróðursmaður, eins og allir vita, og hann misnotar stöðu sína sem prófessor til að útbreiða áróður og ófrægingar. Þannig fær hann meira væri.

Nafnlaus sagði...

Hvaða vitleysa er þetta Guðmundur. Auðvitað voru flestir hrunverjar í HÍ á tímabili. Flestir sem mennta sig fara í HÍ, bæði hrunverjar og aðrir.

Það segir algjörlega ekki neitt um hvað er kennt þar að flestir hrunverjar hafi farið í HÍ.

Ekkert frekar en að það er hægt að segja að höfuðborgarsvæðið sé siðlaust því flestir hrunverjar bjuggu á höfuðborgasvæðinu.
Kári Kristinsson

Guðmundur sagði...

Það virðist vera viðtekin venja hjá ákveðnum hópi fólks, sem flest virðist tilheyra sömu stjórnmálstefnu og tiltekinn einstaklingur, (margumræddur) að það telji það samsvara einhverri syndaaflausn að telja sig geta bent á eitthvað annað sem á svo að vera a.m.k. jafnsiðlaust og fjallað er um.

Þetta er svo óendanlega barnalegur málflutningur.

Nafnlaus sagði...

Getur bloggari ekki rökstutt sleggjudóm um að "margumræddur" prófessor "spinnur síðan sjálfur ótrúlega sögu í kringum þessa heimild, ómerkilegar ásakanir í garð saklauss fólks"? Og hvað er óeðlilegt við að treysta fræðiritum annarra? Talandi um einhverja "nálgun" háskólamanna, en ástunda svo spuna um fræðilegar niðurstöður, líklega vegna þess að rökstuðningi Hannesar verður ekki hnekkt með rökum.

Guðmundur sagði...

Hér eru rökin, þau koma frá Árna Snævarr og Jóni Ólafssyni

Í kaflanum Fagnaðarfundir í Moskvu (254-259) fjallar Hannes um styrk að upphæð 5000 sterlingspund sem verkamannafélaginu Dagsbrún hafi verið veittur sumarið 1952.

Vísað er til miðstjórnarákvörðunar sem tekin hafi verið 3. júlí það ár og í neðanmálsgrein er heimildin sögð vera bók Árna Snævarr, Liðsmenn Moskvu og „gögn Jóns Ólafssonar“.

Ekki kemur neitt fram nánar um hver þessi gögn Jóns Ólafssonar eru, eða hvar þau er að finna.

Í kaflanum dregur Hannes svo heilmiklar ályktanir af því hvernig styrkfé þetta hafi verið notað og skýrir ýmis ummæli og athafnir leiðtoga sósíalista með tilliti til þessa mikla fjár, sem hafi numið rúmlega hundraðföldum mánaðarlaunum.

Árni Snævarr hefur bent á að sér hafi orðið á mistök styrkurinn var ekki veittur árið 1952 heldur árið 1961.

Frásögn Hannesar af styrkveitingum vegna verkfalls 1952 verður því æði skrautleg.

Hið rétta er að sumarið 1961 voru talsverðar vinnudeilur og Dagsbrúnarmenn í löngu verkfalli. Sjóðir voru takmarkaðir og lítið hægt að bæta verkfallsmönnum tekjutap.

Vitlaus dagsetning hjá Árna Snævarr leiður Hannes á algjörar villigötur og hann hirðir hvorki um að leita ráða hjá þeim sem til þekkja, né um að fá einhverskonar staðfestingu í heimildum á sögunni sem hann spinnur í framhaldinu, verður til kjánalegt bull um áhrif þessa styrks.

Hér skortir því verulega á það sem krafist er í rannsóknarvinnu Háskóla

Nafnlaus sagði...

Afhverju var ekkert upphlaup 1992 þegar bók Árna Snævars kom út getur það verið af því að Hannes Hólsteinn skrifar þessa bók?

Nafnlaus sagði...

Afhverju var ekkert upphlaup 1992 þegar bók Árna Snævars kom út getur það verið af því að Hannes Hólsteinn skrifar þessa bók?

Nafnlaus sagði...

Eitt af grundvallar prinsippum háskólarannsókna er að vísa til frumheimilda. Og maður vísar ekki til þeirra nema hafa kynnt sér þær. Þegar Hannes vísar í "gögn Jóns Ólafssonar" er hann að gefa til kynna að hann hafi kynnt sér þau. Sem hann gerði ekki. Skömmin er alfarið hans og það er afar léleg afsökun Hannesar að vísa bara á Árna Snævar og Jón Ólafsson.
Eins og Sherlock hefði sagt: "this is elementary my dear Watson".

Hrekkjalómur

Nafnlaus sagði...

Hverjir eru þessir margir, Guðmundur?

Nafnlaus sagði...

Það má þess geta að Þessi orð "this is elementary my dear Watson" koma hvergi fram í sögum um Sherlock Holmes.

hafa heimildir á hreeeeinu...